Morgunblaðið - 05.04.1968, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968
15
Sviðsmynd. Talið frá vinstri: Þorsteinn Eggertsson, Atli Hrau nf jörð, Þorsteinn Þorsteinsson
Steinunn Pétursdóttir og Sverrir, Jóhannsson í hlutverkum sínum.
Leikfélag Keflavíkur:
GRÆNA LYFTAN
Gamanleikur eftir Avery Hopwood
Leikstjóri: Karl Guðmundsson
Gamanleikur eftir Avery Hop-
wood.
Leikstjóri: Karl Guðmundsson.
GRÆNA lyftan er ósköp geð-
felldur gamanleikur, en hefur
engan boðskap að flytja, nema
þetta sígilda, sem kann að hljót
ast af venjulegu fylliríi og allri
þeirri víxlun, sem þar kann af
að hljótast. „Graena lyftan" skil
ur ekkert eftir nema skemmti-
lega kvöldstund og þá notalegu
tilfinningu að Leikfélag Kefla-
víkur er lifandi og starfandi.
LeikféLagarn ir sjálfir hafa
gert leiktjöldin með miklum á-
gætum, þau féllu vel við allt,
sem fram fór. Jónína Kristjáns-
dóttir gerði búninga alla, en það
er ef til vill ekki hennar sök,
frekar leikstjórans, að hafa
kvenbúningana módel 1968, en
karla/búningana nokkurn veginn
rétta miðað við að leikritið
er yfir 30 ára gamalt.
Útá landsbyggðinni er gjarn
an lítið álit á leiklistinni, en
þaðan hafa þó komið þeir, sem
‘hæst tróna í höfuðstaðnium, og
hver veit nema hér sé um fæð-
ingu nýrra leikara að ræða.
Sverrir Jóihannsson fer með
aðalhlutverkið og gerir því góð
skil, þó hann og hinir allir hefðu
á stundum mátt vera nokkuð
skýrmæltari. Steinunn Péturs-
dóttir og Hanna María Karls-
dóttir eru vaxandi leikkonur,
og eiga margt eftir að gera vel
í framtíðinni. Þorsteinn Eggerts
son, sem leikur Jakop Wheeler,
er þúsund þjala smiður hvort
sem hann gerir leiktjöld, aug-
lýsingar eða leikur á sviðinu,
þá er hann jafnvígur á öllum
sviðum. — Það er gott fyrir út-
— Norðurlöndin
Framhald af bls. 12
haldið hafa farið þangað þeirra
erinda að gera innkaup, en ekki
til þess að selja íslenzka vöru.
Þó mætti hugsa sér að íslenzkar
vörur ættu þar nokkra mögu-
leika, ekki síður en vörur ann-
arra Norðurlandaþjóða. Nefna
má til t.d. íslenzku gærurnar og
fatnað, sem úr þeim er búinn
til, leir og keramikmuni og ullar-
teppi og ullarvörur, sem gott
verð fæst fyrir í Japan. Er þá
ótalið það sem frá sjávarútveg-
inum gæti komið. Húsgagnai'ðn-
aðurinn er hér enn á handiðn-
aðarstiginu en fjöldaframleiðslu-
tæknin á e.t.v. ekki langt í land.
Þá lækkar verðið og þá gefast
möguleikar til útflutnings til
ýmissa landa.
íslenzkir kaupsýslumenn munu
ekki leggja undir sig japanska
markaðinn í einni lotu. En vera
má að einhverjum þeirra finn-
ist tímabært að endir verði
bundinn á það, að skipin sem
hingað koma me'ð japanska vöru
sigli tóm aftur heim. Ekki á það
sízt við eftir að gengisbreyting
hefur verið framkvæmd hér á
landi, sem mjög auðvejdar allan
útflutning okkar.
nesjafélög að hafa þannig mönn
um á að skipa. Sigrún Ósk Inga
dóttir er mjög geðþekk og að-
laðandi, þó að hlutverkið sé
ekki stórt. Atli Hraunfjörð og
lÞorsteinn Þorsteinsson leysa
sín hlutverk vel af heldi —
en oft eru það litlu hlutverkin
sem setja sinn misheppnaða blæ
á annars góð leikrit, en því er
ekki fyrir að fara í „Grænu
lyftunni", þar leggjast allir á
eitt að gera úr þessu tiltölu-
lega létta leikriti góða og
skemmtilega sýningu. Það hefur
oft verið haft í gamanmálum að
öll leikrit útá landsbyggðinni
séu góð og vel leikin — enþað
byggist eingöngu á því að okk-
ur þykir vænt um þetta fram-
tak og kunnum að meta allt það
mikla starf, sem fram er lagt í
frístundum sínum til þess að
gleðja og gera lífið bærilegra
í fásinninu.
Leikfélag Keflavíkur á eftir
að takast á við veigameiri verk-
efni og hefur til að bera alla
krafta til þess og við á bekkj-
unum hlökkum til að sjá hvað
kemur næst. —hsj—
fermingarúrin hjá
Franch.
Kaupið úrin hjá
úrsmið.
FRANCH
MICHELSEN
Laugavegi 39.
FERMINGARGJAFIR
SPEGLAR
Vér bjóðum yður mesta
SPEGLA-ÚRVAL, sem sézt hefur
hérlendis. SPEGLAR og
verð við allra hæfi.
f
i LUDVIG STORR á
k A
SPEGLABÚÐIN
Laugavegi 15,
sími 1-9635.
Fermingargjafir
Skrifborðsstólar
20 gerðir.
Skrifborð
Skatthol
Spegilkommóður
Gærustólar
Svefnsófar
Svefnbekkir
Vegghúsgögn
Góðir greiðsluskilmálar.
Sent heim meðan á fermingu stendur.
Húsgagnaverzlunin BÚSLÓÐ
við Nóatún — Sími 18520.
FERMINGARGJAFIR:
PENNAR, stakir og í settum:
Parker, Sheaffer’s, Pelikan.
Ókeypis áletrun.
JARÐLÍKÖN. með og án ljóss.
Margar stærðir.
TAFLMENN og TAFLBORÐ í miklu úrvali.
TAFLKLUKKUR á mjög góðu verði.
L JÓSM YND AALBÚM,
sjálflímandi, nýjar gerðir.
SKRIFBORÐSMÖPPUR
SKRIF UNDIRLEGG
Fermingarservíettur og borðskraut.
ER GOÐ GJÖF
A PASKABORÐIÐ:
Páskaservíettur og alls konar
borðskraut.
GOÐ BOK
og ódýr
Jónas Hallgrímsson;
Kvæði og sögur kr.
ísl. nútímabókmenntir —
Jóhann Kristófer I—V —
Veröldin og við —
Andvökur I—Vr —
íslenzk orðabók —
Ritsafn Davíðs Stefánssonar -
Landið þitt —
Þorsteinn Erlingsson I—III —
Gráskinna hin meiri I—II —
Biblían — Sáhnabækur
Passíusálmar
Afmælisdagabækur.
356.00
376.00
1720.00
591.00
556.00
752.50
- 3692.65
598.00
994.00
1290.00
BOKABIIÐ MALS OG MENNINGAR
Laugaveg 18 — Sími 15055 Laugaveg 18 — Sími 15055
G0TT HERBERGI
eða lítil íbúð óskast.
Óskum eftir að taka á leigu sem fyrst og til 1. októ-
ber n.k. stórt og reglulega gott herbergi með sér
inngangi, sérsnyrtingu og aðgangi að eldhúsi.
Einnig kemur til álita að leigja tveggja herbergja
íbúð. Húsnæði þetta er ætlað dönskum starfsmanni,
sem hér verður í sumar. Æskilegast er að húsnæðið
sé búið húsgögnum að mestu eða öllu leyti.
Scandinavian Airlines System Sími 21199.