Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1968 5 UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LÖGREGLAN i REYKJAViK Endurgreiðsla vegna tjóna Á SÍÐUSIU tveimur árum hafa ökumenn í fjölmörgum tilfellum orðið að endur- greiða tryggingafélögum fjár upphæðir vegna tjóna, sem þeir hafa valdið, en trygginga félögin greitt bætur fyrir. Tryggingafélögin hafa hér stuðzt við 73 .grein umferðar- laga frá 1958, en þar segir, að hafi ökumaður valdið tjóni eða slysi af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, eigi við- komandi tryggingafélag end- urkröfurétt á hendur þeim ökumanni. í umferðarlögunum frá 1958 segir einnig, að stofna skuli nefnd, endurkröfu- nefnd, sem fjalla skuli um endurkröfur, og úrskurða um, hvort skilyrði til endurkröfu á hendur ökumanni séu fyrir hendi. í endurkröfunefnd skuli sitja: Formaður, sem skipaður er af dómsmálaráð- herra, einn fulltrúi frá FÍB, og einn fulltrúi frá hverju tryggingafélagi. Um hvert ein stakt mál fjalla þrír nefndar- menn, formaðurinn, fulltrúi FÍB og fulltrúi viðkomandi tryggingafélags. Endurkröfu- nefndinni var síðan komið á fót 1906, og hefur hún tekið fyrir mörg mál, og skilyrði til endurkröfu á hendur öku- mönnum hafa verið til stað- ar í langflestum tilfellum. Hafi ökumaður undir áhrif- um áfengis valdið tjóni eða slysi ,er hann í öllum tilfell- um endurkrafinn um fjár- hæð þá, sem tryggingafélag- ið hefur orðið að greiða vegna tjónsins. Er það föst venja sem skapazt hefur. Aðrar helztu orsakir fyrir tjónum eða slysum, sem öku- menn hafa valdið, trygginga félög greitt bætur fyrir, en endurkrafið ökumennina um, eru t.d. ónógur hemlabúnað- ur, með vitund ökumanns, lítill sem enginn búnaður á bifreiðinni vegna isingar eða hálku á götum og veguia, vítaverður akstur, réttinda- leysi o.s.frv. Ökumenn ,sem tryggingæ/ félögin hafa endurkrafið, semja yfirleitt við þau um endurgreiðslur. í mörgum til- fellum er hér um verulegar uppliæðir að ræða. Hér get- ur því oft verið um að ræða þungan fjárhagslegan bagga fyrir viðkomandi ökumann, og er vissulega tímabært, að ökumenn kynni sér þær greinar umferðarlaganna, sem fjalla um þessi atriði, 70.—78. gr. Þess skal getið, að lækka má endurkröfuna með hliðsjón af sök tjón- valds, efnahag hans, fjárhæð tjónsins og öðrum atvikum. Til að skýra enn betur í LítiÖ einbýlishús Til sölu, lítið einbýlishús við Kársnesbraut í Kópavogi. Verð kr. 700.00,00. Útb. 300.000,00. . / Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735, eftir lokun 36329. hvers konar tilfellum endur- krafið er, birtum við hér samantekt um eitt tiltekið raunhæft tilfelli, þar sem ökumaður hafði valdið tjóni eða slysi. Stundum hleypur mönnum kapp í kinn og vilja þeir þá nokkuð til vinna, að láta ekki af „rétti“ sínum. Hér er þó ekki átt við það, sem vana lega er kallað umferðarrétt- ur á götum.og vegum. Það bar við eitt sinn, að tvær bifreiðar biðu eftir því að komast á bryggjuvigt og hafði önnur beðið lengur. Þegar sú bifreið, er á vigt- inni var. ók burtu, ók sú bif- reið inn á vigtina, er styttra hafði beðið, og var komin nær öll inn á vigtina, þegar hina bifreiðina, sem lengur hafði beðið, bar að. Bifreiðar stjóra þeim, sem lengur hafði beðið, þótt nú „réttur“ sinn fyrir borð borinn, þar sem hann átti að verða vigtaður á undan og samkvæmt því Framhald á bls. 12 Kafiídogur kvenskóta verður á morgun, sunnudaginn 5. maí í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 3 s.d. Skenini tiatriði: Píanósóló: Kolbrún Sæniundsdóttir. Söngtir: Skólatríó. Danssýning: Pör frá Dansskóla Hermanns Ragnars. 7 Góðar kökur. — Gott brauð. — Skyndihappdrætti. Aðgöngumiðar seldir í anddyri Hótel Sögu í dag, laugardag kl. 3—5 s.d. Kvenskátafélag Reykjavíkur. Núþurfaallir að eignast miða i XfljíK happdrætti SÍBS Vinsamlegast athugið, aö umboÖs- menn happdrœttisins geyma ekki miÖa viÖskiptavina tram yfir drátt- ardag. 6. maí verður dregið um aukavinning CAMARO SPORTBÍL Enn er tækifæri til að eignast miða, endurnýjun lýkur á hádegi dráttardags. Happdrætti SlBS 1968 ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunnj ferma skip vor til íslands, sem hér segir: \ | ANXWERPEN: Skógafoss 11. maí. Reykjafoss 17. maí. Skógafoss 28. m.aí, Reykjafoss 5. júní. ROTTERDAM: Skógafoss 13. maí. Goðafoss 17. mai*). Reykjiaifo®s 2, maí. Skógafoss 30. maí Reykjafoss 7. júní. | HAMBORG: Fjallfoss 9. maí. Reykjafoss 15. maí. Goðafoss 21. maí*). Skóg.afoss 1. júnií. Reykjaifoss 11. júní. LONDON: Mán-afoss 6. maí*). Askja 17. maí. Mánafos-s 24. miaí. Askja 5. júní*). HULL: Mánafoss 8. maí*). Asikja 20. maí. Mánafoss 27. maí. As-kja 7. júní*). LEITH: Gullfoss 13. miaí. Gullfoss 3. júní. NORFOLK: Brúarfoss 11. maí. Selfoss 31. mad. Fjallfoss 14. júná*). NEW YORK: Brúarfoss 15. maí. Selfoss 5. júní. Fjiafllfoss 19. júní*). GAUTABORG: Skógafoss 6. maí. Bakkafoss 9. maí**). Tunigufoss uim 24. maí. K AUPM ANN AHÖFN: Kronpiri'ns Fredieiri'k 4- maí. Bakkafoss 10. maí**). Gullfoss 11. maí. Krorapiriins Frederik 18. maí Tunigtuifoss 27. maí. Kronprins Fredieriík 30. maí Gufllfoss 1. júní. KRISTIANSAND: Baikkiafoss 7. maí**). Tuiragufoss 28. maí. GDYNIA: Dettifoss um 6. júní. VENTSPILS: Dettifoss um 1. júní. KOTKA: Tumigufoss 7. maí. Dettifoss um 4. júní. *) Skipið losar í Reykja- vík og á ísafirði, Ak- eyri og Húsavík. ***)Skipið losar í Rvík, fsa j firði, Fatreksf., Akur-1 eyri, Húsavík og Djúpa | vogi. Skip sem ekki eru i merkt með stjörnu j losa í Reykjavík. Þægilegar sumarleyfisferð ir til útlanda. Goðafoss — Detttifoss Lagarfoss. Farrými fyrir 12 farþega. Takiff bílinn meff í inguna. sigl- EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.