Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 31

Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 31 - MARXIN Framliald aif bls. 1. með yfirvöldum í Memphis og embættismönnum fylkisins. Eng- in ákvörðun var tekin um það hvort þjóðvarðliðar yrðu seoidir á vettvang. Young sagði, að hann og aðrir starfsmenn Kings hefðu staðið hj:á bifreið fyrir framan hótelið, þegar King gekk fram á svalir herbergis síns, sem var á 2. hæð. Aðeinis einum sólaríhring áður hafði King sagt við einn sam- samstarfsmann sinn, að hann óttaðist ekki fréttir um, að hann yrði fyrir líkamlegum misþyrm- ingum meðan hann dveldist í Memphis. Haonn gaf í gkyn, að hann væri að því kominn að missa trúna á að sú baráttuað- ferð hans að berjast fyrir mál- stað blökkumanna án þess að beita ofbeldi væri vænleg til árangurs, sagði Young. Lögreglam sagði, að hún hefði fundið riffil á aðalgötunni í Memphis, skammt frá hótelinu, en ekki var staðfest hvort hér hafi verið um morðvopnið að ræða. Kveikt var í á nokkr- um stöðum í nágrenni hótelsins að sögn slökkviliðsmanna. King, sem var 39 ára gamall er hann lézt, andaðist í sjúkrahús- inu kl. 7 eftir hádegi að staðar- tíma, eða miðnætti á íslenzkum tíma, af sárum í hálsi eftir byssu 'kúlu, sagði einn af starfsmönn- um sjúkrahússins, Paul Hess, er hann staðfestj fréttina. JOHNSON HARMAR MORÐIÐ. Johnson Bandaríkjaforseti lýsti harmi sinum og bandarísku þjóð arinnar strax og hann frétti um morðið á Martin Luther King. Hann flutti stuttan boðskap til þjóðarinnar í útvarpi og sjón- - ALÞINGISMENN Framhald af bls. 11. iöngu göng. — Ég hef aldrei séð slík mannvirk: áður, sagði Stef- án. Ég var einn af þeim sem hafði mikinn hug á því að þessi virkjun væri gerð Norðanlands sökum þess atvinnuástands sem þar ríkir. Það er svo annað mál hvort ég hefði viljað vinna það til að fá álbræðsiuna norður í Eyjafjörð til þess að fá virkjun- ina i Norðurland. Mesta átak í íslenzkum raforku- málum. Sigurvin Einarsson svaraði spurningum okkar þannig: — Ég hef komið fram í dal- inn, en aldrei alla leið að Búr- felli áður. Ég er mjög hrifinn af þessum framkvæmdum, sem eru þær mestu sem í hefur ver- ið ráðizt hér á landi. Jarðgöng- in verða mér minnisstæðust, þótt margt fleira og mikilsvert væri hér að sjá. — Þetta er örugglega mesta atakið sem tekið hefur verið í íslenzkum raforkumiálum, og sennilega þýðingarmesta mann- virki sem við höfum nokkru sinni náðist í. — Álbræðslan er annað mál. Ég er þeinrar skoðunar að ís- lendingar hefðu getað lagt í þessa virkjun án þess að þurfa að styðjast við hana og erlent fjámatgn á þann hátt. Ég er hlynntur stóriðju, en hún þarf að vera íslenzkt fyrirtæki og stjórnað af íslenzkum mönnum. — Ég er andvígur því að leitað sé til útlanda eftir fjármagni til framkvæmda, en eins og ég sagði — fslendingar þurfa að stjórna fyrirtækjum hérlendis sjálfir. Hugsa með fögnuði til þess tíma er virkjúnin tekur til starfa. Vilhjálmur Hjálmarsson sagð- ist ekki hafa komið að Búrfelli áður og reyndar lítið austur í sveitir. Væri hann því að kanna ókunna stigu. ■— Hér er margt nýstárlegt að sjá, sagði Viihjálm u,r> — góða veðrið eykur á ánægj una og samhliða því sem maður sér hér mikilfenglega tækni flýgur hugurinn einnig til skáld skapar og fagurra fræða. — Ég var hreint ekki búinn að gera mér grein fyrir því hversu framkvæmdirnar eru miklar í raun og veru. Jarðgöngin voru mér nýstárleg, slikt hafði ég aldrei séð áður, og þau leiða varpi og sagði þá m.a.: — Við erum allir harmi slegnir. Ég bið alla borgara um að láta í ljós hryggð sína á því blinda ofbeldi, sem orðið hefur dr. King að bana, manninum sem barðist fyrir málstað sínum án þess að beita ofbeldi. SÍÐUSTU FRÉTTHl: Óeirðir brutust út í Memphis skömmu eftir að dr. King var myrtur, að því er segir í AP- frétt. Heyra mátti skothríð skammt frá morðstaðnum og nokkrir urðu fyrir skotum. 1 öðr- um fréttum er sagt frá ránum og gripdeildum í nánd við morð- staðinn. Lögreglan í Memphis leitaði í nótt að ungum manni, sem sjón- arvottar sáu stökkva upp í bif- reið rétt hjá morðstaðnum skömmu eftir morðið og aka á brott. Sjónarvottar segja að mað ur þessi hafi fleygt frá sér riffli með sjónauka. Leit að bifreið- inni, sem er hvít að lit af Mustang-gerð, hefur engan ár- angur borði. í síðustu fréttum segir að þjóð varðliðar hafi verið sendir á vettvang o.g útgöngubann verið fyrirskipað. Nokkrir menn hafa verið handteknir, grunaðir um að vera viðriðnir tilræðið. Tals- verður uggur er í mönnum um, að til alvarlegra óeirða kunni að koma. -JOHNSON Framhald af bls. 1 „Takmörkun ekki nóg“ f Hanoi staðfesti hið opinbera málgagn Nhan Dan í dag, að Norður-Vietnamar væru reiðu- búnir að hefja undirbúningsvið- huga minn að þeim tíma þegar vrð á Austfjörðum förum að fara undir fiöllin gegnum slík göng. — ^ Slíkar þingmannaferðir eru án alls vafa nauðsynlegar og gagnlegar. Auk þess sem þær eru svo vitanlega áængjulegar, því að þótt alþingismenn rífist stundum, þá eru þeir allir góð- ir v'nir. — Ég hugsa með fögnuði til þess tíma þegar þessi virkjun fer í gang og fer að veita hinni miklu orku sinni til hinna frjó- sömu og fjölmennu byggðarlaga á Suður og Suð-Vesturlandi. En þá fer maður líka að hugsa um aðrar slóðir þar sem oftast verður ?ð notast við dísilrafmagn og við bíðum þess í ofvæni að úr slit fáist í virkjunarmálum okkar Austfirðinga, hvort sem hún verður í Lagarfossi eða annars staðar. — Álbræðslan skyggir á eng- an hátt á gleði mína yfir þess- ari framkvæmd Ég held h'ka og /ona að hún geti í framtíðinni unnið vel og orðið gagnleg fyr- ir þjóðarbúið. Undrast hvað hægt er að gera. Blrgir Finnsson forseti Sam- einaðs-AIþing's og leiðtogi al- þingismann í þessari ferð sagði: — Ég hafði ekki komið hingað áður og verð að segja að mér finnst þessar framkvæmdir stór kostlegar. Það er erfjtt að segja hver einstök framkvæmd orkaði sterkast á mann, en senr.ilega eru það þó jarðgöngin, enda ó- venjuiegust þessara mannvirkja gerða. — Ég hafði séð bæði myndir og te:kningar af virkjuninrd 5 b’öðum, en þcð er allt annað að sjá þetta og eftir að hafa farið um svæðið í dag undrast mað- ur hvað hægt er að gera þrátt fyrir erfitt veðurfar og íslenzk- ar aðstæður. Aðspurður um hver hafði haft forgöngu um ferð þessa sagði Birgir Finnsson að það hefðu verið Árni SnævaiT, verkfræð- ingur, forsœtisráðherra og hann sem forseti Sameinaðs-Alþingis. Ferðin styrkir þá skoðun mína að álbræðslan eigi fullan rétt á sér. — Mér fannst mjög athyglis- vert að ferðast hér um og skoða framkvæmdirnar, enda hafði ég ekki komið hingað áður, sagði .Tón Skaftason. — Ég hafði held- ur ekki gert mér g.rein fyrir hvemig þær voru. Hafði að sjálf sögðu hugmynd um að hér væri ræður við Bandaríkin, en endur- tók, að fyrirskipun Johnsons um takmarkaða stöðvun loftárás- anna væri ekki nóg. Blaðið seg- ir ,að Johnson setji enn skilyrði fyrir algerri stöðvun loftárása og brottflutningi bandaríska her- liðsins, enda þótt vietnamska þjóðin hafi áður vísað þessum kröfum afdráttarlaust á bug. Blaðið krafðizt þess, að Banda- ríkin hættu skilyrðislaust öllum stríðsaðgerðum gegn Norður- Vietnam, og minnti á, að Hanoi- stjórnin hefði hvað eftir annað lýst því yfir, að samningavið- ræður við Bandaríkjastjórn mundu heíjast um leið og Banda ríkjamenn hættu stríðsaðgerðum. Moskvu-útvarpið sagði í dag, að yfirlýsing Hanoi-stjórnarinn- ar frá i gær væri varla hægt að ofmeta. Fleirum boðið? f Honolúlu ræðir Johnson við ráðunauta sína í Vietnam-mál- inu um tilboð Norður-Vietnam- stjórnar um viðræður er geti orðið undanfari friðarviðræðna. Enn er ekki vitað hvar þessar væntanlegu viðræður fari fram, en sumir telja, að þær hefjist í Moskvu í næstu viku. Stjórnmála fréttaritarar í Washington telja heldur ekki ósennilegt, að Hono- lulu-fundurinn, sem upphaflega var ætlazt til að einungis yrði sóttur af bandariskum embættis- mönnum, verði áður en lýkur sóttur af fulltrúum bandamanna Bandaríkjanna í Vietnamdeil- unni. Meðal þeirra ráðgjafa sem Johnson ræðir við, eru Dean Rusk, utanríkisráðherra, sem setið hefur ráðstefnu Suðaustur- Asíu-bandalagsins í Wellington í Nýja Sjálandi, Ellsworth Bunk- um stórt verkefni að ræða, en ekki eins stórt og mér sýnist það vera, eftir að ég hef skoðað það. — Mér fannst mest til um jarð göngin, og þegar mér var sagt að þau myndu fyllast alveg af vatni þegar virkjunin er komin í gagn, þóttist ég geta gert mér í hugarlund hvers konar ógnar- kraftur hér er á ferðinni, og hvað hægt verður að fá mikið út úr honum fyrir fólkið í land- inu. Það er mikill munur að beizla fljótið og framleiða raf- magn, heldur en að láta vatnið renna ónytjað til sjávar. — Nei, ég var alls ekki á móti albræðslunni. Ég taldi alltaf að samningurinn við Svisslendinga væri forsenda þess að. hægt væri að ráðast í þessar framkvæmd- ir hér við Búrfell. Mór hefur einnig verið Ijóst, að mjög nauð synlegt er að íslendingar auki fjölbreytni atvinnuvega sinna, og ekkert er líklegra að stuðla að því en iðnvæðing. Ferðin hingað austur í dag hefur tvl- mælalaust styrkt þá skoðun mína að álbræðslan eigi fullan rétt á sér. Hef löngun til að koma hingað aftur. Að lokum ræddum við við Bjarna Guðbjörnsson, en hann hafði ekki komið að Búrfelli áð- ur . — Veðrið í dag hefur verið fallegt og það hefur verið bæði gaman að sjá hér umihverfið og hin stórbrotnu mannvirki, — Það er ekki svo auðvelt að nefna til það sem mér þótti mest til koma. Jarðgöngin eru stór- kostleg, stöðvarhúsið mikil bygg ing og ekki má heldur gleyma fyrirhleðslunni og stíflugerðini. Maður gerir sér varla í hugair- lund hvernig þetta muni allt líta út þegar verkinu er fulllok- :ð. Þegar maður er einu sinni búinn að sjá þetta, vaknar löng- unin að koma hingað aftur, og vona ég að ég eigi það eftir. — Álbræðsian kann að sjálf- sögðu að vera þarfur atvinnu- vegur. En ég og aðrir sem úti á landi búum óttumst að hún kunni að verða meira aðdrátt- arafl fyrir þéttbýlið heldur en góðu hófi gegnir. Það er því mín skoðun að hún hefði verið betur staðsett annars staðar og komið þar að meiru þjóðhagslegu gagni. Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr álverksmiðjunni sem slíkri. er, sendiherra í Saigon og Willi- am Westmoreland, hershöfðingi, yfirmaður bándaríska herliðsins í Vietnam. Forseti Suður-Kóreu kemur einnig til Honolulu og ræðir við Johnson, en hann fylg- ir harðri stefnu í Vietnam og mun sennilega benda á hætturn- ar er af geti hlotizt ef samninga- viðræður dragast á langinn. Tortryggni í Saigon f Saigon bendir margt til þess, að suður-vietnamska stjórnin sé lítt hrifin af væntanlegum við- ræðum Bandaríkjamanna og Norður-Vietnama og tortryggi Bandaríkjamenn, að sögn frétta- ritara AP. Ákvörðunin um, að einungis bandarískir embættis- menn sæki fundinn og viðræður Parks og Johnsons eru túlkaðar á þá lund, að Suður-Vietnamar séu útilokaðir frá viðræðum er varði framtíð þeirra. Svar Hanoi- stjórnarinnar við tilboði John- sons vakti furðu í Saigon og þvi er haldið fram, að forsetinn hafi ekki haft suður-vietnamska ráðamenn nógu mikið með í ráð- um. í tilkynningu sem suður-viet- namska stjórnin gaf út í dag, er tekið fram, að ekki komi til mála að henni verði haldið utan við hugsanlegar samningaviðræð ur Bandaríkjamanna og Norður- Vietnama. í tilkynningunni, sem gefin var út að loknum viðræð- um milli fulltrúa stjórnarinnar og bandamanna hennar, segir, að haft verði samráð við stjórnina í Suður-Vietnam áður en Banda ríkjamenn setjist að samninga- borði með Norður-Vietnömum. í tilkynningunni segir, að Suður- Vietnamstjórn styðji síðustu til- raunir Bandaríkjamanna til að koma af stað samningaviðræðum og á það er lögð áherzla, að stjórnir Suður-Vietnam og banda lagsþjóðanna muni hafa fullt samráð sín á milli meðan slíkar viðræður séu undirbúnar. Ellsworth Bunker, sendiherra, táfðist 1 Saigon meðan á þessum viðræðum stóð og var ekki vænt- anlegur til Honolulu fyrr en í nótt og þá mun hann skýra John- son forseta frá sjónarmiðum Sai- gon-stjórnarinnar. Margir bjóða aðstoð í London sagði Harold Wilson, forsætisráðherra, á þingfundi í dag, að Bretland og Sovétrikin, sem höfðu á hendi formennsku á Genfarráðstefnunni um Indó- Kína 1954, væru reiðubúin að veita alla nauðsynlega aðstoð til að stuðla að friði í Vietnam. Slíka aðstoð mætti veita með því, að kalla Genfarráðstefnuna aft- ur saman eða með einhverjum öðrum ráðum sem nauðsynleg mættu teljast til þess að aðilar Vietnamdeilunnar gætu komizt að samkomulagi jafnskjótt og þeir væru sammála um að raun- verulegar viðræður gætu hafizt. í París er sagt, að franska stjórnin sé fús að bjóðast til þess, að væntanlegar viðræður Banda- ríkjamanna og Norður-vietnama fari fram í Frakklandi. Norður- vietnamska stjórnin kann að líta svo á, að París sé hentugur fund- arstaður, þar sem sendinefnd hennar þar hefur beint fjarrita- samband við Hanoi. Margar aðr- ar borgir koma til greina sem fundarstaður, til dæmis Prag, þar sem Norður-Vietnamar hafa sendiráð, og gætu Bandaríkja- menn vel fallizt á það. Einnig er minnzt á Genf, Moskvu og Nýju Delhi ,en London, Phnom Penh og Varsjá koma ekki til greina, að sögn diplómata. „Festa í viðræðum“ Forsætisráðherra Nórður-Viet- nam, Pham Van Dong, sagði í við tali við Parísarblaðið Le Monde í dag, að Norður-Vietnamar mundu sýna sömu festu og al- vöru í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn og á vígvellin- um. Hann bætti því við, að Bandaríkjamenn héldu enn við San Antonio-yfirlýsingu John- sons forseta frá í september í fyrra, en hún væri úrelt-og ónot,- hæf. Johnson sagði þá, að Banda ríkjamenn mundu hætta loftár- ásum á Norður-Vietnam er Norð ur-Vietnamar notuðu ekki stöðv- un loftárása til að bæta hernað- arstöðu sína. En í Washington var sagt í dag, að þegar viðræðurnar við Norð- ur-Vietnama hæfust, yrði aðal- tilgangurinn sá, að kanna hvort Norður-Vietnamar væru reiðu- búnir að draga úr stríðsaðgerð- um þegar loftárásum hefði verið hætt, til dæmis með því að hörfa burt með hersveitir sínar frá hlut lausa beltinu. Seato-fundi lokið í Wellington, þar sem ráðherr- ar frá Seato-löndunum hafa set- ið á fundum, hvatti utanríkis- ráðherra Suður-Vietnam aðildar- ríkin í dag ,að sýna ítrustu var- kárni ef til friðarviðræðna kæmi við kommúnista. Hann sagði, að kommúnistar litu á samningavið- ræður sem framhald styrjaldar á samkomulagið um Laos frá 1962, öðrum vettvangi. Hann benti á en þar væri nú enginn banda- rískur hermaður en 40.000 norð- ur-vietnamskir. Hann hafnaði hugmyndinni um samsteypu- stjórn með kommúnistum. f tilkynningu sem gefin var út í dag í lok Seato-ráðstefnunnar segir, að Vietnam-styrjöldinni verði haldið áfram unz friður verði saminn og ef nauðsynlegt reynist, verði hert á tilraunun- um til að hrinda árásum komm- únista. Ekkert var þó um það sagt, hvort sendur yrði liðsauM til Suður-Vietnam og látin var í ljós von um að Hanoi-stjórnin tæki vel f ákvörðun Johnsons for seta um að takmarka loftárásim- ar á Norður-Vietnam, en þar með gefist Norður-Vietnömum tækifæri til að hefja raunveruleg ar friðarviðræður. Ráðstefnuna sátu utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna, Suður-Vietnam, Suður- Kóreu, Thailands, Ástralíu, Nýja Sjálands og Filippseyja. - NOVOTNY Framhald af bls. 1 ugu hreinsunum la-ust eftiir 1950. segir fréttar'tari AFP, og í ræðu sinni lýsti hann yfir stuðningi við endurbótaáætlun hins nýja flokksritara, Alexanders Dubc- eks. Að sögn Reuters hefur Lonsky hershöfðingi, sem í gær sagði af sér starfi landvarnaráðherra, bor ið til baka fréttir um að Nov- otny hafi ætlað að beita her- valdi gegn ákvörðunum mið- stjórnarinnar. Um þróun síðustu 20 ára sagði Novotny að sögn tékkóslóvösku fréttastofunnar að framiin hefðu verið alvarleg mistök og verstu mistökin væru hinar ólögleu aðgerðir upp úr 1950. Það sem þá gerðist verð- ur óafmáanlegur blettur á sögu áranna eftir heimsstyrjöldina, sagði hann. Fleiri afsagnir. í Prag er búizt við að fleiri embættismenn fyrrverandi stjórnar muni segja af sér. Mið- stjórninni hafa borizt kröfur um að Josef Plohjar heilbrigð- ismálaráðherra og Alois Neu- mann dómsmálaráðherra verði settir af. Hvorugur þeirra er í kommúnistaflokknum. Áreiðan- legar fregnir herma, að Alex- ander Dubcek hafi lagt fram til- lögur um flein breytingar. Því er haldið fram, að for- maður skipulagsnefndar ríkis- ins, Oldrich Gernik, verði for- sætisráðherra í stað Josef Lenn- arts og Jiri Hajek menntamála- ráðherra verði utanríkisráðherra í stað Vaclav Davids. Fjórir rétt línumenn hafa beðizt lausnar síð astliðinn sóiarhring: Bohumir Lomsky, varnarmálaráðherra, Otakar Simunek va-raforsætisráð herra, Jiri Hendrych, fv. hug- myndafræðileiðtogi flokksins og annar hugmyndafræðingur, Vad im:r Koucky. Fréttastofan Ceteka tilkynnti í dag, að hafizt hefði verið handa um að rífa niður gaddavirstálm- anir á landamærum Tékkósló- vakíu og Vestur-Þýzkalands. Síðustu frétfir. Á fundi :niðstjórnarinnar 1 kvöld var mælt með því að Ol- drych Cerruk varaforsætisráð- herra yrði forsætisráðherra £ sta’ð Josef Lennars. Nýir menn voru kjörnir í forsætisnefr.d flokksins, og samþykktar voru lausnarbeiðnh þeirra manna, sem sagt hafa af sér að undan- förnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.