Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAf 1908
Eiríkur Guðnason
Karlsskála - Minning
fæddur 23/7. 1901,
dáinn 26/4. 1968.
í DAG er Eieífcur mágur minn
kvaddur hinztu fcveðju. Mér er
ljúft og skylt að staldra við og
Mta um farinn veg á þessari
kveðjustund.
Ég var ung að árum og ilfs-
reynslu þegar ég giftist Stefáni
bróður hans, og við hófum bú-
skap á Karlsskála, þar sem þeir
eru fæddir og uppvaxnir í stór-
um systkina- og frændsystkina-
hóp, sem öll bera sín heimalands
mót á einhvern hátt. Karlsskála
heimili var þá þekkt að atoTku
og myndarbrag, sem jafnan
skilar frá sér góðum þjóðfélags-
þegnum. Eiríkur var elztur
sinna systkina og mun ekki hafa
verið hár í lofti þegar hann fór
að leggja sinn skerf til heimilis-
verka. Hann ólst upp við hin
fjölbreytilegu störf, sem skap-
ast, þar sem jöfnum höndum er
stundaður landbúnaður og sjó-
sókn.
Það er gæfa að alast upp í
fögru og stórbrotnu umhverfi,
því víst mótar náttúran sín
böm á einhvem hátt, þó þau
geri sér þess ekki grein sjáitf. Og
EirikuT var svo sannarlega í
ætt við AustfjaTðarfjöllin bæði
í sjón og raun. Hann var glæsi-
menni á sínum yngri árum og
allt til hins síðasta Drengur
góður, traustur og vinfastur,
enda munu þeir margir kunn-
ingjarnir, sem hngisa hlýtt til
hans á þessari kveðjustund. Ég
var um 3 ár húsmóðir á Karls-
Fósturmóðir okkar
Þóra Gísladóttir
andaðist að SólvangX Hafn-
arfirði 3. maí.
Bergþóra Þorvaldsdóttir,
Hannes H. Sigurjónsson.
Faðir minn
Jóhannes Bjamason
andaðist í Borgarspítalanum
2. maí.
Lára Jóhannesdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir
Illugi Guðmundsson
skipstjóri,
Langeyrarveg 13, Hafnarfirði,
verður jarðsettur frá Hafnar-
fjarðarkirkju mánudaginn 6.
mai kl. 2 e.h.
Börn og tengdaböm.
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför
Kristjáns Bernódussonar.
Elísabet María Sigurjónsd.
Bemódus Benediktsson,
dætur og systkin.
skála ,þar sem synir mínir sex
ólust upp. Allan þann tíma var
Eiríkur heimilismaður hjá okk-
ur og það er einmitt í sambandi
við drengina mína, sem ég stend
í óendanlegri þakkarskuld við
mág minn. Hann var þeim öll-
u-m svo góður og elskuflegur
frændi, að mrlli hans og þeirra
allra urðu gagnkvæm vináttu-
tengsl. Þó munu nákunnugir
vita að alveg sérstakt óstfóstur
batt hann við Guðna, sem heitir
föðurnafni hans, og forsjónin
var svo náðug að einmitt þessi
frændi hans hafði aðstöðu til að
gleðja hann með regluleguim
heimsóknum og hlýhug síðasta
áfanga lífs hans.
Allir þessir bróðursynir
Eiríks, sem ólust upp í félags-
skap hans bæði í starfi og á
gleðistundum, kveðja hann nú
rneð virðingu og þakklæti fyrir
allt, sem hann var þeim litlum
drengjum og ætíð síðan. Það
kom oft í þeira hluta að gæta
fjár með frænda sínum, við
erfiðar aðstæður oft á tíðum og
gekk það samstarf alltaf með
ágætum. Er þeim bræðrum það
óþrjótandi ánægjuefni að rifja
upp ýmsa atburði frá þeim dög-
um.
Nú þegar ég kveð þig mógur
minn og þakka þér allt, sem þú
vannst og varst okkar heimili,
óska ég þér fararheili'a yfir
hafið mikla. Megi ströndin
óþekkta brosa við þér svo fögur
og heiliandi, sem þú svo ótal
sinnum hefur litið Reyðarfjörð
hinn fagra og hafflötinn víðláttu-
mikla merlandi við sólarupprás
og sólarlag á þínum mörgu ferð-
um á þeim slóðum. Ég veit að
einlægar kveðjur og hlýhugur
vina þinna gefur þér góðan byr
í segflin.
Sigríður Guðmundsdóttír.
Vignir Georgsson
— M i n n i n g —
F. 6. maí 1946 D. 25. april 1968.
ÞEGAR maður fréttir fráfall
skólafélaga síns og vinar frá
barnsaldri, þá er eins og slitin
sé taug úr brjósti manns. í
fyrstu kennir maður nístandi
sársauka og sorgar, en síðan
sljóleika og djúprar hryggðar.
Ósjálfrátt reikar hugurinn aftur
í tímann og kemur þá í huga
manns fjöldi fagurra og ógleym
anlegra endurminninga, sem
geymdar eru, og geymdar verða,
í hugarfylgsnum manns.
Elsku vinur. Það er erfitt að
sætta sig við að þú, svo góður
drengur og tryggur félagi, skul-
ir vera hniginn í valinn aðeins
21 árs að aldri. Sem góðir vin-
ir ræddum við ætíð okkar áhuga
mál og framtíðarviðhorf í fullri
einlægni og hreinskilni. Þú sett-
ir markið hátt, varst að undir-
búa þig undir lífsstarf, þar sem
þú gazt orðið öðrum til líknar
og hjálpar.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
Björgvins Þorsteinssonar
Eyrarvegi 5, Selfossi.
Sigríður Þórðardóttir
Sigurður Björgvinsson
Þorkell G. Björgvinsson
Friðsemd Eiríksdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð vegna fráfalls
föður míns, tengdaföður, son-
ar og bróður okkar
Halldórs Sigurðssonar
frá Sauðárkróki.
Margrét Halldórsdóttir
Örn Ingólfsson
Margrét Björnsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Eystotnn Sigurðsson
Tómas Þ. Sigurðsson.
Þú horfni vinur minn, sem
alltaf varst svo lífsglaður og
kátur og hrókur alls fagnaðar
á mannafundum. Ósjálfrátt smit
uðust allir af glaðværð þinni,
hreinskilni og lífsþrótti.
Þú, sem vegna óeigingirni
þinnar og drenglundar eignað-
ist fjölda vina og kunningja
hvar sem þú komst. Ekki aðeins
meðal jafnaldra þinna heldur og
meðal allra, sem þú umgekkst,
bæði eldri og yngri, kennara,
vinnufélaga, barna og annarra.
Þú varst ákveðinn í skoðunum
þínum og sjálfum þér samkvæm
ur.
Röskur og duglegur varstu og
til allrar vinnu og gæddur mik-
illi starfsorku og ábyrgðartil-
finningu. Enda voru þér falin á
hendur ýmis trúnaðarstörf, með
an við vorum saman í skóla, sem
þú leystir af hendi með sóma
og án allrar mikilmennsku.
Kæri vinur minn! Þú ert mér
mikill missir. Djúpt skarð er
höggvið, sem seint verður fyllt.
En þú hefur skilið eftir í hug
mér ímynd góðs félaga og
fölskvalauss vinar og þannig
mun ég varðveita minninguna
um þig.
Ykkur elskulegu hjón, Bára
og Georg, votta ég mína fyllstu
samúð og hluttekningu. Ég veit
að ykkur mun veitast hugrekki
og kjarkur til þess að sigrast á
þessari djúpu sorg, við missi
ykkar ástkæra sonar í fyllingu
tímans, þótt ekki verði hún auð-
unnin. Einnig votta ég ykkur
systkinunum og öllum vanda-
mönnum mína fyllstu hluttekn-
ingú.
Steinn Sveinsson.
ÞEGAR ég kveð minn ágæta
frænda Eirík frá Karlsskála,
kemu'r mér svo margt í bug að
vandi er að velja hvað hugistœð-
ast er. Eitt er öllum mmninguim
um hann sameiginlegt, þakkJæti
og virðing fyrir þeim manni,
sem hvergi mátti vamm sitt vita
og ígrundaði hvert mál frá eigin
sjónarmiði, og breytti etftir beztu
vitund hverj.u sinnl. Eiki frændi
eins og við kölluðum hann,
kvæntist aldrei, sem mörgum
finnst svo mikið atriði til að
verða ekki einmana í lífinu. En
ég tel að Eiki hafi ekki verið
einmana, því að hann var maður
aeskunnar og étti sína góðu vinl
ekki síður meðal unga fódksins
en hinna eldri. Hann undi sér
vel á gleðinnar stund jatfmt með
ungum sem öldnum. Hann átti
sér marga vini en enga óvildar
menn. Lýsir það kannske mann-
inum bezt.
Að lokuim kæri frænidi, þakka
ég fyrir mína hönd og bræðra
minna al'lt það, sem þú hetfux
verið okkur.
Blessuð veri minningin um
góðan dreng.
Gnðni Stefánsson.
Óskar Eyjólfur
Gunnarsson Kveðja
Fæddur 27. november 1956.
Dáinn 7. marz 1967.
HINZTA KVEÐJA
FRÁ FORELDRUM
OG SYSTKINUM
Barnið mitt kæra blessuð sé
þín minning
bi-osin þín öll og hvert þitt
gengið spor,
þökk fyrir alla ástúðlega
kynning,
á okkar veg þú breiddir sól
og vor.
Sorg' er í hjörtum sumarblómin
fölna,
- Frá Afríku
andadýrkendur eins og Konsó-
menn og aðrir þjóðflokkar Suð-
ur—Eþíópíu yfirleitt. —
Milljónir bíða.
Mannslífið og manngildið eru
einatt lítils metin, þar sem ótti
og fáfræði knýja menn áfram og
móta lífsviðhorfið. Heiðnin geym
ir fleiri ógnir og meira böl en
margan grunar. Kennisetningin,
að hver sé sæll í sinni trú, er
auðvitað alröng. Annars hefðu
kristnir menn til forná látið okk
ur Norðurlandabúa í friði og
við værum enn að bera út börn-
in okkar og færa heiðnum goð-
um mannfórnir.
Milljónir heiðinna Afríku-
manna bíða þess erln, að ljós
kristindómsins renni upp meðal
þeirra og gefi þeim nýtt líf og
nýja von. Þetta á ekki sízt við
um heiðnu konuna í Afríku. Hún
er víða metin sem vinnudýr og
verzlunarvara. Hún á að þókn-
ast manni sínum, ala honum böm
og þræla fyrir daglegu brauði.
Verði maðurinn leiður á henni,
rekur hann hana út á gaddinn
eða tekur sér fleiri konur.
Viðhorf kristins Afríkumanns
verður algerlega nýtt. „Sérðu
manninn, sem situr þarna og er
að tala við konuna sína?“ var
einu sinni sagt við mig og bent
á kristin hjón, sem sátu fyrir
utan hús sitt í Konsó og spjöll-
uðu saman. Þetta þótti umtals-
vert! Hann talar við konuna
sína eins og fullgilda persónu,
eins og manneskju. Hann lítur
upp til hennar og sýnir henni
umhyggju og nærgætni. Hann
veit, að hann á að vera henni
trúr. Kristur kenndi honum það.
„Yfir yður, sem óttizt nafn mitt,
mun réttlætissólin upp renna með
græðslu undir vængjum sínum“
(Mal. 4, 2). Þetta er að gerast
í Konsó.
Hjartans þakklæti til allra
vina og vandamanna fjær og
nær, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjötfum og
skeytum, hlýjum orðum og
ljóðum á 70 ára afmæli mínu
27. marz sl. Sérstaklega
þakka ég konunum sem hjálp
uðu mér svo ósegjanlega
mikið og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkuir öll
Ólafía Sveinsdóttir,
Sýðri Kárastöðum, V. Hún.
sólbjartar vonir byrgir
raunaský,
eins og á haustin grænu grösin
sölna.
Guð minn til þín í angist minni
ég flý.
Gef þú oss styrk að bera þessa
byrði
blessaðan son að kveðja í hinzta
sinn.
í þínum augum var hann mikils
virði
þú vildir fá hann til þín
drenginn minn.
Hvað er nú sælla en vita á
drottins vegi
vininn, sem hvarf svo ungur
héðan braut.
Nú lifir hann við ljóma af
nýjum degi
í ljóssins heimi fjarri allri
þraut.
Elsku bróðir allt við þakka
megum
ástarkveðju systkin færa þér,
þína kæru minning eftir eigum
ef æfi þinni lauk á jörðu hér.
Vertu nú sæll og sértu guði
falinn,
sonur og bróðir, hjartans barnið
mitt,
þótt jarðlífsþráður sé í sundur
skorinn
í sálum okkar lifir nafnið þitt.
Innilegar þakkir færi ég
ölllum þeim er sýndu mér
hlýhug á sextugsafmæli
mínu 12. apríl með heim-
sóknum, gjöfuim og skeytum.
Sérstaklega þakka ég börn-
um og tengdabörnum minum
fyrir veglega veizlu er þau
héldu mér.
Sigurlaug Óiafsdóttir Hólm
Háagerði 53.
Beztu þakkir öllum þeim
er glöddu mig með heimsókn-
um, gjöfum og góðum óskum
á sjötugsafmæli mínu, hinn
16. apríl sL
A. G. Þorsteinsson
Patreksfirði.
Hjartanlega þakka ég öll-
um þeim sem glöddu mig á
70 ára afmælinu mínu 20.
apríl með heimsóknum,
skeytasendingum, blómum og
miklum, góðum gjötfum og
hjálpuðu mér að gera mér
daginn ógleymanlegan. Guð
blessi ykkur öll og gefi ykk-
uir gleðilegt sumar.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hausthúsum.