Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAf lí>©8 31 ATVINNUSKIPTINGIN.á ÍSLANDI 1860 - 1960 Skipting alls fólksfjölda eftir atvinnuvegum; framfærenda Enn er ekki búið að vinna endanlega úr manntalinu 1960. Tölurnar sem hér eru notaðar, eru áætl aðar á grundvelli bráðabirgðaúrtaks úr því. Línurit þetta sýnir skiptingu fólks í atvinnustétir á Ísiandi frá 1860 til 1960. Tekið skal fram, að undir iðnaði er talinn fiskiðnaður og landbúnaður svo og byggin gariðnaður og orkuver. Línurit þetta sýndi Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur, á Iðnþróunarráðstefnu Sjálfstæðismanna. Hér fer á eftir hlutfallsleg skipting atvinnugreinanna til frekari glöggvunar. 1860 1880 1890 1910 1920 1930 1940 1950 1960 Frumframleiðsla 79,5 73,9 65,5 51,0 42,9 35,8 30,6 19,9 15,5 Landbúnaður 9,4 12,4 18,1 18,7 18,9 16,7 15,9 10,8 7,3 Fiskveiðar 1,1 2,2 2,9 8,3 11,3 18,9 21,3 32,5 35,5 Iðnaður 5,5 5,8 7,1 18,3 22,6 24,7 27,0 29,5 32,7 Þjónustustarfsemi 4,5 5,7 6,4 3,7 4,3 3,9 5,2 7,3 9,0 Óstarfandi fóik 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 ið nþróunar ráðstef n- unni framhaldið IÐNÞRÓUNARRÁÐSTEFNU Sjálfstæðismanna var framhaldið í gær og hófst hún með borð- haldi, þar sem dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, flutti ávarp. Að borðhaldinu loknu flutti Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri, mjög greinagott erindi um aðild íslands að Fríverzlunar- bandalaginu og þýðingu þess fyr I ir íslenzkan iðnað og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Þá hófst flutninigwr stuittna er- inda urn málefni iðnaðarins. \ Mædti fynstuir Þóriir Einarsson, viiðskiptafræðimiguir, og ræddi um hlutdieild iðmaðar í íslenzkri e f ma'hagsþróun. Otto Schopka, viðsk iptiafr seðinigiur, talaði um vetrðlaigsmál og fjárhagsaiðstöðu iðnaðairins og Gunnar J. Frið- riksson, framikvæmdastjóri, um markaðsmál og útflubning. Að þsssu erindi loknu tóku uimræðu hópar aftur til st'arfa. Guðjón Siguirðsson formaður Iðju hóf svo á ný flutning erimda með ræðu um miannafla og iðiniað. Þá talaði Árni Brynjólfsson raf- verktaki um iðnað og tækni- mienntun. ÞoÞrvairður Alfonsson rædi rannsó'kniir og tæknjaðstoð í þágu iðnaðar og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, ritstjóri, fjiaillaði um ný viðfangsefni á sviði stór- iðnaðar, Að lokum töluðu banka- stjóramir Bragi Hammesson og Pótur Sæmundsson um fjármál iðmtaðarins. Niðurstöður umræðuhópann'a voru þá fluttar og var þeim vís- að til álitsgerðairnefndar, sem mum skila álitsgerð í dag. Bætt um Elliöudrnar og um- hverfi þeirru í borgurstjórn A fundi borgarstjórnar Reykja víkur sl. fimmtudag vakti Krist- jón Benediktsson (F) máls á framtíð Elliðaánna og umhverfi þeirra. Flutti hann ítarlegaræðu nm málið og lagði fram tillögur um framvkæmdir, er tryggðu framtíð ánna sem skemmtisvæða borgarbúa. Geir Halgrímsson, borgarstjóri tók til máls að lokinni ræðu Kristjáns. Hann skýrði frá því að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar væri gert ráð fyrir því, að umhverfi Elliða- ánna héldist sem mest óbreytt. Þar ætti að verða raunveruleg- ur skemmtigarður borgarbúa, en ekki rennisléttar grasflatir og nákvæmlega lagðir stígar. Svæð ið í kringum Elliðaárnar ætti að tengja útivistarsvæði borgar búa inni í bænum við hin víð- lendu svæði uppi í Heiðmörk. Drengur slusust í Hofnurfirði FIMM ára gamall drengur varð fyrir bíl í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sex í gær. Gerðist þetta á Hverfisgötunni, en hann á heima í húsinu nr. 24. Hann heit- ir Karl Ómar Ársælsson. Karl litli var fluttur á Slysavarðstof- una og þaðan á Landakotsspítala. Borgarstjóri kvað nauðsyn- legt að hlúa að laxveiði í ánum. Hefði Landsvirkjun nú umsjón með vatnsmagni ánna. Undir stjórn borgarverkfræðings er unnið að nákvæmri skýrslugerð um flóðin í ánum sl. vetur. Svæð Ungur íslendingur Framh. af bls. 32 þessum mánuði. Tveir sér- fræðingar frá stofnuninni í Vín mundu koma hingað, og líklega yrðu hér líka þjálfað- ir 8 menn frá ýmsum löndum. En tveir íslendingar mundu sjá um tækið, Guðlaugur Hannesson og Björn Guð- björnsson. Spurður að því hvort hann kæmi ekki sjálf- ur heim í því sambandi, svar- aði hann neitandi: — Við höf- um hér þrjá sérfræðinga í þessari grein, sagði Björn. Björn kvaðst líklega mundu ferðast minna hér eftir en hingað til. En að undanförnu hefur hann mikið unnið við rannsóknarprógröm í Asíu, fyrst í Austur-Asíu og nú síð- ast í Mið-Asíu og Austurlönd- um nær. T.d. var hann við að koma upp rannsóknarstofn- un í New Delhi, um 3% milljón dollara verkefni. Sá Björn um það fyrir Kjarn- orkustofnunina, en stöðin er kostuð úr sérsjóði Sameinuðu þjóðanna, og frá þeirri hlið sá annar fslendingur um þetta, dr. Björn Jóhannesson. Svipað verkefni hefur Björn Sigurbjörnsson haft í Pak- ið verður kortlagt og lagðar fram tillögur um framkvæmd- ir, er fyrir byggi jafnmikil flóð og urðu þá. Styrmir Gunnarsson (S) tók þessu næst til máls og skýrði frá starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar hvað varð- ar veiðiferðir unglinga. Að lokum talaði Kristján Benediktsson (F) og þakkaði góðar undirtektir við mál sitt. istan og hefur hann í starfi sínu að undanförnu ferðast til um 40 landa. En nú ætti að fara að draga úr ferðalögum hjá honum, að hann sagði. Við stofnunina, þar sem Björn er nú varaforstjóri, starfa 16 vísindamenn og aðrir 16 í rannsóknarstofum auk að- stoðarfólks. Við báðum Björn um að útskýra fyrir okkur í stuttu máli tengsl FAO og Kjarn- orkustofnunarinnar. Hann kvað síðarnefndu stofnunina skiptast í deildir, sem fengj- ust við kjarnorkuframleiðslu' mál, kjarnorkueftirlit og rannsóknir. Rannsóknardeild- in hefur undirdeildir, svo svo læknisfræðideild, bio- logíska deild og geislunar- og isotopadeild. Og það er ein- mitt sú sem starfar í sam- vinnu við FAO. Dr. Björn Sigurbjörnsson er sonur Sigurbjorns Þorkels- sonar í Vísi. Áður en hann fór til Vín, starfaði hann að erfðafræði og jurtakynbótum við Atvinnudeild Háskólans. Hann er kvæntur Helgu Páls- dóttur og báðu þau hjón fyr- ir kveður til vina og ættingja í símtalinu í gær. Bridgekeppnin: Staðan í hálfleik var 74:32 fyrir ÍSLAND f GÆRKVÖLDI fór fram í Sig- túni landskeppni í bridge milli íslands og Skotlands. Keppninni var ekki lokið er blaðið fór í prentun, en í hálfleik var staðan 74:32 fyrir ísland og var allt út- lit fyrir íslenzkan sigur. Fyrri hálfleik spiluðu þeir Ás- mundur Pálsson og Hjalti Elías- son og Stefán J. Guðjohnsen og Eggert Benónýsson. Af hálfu Skota spiluðu Dr. Allen og Dr. S’hearer allan fyrri hálfleik, en MaeLaren og Morrisson fyrstu 10 spilin en L. Shenkin og A. Winetrobe spil nr. 11-20. Alls voru spiluð 40 spil í lands keppni þessari, en aðeins var lokið 20 spilum er blaðið fór í prentun. fslenzka sveitin spilaði mjög vel og náði strax í fyrsta spili 5 stiga forystu. í spili nr. 2 fékk íslenzka sveitin 11 stig, en Skot- ar fengu 6 stig í spili nr. 3. Held ur jafnaðist staðan í næstu spil- um og eftir 8 spil var staðan 22:20 fyrir ísland. I 10. spili fékk ísl. sveitin 11 stig er Stefán og Eggert spiluðu 3 grönd og unnu fjögur grönd, en Skotarnir spiluðu á sömu spil 3 lauf og unnu fjögur. í 11. spili bætti ísl. sveitin 10 stigum við og var staðan þá 43: 20. Skotar fá 9 stig í spili nr- 13 og var staðan þá 43:31. Nú kemur sérstaklega góður kafli hjá ísl. sveitinni og fær sveitin 31 stig í næstu 7 spilum gegn aðeins einu stigi Skotanna og var þá staðan orðin 74:32 í hálfleik eftir 20 spil. Margir áhorfendur fylgdust með keppninni i gær og var leik urinn sýndur á sýningartjaldi og skýrðu þeir Þórir Sigurðsson og Hallur Símonarson spilin. í síðari hálfleik komu Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðs- son inn í stað Stefáns og Eggerts. Skozku spilaramir taka í dag þátt í hraðkeppni 22ja sveita og fer sú keppni fram I Domus - ÍSLENDINGAR Framh. af bls. 32 þess er ekki að furða, þótt frá- sagnir af sölunni hafi tekið á sig margvíslegar myndir þegar þær gengu milli kaupsýslu- manna. fslenzkur kaupsýslumaður, sem hér hefur verið, hefur upp- lýst, að sala á 2 2. 1 milljón punda af þorskblokkum hafi ver ið afráðin á sl. hausti (áður var sagt að seld hefðu verið 5 millj. punda). Þá hafi verið samið um verð, sem hafi verið hærra en þáverandi markaðsverð. Markaðsverðið hækkaði eftir það og náði hámarki í janúar, en um það bil tóku fréttir af sölu íslendinganna að berast manna á milli. Ábatasamur sölusamningur Marfcaðsverðið er nú stöðugt á niðurleið og eru því æ meiri horfur á því, að þessi sala ís- lendinga verði ábatasöm fyrir íslenzka útflytjendur, þar sem hið umsamda söluverð mun verða talsvert hærra en markaðsvérð- ið áþeim tíma þegar afurðirnar verða afhentar.“ — Pueblo-málið Framhald af bls. 1 Bandaríkjastjórn mundi gefa gaum að öllum staðreyndum og gera síðan ráðstafanir í samræmi við þær. Norður-Kóreumenn segja, að Pueblo hafi verið 12 km undan strönd landsins þegar skipið var tekið, en Bandaríkjamenn segja að skipið hafi verið 24 km frá ströndinni. Medica og hefst kl. 14. Á morgun sunnudag keppa Skotarnir við A-sveit íslands sem keppa munu á Norðurlandamót- inu í Gautaborg síðar í þessum mánuði. eppni þessi fer fram í Sigtúni og hefst kl. 13.30. Leikur innverður sýndur á sýningár- tjaldi. Drengur á hjófli fyrir bíl f GÆRKVÖLDI kl. 20.20 lenti 6 ára drengur á hjólinu sínu utan í bíl á ferð á Rauðalæknum. Hann heitir Björn Thorarensen, Ruðalæk 20. Björn slapp sem bet ur fer með kúlu, smáskurð og skrekkinn. — Skipt um lifur Framhald af bls. 1 að líðan sjúklingsins væri góð Lifragræðslán í Cambridge i Englandi var framkvæmd á Add en Brooke-sjúkrahúsi af fjórum skurðlæknum undir stjórn pró- fessors Roz Calne. Þetta er I fyrsta skipti sem skipt hefur verið um lifur í sjúklingi í Bretlandi, en það hef ur verið nokkrum sinnum gert í Denver í Colorado í Bandarikj- unum, fyrst árið 1963, en sjúkl- ingurinn, 47 ára gamall karl- maður, lézt að 22 dögum liðn- um. En enn lifa þrír Denverbú- ar, sem fengið hafa nýja lifur, og alls hefur verið skipt um lif- ur í 10-15 sjúklingum í heimin- um, nú seinast í Ástralíu fyrir einni viku, en sjúklingurinn 47 ára gamall bóndi lézt. Prófessor Chris Barnard, suð- ur-afríski skurðlæknirinn, sem fyrstur manna græddi nýtt hjarta í sjúkling, hefur látið svo um mælt, að það sé meiri erfiðleikum bundið að skipta um lifur en hjarta. Hann gerir sér vonir um að geta flutt lifur milli manna síðar á þessu ári. Fyrsti hjartaþeginn í Evrópu, franski vörubílstjórinn Clovis Roblain, 66 ára, er látinn. í hann var grætt hjarta úr 23 ára göml- um manni, sem beið bana í bíl- slysi. - DUBCEK Framhald af bls. 1 frelsi og gert ráð fyrir að rit- skoðun blaða verði óleyfileg. Flokksritarinn Cestmir Cisar, einn hinna ungu manna, sem komizt hafa í valdastöður síðustu mánuði, skýrði frá því á fundi með fréttamönnum í dag, áð yf- irvöldin hefðu nú í athugun samningu lagafrumvarps, þar sem svo væri kveðið á, að rit- stjórar blaða bæru fulla ábyrgð á efni blaða sinna og hefðu úr- slitavald um það, sem birtist í þeim. Sagði hann, að gengið hefði verið frá öllum meginatriðum frumvarpsins. Tveimur klukkustundum siíðar höfðu þrjú þúsund stúdentar safnazt saman á gamla borgar- torginu í Pra.g og höfðu uppi kröfuspjöld þar sem hvatt var til þess ,að hert yrði á frelsis- þrónuninni. Var þar m.a. látið liggja að kröfum um, að and- stöðuflokkar yrðu leyfðir og gagnrýni á kommúnistaflokkinn. Þá samþykktu stúdentar álykt- un til pólskra stúdenta, þar sem aðgerðir kommúnistaflokksins gegn stúdentum í Varsjá og öðr- um pólskum borgum voru for- dærndar og Wladislaw Gomulka, leiðtogi pólskra kommúnista, vítt ur fyrir afstöðu sína gegn Gýð- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.