Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 196-8 11 ÞAR SEM KONAN ER VERZLUNARVARA FERÐAMENN, sem koma til Afríku, bregða oft upp heillandi myndum af frjálsu og áhyggju- lausu lífi hinna frumstæðu þjóð- flokka, sem byggja þessa fjar- lægu, sólríku álfu. En þeir, sem hafa kynnzt fólkinu náið og skyggnzt undir yfirborðið, verða þess fljótlega vísir, að líf frum- stæða fólksins í Afríku er ekki eintóm paradísartilvera. Það ber margar byrðar, sýnilegar og ó- sýnilegar, sem það stynur und- an. Afríku hefur einmitt verið lýst svo, að það sé land fólks, sem beri byrðar. — Kristniboðar Hreyknir Eþíópíudrengir sýna þorpsöldungunum skólabækurn- ar sínar. Fjöldi bama og ungl- inga sækir skóla og kvöldnám- skeið kristniboðsins og safnað- arins í Konsó. eru í hópi þeirra manna, sem leitast við að létta á fólkinu þess um byrðum. Hefur íslenzk kristni átt hlutdeild í þvi starfi, síðan kristniboðið hófst í Konsó í Eþíópíu árið 1954. Hjónin Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson standa fyrir starfinu í Konsó, og er starfið í miklum vexti. Nú eru um 700 manns í söfnuðinum þar syðra, og kristin fræðsla fer fram í um 18 þorpum og svo á kristniboðs- stöðinni sjálfri, og eru trúnemar margir. Þá vex einnig skólastarf ið, og njóta rúmlega 2000 nem- endur kennslu á kvöldnámskeið- um og í skólum kristniboðsins og safnaðarins. Til sjúkraskýlisins leita æ fleiri sjúklingar, enda sjúkdómar margir meðal fólksins. Á árinu, sem leið, voru skráð nöfn 21.758 sjúklinga, fleiri en nokkru sinni fyrr. Færeyska hjúkrunarkonan Elsa Jakobsen, veitir sjúkraskýl inu forstöðu, meðan Ingunn Gísladóttir er heima í leyfi. Læknishjónin Áslaug Johnsen og Jóhannes Ólafsson starfa á sjúkrahúsi norsku kristniboðs- stöðvarinnar í Gidole, um 50 km frá Konsó, og kemur Jóhannes mánaðarlega til Konsó og fram- kvæmir skurðaðgerðir. Til Gid- ole er einnig nýkominn til starfa Akureyringurinn Skúli Svavars- son og kona hans, og reykvíska hjúkrunarkonan Símonetta Brú- vík er væntanlega þangað, áð- ur en langt um líður, en þau hafa um langt skeið lagt stund á málanám. Allt er þetta fólk kostað af Kristniboðssamband- inu. Húsum fjölgar á kristniboðs- stöðinni í Konsó, og er nú m.a. í undirbúningi að reisa tvö heimavistarhús fyrir skólanem- endur. Þá aukast þarfir safn- aðarins í hlutfalli við vaxandi fjölda þeirra, sem taka trú og eru skírðir. Er ljóst, að fjár- þörf kristniboðsins verður meiri í ár en nokkru sinni fyrr, eða um og yfir tvær millj. kr., en allt starfið er borið uppi af frjálsum framlögum áhugafólks og annarra, er styðja vilja mál- efnið. Hér skal nú brugðið upp nokkr um svipmyndum, sem lýsá eink- um kjörum konunnar í svörtu álfunni. Barnið má ekki fæðast. íslenzku kristniboðarnir í Kon só glíma sífellt við heiðni og hleypidóma Konsómanna, líkt og kristniboðar yfirleitt, sem starfa í heiðnum löndum. Að jafnaði forðast kristniboðarnir öll af- skipti af siðum og venjum lands- búa. Þó ganga þeir þess ekki duldir, að margir siðir fólksins eru nátengdir heiðnum átrúnaði og galdratrú og striða auk þess oft gegn lífinu sjálfu og allri mannúð. Þá getur kristniboðan um verið mikill vandi á höndum. Boðskapur hans hlýtur að snerta slíka siði. En forn hefð stendur djúpum rótum, og ekki er mönn- um alltaf sársaukalaust, þegar hróflað er við því, sem gamalt er, sízt því, sem tengt er trúar- brögðum. Og Konsómaðurinn sjálfur, sem verður kristinn, kemur hér auð- vitað miklu meira við sögu. Við- horf hans hljóta að breytast, enda þarf hann oft að heyja harða baráttu við umhverfi sitt. Kristna Konsókonan fer ekki heldur varhluta af þessari bar- áttu. Fyrir alllöngu þurfti ísl. kristniboðinn í Konsó að sitja eins konar sáttafund, sem hald- inn var í þorpi einu allfjarri kristniboðsstöðinni. Ungur krist- inn maður hafði nokkrum mán- uðum áður gengið að eiga kristna stúlfcu. En svo stóð á fyrir stúlk- unni, að reglur þjóðflokksins höfðu bannað henni að ganga í hjónaband, ekki vegna æsku hennar, heldur af því að hún tilheyrði vissu tímaskeiði, sam- kvæmt flóknum útreikningum Konsómanna, og á því skeiði mátti hún ekki giftast. Þessar fornu reglur ganga þó í ber- högg við landslög og eru auk þess í nánum tengslum við djöfla dýrkun Konsómanna, svo að ungi maðurinn og stúlkan hans fóru sínu fram. Nú verður konan þunguð. Þá vaknar enn ótti í hugum heið- ingjanna. Varð kristniboðinn að lokum að fara á fund hinna heiðnu þorpsbúa til þess að reyna að sefa þá, því að þeir voru jafnvel farnir að hafa í hótunum við ungu hjónin. Töl- uðu þeir af mikilli alvöru um þá vá, sem fyrir dyrum væri, ef konan fæddi barn sitt í trássi við ævaforna hefð, og vildu þeir helzt eyða fóstrinu, en slíkt er • algengt í Konsó, og raunar skylda, þegar svona stendur á. Kristniboðanum tókst þó um síð- ir að stilla til friðar, og lofuðu heiðingjarnir eftir mikið þóf að hafa hægt um sig. Nokkrum mán uðum síðar ól konan barn sitt, að vísu ékki í þorpinu sjálfu, og gekk það allt með eðlilegum hætti. Þrettán ára brúður. Fjölkvæni og sala á konum og barnungum stúlkum til hjóna- bands eru vottur þess, hvílík kjör mörgum Afríkukonum eru búin. Blaðið Africa Now (útg. Sudan Interior Mission) sagði frá því fyrir nokkru, að þrettán ára stúlka hefði orðið fjórða eiginkona Alhaji Yakuba Wan- ka, sonar bankastjóra Lands- banka Nígeríu. Brúðguminn var 42 ára gamall. Tíu þúsund manns manns voru viðstaddir brúð- kaupið. Litla feimna brúðurin hafði nýlokið barnaskólanámi. Hún var dóttir forsætisráðherra Nígeríu. Forsætisráðherrann fór Hjónabönd eru mjög laus í reipunum víða í Afríku. Fjölkvæni er algengt, og eiginmenn reka konur sínar að heiman, ef þeir verða leiðir á þeim. Kristindómurinn veldur gerbyltingn í þeim efnum eins og öðrum. Myndin er af kristnum brúðhjónum í Nígeríu. Kristindómurinn hefur fært þús undum kvenna og barna í Afríku nýtt líf og nýja von. — Myndin er frá Eþíópíu. Hýenan var langt komin að flá af honum höfuðleðrið, en þá var honum bjargað og komið í hend- ur norskra lækna. — Líknar- störf eru drjúgur þáttur i starfi kristniboðsins. f fyrra komu yf- ir tuttugu og eitt þúsund manns á sjúkraskýlið i Konsó. hér að fornri venju trúbræðra sinna, er hann gaf dóttur sina unga að aldri. Telpan hafði „set- ið í festum", síðan hún var tíu ára gömul, en þá hafði unnust- inn greitt tólf til fimm'tán þús. krónur fyrir hana. Þegar stúlk- an giftist, hófst nýr kafli í ævi hennar. Hún vissi, að héðan í frá yrði hún lokuð inni í kvenna búrj eiginmanns síns, ásamt þeim þrem konum hans, sem fyrir voru. Konur fyrir kýr. Það er alsiða í Afríku, að menn verði að borga fyrir brúði sína. Brúðkaupið er í raun og veru brúð—kaup. Enn er gjald- miðillinn til þeirra hluta víða kvikfénaður eða ýmis varning- ur. En nú er sums staðar svo komið, að ekkert gildir nema beinharðir peningar. Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk, sneru margir Nígeríumenn heim úr herþjónustu með fullar hend- ur fjár. Þeir voru sakaðir um að hleypa brúarverði í Nígeríu upp úr öllu valdi. f Kamerún telst það til undan- tekninga, ef maður getur keypt sér menntaða brúði fyrir minna verð en 30—35 þús. kr. f raun pg veru eru rekin þar viðskipti með stúlkur handa mönnum, sem vilja kvænast. Dómarar eru önn um kafnir við að skera úr mál- um manna, sem hafa tekið við fé úr höndum margra vonbiðla sömu dótturinnar. Ungur maður með miðlungstekjur getur alls ekki gert sér vonir um að kvæn- ast fyrr en hann er kominn á fertugsaldur. Blöð í Afríku ræða mjög um brúðarverð, lobola, og löggjafar hafa gert misheppnaðar tilraun- ir til þess að setja reglur um hámarksverð á brúðum. Jafn- framt fjölgar þeim ungu mönn- um, sem neyðast til að bíða ó- kvæntir, og margar stúlkur lenda á götunni. Um 80% allra barna, sem fæðast í lögsagnar- umdæmi Jóhannesarborgar í Suður—Afríku, eru óskilgetin. Dinka heitir þjóðflokkur einn í Súdan. Ef ungur Dinkamaður hugsar sér til kvonbæna, verður hann að útvega sér 20—25 kýr til þess að borga föður stúlk- unnar eða fjölskyldu hennar, og verða ættingjar unga mannsins einatt að hlaupa undir bagga með honum. Slík nautgripahjörð mun kosta um 30—40 þús. kr., en það er gífurleg upphæð á mælikvarða Afríkumanna. Systrakaup. Annar þjóðflokkur í Súdan heitir Kóma Ef Kómamaður legg ur hug á stúlku og vill eignast hana, verður hann að gefa vænt- anlegum mági sínum systur sína. Nú eiga ekki allir piltarnir syst- ur, og verða þeir þá að taka frænkur „að láni“. Skipti—hjóna bönd af þessu tagi geta auðvit að brugðið til beggja vona. Það kemur fyrir, að kristin stúlka er neydd til þess að eiga heiðinn mann vegna bróður síns, sem læt ur hana í skiptum fyrir brúði sína. Það bar til, að ung Kómahjón tóku kristna trú. Þau voru ham- ingjusöm, og trúin auðgaði líf þeirra. Þau höfðu á sínum tíma gifzt á venjulegan hátt. En hitt hjónabandið, sem til hafði verið stofnað um leið, vegna skipt- anna, fór út um þúfur. Þá var það, að maðurinn, sem skildi, heimtaði að fá aftur systur sina. Hann þarfnaðist hennar, svo að hann mætti gera aðra tilraun til hjónabands. En nú var systir hans kristin og hamingjusöm með manni sínum. Hér þóttu þó krist- in trú og hamingja ekki skipta máli. Úr því að annað hjóna- bandið misheppnaðist, varð að leysa hitt upp. Ógæfa vofir því yfir sérhverju heimili í Kóma- landi. Fyrir nokkru var ung • kristin Konsóstúlka á harðahlaupum grátandi skammt frá ísl. kristni- boðsstöðinni. Það kom í ljós, að hún var á flótta undan föður sínum, en hann ætlaði að neyða hana til að giftast karli nokkr- um. Skuldaði faðir hennar karli þessum fjárupphæð og ætlaði hann beinHnis að greiða skuld- ina með dóttur sinni. Tókst kristniboðunum og öðrum kristn- um mönnum að koma í veg fyrir, að stúlkan yrði seld á þennan hátt. Fyrst manndráp, siðan brúðkaup í heiðindómi Eþíópíu eru dæmi þess, að manndráp verði að fara á undan hjónabandi. Eitt sinn hurfu svo til allir karlmenn úr tveimur eða þremur þorpum, sem næst eru kristniboðsstöðinni i Konsó. Konsómaður hafði verið drepinn, og voru nú allir vopn- færir karlmenn farnir á vett- vang til þess að leita morðingj- ans. Það var vitað mál, að hér hafði Gúdsímaður verið á ferð- inni. Gudsí er einn af mörgum þjóðflokkum Eþíópíu og ná- granni Konsómanna. Ástæðan fyrir mannvígi þessu var sú, að meðal Gúdsímanna ríkir súhefð, að karlmaður, sem vill kvænast, verður að leggja ljón að velli — eða mann, áður en hann fær að taka sér konu. Hafa Konsó- menn oft fengið að kenna á þess um grimmilega sið. Sennilega býr hér undir sú trú, að vegandinn og jafnvel konuefnið hljóti eitt- hvað af krafti fórnarlambsins. En einnig má telja víst, að hjá- trú og ótti við illa anda ráði *• gerðum Gúdsímanna. Þeir eru Framhald á bls. 22 Súdanstúlkan er þakin örum um andlit og brjóst — til skrauts. Hringir hanga í eyrum, nefi og vörum. Vonbiðlar hennar hafa gefið henni armböndin. Sá, sem hreppir hana, verður að gjalda föður hennar 20—25 kýr, en það er offjár á mælikvarða Afríku- búa. — Svipmyndir frá Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.