Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1908 ♦ 19 Greinagerð Félags ísl. bifreiðaeigenda um írumvarp til laga um breytingu á vegalögum Inngangur. Þann 2. apríl s.l. var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á vegalögum nr. 71, 30. des. 1963. Meginkjarni þessara laga er sá, að lagður verður nýr skattur á bifreiðaeigendur, er nemi árlega miðað við núverandi verðlag, um 135 millj. kr„ og verði tekjur ríkissjóðs af skatti þessum árið 1968 109 millj. kr. f athugasemdum við lagáfrum- varpið er gerð grein fyrir til- drögum þessa máls og hvernig hugsað er að verja þessu fé í framtíðinni. í framsöguræðu sam göngumálaráðherra á Alþingi 3. apríl komu fram ítarlegri skýr- ingar á þessari lagabreytingu og nýju skattlagningu. Frumvarpið sjálft, skýringar þess og framsöguræða samgöngu málaráðherra gefa tilefni til at- hugasemda. Breytingar á vegalögum nauð- synlegar frá upphafi. Frumvarp þetta er, eins og áður segir, breyting á vegalög- um nr. 71, 30. des. 1963. Þegar þau lög voru rædd á Alþingi í desember 1963 benti stjórn FÍB á ýmsa vankanta þeirra laga og sendi greinargerð til Alþingis um málið. Sýnt var fram á, að lög þau, sem þá voru í smíðum, mundu ekki koma að verulegu gagni til þess að leysa abkall- andi vanda vegamála hér á landi nema gerðar væru á þeim nauð- synlegar breytingar. Reynsla í vegamálum frá 1963 hefur sýnt bifreiðaeigendum og sannað þjóðinni, að þessi um- mæli voru rétt, ástand fjölfar- inna vega í landinu hefur nær undantekningarlaust farið ár- lega versnandi frá 1963. Fjöl- farnir vegir eru ætíð illfærir og stundum bregður svo við, að þeir verða nær ófærir um há- sumar, þegar umferð er mest. Reykjanesbraut getur ekki tal- izt árangur af vegalögum 1963, því hún er gerð fyrir lánsfé, sem ætlunin er að greiða að verulegu leyti með veggjaldi, sem raunar er lagt á samkvæmt vegalögum. Ef fyrirhugaður stórskattur til hraðbrautagerðar verður lagður á bifreiðaeigendur, virðist sann- gjarnt, að samtímis verði aflétt veggjaldi á Reykjanesbraut, að minnsta kosti á meðan þessi nýi skattur stendur og ekki hefur verið tekin ákvörðun um veg- gjald á væntanlegum hraðbraut um. Varðandi vegalögin frá 1963 lagði FÍB megináherzlu á eftir- farandi atriði: 1. Alltof litlum hluta af tekjum umferðarinnar er varið til vegámála og alveg sérstak- lega er of litlu fé varið til vegagerðar á fjölförnustu leið um. 2. Viðhaldskostnaður á malarveg um á f jölförnum leiðum er orðinn óviðráðanlegur, hann er hrein sóun á fé, og slíkir vegir eyðileggja .verðmæti hjá landsmönnum, sennilega fyrir hundruð milljóna króna ár- lega. 3. Ekki var í lögunum frá 1963 tekið nægilegt tillit til leng- ingar þjóðvegakerfisins, sem varð, þegar sýsluvegir voru teknir inn í það. 4. f vegalögum frá 1963 vantaði mjög veigamikinn þátt, en það er ákvæði um lagningu hrað- brauta, sem í tillögum FÍB eru nefndar hraðbrautir c, en það eru vegir með 200—1000 bifreiðir á dag. Alltof lítið fé var ætlað til rannsókna og undirbúnings varanlegra vega. í vegalögum frá 1963 var framlag ríkissjóðs til vega 47 millj. kr., og var því heitið, að það skyldi haldazt áfram, sam- kvæmt samkomulagi stjórnmála- flokka. Gífurlegir skattar en lítið vega- fé. FÍB hefur lagt áherzlu á eftir- farandi atriði: Framlag ríkis- sjóðs, 47 millj. kr., var lagt nið- ur á árinu 1966 og nýjir skatt- ar lagðif á bifreiðaeigendur, sem samsvaraði þessari fjárhæð, en vegir héldu áfram að versna, þrátt fyrir aukna skatta. Frá ársbyrjun 1960 til ársloka 1967 hafa bifreiðaeigendur greitt til ríkissjóðs liðlega 4.500 millj. kr. af bifreiðum og rekstrarvörum tl þeirra. Á þessu tímabili hef- ur verið varið til vega tæplega 1.700 millj. kr., Reykjanesbraut innifalin. Þannig hefur á undan- förnum 7 árum runnið í ríkis- sjóð 2.800 millj. kr. frá bifreiða- eigendum, umfram það fé, sem notað hefur verið til vegafram- kvæmda. Virðist því sanngjarnt að líta þannig á ,að nú sé kominn tími til þess að auka fjárframlög til vega án nýrrar skattaálagningar á rekstrarvörur bifreiða. Þetta verður þeim mun ljósara, þar sem augsýnilegt er, að vegagerð á fjölförnum leiðum landsins hef .ur dregizt meira aftur úr en fram kvæmdir á nokkru öðru sviði á undanförnum áratugum. í sam- göngumálum á landi erum við, þrátt fyrir allan okkar bíla- fjölda, meðal frumstæðustu þjóða heims, okkar lélegu vegir á fjöl- förnum leiðum valda gífurlegri verðmætasóun og standa atvinnu vegunum óbætanlega fyrir þrif- um, svo ekki sé minnzt á ó- þægindi og sóðaskap, sem staf- ar af þessum herfilegu vegum. Við þurfum ekki lengri og lé- legri vegi, heldur umfram allt hreinlega vegi, með sléttu yfir- borði á fjölförnum leiðum: vegi, sem henta umferð okkar og fram tíðar þörfum, og eru kostnaðar- lega í samræmi við fjárhags- lega getu okkar. Lækkun á aðflutningsgjöldum samfara nýjum sköttum. Skattalagning á bifreiðir og rekstrarvörur til þeirra hefur verið svo stórkostleg undanfar- in ár, að aukning á því sviði til nokkurra annarra þarfa en endurbóta vegakerfisins á fjöl- förnustu leiðum, hljóta bifreiða- eigendur að mótmæla sem ó- hæfu. Endurbygging vega á fjöl förnum leiðum er tvímælalaust meðal mest aðkallandi fram- kvæmda í þjóðfélaginu og lífs- nauðsyn fyrir atvinnu- og efna- hagsþróun landsins. Til slíkra framkvæmda einna er ókleift að mótmæla viðbótarsköttum á um ferðina. Eins og FÍB hefur oft- lega bent á áður, þá er bæði fjárhagslega heppilegt fyrir þjóð félagið og sanngjarnt gagnvart bifreiðaeigendum, að ef til nýrra skatta komi á rekstrarvörur bif- reiða, þá komi jafnframt lækk- un á aðflutningsgjöldum nýrra bifreiða. Það skal tekið fram, að lækkun á tollum varahluta er ekki þjóðhagslega heppileg ráð- stöfun til jafns við lækkun á aðflutningsgjöldum nýrra bif reiða. Einnig er eðlilegt og þjóð- hagslega hagkvæmt að afnema afnotagjöld af útvarpstækjum í bifreiðum, því slíkt er mikilvægt öryggisatriði, eins og Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar hefur bent á. Framfaraspor. Varðandi einstaka liði hins nýja frumvarps, þá er þar að finna mikilvægar endurbætur á vegalögunum frá 1963. Endur bætur, sm eru í samræmi við þær tillögur, sem FÍB setti fram 1963, þegar vegalagafrumvarp var til umræðu á Alþingi. Er þar um að ræða ráðstafanir til að skattleggja bifreiðir með rétt látari hætti en áður: Tekið er með í reikninginn, að þungir bíl- ar eru þau farartæki, sem fyrst og fremst slíta vegunum og eiga að greiða mest fyrir notkun þeirra. Niels Brestrup-Nielsen, verk- fræðingur hjá Vegarannsókna- stofu danska ríkisins, hefur skýrt frá eftirfarandi niðurstöð- um af rannsóknum á saman- búrði á sliti, sem bifreiðir valda á vegum, miðað við þunga þeirra: 1. 1 bifreið með 12 smálesta öx- ulþunga (stór vörubifreið) slítur veginum jafnmikið ' og 35 þúsund bifreiðir með 0,5 smálesta öxulþunga (fólksbif- reiðir), miðað við sama axtur. 2. 1 bifreið nieð 8 smálestaöxul- þunga (meðalstór vörubifreið) slítur veginum jafnt og 7000 bifreiðir með 0,5 smálesta öx ulþunga (fólksbifreiðir) mið- að við sama akstur. 3. 1 bifreið með 6 smálesta öxul- þunga (minni vörubifreið) slítur veginum álíka mikið og 5400 bifreiðir með 0,5 smálesta miðað við sama akstur. Heimildin um ökumæla er mjög gagnlegt nýmæli, sem stuðl að getur að réttlátri skattlagn- ingu þungra ökutækja. Við telj- um þó, að í stað hækkunar á gúmmígjaldi, hefði verið heppi- legra að taka upp stig—hækk- andi þungaskatt, bæði með til- liti til þess, að ökumælar geta leiðbeint um réttláta skattlagn- ingu 5 tonna bifreiða og þyngri, og einnig með hlðsjón af því, að hjólbarðar eru mkilsverð ör- yggistæki, og verð má ekki hindra bifreiðaeigendur í endur nýjun þeirra. Þá er rétt að vekja athygli á því að verð á hjólbörðum lækkaði verulega hér á landi, þegar innflutning- ur á þeim var gefinn frjáls. Það verður einnig að líta á það sem óheppilega ráðstöfun að taka til baka, með nýjum sköttum, þann eðlilega og sjálfsagða hagnað, sem bifreiðaeigendur fengu með frjálsri verzlun. Kostnaðargrýla. Þá vill FÍB einnig vekja at- hygli á því að sú bráðabirgða- kostnaðaráætlun fyrir hraðbraut ir hér á landi, sem gerir ráð fyrir, að 1 km kosti 5 millj. kr., er of há. Með hagsýni og fyllstu nýtingu á nútímatækni mun víðast hvar hægt að leggja hraðbrautir á fjölförnustu leið- um hér á landi fyrir % eða jafnvel helming þessa verðs, ef tekið er fullt tillit til okkar þarfa, og hentugusta tæki, efni og aðferðir notað við gerð veg- anna. Hraðbrautarfé — eðyslufé. FÍB vjll vekja athygli á því, sem fram kemur í athugasemd- um við frurrívarpið, að fyrirhug- að er að gera áætlanir um lagn ingu hraðbrauta að lengd um 300 km næstu 5-6 árin, og verði þá varið í það því fé, sem kemur í vegasjóð vegna þessara nýju skatta, ásamt eldri ákvæðum, og lánsfé. FÍB tekur, að hér sé farið inn á rétta braut og beri að fagna því framtaki, sem ligg- ur að baki slíkra fyrirætlana. Þessi fyrirheit eru glæsileg og geta staðizt, ef rétt er á haldið, en upphaf þessa ágæta máls er því miður æði bágborið og lofar ekki góðu, því að samkvæmt bráðabirgða-ákvæðum við gaga- breytinguna, sem fjallar um ráð stöfun fjárins, er gert ráð fyrir að rúmum 80% af þessum nýja skatti á rekstrarvörur bifreiða veði á þessu ári varið til greiðslu á gömlum skuldum og til almennrar eyðslu við vega- gerð, sem kemur þjóðinni í heild að harla litlu gagni. Það virðist miklu eðlilegra að afla fjár til slíkra framkvæmda á erfiðleika- tímum með aukinni hagsýni og betri nýtingu vegafjárins í heild ella fresta framkvæmdum, sem eru síður aðkallandi en hrað- brautir. Niðurstöður. a) FÍB mótmælir eindregið, að sá nýi skattur, sem lagður verður á bifreiðaeignedur, skv frumvarpi til laga um breyt- ingu á vegalögum nr. 71, 30. des. 1963 og lagt var fram á Alþingi 2. apríl 1968, verði notaður til nokkurra annarra þarfa en undirbúnings að byggingu hraðbrauta og gerð þeirra. FÍB telur, að leggja beri i sjóð þann hluta fjárins, sem eigi þarf að nota til undir- búnings á þessu ári, og nota hann til framkvæmda á næsta ári. b) Þá bendir FÍB á, að afla beri fjár til þeirra framkvæmda, sem nefndar eru í bráðabirgða ákvæðum við lagafrumvarpið og ekki koma hraðbrautum við með hagsýni og betri nýtingu á núverandi vegafé, ella verði framkvæmdurn í þessum lið- um frestað, þar sem þær þola fremur bið en gerð hraðbrauta á fjölförnustuleiðum landsins c) Þá væntir FÍB, að hið háa Alþingi sjái sér fært að gera þá þjóðhagslega heppilegu ráðstöfun að lækka innflutn- ingsgjöld á nýjum bifreiðum meira en gert hefur verið, og einnig að afnema sérstök af- notagjöld á viðtækjum í bif- reiðum, enda afnám slrks gjalds veigamikið umferðarör yggisatriði, svo sem „Fram- kvæmdanefnd hægri umferðr“ hefur nú þegar bent á. d) FÍB fagnar því, að hafinn er raunhæfur undirbúningur að lagningu hraðbrauta', en bendir jafnframt á, að van- * traust mun skapast á fyrir- ætlunum um lagningu þeirra, ef fyrsta hraðbrautaféð er notað sem eyðslueyrir til fram kvæmda, sem koma fáum að notum. Reykjavík 6. apríl 1968. Félag ísl. bifreiðaeigenda. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM ■■■■■PPPPPPÍPIPPHPH mmmmmmmmumttEm HÁSKÓLABÍÓ THE SOUND OF MUSIC (Tónaflóð) Það er mikið búið að tala um þessa mynd og lengi búið að bíða eftir henni hér. Það er kannske engin furða, þar sem engin mynd hefur verið jafn vel sótt um heim allan á und- anförnum árum. Til dæmis um vinsældirnar má geta þess, að í Osló varð aðsóknin nokkru meiri en heildar íbúafjöldi borgarinnar. Það þýðir einfald- lega það, að fjöldi marma hefur séð hana tvisvar. Tónlistina þekkja allir. Stór plata með tónlistinni hefur nú selst í tíu milljónum eintaka, sem er meira en nokkur önnur plata hefur selst áður. Kvikmyndagagnrýnandi viku- blaðsins Time sagði 1965 þegar myndin var frumsýnd, að miðað við þessa mynd væru óperett- ur Lehar grimmilegur realismi. En hann hélt áfram og bætti því við, að eftir að heyra Julie And rews syngja eitt eða tvö lög, hefði enginn áhyggjur af því lengur- Efni • myndarinnar er saga Trapp fjölskyldunnar, sem þegar er mörgum kunn. Hefur verið gerð kvikmynd um Trapp fjölskylduna í Þýzkalandi og var hún sýnd hér í Austurbæj- arbíó fyrir allmörgum árum við góða aðsókn. Einnig hafa heyrst hér plötur með Trapp fjölskyld- unni. En það var allt áður en Rodgers og Hammerstein komust í málið. Eins og sagan er í myndinni, kemur ung stúlka úr klaustri, til að líta eftir sjö börnum sjó- liðsforingja nokkurs, sem misst hefur konuna. Vinnur hún hjörtu barnanna og síðar manns- ins. Þegar svo Þjóðverjar leggja undir sig Austurríki verða þau að flýja land. Þetta er upplagður söguþráð- ur til að sökkva í tilfinninga- semi og sykurleðju. Það sem kemur til bjargar eru þau Julie Andrews og Christopher Plumm- er, sem leika aðalhlutverkin. Raunar má segja að Julie And rews sé ekki aðeins leikkona, heldur fáheyrt fyrirbæri. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt á Broadway í „The Boy- friend“ en náði heimsfrægð fyr- ir hlutverk sitt sem Eliza í My Fair Lady. Það hlutverk lék hún í tvö ár í New York og síðan í átján mánuði í London. Þar næst lék hún drottninguna í Camelot. Fyrsta hlutverk henn- ar í kvrkmynd var í Mary Popp- ins, þar sem hún sló í gegn. Næst lék hún í „The Amircani- sation of Emily“, þar sem hún hvorki söng né dansaði, og fékk ágæta dóma þrátt fyrir það. Báð- ar þessar myndir hafa verið sýndar í Gamla Bíó. En hvergi hefur henni þó gefist betur kostur á að sýna hvað í henni býr en í þessari mynd. Hún sýnir þarna ótrú- legt svið í leiklist og þegar við það bætist mikill eðlissjarmi og óvenjulega falleg söngrödd verð ur hún bókstaflega ómótstæðileg. Myndin byrjar á því að sýndar eru stórkostlegar landslagssen- ur úr Ölpunum og er þögn á meðan. Síðan sést Julie And- rews og byrjar að syngja „The hills are alive, with the sound og music ...“ og eftir það á hún alla áhorfendur. Stór hluti af viðstöddum táraðist af hrifn- ingu þegar hún byrjaði, en þeir sem harðar eru af sér fá gæsa- húð af hrifningu. Stórkostleg frammistaða, sem allir hljóta að vera sammála um nema þeir allra laglausustu. Hitt aðalhlutverkið leikur Christopher Plummer, Canada- maður að uppruna, og þekktur Shakespearleikari. Auk þess að leika í Shakespeare hefur hann orðið kunnur fyrir hlutverk sín í leikritum eins og „J.B.“ og „Arturo Ui“. Leikur nann þetta hlutverk af frábæru öryggi . og hófsemi, og nægilegu skopskyni til að forðast alla væmni. En ekki má gleyma mönnun- um, sem mestan þátt eiga í vin- sældum verksins, Richard Rodg- ers og Oscar Hammerstein, sem sömdu tónlist og texta. Þeir störfuðu saman í nærri tuttugu ár og hefur það verið árang- ursríkasta samvinna í sögu söng- leikjanna. Þeir sön.du fyrst sam- an Oklahoma 1943 og síðan komu Carousel, Allegro, State Fair, South Pacific, The King and I, Flower Drum Song og fleiri. Seinasta /erkið sem þeir unnu saman var sviðsútgáfan af The Sound of Music, en áður en kvikmyndin var gerð lést Oscar Hammerstein. Fyrir kvik- myndina samdi Rodgers tvö ný lög, „I have confidence in me“ og „Something good“ og samdi sjálfur textana. Verk þetta náði þegar miklum vinsældum og gekk í fjögur ár á Broadway og önnur fimm í London- Var því ekkert til spar- að, þegar taka kvikmyndarinn- ar var hafin og fengnir til bestu kraftar. Leikstjórinn Robert Wise hefur langa reynslu og hef- ur stjórnað mismunandi kvik- myndum, svo sem „Citizen Kane“ sem framleidd var af Orson Welles og hefur orðið sígilt verk. Þá stjórnaði hann kvikmyndinni West Side Story og hlaut fyrir mikið lof. Handritið er gert af Ernest Lehman, sem hefur gert handrit af fjölda frægra mynda svo sem North by Northwest, The King and I, West Side Story og Sweet Smell og Success. Hans fyrsta mynd sem framleiðanda var Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Mynd þessi fæst við fallegt efni og meðferðin er öll frá- bærlega kunnáttusöm. Útkoman verður að myndin er ótrúlega falleg þegar saman kemur fall- eg tónlist, góður söngur, ágætur leikur og serstök náttúrufegurð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.