Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 196'8
13
IJIIin og rúning sauðf járins
og fleira um sauðkindina
SAUÐKINDIN fluttist til lands-
ins með manninum og verður
hún sennilega félagi okkar og
lifibrauð meðan land byggist.
Á þessum öldum hefur nátt-
úran ræktað hana þannig, að
hún varð eins og heppilegast var
til að þola harðrétti og óblíða
náttúru fjallalands með norð1-
læga úthafsveðráttu. Hún varð
harðgerð og nægjusömu og gat
melt lélegt fóður.
Ullin varð gróft togið til að
hrinda af kindinni illviðrahamn
um og þelið fínna og hlýrra til
skjóls. Hún varð fremur háfætt
til að geta borið sig um, klifrað
í fjallendi og vaðið snjó.
Hún lagðist ekki afvelta út um
hvipinn og hvappinn og ærnar
gátu borið hjálparlaust.
Þegar kynbætur hófust veru-
lega, þá fóru menn að rækta
vissa eiginleika kindarinnar; en
þá gleymdist stundum að það
var ekki alltaf í samræmi við
náttúrulögmálið. Kom þá veikl-
un og heilsuleysi fram í stofn-
inum.
Að vinna á móti náttúrunni
hefnir sín og það gera ekki sann
ir fjárræktarmenn.
Það sem einna sízt má breyta
er ullartegundin, þ.e. að kindin
hafi bæði tog og þel eins og nátt
úran er búin að rækta um alda-
raðir. Að minnsta kosti ekki á
þeim stoðum, sem ég hef stund-
að, fjármennsku á, þ.e. í Skaga-
firði, við Breiðafjörð og á Suð-
urlandi. Og vart trúi ég öðru en
það sé einnig heppilegra á norð-
austurhluta landsins að kindin
hafi tog til verndar þelinu, og
að það muni fremur auka hreysti
hennar. Og eins, að hún sé nokk
uð háfætt, svo það sé hægt að
koma henni óskemmdri eða lít-
ið skemmdri í húsið sitt, þó snjór
sé, og hún þar með geti skilað
reyfinu sínu, þegar þar að kem-
ur.
Þeir, sem búa í heitum og þurr
viðrasömum stöðum á jörðinni,
geta ræktað tómt þel. En við hér
á íslandi skulum halda okkur
við togið líka. Það verður að-
farasælast.
Til þess að fá góða ull þarf
kindin að vera vel fóðruð. Kæmi
snögg fóðurbreyting til hins
vera, þá kemur bláþráður á hár-
ið. Það er hættast við að þetta
verði, ef fé er látið leggja mikið
af áður en það er tekið á gjöf
fyrrihluta vetrar, og eins á út-
mánuðum og vorin, ef menn
hafa ekki úthald með fóður. Get
ur þá farið svo að kindin flosni
úr ullinni mannsber. Slíkt ber
ekki vott um góða fjármennsku.
Auk þess að fá minni og verri
ull, þá kemur svona fóðurlag
fram á minni 'kjötafurðum og
verri heilsu fjárins.
Fjármaður, sem hefur fylgt fé
sínu í haga og staðið hjá því í
misjöfnum veðrum og mokað of-
an af fyrir það í snjóum, kynn-
ist fé sínu vel. Þá sést að rétt
ullarlag er stór þáttur í afurða-
getu ánna. Á sumum kindum
tollir illa snjór, þó aðrar verði
brynjaðar. Þessar kindur hafa
gróft gormhrökkið tog. Einnig
virðast kindur með þannig tog-
lagð þola betur rigningu.
Aðalafurðir ánna ?eru lömbin
á haustin. Þar sem fóðrun, húsa-
vist og hirðing, þ.e. öll fjár-
mennska er í allgóðu lagi, þá er
reiknað með samkvæmt núgild-
andi verðlagsgrundvelli að ærin
gefi af sér 2 kg. af ull á kr. 20
kr. Er þá verðmæti ullarinnar
ekki nærri eins mikið og í 1 kg.
lamakjöti.
Altaf er verið að finna upp ný
gerviefni svo það er næsta ólík-
legt að ull hækki mikið í verði.
Verður þá fyrst og fremst að
miða ræktun fjárins og um-
hyggju við það, að haustlömtoin
verði sem vænst.
Svo er fráleitt að breyta
vaxtarlagi kindarinnar fyrir
þetta kjöt, sem flutt er út til
sölu, sem gert er ráð fyrir að
verði aðeins um árabil. Ekkert
liggur á, gott að eiga landið
handa komandi kynslóðum. Fólk
inu fjölgar.
Þegar sauðkindin er rúin, þá
er hún færð út fötunum sínum.
Hvernig heldur þú að þér liði,
lesandi góður, ef þú værir færð
ur úr fötunum og skilinn eftir
á víðavangi í nærklæðunum ein
um, kannski þykkum og
kannski líka næfurþunnum?
Heldurðu ekki að þér yrði kalt,
ef þú fengir á þig norðlenzkt
krapahret eða sunnlenzka stór-
rigningu? Jafnvel þó þú hafir
eitfchvert skjól, sem ekki er þó
víst. Nýja ullin svarar til nær-
fatanna. Stundum er kindin vel
fild, en stundum er hún líka
mannsber. Þetta fer eftir því,
hvernig hún hefur verið fóðruð
og eftir því hvað snemma er
rúið. Lika ganga einlembur fyrr
úr ull en þær ær, sem hafa tvö
eða fleiri lömb undir sér.
Svo fer þetta eftir kýnferði.
Sauðfé gengur misfljótt og mis-
vel úr ull, þó það hafi nákvæm-
lega sama fóður, sé í sama húsi
og gangi í sömu högum.
Þetta atriði verður fjárrækt-
armaðurinn að fylgjast vel með
og útrýma tafarlaust öllum ám,
sem ganga seint eða illa úr ull.
Til þess að ær gangi vel úr
ull, þá þurfa þær að vera fóðr-
aðar allan veturinn. En alveg
sérstaklega ríður á að þær séu
vel fóðraðar kringum sauðburð-
inn, og að þær geldist ekki og
leggi sem minnstaf fram í græn
grös. Þá gengur hún betur úr
ull og geldist minna, þegar ull-
in er tekin; enda sé ekki of-
snemma rúið. Sé þetta gert með
mannúð og skynsemi, þá verða
bæði ær og lömb mikið vænni
á. haustdegi en ella.
Um aldanna raðir hafa margar
kindur króknað úr kulda á ís-
landi eftir rúningu, og enn kem
ur þetta fyrir. Áður fyrr krókn-
uðu þær aðeins á vorin eða
sumrin. Nú er sú breyting á orð-
in, að nú fer rúning fjársins fram
á öllum árstímum, og er fram-
kvæmd þannig, að kindur
krókna eftir rúningu á öllum árs
tímum nú til dags, ef sögur eru
sannar.
Að minnsta kosti eru kindur
sviptar ullinni á haustin, hvern-
-ig sem tíð er, og fyrri hluta vetr
ar, þó bylur geti komið á hverri
stundu. Oft er ekkert skeytt um
að kindin hafi húsaskjól og ekk-
ert hugsað um að kindin sé sem
loðnust eftir rúninguna. En á
haustin er hægt að rýja féð þann
ig að það sé kafloðið, sérstaklega
ef rúið er með beittum hnif. Svo
er féð vélklippt síðari hluta vetr
ar alveg inn við skinn, svo eng-
inn hýjungur var eftir á bjór
kindarinnar.
Það þótti bónda, kunningja
mínum, ljótar aðfarir. Hann fór
að kynna sér þetta í öðrum
byggðarlögum, og hér í sýslu.
Eins slæm og fjárhúsin voru,
þar sem þessi verknaður fór
fram.
Það er fyrr dapur en dauður
sé. Þó kindin deyi ekki þá get-
ur kuldinn gengið það nærri
henni, að hún verði innkulsa og
verði alla æfina eftir það með
hósta. Hún leggur af eða fitn-
ar ekkert um tima. Lambærin
geldist meira eða minna og nær
sér aldrei upp það sumarið.
Lömbin verða því stórum rýrari
til frálags en hefði orðið, ef skyn
samlega og mannúðlega hefði
verið farið að.
Ég er það gamall, að ég man
vel eftir fráfærum, þar sem ég
ólst upp fyrir norðan. Svo var
ég við fjármennsku í nokkur ár
á Hofsstöðum í Helgafellssveit
við Breiðafjörð. Var þar fært frá
sumurin 1917, 1918 og 1919. Ég
á ærbók frá þessum árum. Þeg-
ar fært var frá, var þess vand-
lega gætt að ærnar geltust ekki
við rúningu. Ullin var ekki tek-
in öll í einu, heldur smátt og
smátt, sérstaklega ef ærin var
ekki vel fild eða ef veðrátta var
köld eða vætusöm. Þá var reynt
að hafa ærnar sem loðnastar eft-
ir rúninguna, til þess reyndist
mér hnífurinn beztur.
Á Hofsstöðum er mjög skjól-
samt og sæmilegt fjárland. Þar
voru ágæt fjárhús úr torfi, þurr
og loftgóð til að láta kvíærnar
inn í, þegar gerði mikla rign-
ingu. Samt geltust ærnar meira
eða minna; voru rigningar þó
Jón Konráðsson
ekki nærri eins hamramar og
hér Sunnanlands. Þær græddu
sig aftur, þó misvel. Þá kom
bezt í ljós, hverjar voru beztar
mjólkurærnar. Þess má líka
geta að vænstu fráfæringarnir
voru undan beztu mjólkurán-
um.
Ég held að menn geri sér
ekki nógu vel ljóst, hvað það er
stórt atriði, hvernig rúningin er
framkvæmd. Ef svo væri, þá
mundi það verk oftar vera gert
með meiri hagsýni og mannúð en
raun ber vitni um.
Tímarnir breytast og menn-
irnir með. Fráfærur heyra til
liðna timanum. Menn verða því
ekki varir við samdægurs, ef ær
in geldist. Flestir fjárbændur
hafa kýr líka. Vil ég segja að
þær þoli rignignu betur en ný-
rúðar ær .
Síðan farið var að nota til-
búinn áburð og bera vel á tún-
in spretta þau fyrr. Þarf því fyrr
að slá. Ærnar fildast ekki fyrr
en þær gerðu áður. Enn þá er
fóðrun misjöfn og þó vel sé
fóðrað, þá er fleira tvílembt en
áður var.
Góð mjólkurær með tvö eða
þrjú lömto undir sér fildast seint
Og þá er þeim mun ómannúð-
legra og skaðlegra að svipta
hana ullinni, ef hún er ekki þvi
betur fild. Veðrið getur spillzt á
nokkrum klukkutímum.
Nú er talað um og tilraunir
gerðar með að rýja sauðfé seinni
hluta vetrar eins og í útlandinu.
Að rýja lambfullar ær þá, virð-
ist vera talsvert hastarlegt eins
og oft er þá kalt og ekkert vor
komið eins og í nágrannalönd-
um okkar.
Það er einmitt þetta atriði,
hvað veturinn er langur á ís-
landi og sumrin stutt og köld,
sem gerir það varhugavert að
apa eftir öðrum þjóðum í búskap
nema með fullri aðgát og stilla
kröfurnar etftir staðháttum og
ástæðum.
Séu ær rúðar seinni hluta
vetrar, þá þurfa þær að hafa
verið kappaldar í fleiri mánuði,
þá þola þær kuldann og við-
brigðin betur mannsberar og þá
er kannski einhver filding kom-
in. Svo er þá sennilega ágætt
að gefa lýsi, það er svo hitagef-
andi og bætefnaríkt. Á þetta
vantar reynslu, hún þarf að
koma, en fara að öllu með gát.
Fjárhúsin þurfa að vera ágæt,
þurr, loftgóð og trekklaus og
ekki köld meðan ull er að vaxa
svolítið. Hrímleki má alls ekki
vera. Því varla er það gott að
láta leka ofaná beran bjórinn á
lambfullri á, sem kannski er á
leiðinni með að skila tveimur
eða þremur lömbum eftir stutt-
an tíma.
Húsþakið þarf því að vera ein
angrað. Annars þurfa öll kinda-
hús að vera góð, svo ærin skili
góðum dilkum og góðri ull. Séu
ær rúðar seinni hluta vetrar, þá
þurfa þær að hafa aðgang að
húsi fram eftir öllu vori, ef vont
veður gerir.
Það hljóta þvi að vera skiptar
skoðanir með þetta. Og það er
annað hvað hægt er að gera mgjð
fáar kindur en margar. Kindin
er þrifið dýr og þolir illa blaut
hús og vont loft, verður lungna-
veik. Hún liggur gjarnan úti í
kuldagolu og miklu frosti, en
hleypur inn í húsið sitt, ef gerir
stormskúr.
„111 meðferð á skepnum ber
vott um grimmt og guðlaust
hjarta“, stendur í Helgakveri,
sem börnin lærðlu fyrir ferm-
ingu áður fyrr.
Versfcu kindahús, sem notuð
eru, heyra undir þetta.
Ekki þarf svo stórar grindur
undir hrúta, að það sé ekki hægt
kostnaðarins vegna að hafa þær,
og hafa hirðusemi á að hreinsa
undan þeim, svo þeir séu þurrir
og þokkalegir, og ullin skemm-
ist ekki af skít.
Ætli það sé ekki dýrast að
hafa sauðféð heilsulítið og af-
urðalítið.
Fjós kúnna eru undir eftirliti.
Það ættu öll peningahús að
vera undir eftirliti.
Bændur athuga ekki, hvað
miklum arði þeir tapa á því að
hafa húsakynni búfénaðarins
slæm. Það er menningaratriði að
láta dýrum sínum líða vel. Þar
tilheyrir húsakynnin eins og hjá
manninum.
Það er víst að meðan verið
er að gera tilraunir með vetíþr-
rúningu, þá verður mörg kind-
in að tilraunadýri. Þá vil ég
segja þetta við fjárbóndann:
Settu þig í spor kindarinnar.
þlóðið í henni er álíka heitt og í
þér.
Hvenær er bezt að rýja féð
og hvernig er bezt að fram-
kvæma verkið svo öllu réttlæti
sé bezt fullnægt?
1. Kindin sé í serh beztum
holdum, þegar hún er rúin.
2. Sé rúið síðaTÍ hluta vetr-
ar, þá verða fjárhúsin að vera
svo góð að teljist „ill meðferð"
að hafa mannsberar kinduT í
þeim. Þetta fé þarf að hafa
húsaskjól í misjöfnum veðrum
fram eftir öllu vori.
3. Aldrei að rýja mannsberar
kindur á vorin, heldur láta þær
bíða fram á sumarið og rýja
þær þá. Þetta hafa þeir bændur
meira í hendi sér, sem hafa féð
í heimahögum yfir sumarið en
þeir sem reka eða flytja á afrétt.
En þessir bændur ættu að geta
hafa órúða féð heima og rýja
svo, þegar tækifæri gefst.
En eitt er áreiðanlega skemmti
legast og bezt, en það er að sem
allra fæst sauðfé sé í tveimur
reyfum þegar réttir eru komnar.
Trassaskapur viðvíkjandi rún
ingu sauðfjársins er ófyrirgef-
anlegur.
Með þeirri tækni, sem nú er
við heyskap, þá ætti að vera
hægt að grípa stund til að rýja
nokkrar kindur, sem eru í heima
högum.
Hvernig á að rýja kindina okk
ar svo sem bezt sé framkvæmt?
í gamla daga var ullin svo
mikils virði, að menn freistuðust
til að taka hana af skepnunni
full fljótt. Nú er ullin svo lítils
virði að það frestar ekki fjár-
eigandann að rýja of fljótt á vor
in; heldur þvert á móti eykur á
trassaskap á allri rúningu fjár-
ins.
Þegar kindin er rúin, þá eru
þrjár aðferðir notaðar: Ullin
reytt, klipp eða skorin af kind-
inni.
Það eru ljótar aðfarir að slíta
ullina af kindinni svo hún sé blá
og marin á bjórnum eftir rún-
inguna og hamist viti sínu fjær
af sársauka í höndum kvalara
síns, sem framkvæmir verknað-
inn.
Mundi þér þykja gott að láta
hárreyta þig?
Það eru slæm vmnubrögð að
klappa eða skera alveg inn við
skinn kindarinnar, þegar hún er
rúin, og enn verra er að særa
skinnið, en þetta sést því mið-
ur.
Hver fjáreigandi þarf að eiga
nóg af góðum áhöldum til rún-
ingsins, og hafa þau í góðu lagi,
en þessi áhöld eru: Sauðaklipp-
ur og hnífar, og nota má góð
skæri, og nú eru vélklippur að
ryðja sér til rúms. Svo þarf að
hafa við höndina fínt brýni.
Þessi áihöld þurfa að vera sem
bezt að gerð og vel beitt, svo
rúningurinn takizt sem bezt.
Sjálfsagt er að eiga kinda-
múla hvort sem féð er hyrnt eða
kollótt. Einnig mjúkt sauða-
band, sé hún bundin sauðabandi
meðan rúið er.
Gamlar ær ætti aldrei að
binda sauðabandi.
Rúningsstaðurinn þarf að
vera þurr, og gott veður sé val-
ið til rúnings.
Réttin sé í hólfum svo gott sé
að ná kindinni.
Aðstaða til aðraksturs sé sem
bezt. Út frá réttardyrum sé að-
hald eða girðingar sín til hvorr-
ar handar úr iambheldu netL
Þessar girðingar þurfa að vera
langar og það langt á milli þeirra
yzt að gott sé að reka féð á
milli. Má þannig alveg losna við
eltingaleik og hundbeitingu, sem
fer mjög illa með féð, og gerir
það styggt og hrætt.
All slíkt verkar til minni af-
úrða. Svo er þetta vinnusparn-
aður.
Nokkur atriði til minnis:
1. Aldrei skal rýja kind með
handafli, en strjúka má lausa
ull af kindinni.
2. Þegar kindin er klippt, þá
skal klippa sem næst gömlu ull
inni, en skila sem mest eftir af
þeirri nýju.
3. Þegar rúið er með hníf, þá
skal beita honum þannig, að
kindin verði sem loðnust eftir
rúninguna. Bezt hef ég séð rúið
með beittum hníf. Sé ekki sand-
ur í ullinni, þá þarf ekki að
brýna hnífinn oft, er nóg að
slípa hann á hnénu á buxunum
sínum. Það geri ég.
4. Um vélklíppingu gildir það
sama, að kindin sé sem loðnust
eftir klippinguna.
5. Gefa sér nægan tíma til
verksins, sérstaklega vanda vel
rúningu á rýru fé, gömlum ám
og góðum mjólkurám, tvílemb-
um og þrílembum.
6 Rýja allt fé árlega.
7. Baða aldrei kind í tveimur
eða mörgum reyfum. Slíkt r níð
ingsáttur og ekki sæmandi góð-
um dreng.
Hvernig sem á þessi máli er
litið, rúning sauðfjárins, þá er
það undir mannúð og dómgreind
fjárbóndans og rúningsmannsins
komið, hvernig þetta verk er innt
af hendi .
Bændur, standið vörð um að
toafa hreinan skjöld gagnvart öll
um dýrum, en þó sérstaklega
gagnvart þeim dýrum, sem þið
ræktið ykkur til vífsviðurværis.
Og líðið engum að setja blett á
bændastéttina með ómannúð-
legri meðferð eða trassask^p
gagnvart ykkar vamarlausáú
skjólstæðingum — húsdýrunum.
í marz 1968,
Jón Konráðsson,
Selfossi.