Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 32
fiSKUR Suóurlandsbraut 14 — Sími 38550 fHttmunftlðfrUii 71,8 km. logðír of gangstéttum s.l. fimm ór Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt tillaga þess efnis, að reynt verði eftir megni að láta gerð gangstétta gerast sam- hliða malbikun. eftir því sem frekast væri kostur. Nokkrar umræður urðu um tillöguna. 1 ræðu, sem Birgir ísl. Gunnarsson hélt, kom fram, að síðustu fimm ár hafa verið lagðar gangstéttir að lengd 71,8 km. og skiptast framkvæmdir þannig: Árið 1963 voru lagðar 6,6 km. eða 1964 voru lagði 13,23 km, 1965 voru lagðir 22,22 km, 1966 voru lagðir 14,83 km og 1967 voru lagðir 14,70 km. Þá kom einnig fram í ræðu Birgis Isl. Gunnarssonar, að kostnaður við lagningu gang- stétta er svipaður á fermetra og kostnaður við malbikun. Haförninn fastur í stórri vök í ísnum út af Rauðunúpum. Landhelgisgæzluflugvélin taldi ófært þaðan austur, en skárra að brjwt ast til baka í vestur gegnum lagnaðarís. Myndina tók Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, er flugvélin var að kanna ísinn kringum Haförninn í gær. --------$ ísinn að frjósa saman — aðeins minni á fjörðum Axfirðingar sakna sjávarhljóðs og fugla ÍSINN fyrir Norðurlandi virðist sums staðar, einkum vestantil hafa lónað frá landi inni í fjörð- um, en úti fyrir er mikil ís- breiða, sem nær langt suður með Austurlandi og þar á haf út. Úti fyrir Norðausturlandi er breiðan orð n samf-osta og eftir að landheigisflugvéhn Sif hafði farið í ískönr.unarflug, var sigl- ingaleið austur fyrir talin alveg tuilokuð. Var Haferninum, sem var í vök í ísnum út af Rauðunúp um, ráðlagt að reyna að snúa við, en vestan við hann er meira af lagnaðarís, sem betra er að brjótast í gegnum. NA af Horni var þéttieiki íssins 7—9/10. Er ísskýrsla landhelgisgæzlunnar í iok þessarar fréttar. Fréttaritari Mbl. á Kópaskeri sagði í gær, að þangað inn næði ísbreiða. Væru jakarnir nú oT'ðnir samfrosnir og lagnaðaris hefði lokað rennu, sem var uppi við :and. Kynnu menn ilia við að heyra ekki lengur 5 hafinu. Allt er orðið hljótt. Fugl sr allir horfnir. Og varla hægt að merkja mun flóðs og fjöru. Frá Þórshöfn sér hvergi í auð- an sjó, skv. frásögn fréttaritara b’aðsins. Hvergi er vök. Se’.ur sem gat ekki náð í auðan sjó, kom skríðandi eftir ísnum og var drepinn. Á Húsavík lokar ísspöngin höfninni, en autt orðið þar fyr- ir utar á flóanum. Frá Sauð- árkróki sést ekki ís, en höfnin er lögð. Frá Skagaströnd sést ís- hrafl á Húnaflóa. Og í Eyjafirði er ís úti við Hrísey. Fjögur skip iágu inni á Dalvík í gær. Drang- ut hafði farið þaðan í fyrrinótt Með annesjum þarna eru auðar rennuir. Farfuglar í ísnum við Grimsey. HÚSAVÍK, 4. apríl. — f morg-un fóru nokkrir Húsvíkingar með Tryggva Helgasyni í ískönnun- arflug í nágrenni Húsavíkur og var fararstjóri þeirra Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri. Hann lýsir ferðinni þannig: Fyrst var flogið yfir Skjálf- anda, sem í gær var alveg full- ur af ís, en í nótt rak ísinn að mestu úr flóanum, svo aðeins liggur nokkuð breið spöng með- fram austurströndinni og út með Tjörnes.nni og lokar hún sigl- ingaleið til Húsavíkur. Flogið var síðan austur með Tjörnesi og yfir Axarfjörðinn, sem er al- Framhald á bls. 2 Tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt: Innlendum tílboðum tekið — þótt þau séu 5-10 prósent hærri — Kratar og kommúnistar sátu hjá Tillaga borgarstjornarfulltrua Sjálfstæðisflokksins um, að tekið verði tilboðum inn- lendra aðila í verk á vegum borgarinnar, þótt tilboðin séu 5—10% hærri, var sam- þykkt með 9 samhljóða at- kvæðum í borgárstjórn í gær. Borgarfulltrúar kommúnista og Alþýðuflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, svo og Kristján Benediktsson, annar fulltrúi Framsóknar, en Einar Ágrústsson greiddi atkvæði með. Eins og kunnugt er, lögðu borgarstjórafulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram þessa til lögu á síðasta borgarstjómar- fundi og tillögunni þá visað til Innkaupastofnunarinnar. Mælti Innkaupastofnunin með samþykkt tillögunnar með örlitlum br.eytingum. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur rétf að taka jafnan til- lit til þjóðhagslegs gildis þess, að verk séu fram- kvæmd af innlendum aðilum í stað erlendra samkeppnis- aðila með því að taka tilboð- um innlendra bjóðenda, eink- um þegar atvinna er ónóg i viðkomandi atvinnugrein, þótt tilboð þeirra séu nokkuð hærri en erlendra tilboðs- gjafa, að jafnaði þó eigi meir en 5—10% hærri, enda séu að öðru leyti um sambærilega vöru og þjónustu að ræða“. Vísitöluákvæðum íbúðarlána breytt — stjórnarfrumvarp lagt fyrir Alþingi í samrœmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 16. marz s.l. RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær Sjómoðurinn sem lézt SJÓMAÐURINN á vélbátnum Sóley frá Flatey, sem lézt eftir slys er varð um borð og skýrt var frá í blaðinu, hét Ólafur Sigurðsson, tvítugur að aldri. Var hann frá Raufarhöfn. Sjópróf vegna slyssins fóru fram á ísafirði í gær. FÆRÐ á vegum er nú miki'ð að skána og er nú hægt að aka -alla leið norður til Húsavíkur, bæði Holtavörðuheiði og Öxna- dalsheiði færar. Einnig bjóst vegamálaskrifstofan við að ak- fært yrði alla leið til Raufar- hafnar í gærkvöldi. En ætlunin er að reyna að opna þangað vegi eínu sinni í mánuði vegna að- d átta. Þá er reynt áð sameina fóðurflutninga, olíuflutninga og vistaflutninga. Er ruðningurinn, sem nú fer fram á veginum, aprílmoksturinn. Vegurinn til Siglufjarðar er opinn og var í gær verið að moka veginn fyrir Ólafsfjarðar- fram á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um Hús- næðismálastofnun ríkisins. Er múlann, sem hefur verið lokað- ur síðan fyrir jól. Sunnanlands var vel fært til Víkur, en þar fyrir austan er mikill snjór og skóf í gær. Er því erfitt að halda veginum þar opn- um. Ágætt færi var um Borgar- fjörð, Snæfelisnes og Dali. Út frá Patreksfirði voru vegir færir, bæði á Rauðasand og Bíldudal. Á Austfjörðum hefur verið versta véður. Skánaði það fyrst í gær. Unnið var þá að mokstri á Fagradal. Og einnig var verið að opna veginn milli Djúpavogs og Hornafjarðar í gær. frumvarpið flutt í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hinn 16. marz 1968 í sambandi við nýja kjarasamninga og er aðalefni þess að vísitöluákvæð- um þeim, sem nú gilda um íbúð- arlán, er breytt til hagsbóta fyr ir lántakendur. Mun launahækk unin, er varð með kjarasamn- Færeyski fyrir- lesarinn veður- tepptur PRÓF. Christian Matras hefur verið væntanlegur hingað frá Færeyjum, til að halda hér fyrir- lestur um færeysk staðarnöfn í kvöld. En þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga til Færeyja í meira en viku, er fyrirlesarinn ókominn. Verður því áð fresta fyrirlestri hans, og verður hann auglýstur síðar. Er áformað að hafa hann á mánudagskvöld, ef aðstæður leyfa. ingum nú í marz mánuði, ekki hafa áhrif á lánagreiðslur fyrr en á næsta ári. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá 16. marz segir m.a. að rík'sstjórnin muni láta undir- búa og leggis fyrir Alþingi nú tiilögur um breytingu vísitölu- ákvæða í húsnæðismálasamning- um til hagsbóta fyrir lántakend- ur. Jafnframt munu verða tekn- ir upp samnjngar við aðila, er keypt hafa vísitölubundin íbúð- TVEIR leigubílstjórar í Kefla- vík hafa verið sviptir leyfi til leigubílaaksturs á Keflavíkur- flugvelli Hallgrímur Dalberg, deildarstjóri sagði Mbl. í gær að annar væri sviftoir leyfi um óá- kveðinn tíma til leigubílaakst- urs, en hinn mætti aðeins taka farþega á völlinn, en væri bannað að aka innan hans eða fara með farþega þaðan í einn mánuð. Ráðstafanir þessar voru gerð- ar samkvæmt beiðni varnarliðs- ins, sem tók fram að viðskipti arlánabréf, um að þeir fallist á breyit kjör, svo að tekjutap Byggingasjóðs verði sem minnst. Með hinu breytta íyrirkomulagi verði stefnt að því að vísitölu- breyiing íbúðarlána verði ekki hærri en nemi helmingi breyt- jngarinnar á almennum kaup- töxtum verkafólks. Hm nýju kjör gildi um öll lán, er veitt hafa verið síðan kerfisbreyt- in var gerð 1964. þeirra við alla aðra leigubil- stjóra væru með sérstökum á- gætum, með þessum tveimur und antekningum. Eftir að samiband hafði verið haft við formann stéttarfélags bifreiðastjóranna og stöðvarstjóra bifreiðastöðv- arinnar var fallizt á að taka af þeim leyfið. Ástæðan var sú að framkoma þeirra þótti gefa til- efni til leyfissviftingar. Var það aðallega óviðurkvæmileg fram- koma bílstjóranna tveggja við herlögregluþjón, sem hafði stöðvað þá vegna meintra brota á umferðarlögum. Fært milli Reykjuvíkur og Húsu- víkur og líklegu til Raufarhuínur Framhald á bls. 2 Tveir bílstjórur í Kefluvík missu leyfi tU uksturs ú vellinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.