Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 19 Ráðherra hafi heimild til að leysa jarðir úr óðalsböndum f vikunni mælti Oddur And- résson fyrir frumvarpi um breyt ingu á lögum um ættaróSal. Með flutningsmaður Odds að frum- varpinu er Bjartmar Guðmunds- son. Miðar frumvarpið að því að rýmkva ákvæði núgildandi laga um óðalslönd. I framsöguræðu sinni um mál- ið sagði Oddur m.a.: Á þeim fulla fjórðungi aldar, sem liðinn er síðan lög um ætt- aróðul og óðalsrétt voru sett, hafa orðið mjög róttækar breyt. ingar á öllum þjóðlífsháttum hér á landi. Það er liðin tíð, að það sé eina örugga leiðin til farsæll ar lífsafkomu á veraldarvísu að komast yfir til eignar og ábúðar sæmilega bújörð, og yrkja hana síðan til elli eða æviloka. Óðalsréttur jarðar tryggir að vísu, auðvelda endurnýjun ábú- anda hennar, ef erfingjar eða nánari venzlamenn sem áhuga hafa á búskap eru fyrir hendi. En vegna aukinnar fjölbreytni í atvinnumöguleikum er ekki fá- títt, að erfingjar óðalsjarða hafi ríkari hneigðir til annarra starfa en búskapar og telji hag sínum betur borgið við þau. Þá er líka brostin undirstaða að þeirri elli- og Örorkutryggingu, sem nákom inn viðtakandi óðals á að vera öldruðum og þreyttum eigendum þess. Það samrýmist heldur ekki mannúðarhugsjón nútímans að aldrað bændafólk, sem ekki á afkomendur er vill nýta þess óðal, fái ekki að ráða sér sama- stað og njóta arðs af sínu lífs- - UR AUSTUR-.. Framihald af bls. 17 Oddur Andrésson starfi, sér til framfæris, þó að það sé bundið í umbótum á jörð- inni. í fyrstu grein umræddra laga er kveðið á um, að til þess að jörð geti orðið óðal þurfi hún að vera svo kostarík, að af- rakstur bús, er hún getur borið, ásamt hlunnindum, sem henni fylgja, framfæri að minnstakosti meðal fjölskyldu að dómi Bún- aðarfélags íslands. Ennfremur að jörðin sé ekki að dómi Búnaðar- félagsins stærri en svo, að hún verði að jafnaði fullnytjuð af einum ábúanda. Sumar kostaríkar hlunninda- jarðir voru fullnytjaðar á með- an nægur vinnukraftur var fá- anlegur í sveitum landsins. Þær er alls ekki hægt að nýta nú, við hinar breyttu aðstæður. Aðr- ar jarðir, t.d. áfskekktar dalajarð ir með stóru og góðu beitarlandi til fjalls eða heiðar, en litlum og erfiðum ræktunarskilyrðum, voru allgóðar undir bú á meðan fólk var margt í sveitunum, þó að þær verði vart nytjaðar nú. Þá má einnig hafa það í huga, að lagning vega og raflína til mjög afskektra staða hlýtur að víkja að sinni fyrir öðrum brýnni aðkallandi verkefnum, en sam- göngurnar og raforka eru orð- in megin skilyrði fyrir búsetu á jörðum nú til dags. í lögunum er sýslumönnum fengið það erfiða hlutskipti að ráðstafa óðalsjörðum til ábúðar, sem ekki ganga með eðlilegum hætti til erfðaábúðar og er það oft og tíðum ærinn vandi. Virðist því eðlilegt, og er enda nauðsynlegt, að í lögunum séu ákvæði um ótvíræða heimild til handa landbúnaðarráðherra að leysa jarðir úr óðalsböndum og veita eigendum þeirra eða arf- tökum rétt til frjálsrar ráðstöf- unar þeirra innan marka sem ekki skerða hagsmuni viðkom- andi sveitarfélags. Hagsmunir þess eru að sjálf- | sögðu bezt tryggðir með því að j vel sé búið á sem flestum jörð- I um. flutti þarna erindi eða predik un í stað prestsins. Kirkjan var full af ánægðum áheyrendum. Skrifslofustíiíka Heildverzlun í Miðborginni óskar eftir skrjfstofu- stúlku allan daginn frá 1. maí. Tilboð merkt: „5173“ sendist afgr. Morgunbl. f. 10. þ.m. Útgerðarfélag á Hofsósi. Búið er að stofna útgerðar- félag á Hofsósi og nágrenni, má það tíðindum sæta að hlutafjár- söfnun stóð yfir í 3 daga og söfnuðust 1.1 milljón kr. í Hofs ósi og nærliggjandi sveit. Næst- um því hvert einasta heimili í sveitinni lét eitthvað í þessa hlutafjársöfnun sem flestir telja grundvöll að betra atvinnulífi og afkomu. Ákveðið er að kaupa og láta smíða nýtt 130 tonna stálskip. Mun skipasmíðastöðin Stálvik veira að byrja á þessu verki, en um ár mun vera þar til skipinu verður skilað til kaupenda. Rýr afli hefur verið í vetur og óstillt með afbrigðum. Rauð- magaveiði er að byrja en er enn þá treg þar sem sjókuldi er svo mikill að þó norðan drif sé þá eru lagnaðarísflekkir á sjónum. Síðastliðið ár var byrjað á há- karlaveiði hér við fjörðinn, en áður fyrr var þessi útvegur mik ið stundaður. í fyrra veiddust nokkur stykki og nú eru þegar búnir að aflast 5 laglegir drjól- ar, sem eru vel þegnir þar sem þessi lúxusvara er nú seld á 2-300 krónur kílóið. Atvinnulíf á Hofsósi hefir ver ið mjög dauft í vetur enda fer það mikið efti-r aflabrögðum úr sjó. Þeir, sem að heiman komast fóru í haust á vertíð suður og eins og oft áður eru heilar fjöl- skyldur að heiman þennan tíma ársins. Segja má að nokkuð mann- heilt hafi verið í vetur, en þó er alltaf eitthvað um lasleika svo að héraðslæknar hafa áreið anlega sæmilega atvinnu. Ný- leg hafa látizt á Hofsósi Sigm- ar Þorleifsson og Pálína Þor- leifsdóttir bæði fullorðin, syst- kini. ÖKUKENNARAPRÓF og próf í akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 far- þega, verða haldin í Reykjavík og á Akureyri, nú í aprílmánuði. Umsóknir um þátttöku skulu sendast bifreiðaeft- irlitinu í Reykjavík og á Akureyri, fyrir 10. apríl n.k Bifreiðaeftirlit ríkisins. TIL FERMINGARGJAFA TJÖLD - SVEFNPOKAR VINDSÆNGUR - TELPNASKAUTAR Árshátíð Sveinafélags pípulagningamanna verður haldin í Blómasal Hótel Loftleiða í dag 5. apríl 1968 og hefst með borðhaldi kl. 19.00 stundvísleg'a. DAGSKRÁ: Minnst 35 ára afmælis félagsins. Skemmtiatriði. — Dans ofl. Miðar verða seldir í Vatnsvirkjanum, hjá ísleifi Jónssyni og Mælingastofunni. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. mIMIMMIII rMMMMMIMl JMMMMMMM MIMMMMMMM iMMMMIMMMll MMHMIMMMMI immmmmmmm] MMIIMMIMMII 'MMMMMMMI MMMMMMII 'MIMIMMll MIIMMMf. IIIIHMlMllf. jIIMIMMIMMI. IIMIMMIMIIIM iIIHMHMIIIMM IMIIIMMIMMIM IMIIIIMMMMM IIMIMMMMIIII MMMMIMMM* MIMMIMIM* MMIMMM* GOTT STARF Stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík vill ráða starfsmann á aldrinum 25—35 ára til skrifstofu- starfa. Umsækjandi þarf að hafa verzlunar- eða viðskipta- lega menntun og nokkra starfsreynslu. Umsókn með nauðsynlegum upplýsingum sendist Morgunblaðinu merkt: „Framtíðarstarf 8926“ fyr- ir 10. þ.m BRAUÐBORG NjálsgötU 112. Smurt brauð, heitar súpur, síidarrettir, kaffi, te, mjólk, öl og gosdrykkir. ATH.: Næg bílastæði. BRAUÐBORG Njálsgötu 112. — Símar 18680 — 16513. FÍFA AUGLÝSIR FYRIR PÁSKANA: Á drengi — úlpur, peysur, terylenebuxur, mol- skinnsbuxur, skyrtur, nærföt og sokkar. Á telpur — kápur, kjólar, úlpur, peysur, terylene- buxur, ullarbuxur, stretchbuxur og sokkabuxur í rnörgum litum. 5 teg. af kvcnsokkabuxum, verð frá kr. 81.— Verzlið yður í hag. Verzlið í FÍFU, Laugavegi 99. (Inngangur frá Snorrabraut). SPARIÐ kaupið hjólbarðana fyrir hækkun. Sparið 20 til 30% með því að kaupa strax. Höfum fyrirliggjandi eft- irtaldar stærðir af hinum heimsfrægu SEMPERIT hjólbörðum. Sumarhjólbarðar: 550x12 520x13 590x13 640x14 590x15 600x16 650x16 750x16 Pöntunum veitt móttaka næstu daga á skrifstofu vorri, Rauðarárstíg' 1, sími 11644. G. Helgason & Melsled h.f. FROSTVARI í steinsleypu ANTIREEZE. Til varnar gegn frosti allt að 5°. FRIOLITE OC. Til varnar gegn frosti allt að 10°. Hvorugt þessara efna inniheldur „Chloride“ og' eru því ekki skaðleg fyrir steypustyrktar- járn eða aðra málma í steypunni. AEinkaumboð fyrir ,.S1KA“ á íslandi: J. ÞOltLÁKSSON & NOKÐMANN H.F. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Björn i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.