Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 13 Afmœliskvejja: Þórður Benediktsson forseti SÍBS ÞÓRÐUR Benediktsson forseti Sambands ísl. berklasjúklinga, varð sjötugur 10. marz sl. Hann er fæddur að Grenjaðar- stað í S-Þingeyjarsýslu 10. marz 1898, yngsta og sextánda barn föður síns, síra Benedikts prófasts Kristjánssonar, en yngsta og sjöunda barn seinni konu hans Ástu Þórarinsdóttur frá Víkingavatni. Er Þórður einn eftir á lífi af öllum þeim glæsi- lega barnahóp. Síra Benedikt var einn af merk ustu klerkum sinnar tíðar, vel menntaður og ræðumaður svo að af bar. Var hann sonur Kristjáns hins ríka frá Stóradal er fæddur var fyrir aldamótin 1800. Munu aðeins tveir íslendingar, sem enn eru á lífi vera barnabörn manna, sem fæddir voru fyrir þau alda- mót, en það eru þeir Þórður Benediktsson og Axel Thorsteins son blaðamaður. Eru þeir báðir sonarsynir hinna þjóðkunnustu manna. Ásta, móðir Þórðar, var af hinni alkunnu Víkingavatnsætt. Hún var frábær kona að glæsi- leik, menntun, dugnaði og gáf- um. Nam hún snemma lífsspeki af þeim mikla og góða bóka- kosti, sem til var á heimili henn- ar í æsku. Var það jafnan róm- að, hve djúpan skilning hún hafði á margslungnum gátum hins mannlega lífs. Frú Ásta var 19 árum yngri en maður hennar, en hjónaband þeirra var slíkt, að það var sem hver stund væri lofsöngur í lífi þeirra. Undir þessum áhrifum mótast barnssál Þórðar Benediktssonar. Fræin, sem móðirin sáir í hjarta hans á unga aldri, nærast allar stundir af geislum kærleikans, sem aldrei tapar ljóma sínum. Það er því engin tilviljun, að sonurinn velur sér það fagra lífs starf, að bera geisla inn í líf þeirra manna, sem skuggar þungra örlaga vildi ráða ríkjum. Þegar síra Benedikt lætur af embætti, flyzt fjölskyldan til Húsavíkur. Þar ræðst Þórður strax eftir fermingu til verzlun- arstarfa hjá Bjarna kaupmanni bróður sínum. Haustið 1916 fer Þórður til náms í Verzlunarskóla íslands og tekur þaðan burtfar- arpróf um vorið 1918, Nam hann þar hagnýt fræði undir stjórn hins ágæta skólastjóra Jóns Sivertsens, sem síðar ui;ðu Þórði farsælt veganesti. Hann starfar enn eitt ár við verzlun, en þá grípur hann útþráin. Hann, líkt og margir aðrir íslendingar fyrr og siðar, þráir að kynnast hin- um stóra heimi, kynnast fjöl- breyttara lífi, og mismunandi mönnum og þjóðum, ef vera mætti, að af því yrði lært eitt- hvað, sem milda kynni baráttuna á ættjörðinni. En þótt Kristján riki væri afi Þórðar, var pyngja hans sjálfs létt. Hún leyfði ekki löng og dýr ferðalög til annarra landa. Þá er að velja þann kost- inn, að ráða sig sem starfsmann á erlenda skútu, er sigla á um heimsins höf. Sá skóli getur einnig verið hollur ungum manni. Þar dvelur Þórður í eitt ár. Þar verða á veginum mörg æfintýri, sem bæði þroska og fræða. Næstu fjögur árin dvelur Þórð ur í Danmörku við margvísleg störf. Hér kynnist hann hvoru tveggja í senn, rótgróinni danskri menningu og harðæri, svo sem margir íslendingar hafa þar mætt um aldir, en allt herð- ir þetta skapið og styrkir vilj- ann. En hér verður einnig á vegi og tryggum lífsförunaut, danskri stúlku af sterkum bændastofni, Önnu Camiliu, sem hann kvænist árið 1923. Útþrá og æfintýralöngun er fullnægt. Nú vill Þórður heim. hans stærsta og fegursta æfin- týrið. Hér mætir hann góðum Þar vill hann takast á við verk- efnin, sem ávallt bíða ungra manna. Ungu hjónin flytja til Vestmannaeyja 1924. Þar dvelja þau í tíu ár. Allan þann tíma er Þórður virkur þátttakandi í hinni hörðu baráttu eyjaskeggja, verkar þar árum saman saltfisk og kemur þar á umbótum, sem ekki einasta lækkar verkunar- bætir vöruna svo, að engar aðr- ar verkunarstöðvar þóttu þá skila betri vöru. Haustið 1942 fer Þórður í fram boð til Alþingis. Hann er óþekkt ur á stjórnmálasviðinu. En bjart- sýni hans er mikil og viljanum eru engin takmörk sett. Á móti er mikilsmetinn þingmaður, sem árum saman hefur haft traust Framhald á bls, 20 Óska eftir að gerast meðeigandi í góðu og arðbæru fyrirtæki. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 10. þessa mán. merkt: „Fyrirtæki 8930“. Þagmælsku heitið. Skrifstofustúlka óskast Gjaldkerastörf og vélritun. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist Mbl. merktar: „AL 8832“. Lítið iðnf yrirtæki til sölu Hentugt fyrir hjón eða félaga, sem vildu skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins f. hádegi n.k. mánudag merkt: „Iðnfyrirtæki — 8956“. Verzlunarstarf Ungur maður eða kona óskast til sjálfstæðra verzl- unarstarfa sem bjóða upp á mikla möguleika. Aðeins reglusamt og ábyggilegt fólk kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofu félagsins Tjam- argötu 14. Félag íslenzkra stórkaupmanna. LOAN TILKYNNIR Ódýrt. Niðursett verð verður á eftirtöldum vörum: Barnaúlpum, telpnabuxum, drengjahúfum, vettl- ingasettum og gallabuxum. Telpnakjólar, hálfvirði, og margt fleira. Telpnahúfur og vettlingar í fallegu úrvali. Náttkjólar og náttföt. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20 B, Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg. SKÍÐABUXUR SKÍÐAÚLPUR M* Laugavegi 31. — Sími 12815. Iðnaðarhiisnæði óskast Óskum að taka á leigu fyrir iðnað, útihús eða skemmu um 200 ferm., nauðsyn að því fylgi nokk- urt athafnasvæði úti. Tilboð sendist blaðinu fyrir þriðjudaginn 9. þ.m. merkt: „Iðnaðarhúsnæði 8955“. Berklavörn Reykjavíkur heldur FÉLAGSVIST í danssal Heiðars Ástvaldssonar, Brautarholti 4, laugardaginn 6. apríl kl. 8.30. Góð verðlaun — Mætið vel og stundvíslega. Bifreiðakaupendur Rambler American árg. 1965 til sölu. Bíllinn er sérstaklega góður og vel með farinn. Til sýnis hjá okkur. .TÓN LOFTSSON H.F., Hringbraut 121. — Sími 10600. Bækur til fermingargjafa Biblíur kr. 322,50 Fassíusálmar — 69,90 Passíusálmar m/myndum eftir Barböru Árnason. — 537,50 Sálmabækur, hvítar og svartar — 258,00 Biblían í myndum — 446,15 Veröldin og við, fjölfræðibók — 591,25 Helztu trúarbrögð heims — 623,80 Haförninn, Birgir Kjaran — 596,65 Hófadynur, Halldór Pétursson — 752,50 Árið 1965 í myndum og máli — 700,00 Árið 1966 í myndum og máli — 775,00 Landið þitt, Þorsteinn Jósefsson — 598.00 Ljóðasafn, Tómas Guðmundsson — 596,65 Kvæðasafn og greinar, Steinn Steinarr — 478,40 Illgresi, Örn Arnarson — 478,40 Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar I—III — 1,612,50 Gráskinna I—II. — 1.290,00 Gríma IV — 2773.50 Minningar Thor Jensen, I—II — 537,50 Kvæðasafn Magnús Ásgeirsson I—II — 537,50 Andvökur I—IV, Stephan G. Stephanss. — 967,50 Ritsafn Bólu-Hjálmars I—III — 994,40 Rit Þorsteins Erlingsson, I—III — 994,40 Ritsafn Þóris Bergssonar I—III Spekiritin, Ásgeir Magnússon þýddi — 1.290.00 úr hebresku — 860,00 Ritsafn, Jón Trausti I—VIII — 2.687,50 Þjóðsögur og munnmæli, Jón Þorkelss. — 376.25 Auðnustundir, Birgir Kjaran — 403,15 Fagra land, Birgir Kjaran — 290,25 Ferðabók Dr. Helga Pjeturs. — 295,65 Grikkland hið forna — 408,50 Árin, sem aldrei gleymast I — 451,50 Árin, sem aldrei gleymast II — 451,50 Winston Churchill. Thorolf Smith — 451,50 John F. Kennedy, Thorolf Smith — 406,35 De Gaulle, Þorsteinn Thorarensen — 311,75 Öldin okkar I—II hvort bindi — 494,50 Öldin átjánda I—II hvort bindi — 494.50 Öldin, sem leið I—II hvort bindi — 494.50 Öldin sautjánda — 559,00 Ensk-íslenzk orðabók — 989,00 Þýzk-íslenzk orðabók — 688.00 Frönsk-íslenzk orðabók — 645,00 Dönsk-íslenzk orðabók — 870,75 íslenzk-dönsk orðabók 322,50 íslenzk orðabók, Árni Böðvarsson — 752,50 Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18, — Sími 13135.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.