Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5, APRÍL 1968 Pálína Elesensdóttir — Minningarorð Fædd 20. júli 1883. Dáin 30. marz 1968. FORELDRAR hennar voru sæmdarhjónin Margrét Kristjáns dóttir frá Borg í Arnarfirði og er sú ætt alkunn þar vestra, niðjar síra Markúsar á Rafns- eyri. Um föður Pálínu, Elesens Höskuldsson, man ég það eitt, að hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu, og dugnaðarmaður hef- ur hann verið, því að hann var lengi vel á skútunum á Bíldudal yfir vorvertíðina, eða þangað til búskapurinn kallaði hann heim. Þau bjuggu, að ég hygg, alla sína hjúskapartíð í Skógum í Mos- dal við orðanverðan Arnarfjörð. Margrét var mikil höfðingskona bæði í lund og útliti, svo sem hún átti kyn til. Þau Skógahjón eign- uðust 10 börn en aðeins 6 þeirra náðu fullorðinsaldri og var Pá- lína yngst þeirra. Hún giftist t Elsku móðir mín, Sólveig Elíasdóttir, andaðist í Landsspítalanum að kvöldi 2. apríl. Selma French. t Maðurinn minn, Jóhannes Sigurjónsson, Breiðabóli, Eyrarbakka, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss, að- faranótt 4. þ.m. Sigríður Ólafsdóttir, börn og barnabörn. t Útför ívars Ó. Guðmundssonar Saurbæ verður gerð frá Gaulverja- bæjarkirkju laugardaginn 6. apríl kl. 2 e.h. Systkinin. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Pálína Eleseusdóttir, sem andaðist að Hrafnistu 29. marz, verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju föstudaginn 5. apríl kl. 2 e.h. Börn, tengdadóttir, barnaböm og barnabarnaböra. 1910 Sölva Bjarnasyni, sem einn- ig var úr Mosdalnum. Hann var orðlagður dugnaðarmaður og fór alltaf áður en hann kvæntist „suður á vertíð“. En á skúturnar í Reykjavík voru þá ekki teknir nema hörkuduglegir menn. Pálína og Sölvi bjuggu í 25 ár á þremur jörðum í Arnarfirði. Fyrst á Lónseyri, svo á Lauga- bóli og síðast 20 ár á Steinanesi. Svo fluttu þau til Bíldudals og grunar mig, að sonum þeirra, sem þá voru komnir á legg, hafi staðið hugur til sjávarins líkt og föður þeirra. Sölvi og Pálína áttu 6 börn en tvö þeirra misstu þau á barnsaldri. Bjarni eldri sonurinn, drukknaði árið 1930 frá konu og tveimur kornungum börnum. Hann var kvæntur Ólínu Friðriksdóttur, systur Áma Friðrikssonar, fiskifræð- ings, mestu myndarkonu. Seinna giftist hún Páli mági sínum og eiga þau Iíka tvö börn. Svava, eina dóttirin, giftist Agli Svein- bjarnarsyni frá Krosseyri og eign uðust þau sex börn, en Svava missti mann sinn í ágúst síðast- liðnum eftir langvarandi og erfið veikindi, sem hún þó reyndi að t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar I. Sigurðssonar, Dvergasteinum, Stokkseyri. Þökkum einnig vináttu og að- stoð veitta i veikindum hans síðustu árin. Jóna B. Magnúsdóttir, Anna G. Bjarnadóttir, Jóhann Sigurðsson, Stóra NúpL t Öllum þeim er auðsýndu samúð við andlát og jarðar- för Jóhanns S veinb j ar nar sonar, fyrrv. tollvarðar á Siglufirði, vil ég færa mínar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Guðný Guðmundsdóttir, Hrafnistu. t Útför mannsins míns, Sigurjóns Jónssonar frá Þorgeirsstöðum, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 6. apríl kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlegast afbeðin. Ólöf Vernharðsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Friðjóns Sigurðssonar, skósmí ð ameistara. Ólöf Sigurðardóttir, Einar Guðmundsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, HallgTÍmur Pétursson, Sæmundur Aragrímsson. látta honum eins og eiginkona getur bezt gert. Sölva mann sinn missti Pálína árið 1950 en bjó með yngri syni sínum Elesensi á Bíldudal í 8 ár. Þá flutti hún til Reykjavíkur og var ýmist hjá Páli syni sínum eða Svövu dóttur sirmi þangað til síðustu árin, að heilsu henn- ar hafði hrakað svo, að hún kaus heldur að flytja að Hrafnistu. Aldrei mælti hún æðruorð, en var síþakklát fyrir allt, sem fyrir hana var gert. Þetta, sem ég hefi hér hripað niður mundi líklega vera það, sem í mínu ungdæmi var í lík- ræðum kallað „lifshlaup". En það segir í raun og veru ekkert af því, sem ég hefði viljað segja um hana „Pöllu mína“, eins og hún var alltaí kölluð í minni fjölskyldu. Henni var af Guði gef in svo létt lund að hún gat alltaf brosað í gegnum tárin. Fram á gamalsaldur hafði gaman af því að safna unglingum í kringum sig til að spiia við þá og skemmta þeim, og ég þori að fullyrða að þegar hún flutti frá Bíldudal var þar ekki nokkur manneskja, sem ekki bar vinarhug til hennar. Við fráfall hennar, yngstu systurinnar frá Skógum, fannst mér 1 fyrstu að brostinn hefði strengur við bernsku mína. En við nánari athugun finn ég, að það er ekki rétt. Ástúð og trygg- Jyndi þeirra systra man ég svo lengi ,sem ég lifi, en allar fjór- ar voru þær á heimili foreldra minna. Æfinlega reiðubúnar að hjálpa ef lítill krakki lenti í ein- hverjum vandræðum. Allar voru þær með afbrigðum gestrisnar eftir að þær eignuðust sín eigin heimili. í síðasta sinn, sem ég kom til hennar „Pöllu minnar” tæpri viku áður en hún andaðist, hafði hún fulla rænu ,en átti erf- itt með að tala og þegar hún var búin að blessa mig eins og hún var vön, gat hún ekki sagt meira, en var alltaf að reyna að benda mér á eitthvað. Ég reyndi að gizka á hvað hún vildi, en tókst það ekki, þangað til ég tók upp öskju, sem ég vissi að hún geymdi í sælgæti, þá varð hún ánægð. Hún hafði aldrei getað þolað að neinn færi af hennar fundi án þess að þiggja góðgerð- ir. Óvenjulegt ástríki var með Pálínu, börnum hennar og tengdadóttur. í dag uppfylla þau heitustu ósk hennar, að leggja hana til hvíldar við hljð Sölva manns hennar í firðinum þeirra kæra. Ef þau gömlu hjónin frá Skóg- um, Margrét og Elesens, nú þeg- ar öll börnin þeirra eru dáin, mættu líta frá himni sínum hinn efnilega hóp afkomenda sinna, hugsa ég að þeim mundi þykja framlag sitt til fósturjarðarinn- ar hafa verið „harla gott“. Sigríður Jónsdóttir Magnússon. Jóhann — IUinning — „Táp var þitt eðli trúr til góðs þinn vilji“. ÞESSI orð komu mér í hug, þeg- ar mér barst andlátsfregn Jó- hanns Jónssonar frá Kaldrana- nesi. Enda þótt nú séu liðin mörg ár síðan hann átti þar heima, finnst mér á þessu augnabliki eðlilegast að kenna hann við þann stað, hvar hann sleit barns- skónum og óx til manndóms og athafna. Þar kynntist ég honum bezt og átti við hann mest sa/n- skipti. í æsku var Jóhann hjá ömmu sinni í móðurætt og ömmubróð- ur í föðurætt. Þau höfðu á hon- um mikla ást ,án þess þó að gera hann lítt sjálfbjarga dekurbarn. Halldór Jónsson, sem Jóhann kallaði afa sinn, var skapmikill og umvöndunarsamur og breytti samkvæmt því, hver sem í hlut átti. Hann var einnig kappfull- ur og metnaðargjarn og þær eig- indir tileinkaði Jóhann sér í rík- um mæli.. — Það var oft glaður hópur, sem Guðrún Þórðardóttir — Minningarorð — f DAG er til moldar borin Guð- rún Þórðardóttir kaupkona, sem andaðist á Vífilsstöðum 29. marz, eftir langvarandi veikindi. Hún var fædd 3. júlí 1889, að Meiða- stöðum í Garði. Móðir hennar var Bergþóra Bergþórsdóttir óð- alsbónda á Langafossi í Borgar- firði ,síðar bæði bóndi og lóðs í Straumfirði, en faðir hennar var Þórður Ólafsson af Víkings- lækjarætt, bróðir Gunnars út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum, og Boga menntaskólakennara, Jóns bankastjóra og systranna Kristínar og Helgu, sem öll eru nú látin. Stóðu að Guðrúnu merk is- og sómafólk í báðar ættir. Þórður andaðist skömmu áður en Guðrún fæddist, svo föður sinn þekkti hún ekki nema af afspurn ,en hún dáði minningu hans, enda var hann hinn ágæt- asti maður. Móðir hennar, Berg- þóra, var miklum mannkostum búin og naut vináttu og virðingu allra, sem henni kynntust. Taldi Guðrún það gæfu sína að hafa átt svo góða foreldra, enda var sambúð hennar við móður sína, sem andaðist hjá henni í hárri elli, til fyrirmyndar að ástríki og umhyggju. Föðursystkini Guðrúnar, fjöl- skyldur þeirra ,svo og ættingjar í móðurætt, reyndust Bergþóru og börnum hennar, Guðrúnu og Teiti, frábærlega vel, og áttu þær mæðgur ennfremur hið bezta skjól og athvarf hjá Teiti, eftir að hann stofnaði heimili hér í borg með sinni ágætu konu Önnu Þorkelsdóttur. Þó voru þau systkin ekki alin upp sam- an. Teitur er látinn fyrir tæpum tveimur árum, svo skammt varð á milli þeirra. Rétt innan við tvítugt fór Guð- rún til Danmerkur og dvaldi þar í nokkur ár til að afla sér mennt unar og gekk þar í skóla, auk þess sem hún vann fyrir sér. Sýndi hún þar strax þann dugn- að og manndóm, er í henni bjó. Eftir heimkomuna stundaði hún kennslu í Hafnarfirði um tíma, þar til hún sneri sér að verzlunarstörfum. Rak hún verzl un hér í bæ um nokkurra ára skeið. Áður hafði hún verið verzl unarstjóri við útibú Sápuhúss- ins við Laugaveg. Ennfremur hafði hún saumastofu um tíma, því allt lék í höndum hennar. Ég og fjölskylda mín kynnt- umst Guðrúnu ekki fyrr en á seinni árum ævi hennar, og þá í sambandi við áhuga hennar á andlegum málum. Annars voru áhugamál hennar mörg og marg- vísleg. Hún var söngvin, hafði góða söngrödd og lék á orgel. — Hún var mjög listhneigð og vand virk í þeim efnum. Báru vegg- myndir hennar, málaðar og saum aðar, listfengi hennar og smekk- vísi fagurt vitni. Fyrir nokkrum árum var sýn- ing á nokkrum beztu verkum hennar í glugga Málarans í Bankastræti. Eftir að Guðrún hætti að verzla, kenndi hún í nokkur ár, meðan heilsan framast leyfðL listsaum, þar sem hún sjálf út- bjó og stækkaði mynstrin. Hafði hún af því hið mesta yndi, enda var hún eftirsótt sem frábær kennari í þessari grein. Báru nemendur hennar traust til henn ar og voru samverustundir henn- ar með þeim, báðum til gagns og ánægju, því Guðrún hafði sér stakt lag á því að laða fólk að sér og tengjast því traustum vin- áttuböndum. Bar margt til þess, — glaðlyndi hennar og gaman- semi, vinfesta og tryggð, auk þess hve þakklát hún var fyrir hvað eina ,sem hún taldi sér gott gert, og lét hún það óspart í ljós. Úmtalsgóð var Guðrún í bezta lagi, og var sem hún hefði aldrei mætt neinu mis- jöfnu á sinni ævi. Hún var einlæg trúkona og bar ótakmarkað traust til æðri máttarvalda. Guðrún var um margt sér- stæður persónuleiki, og mun fyr ir mannkostasakir lengi verða minnisstæð þeim fjölmörgu vin- um, sem hún eignaðist um æv- ina. Blessuð sé minning hennar. Helga Þ. Smári. Jónsson á vetrarvökum raðaði sér kring- um eldhúsborðið heima um það leyti sem eldra fólkið gekk til náða. Þar bar margt á góma. Sumt af því varð síðar að veru- leika, annað rann út í sandinn, en með nýjum morgni vöknuðu ný áhugamál. Það kom snemma í ljós, hve harður Jóhann gat verið við sjálf an sig, ef hann vildi ná ákveðnu Framhald á bls. 24 Athugasemd f MINNINGARORÐUM um Ól- afíu Ástu Geirsdóttur, sem birt- ist í blaðinu á mdðvikudaginn, skial þess getið að „Sorgarstefið" var frá ungum frændsystkinum hinnar látnu. Ég þakka öllum, sem glöddu mig á 60 ára afmælisdaginn, 19. marz sL Hanna Jóhannesson, VatneyrL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.