Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 8
s
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1908
Skemmdir nýir bílar
til sölu eru tveir Fiat 124 og einn Fiat 1100 station
er skemmdust á leið til landsins. Verða seldir með
góðum afslætti.
Upplýsingar gefur Fiat-umboðið, Laugavegi 178.
Tilboð óskast
í Garwood bílkrana 20 tonna er verður til sýnis
að Grensásvegi 9 frá kl. 1—2 næstu daga.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudag-
inn 7. maí kl. 11 árdegis.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Til leigu er
iðnaðarhúsnæði
um 100 ferm., nálægt Miðbænum.
Lysthafendur leggi tilboð á afgreiðslu Morgunbl.
merkt: „Laust — 8093“.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar. Dodge skúffubifreið með
framdrifi, Willys station bifreið með framdrifi og
18 manna strætisvagn er verða sýndar ,að Grensás-
vegi 9, miðvikudaginn 8. maí kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd vamarliðseigna.
50-70 tonna bátur óskast
á leigu til togveiða.
Lippl. eftir kl. 8 á kvöldin í síma 92-2587.
Nauðungariippboð
Nauðungaruppboð sem auglýst var í Lögbirtínga-
blaði nr. 12, 14. og 16/1968 á fiskverkunarhúsi við
Seljalandsveg, ásamt hvers konar vélum og tækjum,
eign Torginols h.f., ísafirði fer fram í 2. og síðasta
sinn föstudaginn 17. maí nk. kl. .13.30 í dómsal bæj-
arfógetaembættisins á ísafirði og við eignina sjálfa
eftir ákvörðun dómsins.
Bæjarfógetinn á ísafirði, 30. apríl 1968.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara
án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu
þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti 1. ársfjórðung 1968 og nýálögðum við-
bótum við söluskatt eldri tímabila, almennum og
sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðs-
gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfn-
um og skráningargjöldum.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 2. maí 1968.
Um 200 þúsund manns tóku
þátt í 1. maí hátíðahöldunum í
Berlín, bæði í austri og vestrL
Um 20-30 þúsund kommúnist-
ar og vinstri sinnaðir stúdent-
ar fóru í hópgöngu um Vestur
Berlín, hrópandi „ Ho, Ho-Ho-
Chi Minh“ til að sýna andúð
sína á aðild Bandaríkjanna að
styrjöldinni í Vietnam. Til
nokkurra átaka kom, en ekki
alvarlegra. Á meðfylgjandi
mynd sjást nokkur átök um
rauðan fána, sem borin var í
kommúnistagöngunnt. Kom
þetta illa við einn áhorfandann,
sem kveikti i fánanum.
Sigur Rockefellers ríkisstjóra
í forkosningunum í Massa-
chusetts kom nokkuð óvænt,
því aðeins nafn Volpes ríkis-
stjóra var á kjörseðlinum. Hér
sést Rockefeller í ræðustól eft-
ir að hann tilkynnti sl. þriðju-
dag að hann gæfi kost. á sér sem
forsetaefni repúblikana við
forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum í haust. Er Rocke-
feller að taka í hönd konu sinn
ar eftir að hafa tilkynnt frétta-
mönnum um framboðið.
Að venju komu leiðtogar
togar Sovétríkjanna saman á
svölum grafhýsis Lenins á
Rauða torginu í Moskvu 1.
maí, og var mynd þessi tekin
þegar varnarmálaráðherrann
flutti ávarp sitt. Á myndinni
eru, talið frá vinstri: Nikolai
Podgorny forseti, Andrei
Grechko varnarmálaráðherra,
Leonid Brezhnev flokksleiðtogi
og Alexei Kosygin forsætisráð-
herra.