Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 20

Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 KAUPIÐ EKKI FERMIIMGARGJAFIR — án þess að líta á hinar nytsömu og kærkomnu fermingargjafir frá okkur: Canadiskar veiðistengur, veiðihjól, hollenzkir svefnpokar, finnsk tjöld. — Allt kærkomnar ferm- ingargjafir. Sérhæð í Miðborginni til sölu Falleg og sólrík efsta hæð í nýlegu þríbýlishúsi við rólega götu. íbúðin er 6 herb. þrjár stofur og þrjú svefnherb., þvottaherb. á hæðinni. AÐAL FASTEIGNASALAN, Laugavegi 96, sími 20780. spmvúrmúi reykmíkur Óðinsgötu 7. DÖmur — loðskinn Nýtt úrval af keipum, treflum, krögum, húfum, trefilböndum. Einnig skinn í pelsa og á möttla. FELDSKERINN, Skólavörðustíg 18. FERMINGARBLÓM borðskreytingar, fermingarkort og fermingarstytt- ur. — Ávaxtasett á 130 kr. Verzlið þar sem úrvalið er mest. Góð þjónusta. Gott verð. BLÓMASKÁLINN við Nýbýlaveg og og Laugavegi 63. Sími Blómaskálans 40980. Telpnakdpur Stangaveiði Tilboð óskast í laxveiði á stöng í Ölfusá fyrir Hell- island á Selfossi. Leyft verður að veiða á 6 stangir á dag í um 90 daga. Tilboð sendist á skrifstofu Selfosshrepps fyr- ir 20. apríl 1968. Oddviti Selfosshrepps. Atvinna óskast TJngur maður með góða menntun og starfsreynslu við rekstur fyrirtækja óskar eftir vel launuðu ábyrgðarstarfi .Tilboð merkt: „Vanur — 5174“ send ist afgr. Mbl. LÆKKAD VERÐ Dragtir aðeins nokkra daga. Klapparstíg 37. — Sími 12990. I Laugavegi 31. — Sími 12815. TÍZKUSKÓU ANDREU FJÖLBREYTT NAMSKEIÐ • 6 VIKNA NÁMSKEIÐ • SNYRTINÁMSKEIÐ • NÁMSKEIÐ FYRIR SÝNINGARSTÚLKUR OG FYRIRSÆTUR • MEGRUN • KENNSLA HEFST 8. APRIL '5 E, Kl i s P auglýsir Viðarþiljur 255 x 25 cm. Viðarþilplötur 122 x 305 cm Viðarlíkingar 212 X 275 cm Veggfóður 12° x xxx cm kr. 451.— pr. ferm. kr. 285.— pr. ferm. kr. 121.— pr. ferm. kr. 77.— pr ferm. Sími 17-5-33. íbúð óskast Óskum eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúð fyrir danskan verkfræðing og fjölskyldu hans. Hús- gögn þurfa helzt að fylgja íbúðinni. Leigutími um 18 mánuðir. íbúðir standsettar í Hafnarfirði og Garðahreppi koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veitir Kári Einarsson. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F., Lágmúli 9. Sími 38820. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl., og innheimtu- manns ríkissjóðs verður haldið opinbert uppboð í Kópavogi á ýmiss konar sportvörum sem taldar eru eign Þorvaldar Ásgeirsson, í dag föstudaginn 5. apríl 1968 kl. 15, að Digranesvegi 10 neðstu hæð. Það sem selt verður er meðal annars: Alls konar varningur tilheyrandi i-ðkun golfíþrótt- ar — svo sem tæki, áhöld, glófar, golfskór, skjól- fatnaður og fleira. 25 stykki veiðistengur, — Arion. Ennfremur 25 stykki öryggisbelti í bíla, (ýmsar teg- undir). Bæjarfógetinn í Kópavogi. - AFMÆLI Framhald af bls 13 fjlgi kjósenda og setið seSs sinn með sæmd. Þegar úrslitin eru kunn, er ljóst, að nú hryktir í gömlum virkisveggjum. Þórður hefur að vísu ekki náð kosningu sem héraðskjörinn þingmaður, en hann hlýtur eitt af ellefu upp bótarþingsætum, og margir spá, að í næsta áhlaupi kynni hann að vinna enn frekar á. Til þess kom þó aldrei. Kom þar til sum- part langvarandi sjúkralegur og sumpart ákvörðun hans, að helga krafta sína alla hugþekkari bar- áttumálum. Árið 1942 á Þórður aðeins sæti á Alþingi þingsetningardag- inn. Eftir það kallar „Hin hvíta sótt“. Þriggja ára dvöl á Vífilsstöðum verður ekki umflúin .Hér verða örlagarík og merk þáttaskil í lífi Þórðar. Hér mætir hann í fyrsta skipti Oddi Ólafssyni, núverandi yfirlækni á Reykjalundi. Samband ísl. berklasjúklinga hafði þá verið stofnað, en vegna fjárskorts hafði það ekki hafið enn veru- legar framkvæmdir .Árið 1946 er Þórður kosinn í stjórn sambands ins og þá jafnframt varaforseti þess. Frá þeirri stundu helgar hann alla sína krafta baráttunni fyrir bættum kjörum berklasjúkl inga, og betri berklavörnum í landinu. í nærri fjórðungsaldar tímabil hefur hann átt sæti í sambandsstjórninni og aðalfor- seti þess síðan 1956. Þórði var strax Ijóst, að pen- ingarnir eru afl þess hlutar, sem gjöra skal. Hans fyrsta verk er því að tryggja sambandinu ör- uggan tekjustofn. Það eru mörg ljón á veginum, mörgu hlassi að velta, marga hlekki gamalla for- dóma að sprengja. En Þórður lætur það ekki á sig fá. Hug- sjónaeldurinn, sem hann hafði fengið í vöggugjöf, er ekki kuln- aður út. Nú blossar hann upp. Hann nærist af lífsspeki þeirri, sem Þórður drakk úr mennta- lindum við móðurkné, og kona hans er óspar á, að blása að kol- unum, svo að neistinn verður að báli, sem brennir í burtu alla hlekki og þyrma engum hindr- unum. Logarnir af bálinu lýsa upp umhverfið og vísa veginn, sem liggur til sigurhæða. Vöru- happdrætti er komið á fót og Þórði er falið framkvæmda- stjórn þess frá upphafi, þar til nú fyrir skömmu, að yngri manni er falinn sá starfi. Með frábærum sameiningarhæfileik- um, harðfylgi og brennandi hug- sjónum, verður Þórður höfuðafl- gjafi Sambandsins, og fylkingin vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum. Á Reykjalundi rísa upp glæsilegar hallir, sem berkla- sjúklingum standa opnar dyr, vonleysinu vísað á bug, en yeik- ur máttur þjálfaður, svo að vist- mennirnir geti orðið á ný þátt- takendur í uppbyggingarstörfum. Það liðu ekki mörg ár þar til stofnunin hafði unnið s^ frægð utanlands og innan. Hún var orð- in sterkur þáttur í baráttunni gegn Hvíta dauða og unnið þar marga og stóra sigra, og þeir eru ekki hvað sízt að þakka öt- ulli forystu Þórðar Benedikts- sonar. í janúar 1946 tekur Þórður sæti á Alþingi á ný og situr út það þing. Hann gefufr ekki kost á sér aftur til framboðs við kosn- ingarnar, sem fara fram það vor. Hann hefur valið sér annað hug- stæðara lífsstarf. Þúsundir manna um allt land senda Þórði Benediktssyni og konu hans hjartnæmar ham- ingjuóskir fyrir það mikla starf, sem þau hafa unnið í mannkær- leika og mannúðarmálum, og óska þess að þau fái enn um lang an aldur að lifa og starfa. Allt það fólk þakkar af hrærðum huga fórnir þeirra og störf. En heitustu þakkarbylgjurnar streyma frá hjarta Þórðar sjálfs í dag og alla daga, til þeirra, sem lagt hafa lóð á vogarskál- arnar, stór og smá, og átt þannig sinn þátt í þeim sigrum, sem unn izt hafa í berklamálum. Reykjavík, 10. marz 1968. Gísli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.