Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 5. APRTL 1988 21 STUDENTAR í Tékkósló- vakíu hafa fundið sér ný eink unnarorð: „Vorið verður fag- urt. Þegar trén blómstra, höf- um við borið sannleikann fram til sigurs“. Þúsundir þeirra hafa nú vikum saman staðið að uppreisn gegn „kommúnistum járntjaldsins“. Á fyrsta degi æsinganna í hópi stúdenta sögðu þeir: „Novotny ,sá sem bældi okkur niður 1952, skal falla! Við þurfum aðeins að vera svo- lítið þolinmóðir!" Nú segja þeir: „Við ' viljum frjálsan kommúnisma í landi okkar“. Meðfylgj andi myndir tóku franskir ljósmyndarar í Prag. Ein sýnir stúdentana, er fóru að leiði Jans Mazaryks, sem fannst látinn undir gluggan- um sínum 1948, og vottuðu þá honum virðingu sína. Önnur myndin er tekin I nýjum stúdentaklúbbi í Prag, „V‘Itava“. Stúdentarnir fóru mótmælagöngur og undirrit- uðu áskoranir þar til þeir fengu að gera hann að sínum. Áður var þetta venjulegur dansstaður, nú hafa þeir kom- ið upp á tveimur hæðum veit- ingastofu, þar sem hægt er að fá ódýran mat, danssal, þar sem leika skólahljómsveitir úr hinum ýmsu háskóladeildum og bar, þar sem hægt er að sitja jrfir bjórglasi. Þarna dansa nú stelpur í mini-pils- um og síðhærðir strákar. Á jarðhæð er „glymskratti", sem býður upp á allar nýj- ustu amerísku plöturnar, billi ard og sjálfsalar. „Fyrsti sig- urinn“, segja unglingarnir, „því kommúnistaforingjarnir hafa ekki bannað börnum sín- um að koma í klúbbinn". Þriðja myndin sýnir fyrsta (,,happening“) vakning á göt- um í Prag. Þegar stúdent- arnir komu út úr háskólunum þá þutu menn til og föðmuð- ust og kysstust. Sumir höfðu í vösunum vekjaraklukkur, sem hringdu, sögðu að klukk- urnar teldu mínútur gömlu stjórnarinnar. Nokkrum klukkustundum eftir að þessi mynd var tekin, framdi Jamko hershöfðingi, stuðningsmaður Novotny, sjálfsmorð. ■ 1 > *■ - PÁSKAECC Skrifstofustíilka Viljum ráða skrifstofustúlku til starfa á skrifstofu læknafélaganna frá 1. maí n.k. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri félaganna, Sigfús Gunnlaugsson, í Domus Medica, sími 18331. Skrifleg umsókn, þar sem getið er menntimar og fyrri starfa, leggist inn á skrifstofu læknafélag- anna í Domus Medica. Læknafélag fslands, Læknafélag Reykjavíkur. Verzlimar- og skrifstofu- liúsnæði á góðum stað í Austurbænum til sölu. Tilvalið fyrir heildsölu og verzlun með véla- og varahlutí. Tiboð merkt: „Verzunarhúsnæði 8929“. sendist MbL Skolphreinsun úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar- hringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. Rörverk sími 81617. Hestamannafélagið FÁKUR Fræðslufundur verður í Félagsheimilinu í kvöld kl. 9. Ámi Björnsson læknir, talar um meðferð á slys- stað. Á eftir verða sýndar litskuggamyndir frá fjórðungsmótinu á Hellu. Félagar em hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. NYTT Það þarf ekki lengur að fínpússa eða mála loft- og veggi ef þér notið Somvyl. NÝTT Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur Somvyl er auðvelt að þvo. Somvyl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. $OMM£R somvyl LITAVfR Grensásvegi 22—24. Símar 30280—32262.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.