Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1968 21 Færeyska sjómannaheimilið Færeyingakaffi á morgun Á MORGUN, sunnudag, verðuir Færeyinga-kaffi í færeyska sjó- mannaheknilinu við Skúlagötu. Er þetta í annað skiptið sem efnt er til þess, en ágóðinn af kaffisölunni gengur allur til byggingu nýs sjómannaheim'ilis, þar eð þetta hús þarf að víkja. Það eru færeyskar konur ,bú- settar í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir kaffiveitingun- um. í fyrra var mjög gestkvæmt á Færeyinga-kaffinu allan dag- inn og langit fram á kvöld. Sem kiunnugt er hefur forstöðumaður sjómannaheimilisins, Johan Ol- — Viðræðurnar Framhald af bls. 1 Frakkland væri eitt þeirra ríkja, þar sem allar þjóðir gætu vænzt réttlátrar og jafnrar meðferðar. París jafn heppilegur staður og Varsjá eða Puem Penh í tilkynningu Hanoi-stjórn- arinnar sagiði meðal annar, að svo sem kunnugt væri, byggðist afstaða Vietnamá til lausnar Vi- etnam-málsins á fjórum aðal- Norður-Vietnam og stjórnméla- stefnuatrfðum stjórnarinnar í stefnu þjóðfrelsishreyfingarinnar í Suður-Vietnam. Hinn 31. marz sl. hefði Jbhnson Bandaríkjafor- seti tilkynnt tafcmörkun loftór- ása á Norður-Vietnam og „enn einu sinni látið í Ijós óskir um að hefja viðræður“ — og 3. apríl hefði Hamoi-stjómin lýst sig fúsa að senda fulltrúa til viðræðna við Bandaríkjastjóm. En vegna þess, að ekki hefði legfð alvara að baki tilboðs Bandaríkjamanna hefðu viðræðumar ekki getað hafízt fyrr. Síðan er tekið fram, að þrátt fyrir yfirlýsingar Banda ríkjastjórnar um, að hún hún væri fús að senda menn hvert sem væri til viðræðna, hefði hún sett hvert skilyrðið af öðm um fundarstað. Jafmframt hafi loft- árásir á mikilvæg svæði í N- Vietnam verið auknar auk ann- arra hernaðaraðgerða gegn N- Vietnam. Það, sem hins vegar skipti mestu máli í yfirlýsingunni, að sögn Bandaríkjastjórnar, er að Hanoistjórnin segir, að hún telji, að viðræður verði að hefj- ast þegar í stað og hún hafi ákveðið að skipa Xuan Thuy, ráðherra, til þess að ræða við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um skilyrðislausa stöðvun loftárása Bandaríkjamanna og allra ann- arra hernaðaraðgerða gegn Norð ur-Vietnam og síðan að ræða um önnur vandamál, er báða aðila varðar. Jafnframt þakkar Hanoistjórnin frönsku stjórn- inni fyrir boð hennar um, að viðræðurnar geti farið fram í París, — ‘en það hafi kornið fram af hálfu Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra, hinn 18. apríl sl. Segist Hanoistjórnin líta svo lá að París sé jafn heppileg- ur fundarstaður og Varsjá og Pnom Penh. Fram til þessa hefur Hanoi- stjórnin haldið fast við þá kröfu sína, að undirbúningsviðræðurn arf æru fram í Varsjá eða Pnom Penh í Kambodiu, en Banda- ríkjastjórn hafði fyrir siitt leyti stungið upp á fimmtán stöðum eða þar um bil, er hún taldi koma til greina, þar á meðal sen, nýlega leitað til ahnennings hér um fjárhagslegan stuðning við byggingarsjóð hins nýja sjó- mannaheimilis. Vonast forrá'ða- menn sjómannaheimilisins til að fá heppilega lóð í námunda við Reykjavíkurhöfn. Hefur þessi fjársöfnun hlotið nokkrar undir- tektir nú þegar. Verður frjáls- um framlögum vina sjómanna- heimilisins til hins nýja heimilis einnig veitt viðtaka á sunnudag- inn í sambandi við Færeyinga- kaffi'ð. Hefst kaffisalan fclukkan 2.30 síðdegis og stendur til kl. 28 um kvöldið. nú síðast, að viðræðurnar yrðu um borð í Indóneaísku skipi á Tonkinflóa. Hvorugur aðilinn tók afstöðu til tilboðs Murvilles á dögunum og töldu margir að það benti til þess, að báðir að- ilar hefðu borgina í huga sem málamiðlun. Erlendir sendimenn í París eru sagðir mjög á einu máli um að borgin sé bezta málamiðlunin og jafnframt sé þetta nokkur sigur fyrir de Gaulle. Hann hef- ur hvað eftir annað gagnrýnt stefnu Bandaríkjanna í Vietnam og þar með gert Bandaríkja- mönnum gramt í geði en yljað N-Vietnamstjórn um hjartaræt- ur, — enda hafi hún sinn mik- ilvægasta fulltrúa á Vesturlönd- um einmitt í París. Bandaríkja- stjórn hefur hins vegar í París allar þær aðstæður er hún tel- ur nauðsynlegar viðræðunum. Aðeins fyrsta skrefið Á blaðamannafundinum í Was hington, sem haldinn var 1 Vz klst. eftir að tilkynning Hanoi- stjórnarinnar var birt, varaði Johnson forseti við of mikilli bjartsýni um gang viðræðnanna.1* Þetta er aðeins fyrsta skrefið í þá átt að binda enda á styrjöld- ina, sagði hann — framundan geta verið margvíislegir erfiðleik ar og hættur.“ Og hann bætti við, að Bandaríkjamenn mundu halda nánu sambandi við banda menn sína og kvaðst vona, að upphafsviðræðurnar sem nú hæfust, yrðu til þess að ryðja braut alvarlegum ráðstöfunum til þess að koma á friði í Suð- Austur Asíu. Forsetinn sagði við blaða- menn, að hann gerði ráð fyrir að fyrsta skref viðræðnanna yrði, að deiluaðilar gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum. „Sjón armið mín skýrði ég í stórum dráttum í sjónvarpsræðu minni til bandarísku þjóðarinnar hinn 31. marz sl“, sagði hann og bætti við, að það væri skoðun sín, að ekki væri heppilegt, að opinber- ir embættismenn skýrðu frá sjón armiðum sínum í smáatriðum — slíkt gæti torveldað samninga- viðræður. í lok fundarins til- kynnti forsetinn að hann væri á förum til Kansas City í Miss- ouri, að ræða við Harry S. Trum an, fyrrverandi forseta, um frið arviðræðurnar. ★ Hvar í París? Fréttámenn í París tóku þeg- ar að velta því fyrir sér, hvar viðræðurnar yrðu haldnar í borg inni og leituðu fyrst og fremst fyrir sér um fréttir í forseta- höllinni, hjá frönsku ráðherrun- um og í bústað N-Vietnamfull- trúans, en urðu lítils vísari. Ýmsar uppástungur hafa kom ið fram um stað, svo sem Font- ainbleau, rétt fyrir utan París, Chateau Rambouillet, suðvestur af París og Chateau des Champs, suðaustur af borginni. Á öllum þessum stöðum hafa verið haldn ar mikilsverðar milliríkjaviðræð ur. Einnig hefur verið minnst á fyrrverandi aðsetur Atlants- hafsbandalagsins sem hugsanleg an fundarstað. •fa Fulltrúi Hanoi Xuan Thuy, sem Hanoistjórnin hefur skipað fulltrúa sinn, hef- ur um margra ára skeið verið einn helzti talsmaður lands síns á alþjóðlegum fundum kommún ista og hann var formaður sendi nefndar N-Vietnam á Genfar- ráðstefnunni um Laos árið 1961. Thuy, sem er 55 ára að aldri, er jafnframt einn helzti áróðurs- meistari lands síns og öðrum þar lendum mönnum leiknari í hug myndafræði flokksins. Hann hef- ur verið formaður blaðamanna- sambands landsins frá 1950 og jafnframt gegnt ráðherra stöð- um, var m.a. utanríkisráðherra 1963—65 en hefur síðan verið yfirmaður utanríkisdeildar mið- stjórnar flokksins. Fæddur er hann í Handong héraði árið 1912 og gekk fjórtán ára í æskulýðsfylkingu byltinga flokks Ho Chi Minhs. Hann komst brátt í ónáð hjá frönsku nýlendustjórninni og var sett- ur í fangelsi árið 1939, eftir uppreisn Viet Minh 1945, var honum sleppt og sama ár var hann kjörinn í Viet Minh ráðið sem síðan varð Vietnamiska föð urlandsfylkingin. Ári síðar tók hann sæti á þingi N-Vietnam. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar verður, sem kunn- ugt er, Averell Harriman, kunn- ur og þaureyndur stjórnarfull- trúi. Talið er víst, að hans hægri hönd verði Llewellyn Thompson, sendiherra Bandaríkjanna i Moskvu. Ánægja og vonir um góðan árangur Sem fyrr segir vakti fregnin um samkomulagið um fundar- staðinn hvarvetna ánægju. U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ. lét svo um mælt við fréttamenn í morgun, að þetta væri bezta frétt, sem hann hefði fengið í mörg ár. Þegar hann hafði athugað gaumgæfilega texta yfirlýsinga stjómanna gaf hann sjálfur út yfjrlýsingu og lét í ljós vonir um, að viðræð- urnar gæfu góða raun. í Moskvu var skýrt frá frétt- inni án þess fram kæmi afstaða Sovétstjórnarinnar — að öðru leyti en því, að Tass fréttastofan orðaði fréttina svo, að Hanoi- stjórnin hefði „talið nauðsynlegt að hefja þegar í stað viðræður við Bandaríkjastjórn." Stjórn- málafréttaritarar í Moskvu eru þeirrar skoðunar, að Hanoistjórn in sé fús til víðtækra samninga, úr því hún hafi tekið fram, að hún væri reiðubúin, að loknum umræðum um stöðvun loftárása á N-Vietnam, að ræða „önnur mál, er vörðuðu hagsmuni beggja aðila." Utanríkisráðherrar Danmerk- ur og Svíþjóðar hafa lýst ánægju sinni yfir samkomulaginu um fundarstað. Sömuleiðis Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lans og stjórn ftaliu. í Páfa- garði er sögð ríkja mikil ánægja og innan Bandaríkjanna hafa margar ánægjuraddir heyrzt, m.a. þeirra Roberts Kennedys og Eugene J- McCarthys, er báðir gerðu málið að umtalsefni í kosn ingaræðum sínum í dag. . ALAFOSS gólfteppi landsþekkt fyrir gœði, VÍIiltoif vefnaður, 100°Jo ull. Fjölbreytt litaúrval, hagkvœmir greiðsluskilmálar. Fljót afgreiðsla. Álafoss Þingholtsstræti 2. wmm Sannreynið með DATO á öll hvít gerfiefni Skyriur, gardínur, undirföt ofl. halda sínum hvífa lit, jafnvel það sem er orðið gult hvítnar attur, ef þvegið er með DATO. STÁLVÍR SAMA TEGUND OG ÁÐUR FRÁ NORSK STAALTAUG- FABRIK ÞRÁNDHEIMI. — STÆRÐIR YS’—Z” FLEIRI GERÐIR. DRAGNÓTAVÍR 1 Ys” 900 FM. RL. TOGVÍR FTRIR HUMARVEIÐAR: 1H”, 1%”, 1%”, 2” 120 FM. RL. 1%”, 1%”, 2” 300 FM. RL. MERKTUR MEÐ LEÐRI. FYRIR RÆKJUVEIÐAR: %” 120 FM. RL. SNURPUVÍR 214”, 214”, 2%”, 1 330, 360, 400, 450 FM. RL. HÁFLÁSAVÍR VÍRMANILLA BENSLAVÍR WHITECROSS KRANAVÍR 2 GERÐIR FYRIR: JARÐÝTUR, VÉLSKÓFL- UR, SKURÐGRÖFUR, KRANA O. FL. „MÖLLER ODDENS“ BÓMUBLAKKIR öruggt vinnuþol, 3, 5, 6, tonn. ALLT TIL HANDFÆRAVEIfl/V HELLU-FÆRA VINDUR tvær gerðir. NÆLON-HANDFÆRI 0,9; 1,0; 1,2; 1,3; 1,5; 1,7; 2,0; 2,5 mm. HANDFÆRASÖKKUR 1,0; 1,25; 1,50; 1,75; 2,0; 2,50 kg. PILKAR, krómaðir, margar gerðir og stærðir. ÖNGLAR með gervibeitu úr gúmmí og plasti, , nr. 9, 10, 11, 12, 13. BEITUR, iausar. SEGULNAGLAR ÞRtÖNGLAR VERZLUN 0. ELLINGSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.