Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 ÞAÐ var glampasólskin þegar þingmenn lögðu af stað frá Al- þingishúsinu til Búrfells að skoða framkvæmdir þar. Rúm- ur helmingur þingmanna sá sér fært að fara. Ekið var sem leið liggur austur Þrengsli og upp í Gnúpverjahrepp. Var þá komið á heimaslóðir Steinþórs Gestsson ar á Hæli og lýsti hann héraði fyrir þingmönnum. Um hádegisbil var komið í Búr fell. Buðu verktakarnir, Foss- kraft h.f., til hádegisverðar og sér hér. Öll þessi tækni og þessi mannvirki sem hér hafa verið gerð og svo er það mjög eftir- minnilegt að sjá Þjórsá svona um hávetur. Ég hefi ekki komið hér fyrr. — Mannvirkin eru mikil og hér eru lengstu jarðgöng sinnar tegundar á íslandi, en við eigum kannski eftir að gera lengri göng, þegar Dettifoss verður virkjaður. Mér datt Jökulsá á Ör æfum í hug, þegar ég kom hing- að, hún er mikið vatnsfall. Mað- ur hefur haft hugmyndir um það, að gera mætti hluti sem þessa, en sjón er sögu ríkari. Annað en gósenlandið fyrir norðan Björn Pálsson: — Mér líkar þetta all sæmilega. Mér finnst Alþingismenn hrifust af við BÚRFELL — Sammála um að kynnisferðir þingmanna hefðu mikið gildi undir borðhaldi lýsti Árni Snæ- varr verkfræðingur framkvæmd um og skýrði þær út. Hann sagði, að það væri Fosskraft mikil og sönn ánægja að hafa svo ágæta gesti í heimsókn. Þá skýrði hann frá því, að lokið hefði verið um daginn smíði brúar yfir Þjórsá við Efri-Byggðir, þar sem stíflan á að koma. Væri brúin gerð, vegna stíflugarðsframkvæmda austan árinnar. Hvað hann það ósk stjórnar Fosskraft, að Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, opnaði brúna. Birgir Finnsson, forseti Sam- einaðs Alþingis, þakkaði fyrir hönd þingmanna, og fyrir boðið að sjá Búrfell og þær miklu framkvæmdir, sem þar ættu sér stað. Alþingi hefði átt nokkurn hlut að því að ráðist var í virkj- unina. Það væru bundnar miklar vonir við hana, um að hún verði atvinnulífinu í landinu til góða. Fyrst voru jarðgöngin gegnum fellið skoðuð. Þau eru mjög mik- ilfengleg, hátt til lofts og vítt til veggja, líkust kirkju, eins og einn þingmannanna sagði. Þaðan var haldið til Efri- Byggða, þar sem stíflugarðurinn kemur. Hefur þar verið byggður garður út í Þjórsá, en þrengir hana um fjórðung. Er hann til þess ætlaður ,að hægt sé að vinna við stíflugerðina á þurru. Botninn á stíflugarðinum ligg- ur tíu til ellefu metrum neðan við núverandi farveg Þjórsár. Frá garðinum er hin nýja brú byggð, og er hún 120 metra löng. Mun hafa verið ætlun verktak- anna að rífa hana, þegar hún hefði þjónað tilgangi sínum við efnisflutninga yfir ána í stíflu- garða þá, sem þar verða reistir. Þá var gengið út á brúna. Ing- ólfur Jónsson, samgöngumélaráð herra, flutti þar smátölu og mælti: „Þegar ég opna þessa brú, sem er önnur brúin á Þjórsá, vil ég segja það, að það er ánægjulegt að hún er hér komin, og hún tengir sýslurnar saman, og það er merki þess, að það er aukin samvinna og samstarf milli þessara sýslna. Og það er annað. Hún skapar möguleika fyrir hringakstri um fallegt landlag og gerir fólki hægara að kynnast landinu. Því segi ég um leið og ég opna brúna: Þessi brú verður ekki rifin“. Gerðu þingmenn góðan róm að máli ráðherra og yfirlýsingu hans, og voru flestir á einu máli um, að brúin skyldi standa væri þess nokkur kostur. Er það auk heldur ekki á hverju ári, sem, sem slík brú er byggð án þess að komast á vegaáætlun. Frá Efri-Byggðum var ekið aftur til Neðri-Byggða og þar Steinþór Gestsson og Magnús Kjartansson skoðað stöðvarhúsið, en bygg- ingu þess er langt komið. Er það mikið mannvirki. Þaðan var hald ið til stöðvar Landsvirkjunar og dvöldu menn þar smástund áður en haldið var heim. Þar kvaddi Birgir Finnsson fyrir hönd gest- anna og mæltist honum á þessa leið: „Við höfum sannfærst um það, að hér hefur verið unnið stórvirki við erfiðar aðstæður, stórvirki, sem við vonum að eigi eftir að skila þjóðinni miklum arði í orku og því sem unnið er úr orkunni. Ég hygg, að við höf- um ekki orðið fyrir neinum von- brigðum hér, þótt við höifum fengið það upplýst, að fram- kvæmdirnar hér séu nokkuð á eftir áætlun. Það er hlutur sem alltaf má búast við við íslenzkar aðstæður, og sérstaklega þegar um er að ræða framkvæmd eins og þessa ,sem er óvenjuleg hér á landi og einstæð fram að þessu. Blaðamaður Mbl. ræddi við nokkra þingmenn í ferðinni og spurðist fyrir um álit þeirra á framkvæmdunum og fleiru. Lagarfossvirkjun auðveld Jónas Pétursson: — Það er erfitt að segja, hvað er merkileg ast hér. Mér varð eiginlega fyrst hugsað til þess, að það væri auð- velt að framkvæma Lagarfoss- virkjun miðað við þessi ósköp. Og það hefur þau áhrif á mig að sjá svona framkvæmdir, að ég færist allur í aukana og ég hef miklu meiri trú á framtíð- inni heldur en áður. Annars þótti mér mest koma til framkvæmdanna uppfrá, ég hafði alls ekki gert mér grein fyrir þeim gífurlegu tilfæringum á jarðvegi, sem á sér stað. Jarðgöngin tilkomumest Bragi Sigurjónsson: — Mér þótti mest gaman að skoða jarð- göngin .Þau voru miklu stórkost- legri en ég átti von á, bæði stærri og betur unnin en maður átti von á að hægt væri að gera í þetta berg. Ég vissi að hér voru stórkostlegar framkvæmdir og ég varð ekki fyrir neinum von brigðum með það. — Er þessi virkjun hvöt fyrir ykkur Norðlendinga til virkjun- arframkvæmda Norðanlands? Sigurvin Einarsson, Páll Þorsteinsson, Karl Guðjónsson, Gísll Guðmundsson, Halldór E. 8ig- urðsson, Benedikt Gröndal, Stefán Valgeirsson og Bjami Guðbjörnsson. framkvæmdunum — Það er allt öðruvisi virkj- unaraðstaða í Laxá, þar er ekki um nein jarðgöng að ræða, bara stíflur. En það er þegar ákveðið að það verði farið í virkjun þar innan skamms. — Hvað segir þér um kynnis- ferðir sem þessar? — Mér finnst þær ágætar og held, að það ætti að gera meira af því að fara í slíkar ferðir. Lengri göng þegar Dettifoss verður virkjaður? Gísli Guðmunds'son: — Ég er mjög ánægður með þessa för. Veður er gott og mikil heiðríkja og margt merkilegt sem maðiy sveitin heldur hrjóstrug. Tómur Heklusandur og ákaflega mikill munur eða í okkar gósenlandi fyrir norðan. — Hvernig þykja þér fram- kvæmdirnar? — Mér líka þær vel. Það er munur að hafast eitthvað að á þessum öræfum eða hafa allt ógert, og það er rétt að nota vatn ið í Þjórsá. Framkvæmdirnar eru svipaðar og ég bjóst við. — Hvað fannst yður stórkost- legast? — Stórkostlegast? Það er ekki gott að segja um það. — Þjórsá helzt. Hún var stórbrotnust, og ég get hugsað mér, hvernig hún Þingmenn þurfn uð hynnast framkvæmdum af eigin raun — Mér finnst sjálfsagt að mun byrja með 30 þús. tonna alþingismenn fari í slíkar ferðir, sagði Ingólfur Jónsson samgöngu- og raforkumála- ráðherra er við ræddum við hann austur við Búrfellsvirkj un. — Þingmenn þurfa að sjá hvað er að gerast og kynn ast framkvæmdum af etg- in raun, og ég er vis um að margir af þeim þingmönn- um sem koma hingað nú í fyrsta skipti hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað hér er um stórkostlega fram- kvæmd að ræða — þá lang- stærstu sem ráðizt hefur ver- ið í hér á landi. — Ég hafði komið hiér oft áður, sagði ráðherra, og sá því í rauninni lítið nýtt. ann- að en það að framkvæmd- irnar þokasit áfram og þótt þær séu litið eitt á eftir á- ætlun segja verkifræðingarn- ir að raforkuverðið verði til- búið í tæka tíð, og vélarnar fari að snúasí á miðju næsta ári. — Og aðrar slíkar fram- kvæmdir? — Það hefur þegar farið fram talsverður undirbúning- ur að öðrum virkjunarfram- kvæmdum og st'öðugar virkj- unarrannsóknir - fara fram. Búið er að rannsaka Lagar- foss með tilliti til virkjunnar og að mestu Laxá í Þingeyj- arsýslu. Einnig hefur verið gerð ítarleg rannsókn á virkj unum hér í Þjórsá. Hefur orkumálasitofnunin á undan- förnum árum varið miklu fé í virkjunarrannsóknir viða um landið. — En fullnægir raforku- framleiðsla þessa iðjuvers ekki raforkulþörfinni á suður og suð-vesturlandi. — Raforkuþörfinni verður fullnægt með helming raf- stöðvarinnar eða 100 þús. kw. og svo þarf efcki annað en að bæta við vélum sem kosta tiftölulega lítið til þess að við höfum afgangsorku í nokkur ár. Það er þó nok'kuð undir því fcomið hvað álverk- smiðjan stþakkar ört. Hún ársframleiðslu, en stæk'kar síðan í 60 þús. tonn og jafn- vel upp í 90 þús. tonn og það rekur vitanlega á eftir með virkjunarfarmkvæmdÍT. — Eru þá líkur á að næsta stórvirkjun verði á Norður- landi? Ingólfur Jónsson. — Það er vitað miál, að það þarf að stækka Laxár- virkjunina til að geta mætt raforkuþörf á Norðurlandi, en efckj er 'búið að ákveða hvort sú virkjun á að verða fyrir Auisturland lífca, eða hvort Lagarfos.s verður virkj- aður. Einnig er verið að kanna möguleika á gufuvirkj- un við Námaskarð, og er mifc- ið atriði að fullkanna þá möguleika, t.d. gufuvirkjun yrði ódýrari en vaitnsvirkjun. —Er það ekki uppörvandi fyrir stjórnvöldin að sjá hvernig þessum stórfram- kvæmdum miðar áfram? — Vitanlega er það svo. Það er mifcilsvert og upipörv- andi þegar verið er að vinna að því sem menn hefur lengi dreymt um að yrði að veru- leifca og búið er að berjast fyrÍT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.