Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 5. APRIL 1968
17
Úr Austur-Skagafirði
Veturinn er nefndur „Lurkur” sumir
vilja kalla hann „Glerung”
Bæ, Höfðaströnd, 1. apríl: —
GAMLAN mann hitti ég nýlega
og ræddi við hann um tíðarfar-
ið. Hann segist muna að veturn-
ir hafi verið nefndir ýmsum
nöfnum eftir því hvernig tíðar-
farið var, eða af atburðum, sem
fyrir komu. Þessi öldungur var
búinn að skíra vetur þennan
Lurk, aðrir vilja nefna hann
Glerung. Stórhríðarbyljir og
frosthörkur óvenju miklar, snjór
ekki mikill en þó jarðbönn um
lengri tíma vegna svellalaga og
harðfennis, og nú þegar þetta
er skrifað er ís fyrir öllu Norð-
urlandi og nokkrir hafísjakar
sigla inn undir Drangey. Norð-
austan stekkingur, sem næðir í
gegnum föt nema fólk sé kapp-
búið. Hér var frost 18 í morg-
un. Nokkuð hefur borið á um-
ferðatruflunum, sérstaklega þó
vegna stórviðra og skafla á veg
um. Á Siglufjarðarleið hefur ver
ið mjög vangæft um ferðir í
vetur, þó sagði mér bílstjóri,
sem kom frá Siglufirði í gær,
að á þeiriri leið væri ekki mikil
fönn. Strákagöng eru lokuð með
hurðum í bæði op en fólk sem
ganga þarf í gegn kvartar um
að ekki sjáist þar ljósglæta, og
hætta sé jafnvel á að vegfar-
endur reki sig á bergveggina
vegna grafarmyrkurs þarna inni
Ekki heyrist annað en fén-
aður bænda sé heilbrigður, Við
skoðun birgða og búfjár í hér-
aðinu snemma í marz kom í ljós
að ástand var betra en búizt
var við, þó mun vorið ráða þar
miklu um, hvernig úr rætist.
Eins og alltaf áður eru nokkrir
menn í fóðurvandræðum, en
hey eru talin næg til hjálpar
ef með þarf.
Tónleikar:
Við skattauppgjör virðist bú-
rekstur hafa verið mjög erfið-
ur síðastliðið ár. Á tiltölulega
litlum búum hér um slóðir eru
kjarnfóðurkaup frá 50.000 og
upp yfir 100.000 krónur. Kjarn-
fóður og áburðarkaup virðast
mér í mörgum tiLfellum vera
Björn Jónsson, Bæ.
svipuð að krónutölu. Bændur
eru mjög hugsandi um áburðar-
kaup næsta vors, sem sagt er
að muni hækka um 24-26% en
sölufirma munu innheimta alla
greiðslu við mótttöku. Er sýni-
legt að margir geta ekki tekið
allt magn, sem pantað var vegna
greiðsluörðugleika.
Góðjarðir seldar.
Nýlega hafa tvær góðjarðir
í Skagafirði verið seldar,
kirkjujörðin Fell í Sléttuhlíð og
Vatn á Höfðaströnd, sem á hlúta
Aðalheiður
Guðmundsdóttir
KIRKJUTÓNLEIKAR, eins og
þeir gerast hérlendis, eru ekki
til þess fallnir fyrir söngvara
að vinna auðkeypta sigra, og
eru til þess ýmsar ástæður. Víð-
ast hagar svo til, að áheyrendur
hljóta flestir að snúa baki í
söngvarann, og þykir mörgum
óþægilegt. Auk þess kemur það í
veg fyrir, að persóna söngvar-
ans útlit hans eða firamkoma
geti nokkru áorkað um við-
brögð áheyrenda. Lófatak er
ekki leyft eða tíðkað (nema í
Húsavíkurkirkju), og þannig fer
söngvarinn á mis við þau örv-
andi áhrif, sem það einatt hefur,
eða er að minnsta kosti svikinn
um æskilega hvíld milli laga.
Loks þykir hlýða að haga laga-
vali með öðrum hætti í kirkju
en í konsertsal, og má telja
sjálfsagt: allt hefur sinn stað og
tíma. En þess vegna hlýtur söngv
arinn einnig að ganga á snið við
flest þau viðfangsefni, sem svo
að segja sjálfkrafa mundu geta
skapað honum samúð og vel-
vild, — „lyft stemmingunni",
eins og stundum er tekið til
orða. Þannig stendur söngvarinn
með vissum hætti einangraður
frá hlustendum sínum, en þó
undir smjásá þeirra, ennþá misk
unnarlausari en oftast ella, og
dæmdur til að skila efnisskrá,
sem margir munu fyrir fram
dæma „þunga“ og alvarlega um
of.
Við þessi skilyrði hélt frú
Aðalheiður Guðmundsdóttir
fyrstu sjálfstæðu tónleika sína
hér um slóðir sl. þriðjudagskvöld
Tónleikarnir fóru fram í Kópa-
vogskirkju, sem að sönnu er
aðlaðandi og fallegt guðshús, en
hefur þó í þessu sambandi alla
þá annmarka, sem að ofan grein
ir. Efnisskráin var óneitanlega
nokkuð „þung“, og olli því ekki
sízt upphaf hennar, aría úr Mess
íasi (He was despised) eftir
Handel, sem — eins og margar
aðrar svonefndar „da capo-ar-
íur“ barokktímans — sýnist nú
óhæfilega löng og endurtekninga
söm. Á eftir annarri vel þekktri
Handel-aríu (Ombra mai fu)
komu tvö íslenzk lög, sem bæði
voru hér frumflutt: „Á föstu-
daginn langa“ eftir Guðrúnu
Þorsteinsdóttur og „Jólaljós" eft
ir Fjölni Stefánsson hvorutveggja
áheyrileg lög og vel með farin,
síðan amerískur negrasálmur og
Ave Maria eftir Michael Head,
brezkt samtímatónskáld. Á síð-
ari hluta efnisskrárinnar voru
svb Sex andleg ljóð eftir Beet-
hoven (op. 48).
Aðalheiður Guðmundsdóttir
hóf söngnám fyrir alvöru fyrir
nokkrum árum og hafði fram að
þeim tíma haft háa sópranrödd.
En þá var röddin „lögð um“ sem
kallað er, þ.e. breytt í mezzo-
sópran, og ber hún þess enn
nokkur merki. Miðsvið raddarinn
ar er bæði hljómmikið og hljóm-
fagurt, með dökkum sérkennileg
um blæ. Einnig á hásviðinu er
mikið raddmagn fyrir hendi, þótt
söngkonan hafi ekki jafnöruggt
vald yfir því, a'ð mörkin milli
þessara raddsviða verða stundum
helzt til áberandi! Á neðsta hluta
tónsviðsins er röddin hins vegar
heldur hljómlítil enn sem komið
er. — Um meðferð þessarar erf-
iðu efnisskrár er annars það að
segja, að hún bar vott um mikla
og alvarlega vinnu af hálfu
söngkonunnar: hér var ekki kast
að höndunum að neinu, og þeg-
ar þannig er unnið, hlýtur ár-
angurinn að skila sér, þótt ef
til vill sé hann ekki með öllu
hnökralaus. Það er ljóst öllum,
sem áður hafa fylgst með ferli
Aðalheiðar, að þessir tónleikar
marka mikið framfaraspor á
braut hennar.
Páll Kr. Pálsson annaðist
unidirleik á or.gelið.
Jón Þórarinsson.
FRÆÐSLU- og upplýsinga-
skrifstofa Umferðarnefndar
Reykjavíkur og lögreglan
fóru þess á leit við alla páska-
eggjaframleiðendur nú fyrir
páskana, að settir yrðu miðar
með stuttum umferðaráminn-
ingum í flest páskaegg. Mið-
arnir eru tölusettir og gilda
sem happdrættismiðar í
páskahappdrætti áðurnefndra
aðila. Vinningar eru 10 vönd-
uð reiðhjól og verður dregið
um þau 20. apríl.
Jafnframt þessu hefur ver-
ið sett upp sýning í glugga
Málarans í Bankastræti, þar
sem sýndir eru nokkrir vinn-
inga í happdrættinu, ásamt
sýnishorni af útgáfum, bækl-
ingum, dreifimiðum, auglýs-
ingaspjöldum o.fl., sem Um-
ferðarnefnd Reykjavíkur og
lögreglan hafa gefið út að
undanförnu. Happdrættið er
armálum.
(Frá Umferðarnefnd og
lögreglu).
liður í víðtækri fræðslustarf-
semi og er einkum ætlað að
vekja athygli fólks á umferð-
af Höfðavatni. Sami maður kaup j
ir báðar jarðirnar, Guðmundur í
ísaksson úr Kópavogi. Búið er I
að leigja Fell til ábúðar, en
enn er ekki vitað hvað með
’Vatn verður gert þó eigand-
inn hafi látið orð falla um að
þar verði búið áfram. Kannski
er þetta byrjun á fólksflutn-
ingum í sveitirnar? Annars virð
ist vera nokkurt framboð af
jörðum nú hér um slóðir, þó
ekki séum við beint hrifnir af
þeirri þróun. Hér eins og ann-
farsstaðar virðist rekstrarskil-
yrði ekki góð við búskap, sama
má raunar segja um útgerð og
verzlun sem ei í miklum vand-
ræðum með gjaldeyri.
Félagslif
Þó tíð hafi verið rysjótt hefir
verið töluvert félagslíf í hérað-
inu. Eins og áður er sönglíf með
miklum blóma, allir karlakórarn
ir hafa starfað í vefcur. Árni
Ingimundar, söngstjóri frá Ak-
ureyri, hefir þjálfað karlakór-
inn Feik og þykir þar hafa
gerst kraftaverk til bóta. Allir
karlakórarnir hafa nú haft opin
bera samsöngva, einnig æfir
Samkór Sauðárkróks og ný-
stofnaður blandaður kór á Hofs
ósi undir stjórn Ingimars Páls-
sonar, skrifstofumanns á Hofs-
ósi.
Félagsskapur æskufólks og æsku
lýðsmessur á vegum þjóðkirkj-
unnar eru haldnar í héraðinu.
Ég var nýlega viðstaddur æsku
lýðsmessu í fallegri kirkju að
Rýp í Hegranesi. Þetta var sér-
staklega ánægjuleg stund, Sr.
‘Þórir Stephensen prestur á
Sauðárkróki stjórnaði, en að
öðru leyti sáu börnin um sam-
komuna, sem tókst að mér fannst
j með ágætum. Forstöðukona hús
mæðraskólans á Löngumýri
Framhald á bls. 19
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
\
Stjörnubíó.
Ég er forvitin
Sænsk mynd
Höfundur og leikstjóri:
Vilgot Sjöman.
Framleiðandi: Sandrews.
Aðalhlutverk:
Lena Nyman
Börje Ahlstedt
Peter Lindgren.
í „prógrammi1 kvikmyndar
þessarar eru eftirfarandi setn-
ingar hafðar eftir Vilgot Sjöman
um viðhorf hans til kynferðis-
mála: „Ég hefi sagt skilið við
venjulegt kvikmyndaklám, þessa
dylgjulist um feimnismálin, sem
glingrar við alls konar útslitn-
ar kitlur, eins og línlak, sem fel-
ur líkama elskendanna til hálfs,
hálfnaktir kroppar og spegil-
myndir af striplingum."
Þótt orðalag þessarar tilvitn-
unar sé svolítið mystiskt, þá fer
ekki á milli mála, að Sjöman
ætlar sér stóran hlut í kapp-
hlaupinu um sem opinskáastar
ástarlífsmyndir. Og þótt þess sé
getið síðar í prógramminu, að
„öll atvik komu til sjálfkrafa og
mörg í skyndisköpun", þá læðist
sá grunur að manni, að ýmis at-
riði kvikmyndarinnar hafi verið
sviðsett með þeim ráðna hug að
hneyksla áhorfendur. Og vissu-
lega mun hún hneyksla eigi fáa
áhorfendur hérlendis, því í henni
er gengið skrefi framar en áð-
ur hefur tíðkast við birtingu
djarfra kynlífsatriða.
En hver gæti verið tilgangur-
inn með því að hneyksla fólk
með þessum hætti af ráðnum hug
Löngum hefur verið talið nógu
slæmt að hneyksla fólk af klaufa
skap, handvömm eða af van-
þekkingar sökum. Skáld hafa
reyndar tíðum látið klámkennd
atriði fljóta með í verkum sínum
en ekki beint klámsins vegna, að
því er þau staðhæfa, heldur
vegna þess, að þau hafa ekki
talið sér fært að sniðganga með
öllu nein umtalsverð atriði í
mannlegu samfélagi. — En í
kvikmynd þessari er fólk
hneykslað með nánum ástarlífs
lýsingum, miklum mun nánari
en þörf virðist vera á til að gefa
í ljós ákveðnar og náttúrlegar
staðreyndir mannlegs lífs.
Nú er það svo, að ekki eru
allir jafnhneykslunargjarnir í
þessum efnum, að minnsta kosti
berast þeir misjafnlega vel af,
er kviknaktir líkamar karla og
kvenna byltast um í nánum ást-
aratlotum á hvíta léreftinu. Þetta
mátti vel greina á sýningunni
í Stjörnubíó síðastliðinn mið-
vikudag. Sumir létu hneykslun
sína óspart í ljós, en aðrir hlógu
og bárust litlu lakar af en
Skarphéðinn í brennunni. Flest
var þetta ungt fólk og af báðum
kynjum. Húsfyllir var. Þrátt fyr
ir aðvaranir kvikmyndahússins
hefur fólk þetta sýnt aðdáunar-
verðan kjark og hlotið ríkulega
umbun fyrir. í ellinni getur það
sagt barnabörnum sinum frá því
að það hafi verið viðstatt þá
sögulegu athöfn, er velsæmis-
múrinn var rofinn í íslenzku
kvikmyndahúsi anno Dominil968
En þessi mynd er sérstæð um
fleira. Hún hefur eiginlega
hvorki upphaf né endi. Hún sýn
ir leikstjóra og fylgdarlið á
þönum með kvikmyndatökuvélar
um allar trissur. Hún lætur „for
vitinn“ spyrjanda leggja spurn-
ingar fyrir fólk af ýmsum stétt-
um og þjóðum, til dæmis koma
þarna fram rússneska skáldið
Yevtushenko og bandríski blökku
mannaleiðtoginn Martin Luther
King og eru spurðir spjö.runum
úr. Vietnam, harðstjórn Stalins
og andstæðurnar í sænsku „vel-
ferðarþjóðfélagi“ ber einnig á
góma og langoftast það síðast
talda. Dregnir eru fram ýmsir
vankantar nútíma lýðræðisþjóð-
félags, svo sem tregða til skjótra
viðbragða og skapandi framtaks,
launamisrétti o.fl. Hlutleysis-
stefna Svía fær nokkra snopp-
unga. — Flestar ádeilur, bæði á
þjóðfélag Svía og annað, koma
fram í formi barnslegra, en svo-
lítið ísmeygilegra spurninga.
Sú aðferð að láta leikstjóra
standa, að kalla má, mitt í sjálfri
atburðarásinni, er forvitnileg, og
á þann hátt er trúlega hægt að
nýta betur ýmsa tæknilega mögu
leika kvikmyndalistarinnar. f
mynd þessari er, eins og getið
var, söguþráður alllosaralegur,
og svo jafnað sé til skáldsagna,
þá minnir hann nokkuð á sögu-
byggingu íslenzkra „absurdista“,
og hefi ég þá einkum Guðberg
Bergsson í huga. Eflaust heff'i
það glatt íhugul augu Guðbergs
að sjá „föðurinn" kasta af sér
þvagi í vaskinn, á meðan lags-
kona hans hellir upp á kaffi-
könnuna, svo dæmi sé tekið. En
hvað sem um það er, þá er lík-
legt, að hinir nýju tæknilegu
möguleikar, sem opnas kunna
með þessum breyttu kvikmynda
tökuaðferðum, hefi ekki enn kom
ið allir fram í dagsljósið.
Mér er enn ekki að fullu ljóst
sambandið á milli heims- og þjóð
félagsádeilunnar annars vegar og
hins vegar hinnar skefjalausu
kynlífsstarfsemi. Oft hefur ein-
földu lífi „í skauti náttúrunnai “
verið teflt fram sem annstæðu
rotinna þjóðfélagshátta og ahs
konar spillingar, að sjálfsögðu
af misjöfnu listfengi og með mis-
jöfnum árangri. Ef til vill ber
að skoða hinn djarfa nektarleik
í því ljósi, að hann sé andstæða
alls konar skinhelgi, misræmis
og misskiptingar í mannlegu satu
félagi. Þá hefði hann annan tii—
gang en þann eina að hneyksla,
þótt vera mætti, að hneykslun-
inni einni væri ætlað sjálfstætt
hlutverk við það verkefni að
ryðja öllum þjóðfélagságöllum
úr vegi.
Hvort sem nú heldur er, þá
held ég, að höfundur missi þarna
marks .Ástarlífssýningarnar eru
of grófar til að mynda skarpar
andstæður við bresti þjóðfélags
ins, áhorfandinn tekur þær frem
ur, með réttu eða röngu, sem
ábót á brestina en andstæður
við þá. — Á hinn bóginn verða
hörmungar Vietnamstríðsins af-
brot Stalins eða ágallar hins
sænska velferðarþjóðfélags
naumast bættir með hneykslan-
lega opinskáum samskiptum karls
og konu fyrir opnum tjöldum.
— Þar þarf sterkara afl til.
Ég vil að endingu taka undir
viðvörunarorð kvikmyndahúss-
ins um það, að fólk, sem er við-
kvæmt fyrir margumræddu efni,
ætti ekki að sjá kvikmynd þessa
— Hins vegar er hún forvitni-
leg, einkum vegna þeirra nýstár
legu aðferða, sem beitt er við
gerð hennar. Því er einsætt fyr-
ir þá, sem vilja fylgjast vel með
tæknilegri þróun nýtízkulegrar
kvikmyndagerðar, og hafa all-
sterkar taugar, að láta ekki hjá
líða að sjá þessa mynd.
S. K.
J