Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 1
32 SIBUR 89. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 4. MAI 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðræðnr | 1. iraaí í IVIoskvu A HERSÝNINGUNNI á | Rauða torginu í Moskvu 1.1 I maí var meðal annars sýnd þessi loftvarnaeldflaug, sem er af sömu gerð og eldflaugar | þær sem Rússar hafa látið N- | Vietnömum í té og beitt er . gegn flugvélum Bandaríkja-' manna í Vietnam-styrjöldinni. Dubcek til Moskvu — ásamt fleiri tékkneskum ráðamönnum í boði Sovétstjórnarinnar Prag, 3. maí — NTB LEIÐTOGI tékkneska kommún- istaflokksins, Alexander Dubcek, fór í kvöld flugleiðis til Moskvu 84 fórust í flug- slysi í Texas Dawson, Texas, 3. maí — AP — • Skrúfuþota af gerðinni ELECTRA frá flugfélaginu BRANIFF International fórst í nágrenni borgarinnar Daw- son í Texas í dag og með henni 79 farþegar og fimm manna áhöfn. • Ekki hafa borizt nánari fregnir af slysinu, en talsmaður flugfélagsins í Dawson skýrir ;svo frá, að vélin hafi verið á leið frá Houston til Dallas er hún fórst og hafi honum borizt þær upplýsingar einar, að enginn muni hafa komizt lífs af. Daw- son er um 97 km. suður af Dall- as. Vietnam í Purís Samkomulag um fundarstað — „Bezta frétt sem ég hef fengið í mörg ár“ segir U Thant París, Hanoi, Washington, 3. maí — NTB-AP STJÓRNIR Norður-Vietnam og Bandaríkjanna hafa nú loks komizt að samkomulagi um, að undirbúningsviðræður um frið í Vietnam skuli haldnar í París. Tilkynnti Hanoi- stjórnin í morgun, að hún væri reiðubúin að hefja viðræð- ur þar 10. maí næstkomandi eða „næstu daga eftir það“, — um „skilyrðislausa stöðvun loftárása á Norður-Vietnam og hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn landinu — og síðan önn- ur mál þar að lútandi, er varða hagsmuni beggja aðila“. Skömmu síðar var skýrt frá samþykki Bandaríkjastjórnar og boðaður blaðamannafundur með Lyndon B. Johnson, forseta. Stjórnin í Suður-Vietnam hefur samþykkt, að við- ræðurnar fari fram í París, þar sem hún hefur ræðismann — en líklegt er talið, að sendinefnd frá S-Vietnam undir stjórn Bui Diems, sendiherra landsins í Washington, muni fylgj- ast með viðræðunum í París. Fregn þessari hefur víðast verið tekið af mikilli ánægju; U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði, að þetta væri bezta frétt, sem sér hefði borizt um árabil og stjórnir í Vestur-Evrópu hafa látið í ljós ánægju og vonir um, að jákvæður árangur náist í viðræðunum. Hins vegar benda þær á, að friðarsamningar um Vietnam geti tekið langan tíma og ef til vill orðið allt að því eins flóknar og erfiðar og styrjöldin í Suður-Vietnam hefur verið. Ekki er vitað hvar í París viðræðurnar fara fram. Franska stjórnin hefur heitið að leggja til húsið og koma ýmsir staðir til greina, meðal annars er bent á Fontaine- bleau, sem er um 8 km. fyrir sunnan borgina, en þar átti Ho Chi Minh í fyrsta sinn viðræður við frönsku stjórnina árið 1946, þar sem hann fór fram á, að Vietnam fengi sjálf- stæði. Landið var þá hluti Indó-Kína og frönsk nýlenda. Aðalfulltrúar ríkjanna í þessum undirbúningsviðræð- um verða þeir Averell Harriman af hálfu Bandaríkjastjórn- ar, og af hálfu Norður-Vietnam, Xuan Thuy, fyrrum utan- ríkisráðherra og nýskipaður ráðherra án stjórnardeildar. tii þess að ræða þar við leiðtoga flokks og stjórnar Sovétrikjanna. Skýrði tékkneska fréttastofan „Ceteka“ frá þessu í kvöld og því með, að forsætisráðherra landsins, Oldrich Cernik, Josef Smrkovsky, forseti þjóðþingsins og Vasil Bilak, aðalritari mið- stjórnar slóvakísku flokksdeild- arinnar, hefðu allir verið í för með Dubcek. Fréttastofan sagði, að þeir hefðu farið í boði Sovétstjórnar- innar og sovézka kommúnista- flokksins, en áður en þeir hefðu lagt upp í ferðina, hefði þjóð- þingið einróma samþykkt vinnu- áætlun þá, er Cernik hefði lagt fram til umræðu á þinginu. Þá er skýrt frá því í Prag, að stjórn landsins og forysta komm- únistaflokksins vinni nú að samn ingu stefnuyfirlýsingar, þar sem listamönnum er tryggt algert Framhald á bls. 31 Skipt um lifur í konu Hjarfagræðslur í London, Houston og Stanford Cambridge, Englandi og Houston, Texas, 3. maí. AP. Skipt var um lifur í konu i Cambridge í Englandi í dag. Að gerðin, sem tók sex klukkutíma, gekk að óskum, og líður kon- unni vel eftir atvikum, en nöfn- um hennar og þess sem gaf lifr- ina er haldið leyndum að ósk að- standenda. Þá hófst í London í dag fyrsta tilraunin sem gerð hefur verið í Bretlandi til að flytja hjörtu milli manna. Þessi aögerð fór fram á National Heart-sjúkra- húsinu í London undir stjórn kunnra sérfræðinga í hjarta- sjúkdómum, Donald og Keith Ross (þeir eru óskyldir). Nöfn- um hjartaþegana og gefandans er haldið leyndum. Donald Ross er fyrrverandi samstarfsmaður Barnards læknis í S-Afríku. í Houston í Texas var í dag skipt um hjarta í 47 ára göml- um bókhaldara, Eyerett Claire Thomas. Hann fékk hjarta úr ungri konu, sem lézt af völdum skotsára á höfði. Þessari hjarta- græðslu, hinni níundu í sögunni stjórnaði heilasjúkdómalæknir- inn Benton A. Cooley, og er líð- an sjúklingsins sögð sæmileg. í gær var skipt um hjarta í fertugum trésmið. Joseph Rizor í sjúkrahúsi Stanford- háskóla í Kaliforníu. Tilkynnt var í dag, Framhald á bls. 31 'A' Mánaðarleit að fundar- stað lokið Að því er Johnson Banda- rikjaforseti, hefur skýrt frá, barst honum tilboð Hanoistjórn- arinnar um viðræður í París klukkan 01.00 í nótt að staðar- tíma — 05.00 GMT — og kallaði hann þá þegar á sinn fund ut- anríkisráðherra landsins, Dean Rusk, og landvarnaráðherrann, Clark M. Clifford. Síðan ræddi hann vfð þá Averell Harriman, Arthur Goldberg, George Ball.og Cyrus Vance og sendi síðan já- kvætt svar til Hanoi-stjórnarinn ar í morgun. Mun William Sulli- van, sendiherra Bandaríkjastjórn ar í Vientiane höfuðborg Laos, hafa afhent svar forsetans, er hann fór snögga ferð í sendiráð N-Vietnam í morgun. Nokkru seinna skýrði útvarpið í Hanoi frá tilboði stjórnar N- Vietnam og hálfri annarri klukkustund síðar hófst í Was- hington blaðamannafundur John sons, forseta, sem útvarpað var frá og sjónvarpað. Þar með var lokið mánaðartilraunum til þess a’ð finna viðræðunum samastað, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Er nákvæmlega mánuður liðinn í dag frá því Hanoistjórn- in svaraði jákvætt tilboði því, er Bandaríkjaforseti lagði fram hinn 31 marz sl., um friðarvið- ræður og takmörkun loftárása á N-Vietnam um leið og hann skýr'ði frá því að hann mundi ekki verða í framboði til forseta- kjörsins á hausti komanda. í París geta báðir aðilar haft fullt samband við fulltrúa banda lagsríkja sinna og fréttamenn hafa fullkomlega frjáls og vfð- unandi starfsskilyrði þar, — sem var ein aðalkrafa Bandaríkja- manna tii viðræðustaðarins. Sagði Johnsons, forseti, í dag, að Framhald á bis. 23 Lyndon B. Johnson Ho Chi Minh i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.