Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 19«8 17 Sambland af naturalisma og abstraktion Ég er ekkert feiminn viÖ að segja það, segir Valtýr Pétursson um málverkasýningu sína Það var komið líf í gamla Listamannaskálann, er við lit um þar inn í gær. Á veggj- um héngu 63 ný málverk eft- ir Valtý Pétursson, tilbúin til sýningar, sem hefst næstkom andi laugardag. Málverkin blasa við svo fersk og lif- ándi, þegar komið er í dyrn- ar, að skálaskriflið hverfur í skuggann. — Ég mátti til með að sýna í þessu húsnæði einu sinni enn, því að það verður í síðasta sinn. Skálinn á að hverfa fljótlega, sagði Valtýr sem þarna var á næstu grös- um. Fólk á heldur ekki að koma til að hneykslast á skál anum, heldur til að skoða myndirnar. Þarna efndi Valtýr til sinn ar fyrstu einkasýningar árið 1950, en þá hafði hann árið áður haldið sjálfstæða sýn ingu í París. Nú eru einka- sýningar hans orðnar 12 tals- ins. Og þetta er sú veiga- mesta. Um það var hann okk- ur sammála. Og hún er mjög nýstárleg frá hans henli, enda allar myndirnar frá síð- ustu þremur árum. Á nokkr- um hefur hann þó byrjað löngu fyrr. T.d. eru 20 ár síðan hann hóf að mála stærsta málverkið á miðjum endaveggnum. — Ég hefi mál að eitthvað í hana á hverju ári, segir Valtýr, en endan- lega mynd fékk hún ekki fyri en síðustu tvö árin. Fyrir eitt hvað 15 árum var hún á septembersýningu, en hefur breyzt mikið síðan. Ég vinn oft þannig. Valtýr hefur vinnustofu á Vesturgötunni með útsýni norður og vestur yfir hafið. Þess sjást merki á þessari sýningu. Sólin við hafflöt- inn er oft viðfangsefnið. En sólin er margbreytileg í mynd unum, getur verið rauð, blá, græn, gul, hvít óg blágrá og stemmningin eftir því marg- vísleg. Það er náttúrustemn- ing í þessum myndum. Já, þarna kom það. Það er ein- mitt náttúrukenndin, sem gæt ir svo víða í þessum mynd- um Valtýs. Kannski er það nýi svipurinn? Eða þá þessi klassíski tónn, sem bregður fyrir. Ekki hefur Valtýr þó fengið orð fyrir að vera klassískur náttúrumálari. — Já, þetta er sambland af naturalisma og abstraktion. Ég er ekkert feiminn við að segja það, segir Valtýr. Og þessar myndir eru klassísk- ari en ýmsar, sem ég hefi áður gert. Ég hefi nú hall- ast meira að gömlu meistur- pnum í myndbyggingu og lit- um, þó ég notfæri mér þetta öðru vísi en þeir. Við höfum orð á því að ein myndin minni í tóni svolítið á spönsku gömlu meistarana, hvort Valtýr hafi verið ný lega á Spáni. — Nei, Prado- safnið er eiginlega einasta stóra listasafnið í Evrópu, sem hann hefur ekki skoðað vandlega. Og um allar þess- ar bollaleggingar, segir hann: — Ég er á seinni ár- um alveg búinn að losa mig Þessa mynd hefur Valtýr verið fékk hún ekki fyrr en sl. tvö ár. við alls konar kreddur, sem sóttu á fyrir ýmiskonar áhrif af nýjungum fyrr á árum. Með aldrinum víkkar sjóndeildar- hringurinn og maður notar aðeins það sem hentar manni sjálfum. Vaitýr Pétursson baksýn. að mála í 20 ár, en þennan svip — Þú hefur verið í miklu vinnuskapi að undanförnu, Valtýr. Og einmitt nú ertu ekki á listamannastyrk. Hef- urðu ekki verið það meira og minna í 20 ár? — Ég hefi nokkrum sinn- um verið settur út af list- anum, síðast þegar vinstri stjórnin var við völd. Og svo aftur núna. Af hverju, veit ég ekki. Og það hefur fleira géngið mér á móti undanfarið, sem ég vil ekki nefna. En það hefur ekki dregið úr mér kjarkinn. Þvert á móti orðið til þess að ég dreif mig upp og í að halda þessa sýningu. Ef maður verður vondur, reynir maður að berja í borð ið og sanna tilveru sína, ekki sízt þegar svona er far- ið að. Það er alvég óhætt að segja það upphátt, að ég reiddftt. Það á enginn neitt inni hjá mér. 22 ár eru síðan mín kynslóð byrjaði að sýna í þessum bæ og ekki hefur þess orðið mikið vart að pen- ingastofnanir, eins og bank- Framhald á bls. 25 gömul usgagnager og blómleg iðnqrein — Framleiðendur mœttu erlendri samkeppni með því að auka gœði vöru sinnar fjölgun fyrirtækja, en mörg hafa stækkað verulega og vélakosturinn hefur verið auk inn og bættur, og má nú segja að eins mikil sjálfvirkni sé orðin hérlendis við fram- leiðsluna, og hægt er að koma við. Húsgögn eru, eins og svo margt annað, háð tízkunni, og hafa íslenzkir húsgagnafram leiðendur fylgst vel með VELJUM fSLENZKT SLENZKURIDNAÐUR Sagt er, að íslendingar verji að til- tölu stærri hluta tekna sinna, en gerist með- al annarra þjóða, í það að gera heimili sín vistleg og búa þíiu smekkleg- um og góðum húsgögnum. Miklu varðar því að vel tak- ist til í íslenzkri húsgagna- framleiðslu og að húsgögn þau sem framleidd eru sam- ræmist þeim kröfum sem nú- tíminn gerir til þeirra, bæði hvað snertir gæði, útlit og verð. Sú deild Iðnsýningarinnar í Laugardalshöllinni 1966, sem einna mesta athygli almenn- ings vakti, var sú, er hús- gagnaframleiðendur sýndu í vörur sínar. Þar var vitan- lega aðeins um sýnishorn að ræða, en þau færðu eigi að síður mönnum samvinnu um hve þessi iðngrein er i raun- inni orðin þróuð hérlendis, og að óþarfi er að leita langt yfir skammt, þegar húsgögn eru valin. Húsgagnaframleiðsla hér- lendis er vitanlega gömul iðn grein, þar sem þörfin hefur alltaf verið fyrir hendi. Um langan aldur varð hver að vera sjálfum sér nógur, og forn íslenzk húsgögn bera oft vitni um hagleik, þótt hætt sé við að nútímamönnum þættu þau ekki öll þægileg. Það var ekki fyrr en und- ir aldamótin 1900 sem innlend framleiðsla húsgagna hófst með þeim hætti sem nú tíðk- ast þ.e., að þau séu framleidd á vinnustofum og verkstæð- um og síðan seld þeim er hafa vilja- Einna elzt slíkra fyrirtækja mun teljast hús- gagnasmíðastofa Jakobs Sveinssonar við Kirkjutorg sem starfaði frá\1860. í kjöl- farið fylgdi síðan Húsgagna- vinnustofa Sveins Eiríkssonar er rekin var frá 1895—1902, og síðar trésmiðja Volundar h.f., stofnseit 1904 og Jón Halldórsson og Co. stofnsett 1908. Þróunin hélt síðan á- fram. Ný fyrirtæki bættust við og önnur hættu starfsemi sinni. Um verulega fjölgun húsgagnaframleiðenda var ekki að ræða fyrr en um og eftir stríð, en þá voru þeir orðnir á annað hundrað. Síð- an hefur/ ekki orðið veruleg þeirri framþróun og breyting um sem orðið hafa. Hins veg- ar ber fremur lítið á sjálf- stæðum og þjóðlegum stíl í húsgögnum okkar, eins og hjá sumum öðrum þjóðum. Eitt þeirra fyrirtækja sem framleiða húsgögn er B.Á. húsgögn h'.f. Brautarholti 6. í tilefni iðnkynningarinnar ræddi Mbl. við forsvarsmann Framhald á bls. 25 Aðalsteinn Hallson kaupmaður í Híbýlaprýði, stendur hér hjá nýjustu framleiðslu þeirra, sófa setti er þeir kalla „módel 68“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.