Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 196« 12 Starfið er allt f EKKI get ég vikið út huga mín- : um óskum þeim, er ég tel bezt- ' ar til handa æskunni. Höfum yið kennt henni, hve brýn nauð- syn er að kunna skil á og læra að gegna algengum störfum? Mörg eru þau störf, sem ýmsum unglingum finnst, að ekki séu við þeirra hæfi. Öll verk, sem þörf er á að inna af hendi, eru sömu virðingar verð. Margir eiga erfitt með að skilja lifið, sætta, sig við staðreyndir, verða því utanveltu, flýja af verðin- um, fyllast beiskju og þrjósku og verða sjálfum sér og öðrum til vandræða. Þetta þarf að leit- ast við að fyrirbyggja. > Skólakerfi þjóðarinnar er margbrotið, en þó líklega ekki nógu fjöibreytilegt. Framar öllu þarf að veita sem flestum, helzt öllum, aðstöðu til að starfa að viðfangsefnum við þeirra hæfi og getu hverju sinni. Sumir eiga að vísu auðvelt með að leysa flest eða allt, sem þeim er ætlað, aðrir eiga bágt með margt, en geta þó leyst viss verkefni vel af hendi, og orðið nýtir menn. Fullyrða má, að margir ungling- ar njóta sín illa í bóklegu skól- unum, þar sem þeim er skylt að fást við ýmis þau fræði, sem eru þeim fjarlæg og þeir geta ekki ráðið við. Menn verða að skilja þá, sem við námserfiðleika eiga að stríða, rétta þeim skilnings- ríka, hlýja hönd og vísa þeim yeginn. Allt gott og fagurt þarf að innræta þeim, móta hug þeirra tillitssemi og vináttu. Of erfið viðfangsefni valda sárs- auka og uppgjöf, hæfileg verk- efni örva, veita sjálfstraust og lífsgleði. Leitumst við að upp- ræta illgresið, svo að nytjagróð- urinn komist til þroska eins og framast er auðið. Einstaklingur- inn þroskast heilbrigt og eðli- lega með hæfilegu, viðráðanlegu starfi. Þangað er að leita tilvakn ingar, gæfu og gengis. Framtíðin þarf á þeirri bless- un að halda að sigra menn með siðferðisþroska, dómgreind og réttsýni. Oft hefi ég hugsað um ■^amla baðstotfulífið og sveita- •búskapinn. Allir fengu að starfa að fjölbreytilegum verkefnum, yerða þreyttir, en fengu hvíld í kyrrð og ró að kvöldinu. Gafst þá tóm til að ræðast við í sátt og samlyndi, hlusta á sögulest- ur, læra lög og kvæði. Unnin var ull í fat og mjólk í mat. Margt yar iðkað, sem jók yndi, auðg- aði andann og efldi orðsins list. Dagurinn endaði með lestri Ekki þarf að draga í efa, að allt þetta jók menningu og efldi þroska þeirra er nutu. Er ekki kominn tími til að velja heppilegt landsvæði, helzt þar sem jarðhiti er, og hefja þar búskap með unglingum og nauð- synlegu starfsfólki, hæfu til að — Fræðsluþóttur Framhald af bls. S ók hann viljandi beint fram- an á bifreiðina. Sá sem var að stelast ínn á vigtina, mun hafa fundið til sektar, því hann segist hafa ætlað að bakka út af henni og verið um það bil að taka af stað aftur á bak. Þeim er misgert var við, hefur fundizt hinn heldur seinn í svifum, því hann ók öðru sinni framan á bifreiðina, til þess að ítreka að hún ætti að hypja sig burt af vigtinni. Tjónið sem hann olli með þessu á bifreiðinni, sem var að stelast inn á vigtina, nam tæpum kr. 4.000.00 og þær varð hann að borga sjálfur, en hann fékk sinn bíl vigtað- an fyrst! J stjórna og leiðbeina. Þar fengi hver starf við sitt hæfi og lærði margvísleg störf innan húss og utan. Landið bíður víðsvegar, frjósamt, fagurt og hlunninda- rfkt, ef menn aðeins hafa áhuga og djarfa hugsun til að yrkja það og nytja æsku þjóðarinnar til gæfu og blessunar. Ég þekki sveit, sem vel liggur við, hiti í jörð, mikið landrými, yfir 30 jarðir í eyði. Sveitin er fögur, og þar ríkir enn gömul og gróin sveitamenning. Þar ætti að koma upp menningarsetri fyrir ungt fólk. Rosknir menn með mikla lífsreynslu og þekkingu yrðu fúsir að heimsækja slíkt starfs- og skólasetur og miðla því hugmyndum, þekkingu og vizku. Dugmiklir menn og far- sælir leiðtogar þurfa að veljgst til forstöðu og allrar verkstjórn- ar 'á svo fjölmennu og umfangs- miklu heimili og hér um ræðir. Æskilegt væri, að prestur sveit- arinnar hefði áhuga og getu til að leiðbeina líftgmennunum til andlegra dáða. Ekki má gleyma því, að kynning og samvistir við dýrin ásamt hvers konar jarð- yrkju veitir öllum ómetanlega fræðslu, lífsskilning og andlega hollustu. Ég vona, að við höfum ekki glatað öllum Skilningi á því, hvernig menn áður fyrr beittu kröftum sínum til betri kjara með karlmennsku og æðruleysi. Dæmi þeirra á að hveja okkur og lyfta úr vonleysi og svart-1 geisla gleðinnar hrekja burt 8r- sýni til heilbrigðra starfa og væntingu og ótta. þjóðhollra. Hveragerði, ö. marz ’68 Trúin á guð og bænin láta ár- I Ámý I. Filippusdóttir. Guðs orð í dagblöðum MORGUNBLAÐIÐ byrjar „Dag bók“ sína með ritningargrein, eins og þær standa í heilagri ritningu. Þær eru látnar tala og hafa sinn ákveðna—og viðeig- andi—stað í blaðinu, en birtast ekki innan um eitt og annað. Mér finnst þetta ágætt. Guðs orð sannar sjálft tilganginn og er alstaðar og ávalt til bóta og blessunar. Enginn önnur dagblöð hafa þeranan hátt á. Auk þessa birt- ir Morgunblaðið stundum svör vakningaprédikarans, ameríska dr. Billy Graham, um vandamál fólks gagnvart trúnni á Guð allsherjar. En allt, sem Billy Graham segir um þau mál er jákvætt, í trúnni. Tíminn og Morgunblaðið birta á sunnudög- um, hugleiðingu um trúarleg mál, ritaðar jafnan af sömu prestum, eins og kunnugt er. Báðir eru þeir veikir í trúnni, því miður (En allir eiga opnar dyr - til „endurfæðiragar" í trúnni). Þessar hugleiðingar prestanna eru því ekki til þess fallnar að vekja fólk eða styrkja í réttum trúaranda. Þessu til stuðnings set ég hér eftirfar- andi: Úr hugleiðingu í Morgunblað- inu: „Það hefur stórskaðað sið- ræna trú og hugsun á Vestur- löndum, hve mjög túlkendur Kristni hafa reynt að slíta Krist fSlM, HlzuJlAHS'. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 frá eðlilegu sambandi viðmann félagsheildina, manninum. Hann var ekki Guð, hvað sem kirkju- þing og kirkjufundir samþykkja. Hann var einn af okkur.“ Ég ætla mér ekki þá dul að svara fyrir „túlkendurraa" en hitt er mér ljóst að Kristur var himingnæfandi ólíkur öllum öðr- urp mönnum og að það er ekki hægt að vera kristinn, nema að trúa á Guðdómsvald Hans og mátt, okkur öllum til frelsun- ar og lífs. f Sunnudags hugleiðingu Tím- ans (28. jan. 1968) stendur þessi klausa: „Þegar Kristurhrós aði fólki fyrir trú, virtist hann ekki fara neitt eftir því, hvaða trúarbrögð það notaði“. Það er harla óskiljaralegt, hvernig prest ur skuli tala svona. Það er eins og kristur hafi verið stefnulaus í trúboðinu eða ekki vitað hvaða trúarbrögð. Hann var kominn til að staðfesta hjá og í fólkinu. Hann sagði „Trúið á Guð og trúið á mig“ og „Hver sem lif- ir og trúir á mig hann skal aldrei að eilífu deyja“ og „Án mín getið þér alls ekkert gert“ o.s.frv. Hver sem les GuðspjöU- in þarf ekki að vera í vafa um það að allir, sem Kristur sagði þetta við: „Trú þín hefur gert þig heilan" Þeir trúðu á Hann. f ritningunni er raunar ekki talað um önnur trúarbrögð en trúna á almáttugan Guð <tg þann sem Hann 'sendi Jesúm Krist, þótt getið sé Baalista Skurðgoða dýrkenda og annarra heiðingja, þegar Kristur deildi á Gyðinga fyrir vantrú þeirra, kom það glögt í ljós að þeim bar að trúa á Hann og Guð föður allra. Trú- ið mér þá vegna verkanna" Kraftaverkanna sem Hann gerði, í guðsvaldi sínu. Við lestur hér umræddra Sunnudagshugleið- inga, hafa mér komið í hug orð Krists: „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér“, „Sá sem ekki saman safnar með mér, hann sundur dreifir". Ef þessi dagblöð, — sem eru ábyrg — og sem hér hafa verið nefnd, hafa áhuga á því að þess- ar sunnudagshugleiðingar verði fólki til ábata, þá þurfa þau að gera sér grein fyrir því að aðeins sterktrúaðir, á almáttug- an Guð, geta haft áhrif til trú- arlegra hagsbóta fyrir fólkið. Það er mikið um vantrú í þessu landi, sumir eru svo langt niðri að þeir telja það að mis- bjóða virðingu sinni að lítil- lækka sig fyrir almætti Guðs. Kristur sagði: „Nema þér snúið við og verið eins og bömin, kom- ist þér alls ekki inn í himna- ríki“. Þjóðin þarf að leysa mörg vandamál, hún getur það ekki, nema ahnent verði kenning Krists höfð fyrir leiðarstjörrau. En til þess vantar mikið. Heim- ilin í landinu eni þjóðin. Þau þurfa öll að ástunda „kenning- una“, um hana þarf meira að ræða og rita. En þess verður þá vel að gæta að brjóta ekki annað boðorðið: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma. Jón H. Þorbergsson. „The joy of the soul is in action" (Yndi sálarinnar er fólgið í aðgerðum). Lyautey marskálkur gerði þessa hendingu Shell- eys að einkunnarorðum sínum. Hann vissi vel af reynslunni, að hann fann hamingju sína í því að breyta lögun landa, búa til borgir og ryðja brautir. Ein mikilvægasta forsenda hamingju, á eftir innri friði, er að vinna ótrauður að verki, að hann fann hamingju sína í því að breyta lögun landa, búa til borgir og ryðja brautir. Ein mikilvægasta forsenda hamingju, á eftir innri friði, er að vinna ótrauður að verki, sem manni þykir gaman að og hefur trú á. Ef rithöfundur situr við borð sitt og fæst við að setja saman verk, sem hann hefur trú á, líða klukkustundirnar svo hratt, að rökkrið kem- ur honum að óvörum. Ef sami maður væri verkefnislaus, mundi hann geispa frá morgni til kvölds og jafnvel ekki geta ein- beint sér að lestri. - Þetta nána samband hamingju og athafna virðist ekki skýra dapurleika þann á okkar tímum, sem ríkir í kvikmyndum, leikhúsum og bókmenntum á nítjándu öld blésu margir mikil- hæfir rithöfundar lesendum sínum í brjóst ást á tilverunni og kærleika til mannkynsins. Auðvitað gættu þeir þess að pré- dika ekki tiltekinn siðaboðskap í skáldverki,- skáldsögu, leik- rit eða kvæði. Þeir vissu, að siðfræði og fagurfræði hafa hvor sitt umráðasvæði. En siðferðileg verðmæti voru undirstaða hugsunar þeirra og af því smituðust lesendurnir. í dag bjóða allir framúrstefnuhöfundarnir (sem verða orðnir afturúrstefnuhöfundar í næstu framtíð) áhorfandanum og les- andanum sorglega mynd af lífinu. Stundum virðist svo sem takmark þeirra sé að draga allan kjark úr mönnum og skapa hjá þeim varanlega hræðslu við heiminn og mannlífið. Heim- urinn, sem þeir lýsa er fáránlegur. Þeir leggja einkennilega áherzlu á heimsku. Persónur þeirra skilja ekki, af hverju þeim er slöngvað inn í þessa hringiðu. Þeir hafa engan áhuga á að fjalla um eðlilegar tilfinningar manna. Þeir gera gys að löngun mannsins að varðveita trú sína á sannleikann. Allt gengur út á það eitt, að setja á svið tilraunir óhamingjusamra mann- vera við að gleyma hörmulegu hlutskipti sinu með hjálp kyn- óra og drykkjuskapar. Það er að verða sjaldgæf dirfska að nota söguhetjur, sem viðurkenna siðferðileg verðmæti. Þó þykj ast menn ennþá dást að Balzac og Tolstoi, en lýsa því jafn- framt yfir að sú tegund bókmennta sé orðin úrelt. Menn sem uppi verða eftir hundrað ár og fást við að rann- saka okkar tíma, hljóta að verða mjög undrandi. „Er það hugs- anlegt," munu þeir segja, að nokkrir áhorfendur hafi getað þolað þessar hoskeflur örvæntingar? Voru menn svo óham- ingjusamir, að þeir hefðu jafnvel þörf fyrir algert tóm?“. Ef þeir halda könnun sinni áfram, munu þeir hins vegar komast að því, að þjóðfélögin, sem framleiddu þessar bókmenntir, höfðu komizt á hátt stig velmegunar, og fjárhagur þeirra var kennd- ur við allsnægtir, jafnvel svo að nokkur lönd vissu ekki, hvað gera skyldi við tekjuafganginn. Án efa voru þó mörg sam- félög fátæk, - en það var alls ekki til hinna þjáðu, sem þessar örvæntingarbókmenntir sóttu áhangendur sína, heldur til efn- aðra stétta og einkum og sér í lagi til þeirra, sem ekki höfðu vinnu. ' * Ef maður veltir dálítið fyrir sér þessum undarlegu stað- reyndum, tekur maður að skilja orsakasamhengið. Samband iðjuleysis og dapurleika er eðlilegt. Venjulegur maður, sem verður á hverjum degi að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða, spyr ekki sjálfan sig, hvort lífið sé fáránlegt. Hann hefur of mikið að gera við að fullnægja þörfum, sem enga bið þola, til að spyrja slíkra spurnínga. Athafnirnar vernda verkamann- inn, verkfræðinginn og listamanninn gegn hinu ófrjóasta og hættulegasta í heiminum, - hugleiðingum um sjálfan sig. „The joy of the soul is in action". Nú, í allsnægtaþjóðfélaginu, styttist vinnutími rnanna. Það er ánægjulegt fyrir alla, þ.e.a.s. ef aðrar athafnir, frjálsar athafnir (íþróttir, listir), eru látnar fylla frítímanna, sem svona vinnst. Það verður til ills, ef stytting vinnutíma leiðir til iðjuleysis. í því tilfelli verður allsnægtirnar til að láta mönnum fara að leiðast. „Leiði , sagði Alain,“ er það, sem eftir er af hugsun okkar, þegar engar ástríður lifa lengur í þeim.“ Ef maður hefur hvorki löngun til að vinna né sterkar tilfinningar, þá tekur hann að velta því fyrir sér, hvers vegna hann sé fæddur á þessari reikistjörnu. Þá mun hann komast í það dapurlega skap, sem gerir hann móttækilegastan fyrir svartsýniskvik- myndum og alls konar stjórnleysingjaboðskap. Að gera ekkert er að leggja sig í hættu, því að þá er maður viðkvæmastur fyrir slæmum hugdettum." Otehllo sat auðum höndum, þegar hann fann upp á því að kyrkja einhvern. „Fuglarnir tímgast, byggja sér hreiður og fóðra afkvæmi sín. Þeir eru hamingju- samir. Einhver segir líklega: „Það kann að vera, en einkenni mannsins er að láta sér ekki nægja þessa frumstæðu ham- ingju.“ Kannski, en þá án þess að vanrækja daglega verk- efni og einfalda gleði. Fyrir eitthvert undarlegt öfugstreymi í því að frelsa menn frá skorti, þá verður velmegun valdur þunglyndis. Til eru aðrir. Það var þannig, þegar tímarnir voru tryggari og yfir mannkyninu vofði ekki önnur eins hætta og nú, að ræktaði maður landskika, stofnaði fyrirtæki eða setti saman listaverk, þá hafði hann þá tilfinningu að hann væri að gera eitthvað til varanlegs gagns, fyrir sjálfan sig, börn sín eða land sitt. Hann horfði tiltölulega öruggur um sig fram í tímann. Við lifum aftur á móti í dag við eilífa ógn eyðileggingar. Þetta gæti nægt til að svipta menn hug til athafna. Þó heldur þessi stórkostlegi kynstofn áfram siðum sínum, störfum, ferðalögum og skemmtunum. Það er að nokkru leyti vegna þess, að menn trúa því ekki í raun og veru, að til svo djöfullegra athafna verði stofnað, sem sjálfsmorðsstríðs með kjarnorkuvopnum. Það er einnig vegna þess að þannig er eðli mannanna og ódrepandi kjarkur. Hafa þeir ekki alltaf búið í hlíðum eldfjalla og af þolinmæði byggt aftur borgir,. sem hrundið hafa í landskjálftum? Samt lítur vandamálið öðru vísi út í augum unga fólksins í dag. Ég get afsakað svartsýni þeirra ungu. Frá barnæsku hafa þeir heyrt talað um kjarnorkueldflaugar, sem geti eyði- lagt heila borg, kannski heilt land, kannski allt mannkynið. Hvert er þá hugarfar þeirra? Eldri menn hafa átt sitt líf. Ef þessi heimur, sem flestir þeirra hafa elskað, verður að farast, þá hafa þessir fullorðnu menn þó þekkt hann og notið hans. En hinir ungu, sem eru aðeins á þröskuldi lífsins, sem ekki hafa enn lagt inn á brautir þess, og sem maður segir við „kannski allt taki bráðum enda,“ hljóta auðvitað að fá á fall af því að gera sér grein fyrir fáránleika örlaga sinna. Þegar maður hugsar um þessa ógn, þykir manni skiljanlegra, ag marg- jir þeirra leita athvarfs í óhófslifnaði og að þeir leyfa sér að draga í efa þau verðmæti, sem verið hafi hinum eldri leiðar- ljós fram á slíkt hengiflug glötunar. Þeir svipast um eftir hinu fáránlega, vegna þess að þeir lifa í fáránleika. Sýnið þeim þolinmæði í tíu ár eða svo, og þá mun aftur renna upp skeið mikilla bókmennta. Yndi sálna þeirra verður þá fólgið í að- gerðum, þegar þeir telja sig orðna vissa um að aðgerðirnar verði ekki til einskis. Himinn stjórnmálanna er þrunginn svörtum skýjum. Kannski skellur á óveður, kannski ekki. Við skulum sökkva okkur niður í vinnu. Vinnan er eina haldgóða meðalið við sjúkdómi aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.