Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 19W8
10
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
SKÍRIMIR
SKÍRNIR.
SKÍRNIR. 141. ár. 158 bls.
Ritstj. Halldór Halldórsson.
Reykjavík — 1967.
SKÍRJNIR — fyrir árið í fyrra
— var nýlega borinn til félaga
Bókmenntafélagsins. Að þessu
sinni hefst hann á ritstjómar-
grein eftir prófessor Halldór
Halldórsson og heitir Hlutverk
Skírnis.
„Ég tel,“ segir ritstjórinn þar
meðal annars, „að hann (það er
Skírnir) eigi að vera tímarit um
íslenzk efni og efni, sem varða
ísland, ekki aðeins um bókmennt
ir, heldur einnig um sögu, fé-
lagsmál, málfræði."
Þetta telur ritstjórinn semsé
skulu vera hlutverk Skírnis. En
einmitt þessu hlutverki hefur
Skírnir gegnt um langa hríð.
Það, sem ritstjórinn er að segja
okkur, útleggst því, með öðrum
Vélstjóri óskast
á góðan trollbát. Upplýsingar í síma 34735.
Til leigu
nýtt húsnæði hentugt fyrir IÐNAÐ- og/eða SKRIF-
STOFU að Dugguvogi 23. Vörulyfta. Sími 32229.
Til sölu
6 cylindra Willy’s jeppi með overdrive árg. 1967,
til sýnis að Óðinsgötu 2 á laugardag 4. maí kL
1—3 e.h. Skipti á Volkswagen koma til greina.
BYGGINGAMEISTARAR
HÚSBYGGJENDUR
VANDIÐ VAL Á GLUGGUM
VELJIÐ TE-TU FRAMLEIÐSLU.
TE-TU GLUGGAR ERU ÞÉTTIR,
GEGN VINDI, VATNI OG RYKI.
SENDIÐ OKKUR GLUGGATEIKNINGU
VIÐ GERUM YÐUR TILBOÐ.
gluggaverksmiðja
YTBI - NJAROVIK
■ .1601 - Koflavlk
Koflovlk
Karlakórinn
ÞRESTIR
HAFNARFIRÐI.
Söngskemm tanir
í Selfossbíó sunnudaginn 5. maí kl. 4 og að Flúðum
sama dag kl. 9.
Söngstjóri: Herbert Hriberschek Ágústsson.
Undirleikarar: Skúli Haldórsson, Pétur Björnsson,
Karel Fabri.
F.insöngvari: Ólafur Eyjólfson.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn.
Karlakórinn Þrestir.
orðum, að Skírnir skuli halda
áfram að vera Skírnir.
Efni þessa siðasta Skírnis er
líka í samræmi við hefðbundið
og yfirlýst hlutverk hans. Þar
eru tvær greinar um íslenzk
fræði erlendis, báðar þýddar;
ritgerð um íslenzk mannanöfn
eftir Halldór Halldórsson; rit-
gerð eftir Pál V. G. Kolka um
Æverlinga, forna höfðingjaætt
Húnvetninga; og fleira af svip-
uðu tagi.
m
H
wM
IMI
Próf. Halldór Halldórsson.
Tvennt finnst mér þó venju
fremur einkenna þennan árgang
Skírnis. í fyrsta lagi er þar
talsvert af þýddu, erlendu efni,
sem að vísu snertir íslenzk fræði,
sumt meira, en sumt minna. í
öðru lagi mun minnst að efni
bókarinnar vera nýtt, það er að
segja, megnið af því mun hafa
verið flutt áður sem erindi eða
fyrirlestrar.
Hvort tveggja — að þýða efni
eða endurprenta, nema hvort
tveggja sé — ber vott um
nokkra þreytu og hnignun, jafn-
vel þó ekkert sé prentað nema
úrvalsefni, eins og raunin er í
þessum árgagni.
Þegar tímarit fer þannig að
slægjast eftir efni, sem áður hef-
ur verið flutt, er ástæðan sjald-
nast nema ein: framboð efnis
svarar ekki lengur eftirspurn.
Samt sem áður stendur Skírn-
ir ekki hallari fæti en við var
að búast. Almenningur veit tæp-
ast af honum. Sumir líta á hann
eins og próventukarl, vísa hon-
um ekki á bug, af því hann er
orðinn svo gamall, og þjóðin á
honum skuld að gjalda. Þjóðleg-
ir fræðimenn af gamla skólanum
hafa mætur á Skírni og halda
tryggð við hann. Og svo er hann
þessi líka kostulegi minnispen-
ingur íslenzkrar menning-
ar: elzta tímarit á Norðurlönd-
um. Er ekki nokkru fórnandi
fyrir þann titilinn?
í rauninni er nú léttara yfir
Skírni en oft áður. Og þýdda
efnið — úr því ritið birtir á
annað borð þýtt efni — er
prýðilega valið.
Ef Skírnir lifir ekki nógu
góðu lífi, get ég mér til, að erf-
iðleikar hans stafi einkum af
þrem orsökum: 1) Fjárskortur
(sú orsökin er að vísu ekkert
vafamál: sjálfur ritstjórinn drep
ur á það mál í forystugreininni.
2) Minnkandi áhugi á tímarit-
um yfirhöfuð. 3) Samtakaleysi á-
hrifamanna í íslenzkum fræðum
(hér mætti að sönnu kveða fast-
ar að orði, en ég læt öðrum
það eftir).
„Skírnir lifir ekki endalaust
á fornri frægð,“ sagði einn af
velunnurum Bókmenntafélagsins
ekki alls fyrir löngu. Satt er
það. En er ekki reyndin sú,
engu að síður, að Skírnir lifi
enn á — fornri frægð.
Oft hefur verið að því fund-
ið, að bókagagnrýni Skírnis væri
stefnulaus og handahófskennd.
Aðfinnslurnar hafa verið rétt-
mætar. í þeim efnum hefur
Skírnir verið langt á eftir tím-
anum: hann hefur þar, sem ann-
ars staðar, treyst á frjálst fram-
boð efnis. En það er gersam-
lega vonlaust nú á tíð að halda
úti tímariti upp á þau býti.
Skírnir átti fyrir löngu að ráða
sér tvo til þrjá menn til að
skrifa um bækur, auðvitað fyrst
og fremst um íslenzkar og er-
lendar .bækur, sem fjalla um ís-
lenzk fræði, en einnig um öll
önnur íslenzk rit, sem máli
skipta.
En þarna var kannski við
ramman reip að draga, þar sem
féleysið var. Rtistjórinn ræðir
þetta mál allýtarlega í forystu-
grein sinni og segir, að fátt hafi
valdið sér meiri erfiðleikum en
ritdómarnir.
„Skal ég nú“, segir hann sið-
an, „rekja ýmislegt af því, sem
þar er til fyrirstöðu. Fyrir rit-
dóma í Skírni er greitt jafnt og
fyrir annað lesmál. Ef ritdómur
á að v era vandlega unninn,
krefst það mikils tíma. Lái ég
það engum, þótt hann leggi ekki
út í að skrifa ritdóm, sem hann
síðan, ef til vill, fær lítið annað
en óvild fyrir og litla sem enga
borgun. Annað er það, að Skírn-
ir hefir enga sérstaka sjóði til
þess að kaupa fyrir bækur.
Hann á það undir náð útgef-
enda, hvort þeir vilja senda hon-
um bækur. Sum bókaforlög og
útgefendur senda Skírni bækur
sínar, ef um er beðið. Nefni ég
þar til Almenna bókafélagið,
Mál og menningu, Heimskringlu
og Hlaðbúð. Ýmis önnur íslenzk
bókafélög eða útgefendur neita
algerlega að senda Skírni bæk-
ur — telja það ekki svara kostn-
aði.“
Þetta segir nú ritstjórinn. Og
við hljótum að spyrja: Er ekki
eitthvað meir en lítið bogið við
að útgefendur skuli ekki sjá sér
hag í að senda Skírni bækur til
umsagnar?
Eða kann það að vera, að þeir
hafi einhvern tíma hasazt upp á
því, sent honum bækur, sem síð-
an var að engu getið, af því
enginn fékkst til að skrifa um
þær fyrir þá litlu borgun, sem
ritstjórinn talar um?
1 sama stað kemur, hver á-
stæðan er. Tímarit, sem stundar
gagnrýni, verður ekki aðeins að
fá allar bækur, sem hæfa því
til umsagnar. Það verður einn-
ig að hafa menn til að skrifa um
þær. Af orðum Halldórs Hall-
dórssonar má ráða, að hann
veit af þessum vanda og lang-
ar að ráða bót á honum.
En samkvæmt fréttum hefur
hann nú verið leystur frá vand-
anum og ólafur Jónsson á Al-
þýðublaðinu ráðinn ritstjóri í
hans stað.
Hlýtur sú ráðstöfun að telj-
ast í meira lagi hæpin. Skírn-
ir hefur lengi verið nátengdur
íslenzkum fræðum í Háskólanum.
Það var orðin hefð, að ritstjór-
inn væri úr hópi Háskóla-
kennara. Þannig hefur Skírnir
verið tengiliður milli sérfróðra
manna og áhugamanna. Þarf
ekki að horfa lengra en til þess
heftis, sem hér hefur lítillega
verið gert að umtalsfni, til að
benda á þá staðreynd: hvorir
tveggja hafa lagt þar til efni.
Sé þetta hlutverk ekki nógu
mikilvægt eða merkilegt, er að
minnsta kosti vafasamt, að tjói
að kippa Skírni yfir í eitt-
hvert annað hlutverk, jafnvel
þó það væri smærra og vanda-
minna.
Það er alger misskílningur, ef
nokkur álítur, að sá, sem remb-
ist við að skrifa eins og rjúp-
an við staurinn, sé öðrum mönn-
um hæfari til ritstjórnar. Rit-
stjóri á að vera höfuð þess rits,
sem hann stýrir.
Þursaleg atorka kann að nýt-
ast einhvers staðar, en — alla
vega ekki við ritstjórn Skírnis.
1. maí síðastliðinn var Sam-
vinnuskólanum að Bifröst í
Borgarfirði slitið. Að þessu
sinni útskrifuðust 33 nem-
endur og var þessi mynd tek-
in af þeim við það tækifæri.
Fremsta röð, talið frá vinstri:
Eyrún Gísladóttir, Margrét
Ólafsdóttir, Eva Örnólfsdótt-
ir, Dagbjört Aðalsteinsdóttir,
Elín Ágústa Sigurgeirsdóttir,
Guðrún Fredrikssen, Jakobína
Sigtryggsdóttir, Gréta Sig-
urðardótir, Bergljót Böðvars-
dóttir, Elín Jóna Ragnarsdótt
ir. Miðröð frá vinstri: Pétur
Óli Pétursson, Eyþór Elíasson,
Eirikur Ingi Amþórsson,
Unnur Helgadóttir, Katrín
Ástvaldsdóttir, Yigdis Bjarna
dóttir, Þorbjörg Janusdóttir,
Helga Karlsdóttir, Ágúst Har-
aldsson, Jón Guðlaugur Magn
ússon, Einar Ólafsson og Agn-
ar Svanbjömsson. Aftasta
röð frá vinstri: Ómar Krist-
jánsson, ÍJigurður Sigfússon,
Þórhallur Bjömsson, Jónas
Jónsson, Kristleifur Indriða-
son, Guðmundur Páll Ásgeirs
son, Friðrik Hans Friðjóns-
son, Guðmundur Rúnar Ósk-
arsson, Þórir Páli Guðjóns-
son, Gunnar Finnsson og
Ólafur Kristófersson.