Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 "Sl Hver þessara 6 stúlkna skyldi verða kosin fulltrúi ungu kynslóðarinnar í kvöld? Eins og sjá má á myndinni verður valið mjög erfitt og keppnin tvísýn. Stúlkurnar eru talið frá vinstri: Aftari röð: Edna Njálsdóttir, Rvík, Soffia Wedholm, Eskifirði, Guðrún Birgisdóttir, Rvík. Fremri röð: Henny Hermannsdóttir, Rvík, Ragnheiður Pétursdóttir Rvík og Auður Aðalsteins dóttir, Hveragerði. (Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson). Glæsileg skemmtun unga fólksins — Vettvangur œskunnar SKEMMTUNIN „Vettvangur unga fólksins“, sem Vikan og Karnabær standa fyrir í Aust- urbæjarbíói hófst sl. miðviku- dagskvöld, er síðari skemmt- unin verður í kvöld og hefst kl. 11.15. Miðvikudagsskemmt- unin var mjög glæsileg og fór í hvívetna hið hetza fram. Á „Vettvangi æskunnar“, er kjör inn fulltrúi ungu kynslóðarinn ar og hljómsveit ungu kynslóð- arinnar fyrir árið 1968. 6 stúlk- ur taka þátt í keppninni og 3 hljómsveitir taka þátt í hljóm- sveitakeppninni. Kynnir á þessari skemmtun er Svavar Gests og undirleik við atriði önnuðust Óðmenn. Eftir nokkur hressileg lög Óð- manna, með glæsilegri söng- konu, komu stúlkurnar 6 upp á sviðið, en þær heita: Soffía Wedholm, Eskifirði, Henny Hermannsdóttir, Reykjavík, Ragnhe ður Pétursdóttir, Reykjavík, Auður Aðalsteins- dóttir, Hveragerði, Guðrún Birgisdóttir, Reykjavik og Edna NjáLsdóttir, Reykjavík. Dómnefnd sem ræður úrslitum í vali fulltrúa ungu kynslóðar- innar lagði ýmsar spurningar fyrir stúlkurnar og var fróðlegt að heyra álit þeirra á ýmsum málum, pesónulegum og þjóð- félagslegum. Dómnefndina skipa: Andrea Oddsteinsdóttir, Baldvin Jónsson, Óli Páll, Þor steinr, Magnússon og Sigurður Hreiðar. Skemmtidagskrá kvöldsins vair fjöllbreytt og mjög vel skipulögð. Ungt fólk sýndi tízkuklæðnað frá Kama- bæ við undirleik Óðmanna, efnilegur söngkvartett úr Rétt arholtsskólanum söng þjóðlög, ný hljómsveit, sem nefnir sig Flintstone spilaði og söng og ungur hárgireiðslumaður sýndi li’stir sínar í uppsetningu á hári kvenna .Einnig kom fram mjög efnilég söngkona, Sigrún Harð ardóttir, og söng hún með Hljómum. Sigirún er í Mennta- skólanum á Akureyri og kom gagngert til Reykjavíkur til þess að taka þátt í þessari skemmtun. Sviðsframkoma Sig rúnar var einkar eðlileg og skemmtileg. Stúlkumar 6 fóru hver með sitt skemmtiatriði og fórst ÖLI- um það veL Úr hendi. Að síð- ustu Léku liljómsveitirnar, sem þátt taka í keppninni um 1 sæti í hljómlistarkeppninni., en þær eru: Hljómar, Óðmenn Sjólivirk símstöð n Hvommstnngn HVAMMSTANGA, 4. marz. — IJNNIÐ er að uppsetningu sjálf- virkrar símstöðvar á Hvamms- tanga og búizt við að hún taki til starfa seint í þessum mánuði. Hafís sést héðan norður í fló- anum en hefur heldur færzt frá síðan í gær. Rætt uffl hægri-umferð Ólafur Guðmundsson, erind- reki hægri umferðar, hefur dval izt í Vestur Húnavatnssýslu Heimsóitti hann alla skóla í sýsl- unni, ræddi um umferðarmál og sýndi umferðarmyndir. Auk þess hélt hann fjóra almenna fræðslufundi um umferðarmál og sýndi bæði skugga- og lit- myndir. Fundirnir voru vel sótt- ir þrátt fyrir óhagstætt veður. Veður hefur verið óstillt að undanförnu og mjög kalt, en í gær og dag er stillt veður og bjartviðri. — S.T.nm. /-= J L BARN ALEIKTÆKI fyrir aflskonar leiksvct&i barna, boeði við sambýlishús, sumarbústaði, leikvelli o.fl. ÍÞRÚTTATÆKI fyrir íþróttasali og íþróttavelli. Leitió upplýsinga Vélaverkstœði BCRNHARDS HAHHCSSOHAR wt. Suðuriandsbrauf 12. Reykjavfk Sízni 35810 Spónaplötur Nýkomnar 1. flokks spónaþlötur, allar þykktir. Hvergi hagstæðara verð. EFNISSALAN H/F. Sími 10170. Til sölu í tvíbýlishúsi, tvær 4ra herbergja íbúðir, kjallara- íbúð og bílskúr við Klambratún, selst allt í einu lagi eða sér. Hagkvæmir skilmálar. Tilboð merkt: „8928“ sendist Mbl. BLAÐBURÐARFOLK og Flowers. Fyrst léku Hljóm- ar með frábærri leikni og út- færslu og enduðu sýna syrpu með fimleikaþrungnu sýningar atriði Rúnars Júlíussonar. Þá léku Óðmenn, hljómsveit með ákaflega skemmtilega sviðs- framkomu og sérstaklega söng konunnar, Shady Owens, sem einnig hefur mjög skemmtilega rödd og framisetningu. Að Lok- um brunuðu Flowers inn á svið ið og gerðu sitt bezta til þess að ná sömti tökum á áhoirfend- um og Hljómar, en segja má að lokaþáttur HLjómasyrpunn- ar hafi verið „æðisgenginn" og' ekki aldeilis „frosinn" eða „niðurgíraður". FLowers spil- uðu iétt og skemmtileg, en náðu þó ekki sömu ítökum í áhorfendum og Hijómar. Atkvæði voru greidd i hljóm Listarkeppninni fyrra kvöldið og það verður einnig gert í kvöld. Eftir skemmtunina sl. miðvikudagskvöld voru at- kvæði taiin og niðurstöðutöiur urðu eftirfarandi: Hljómar 285 atkv., FLowers 132 atkv. og Óð menn 112 atkv. Hljómar hafa því yfir 50% greiddra at- kvæða, en eins og málin standa eftir fyrri hluta keppninnar er baráttan tvisýn milli Óðmanna og Flowers. Fróðlegt verður að fylgjast með úrslitunum í kvöld, því að reikna má með því, að áhorfendur verði yfir- leitt el'dri óg kann það að breyta einhverju í atkvæða- skiptingu. Sem fyrr segir var skemmt- un þessi mjög glæsileg og fram koma áhorfenda, sem margir voru á aldrinum 15—18 ára, kurteisisleg og skemmtileg. Skemmtun þessi er forstöðu- mönnum hennar til mikils sóma vegna vandaðs flutnings og góðrar skipulagningar. Framkvæmdastjóri skemmtun- arinnar er Guðlaugur Berg- mann. OSKAST í eftirtalin hverfi AÐALSTRÆTI, Talið við algreiðsluna i sima 10100 © EYKUR HEILDSÖLUBIRGÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.