Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 2
2
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRIU 1968
Leiðin til friðarumleitana
um Vietnam
— Johnson forseti Bandaríkjanna
hefur rúmlega 30 sinnum lýst sig
reiðubúinn að hefja friðarviðrœður
Washington, 4, apríl AP.
• LEIÐIN að friðarnmleit-
nnum i Vietnamdeilunni, sem
menn vona nú að sé senn á
enda, hefur verið bæði löng
og ströng og Iegið um marg-
vislega og krókótta Ieyni-
stigu. f nærfellt fjögur ár
hafa stjórnmálamenn margra
landa þreifað sig áfram í þvi
myrka völundarhúsi, sem
nefnist „dimplómatískar leið-
ir og í hvert sinn, sem þeir
töldust sjá glitta i ljósgeisla
framundan reyndist það blckk
ing ein og framundan var
ekkert nema myrkrið tómt.
Sú vonarglæta, sem nú virð-
ist framundan, er hin stræsta
tU þessa og þess er beðið með
mikilli eftirvæntingu að sjá,
hvort hún reynist eitthvað
annað en blekking.
Skref það, sem Lyndon B.
Johnson, forseti, sté í friðar-
átt s.l. sunnudag. er hið s.3-
asta af rúmlega þrjátíu sp_r-
um, sem hann hefur stigið að
þvi sama markmiði frá því
haustið 1964, þegar U Thant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
Þjóðanna, skýrði Adlai Steven
son, sem þá var aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá samtökun-
um frá því, að stórnin í
Hanoi mundi fús að „hafa
samband við Bandaríkja-
stjórn. Var þá stungið upp á
Rangoon sem heppilegum
fundarstað.
En það varð aldrei neitt af
því, að fulltrúar stjórnanna
hittust, — Og Dean Rusk,
utanríkisráðherra sagði
seinna, að Hanoistjórnin
væri ekki reiðubúin að ræða
um frið — hún teldi augsýni-
lega, að hún væri að því
komin að sigra í styrjöldinni.
Hann sagði, að stefna Banda-
ríkjastjórnar væri sú, að hún
hefði“ áhuga á undanbragða-
lausum aðgerðum í friðarátt,
þegar Hanoistjórnin væri
komin að þeirri niðurstöðu,
að hún væri sjálf fús að
stefna í þá átt“. ,
Ho Chi Minh
Þegar haldið var hátíðlegt,
að 20 ár voru liðin frá því
stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna var undirrituð, sagði
Johruson. forseti, í ræðu í San
Francisco, (í júní 1965) að
aðildarríki Sameinuðu Þjóð-
anna ættu, hvert í sínu lagi
— og í sameiningu — að
vinna að því að koma á við-
ræðum þeirra“ sem virðast
ákveðnir í að heyja styrjöld"
eins og hann komst að orði.
Hann endurtók þetta í bréfi
til U Thants 28. júlí 1965.
Laust fyrir miðjan janúar
1966 fór Bandaríkjastjórn
þess á leit við Sameinuðu
Þjóðirnar, að þær könn.iðu
möguleika á því. að koma á
friðsamlegri lausn mála í
Vietnam. Þá var lögð fyrir
öryggisráðið tillaga, þar sem
hvatt var til þess, að þegar
í stað og án nokkun-3 skil-
yrða, væri gengið til við-
- MINNI ÍS
Framhald af bls. 32
veg fullur af ís Síðan flogið
út að Rauðunúpum, en þa.r fyr-
ir utan og austan var éljagang-
ur en sjórinn virtist þakinn ísi
svo langt sem sást. Frá Rauðu-
núpum var flogið út þangað sem
skipið Haföminn var. En hann
er í mjög stónri íslausri vök og
virtist okkur hann hafa mögu-
leika til að sigla til vestur, en
enga til austurs. Síðan var flog-
ið til Grímseyjar og virtust á
þeinri leið 7/10 hafflatarins þak
Enska
knattspyrnan
TJRSLIT leikja í ensku deilda-
keppninni í þessari viku urðu
sem hér segir:
1. deild.
Newcastle 0 — Leicester 0
West Brom. 0 — Sunderland 0
2. deild.
Birmingham 3 — Derby 1
Blackbum 2 — Blackpool 1
Bristol C. 1 — Bolton 1
Satúrnus
tilraunin
Kennedyhöfða, 4. apríl
í DAG var skotið á loft frá
Kennedyhöfða þriggja þrepa
Satúrnus eldflaug með Appolo
geimfari — hinu stærsta, sem
Bandaríkjamenn hafa smíðað —
og var ætlunin, að það kæmist á
braut umhverfis tunglið. Til-
raunin mistókst að þvi marki, að
hugsanlegt er talið, að það muni
seinka því, að Bandaríkjamenn
geti sent mannað geimfar til
tunglsins.
inn ísi.
Mikið fuglalíf var á ísnum í
námunda við Grímsey og sáum
við að farfuglinn er kominn, því
þar var hann í þúsundatali. Frá
Grímsey flu'gum við til Flateyj-
ar og er eyjan umflotin ísreki á
alla vegu. En þegar komið var
nokkuð inn fyrir eyjuna og inn
á Skjálfanda, er íslaust eins og
áður getur .
Við fiugum yfir þorskaneta-
svæði Húsavíkurbáta, en þau
eru nú íslaus. En við gátum
ekki komið auga á net eða ból-
færi þeirra.
Höfrungarnir, sem héldu sig
í gær í vök við Haukamýnna,
og ekki voru aflógaðir í gær,
komust út í dag. En drepnir
höfðu verið yfir 60 stykki og
allt kjötið hirt til matar. Þyk-
ir ýmsum góður bitinn, en öðr-
um slæmur, eins og gengur.
— Fréttaritari.
ísflug Landhelgisvélarinnar.
Ástand íssins við landið virð-
ist nú eftirfarandi: Talsverður
rekís er allt að stað r/v 146°
fjarl. 29 sj.m. frá Papey. Þaðan
teygjast ísrastir í áttina að
Skrúð. ísrastir þessar þéttast og
breikka í r/v 098° 24 sj.m. frá
Papey. Sigling er varasöm kring
um Skrúð og erfið innan við
Seley. Þéttur ís er landfastur við
Norðfjarðarhorn, en liggur það
an í boga frá Horninu og er aft-
ur landfastu við Kaupmanns-
stapa. Bakkarflói og Bakkaflóa-
djúp, er nær allur þakinn ís 4—
6/10, 60 til 70 sj.m. út frá land-
inu. ís 7—9/10 er í r/v 081° fj.
70 sj.m. frá Langanesi, og ligg-
ur þaðan í NA, vestur um í 7
sj.m. fjarlægð N. af Langanesi
og þaðan að Hraunhafnartanga.
Meðfram landi frá Langanesi
að Melrakkanesi i 6 til 7 sj.m.
fjarlægð, frá landi, liggur þétt
ræðna um það, hvernig hægt
væri að koma á ráðstefnu,
þar sem rætt yrði um leiðir
til að koma á friði í Suð-
Austur Asíu. Málið er enn á
dagskrá Öryggisráðsins.
Eitt af stærstu skrefunum
í átt til friðar stigu Banda-
ríkjamenn um áramótin 1965
til 66, er þeir gerðu hlé á
loftárásum. Johnson sendi þá
fimm sérlega sendimenn
sína, m.a. Averell Harriman,
til 34 höfuðborga í heiminum.
Hann hafði samband við
stjórnarleiðtoga víðsvegar
og bandarískir embættismenn
áttu um 300 fundi með hin-
um ýmsu fulltrúum komm-
únískra og andkomúniskra
ríkja. Meðal annars hafði
Bandaríkjastjórn þá beint
samband við fulltrúa Hanoi-
stórnarinnar í Moskvu og orð
sending var send til stjórnar
Ho Chi Minhs. — sem hafði
hinsvegar, áður en vika var
liðin, lýst því yfir, að tilboð
Bandarfkjastjórnar væri ekk-
ert annað en brella. Jafn-
framt krafðist Hanoistjórnin
þess, að Bandaríkjamenn
byndu enda á allar hernaðar
aðgerðir sínar í Vietnam.
Áður en þetta kom til,
hafði Johnson í fyrsta sinn
sett fram það tilboð. að
Bandaríkjaimenn veittu Suð-
austur-Asíu víðtæka efna-
hagsaðstoð, þegar friður hefði
verið saminn. Það var 25.
marz 1965 — og hann endur-
tók það boð í ræðu, er hann
hélt nokkru seinna (7. apríl).
við John Hopkins háskólann
í Baltimore. Þar sagði hann,
að Bandaríkjastjórn væri fús
að hetfja, — án nokkurra skil-
yrða —. váðræður við Hanoi
stjórnina, er miðuðu að pví
að binda enda á styrjöldina
í Víetnam.
Og hann bauð Norður-Viet
nam að eiga aðild að efna-
hagsáætlun er gerð yrði fyrir
Vietnam að friði sömdum,
með um 1 milljarð dala efna-
hagasaðstoð frá Bandaríkjun-
um.
í október 1:965 var tilkynnt
á Manilaráðstefnunni, þar
sem saman komu stjórnarleið
togar Bandaríkjanna og banda
lagsríkja þeirra í Vietnam-
styrjöldinni, að herir þeirra
skyldu farnir frá Vietnam sex
mánuðum eftir að hermenn
Norður-Vietnam væru farnir
frá Suður-Vietnam og friður
tryggilega kominn á. Þegar
ráðstefnunni var lokið, sendi
Johnson Harriman í annað
ferðalag til Indónesíu, Ceylon,
Indlands, Pakistans, frans,
Þýzkalands, Bretlands, Mar-
okko, Túnis, Alsír, Spánar,
Frakklands og Ítalíu, — þar
sem hann ræddi bæði við
stjórn landsins og Pál páfa
VI.
Þegar loftárásum á N-Viet-
nam var hætt um hríð, vegna
hátíðahaldanna í tilefni ára-
mótanna, í febrúar 1967, sendi
Johnson, forseti, enn bréf tii
Ho Chi Minhs og lagði til,
að þeir seítust að samninga-
borði, einhvers staðar á ró-
legum og kyrrlátum stað, þar
sem þeir væru lausir við á-
gengni blaða- og fréttastofn-
ana. Bauð forsetinn það fram,
að Bandaríkjamenn sendu
ekki fleiri hermenn til Viet-
nam og hættu loftárásum á
Norður-Vietnam gegn því, að
N-Vietnam hætti íhlutun í
Suður-Vietnam, bæði á landi
og sjó. Hanoistjórnin svaraði
ekki fyrr en daginn eftir, að
Johnson hafði fyrirskipað, að
loftárásirnar skyidu hafnar á
ný — og þá ' ar svarið á þá
leið, að N-Vie+i amar mundu
aldrei fallast á friðarviðræð-
ur, meðan þeim væri ógnað
með ioftárásum .
Loks er að geta hinner
kunnu ræðu, sem forsetinn
hélt í San Antonio í Texas
í haust, 29. september sl., en
þar sagðist hann reiðubúinn
að fara sjálfur — eða senda
Dean Rusk, utanríkisráðherra
— hvert á land sem væri til
viðræðna um Vietnam. Hann
sagði þá, að loftárásum á
Norður-Vietnam yrði hætt,
þegar Hanoistjórnin féllist á
viðræður og þá mundi Banda
ríkjastjórn vænta þess, að
Hanoistjórn notaði ekki árása
hléð til þess að bæta hern-
aðaraðstöðu sma.
— Vfsitöluákvæði
Framhald af bls. 32
f biáðabirgðaákvæði í frum-
varpinu er kveðið á um að hin
fyrri kaupgreiðsluvísitala mun
giida um breytingar á árs-
greiðslu íbúðarlána með þeim
breytingum, er á henni verða
fram til 1. des. 1967 samanber
iög frá 1967 um verðlagsuppbót
færslukostnaðar. Var kaup-
á laun og um vísitölu fram-
greiðsluvísitalan þá orðin 194
sti.g. Eftir 1. febrúar 1968, en
miðað við þann dag verður reikn
uð út grunnvísitala hinnar nýju
kaupvísitölu, mun ársgreiðsla
þessara lána miðast við helm-
ingi við breytingar á kaupvísi-
tölunni, þar sem lán, sem hafa
gjalddaga 1. maí n.k. miðast við
vísitölu 1. febr., mun launahækk
unin, er varð með kjarasamning-
um nú í marzmánuði, ekki hafa
áhrif á lánagreiðslur fyrr en á
næsta ári.
f frumvarpinu er einnig kveð-
ið á um að veðdeild Landsbanka
íslands skuli heimilt að gefa út
og selja skuldabréí sem svarar
heildarupphæð árlegra lánveit-
inga húsnæðismálastjórnar til
íbúðabygginga. Segir í greinar-
gerð frumvarpsins að áður hafi
heimild veðdeildarinnar verið
bundin við 400 millj. kr. hámark
á ári. Á árinu 1967 hafi útgáfa
bankavaxtarbréfa numið 391
millj. kr. og geti því fyrr en
vari núgildandi hámarksákvæði
hindrað lánveitingar, sem ann-
ars væri unnt að láta í té, og
því sé eðlilegt að gera umrædda
breytingu á lögunum.
ísbreiða, nær öll samtfrosta. Sigl
ingarleiðin frá Sléttu að Langa-
nesi viðist gjörsamlega lokuð,
eins og nú er. Frá Rauðunúpum
að Eyjafirði er ísinn um 4—6/10
milli Mánareyja og Grímseyja,
en mun þéttari norðan við Gríms
ey.
Siglingarleiðin virðist fær í
björtu, frá Gjögurtá fyrir Siglu-
nes og Skaga, í tveggja til fjögra
sjómílna fjarlægð frá landinu.
Á miðjum Húnaflóa þéttist ísinn
aftur í 4—6/10 og á hub. 10 sj.m.
breiðu belti NA af Horni er þétt
leiki hans 7—9/10. Líklegasta
siglmgaieiðin er frá Skaga á
Geirólfsnúp og síðan norðan við
Óðinsboða og þaðan í hub. 7
sj.m. fjarlægð af Hombjargi.
N. af Hælavíkurbjargi beygir
ísinn í norður og liggur um 20
sj.m. N. af Kögri, og fjarlægist
síðan landið í 41 sj.m. fjarlægð
í 276° frá Rit.
Frá Kögri fyrir Vestfirði virð
ist siglingaleið gíeiðfær, utan
smá íseyja og stakra jaka, sem
þar eru á reki, einkum út af
Barða.
- HREINSANIR
Framhald af bls. 1.
af sér að eigin ósk. Hún fór með
málefni verkamanna, sem starfa
hjá bókaútgáfufyrirtækjum, blöð
um og útvarpi. Að sögn for-
manns verkalýðssambandsins,
Ignacy Logasowinski, tók sonur
frú Pankiewicz þátt í því að
koma af stað stúdentaóeirðum.
Reuter hermir, að Wilhelm
Billing, forstjóri kjarnorkumála-
stofnunar rikisins, og Daniel
Kac, formaður birgðamálastjórn-
arinnar, hafi verið sviptir em-
bættum. Þar með hefur að
minnsta kosti 23 mönnum verið
vikið úr mikilvægum embættum.
Margir þeirra eru Gyðingar.
Blaðið Slowo Powszechne, sem
er blað kaþólskra en vinveitt
stjórninni hélt því fram í dag að
ekki væri nóg að setja af dug-
lausa eða illgjarna einstaklinga,
sem hefðu fyrirgert trausti sam-
félagsins. Rannsaka yrði allar
hliðar stjórnmálalífsins í land-
inu, einkum möguleikana á því
að auka sósíalistískt lýðræði
svo a’ð hlýðnir borgarar fengju
að tjá sig meira en nú er.
Blaðið spyr hvort flokkurinn
geti gegnt því hlutverki sinu
að vera vettvangur pólitískra
kappræðna.
KlitKk W 'TV-’ 5'//£r 4ýv '
ískönnun TF Sif í gær. Eins og sjá má á ískortinu var ís kominn langt suður með Awrtar-
landi, lokaði að Norðausturlandi og við Horn, en inni á fjörðum á Mið-Norðausturlandi hafði
ísinn lónað frá.