Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 19®8 Jttoc&nMdbito Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. PARÍS Oamkomulag ríkisstjórnanna ^ í Washington og Hanoi um París, sem viðræðustað þessara aðila, hefur að vonum vakið mikinn fögnuð um heim allan. U Thant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem ítrekað hefur gert tillögur um París eða Varsjá, sem fundarstað, sagði í gær, að þetta væru mestu gleðitíðindi, sem hann hefði heyrt í mörg ár. Viðbrögð al- mennings um heim allan munu vera mjög á sama veg. Nú eru liðnar rúmar fjórar vikur, frá því að Johnson, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu þá, sem opnaði leiðina til samninga í Víetnam og í gær voru nákvæmlega fjórar vik- ur frá því, að Hanoi-stjórnin svaraði jákvætt tilboði Banda ríkjáforseta. Allan þennan tíma hafa aðilar deilt um fundarstað en hvorki gengið né rekið. Af þeim sökum munu margir hafa óttast, að ekkert yrði af þessum lang- þráðu viðræðum. Nú hefur samkomulag náðst og því ber að fagna. Höfuðborg Frakk- lands er um margt heppileg til þessara fundarhalda. Af- staða frönsku stjórnarinnar til Víetnamdeilunnar hefur verið slík, að báðir aðilar geta þess vegna sætt sig við París. Bæði Bandaríkin og N-Víet- nam hafa sendiráð í París svo og helztu bandalagsríki og sendiherra N-Víetnam í París hefur um langt skeið verið einn helzti talsmaður N- Víet- namstjórnar á erlendri grund. Þótt samkomulagi aðila um fundarstað sé nú mjög fagn- að skyldu jnenn ekki vera of bjartsýnir um gang samninga viðræðna. Viðræðurnar, sem leiddu til vopnahlés í Kóreu, stóðu um nær tveggja ára skeið og allan þann tíma var barizt af heift á vígvöllunum. Viðræðurnar, sem hefjast í París í næstu viku munu fyrst og fremst snúast um al- gjöra stöðvun loftárása Bandaríkjamanna á N-Víet- nam. Þegar og ef samningar takast um það má búast við, að raunverulegar samninga- viðræður hefjizt um vopna- hlé eða frið. Á meðan munu bardagarnir geisa áfram, sjálfsagt af engu minni hörku en hingað til og leiðin til frið- ar verður vafalaust torsótt. Það er því hyggilegast að gera sér ekki of miklar vonir um skjótan árangur. Það virðist hins vegar liggja ljóst fyrir, að hernað- arlegt jafnvægi hefur skapazt í Víetnam. Hvorugum aðila hefur tekizt að ná slíkri fót- festu, að hann geti gert sér vonir um hernaðarlegan sig- ur. Þess vegna eru líkur til þess, að samningaviðræðurn- ar beri meiri árangur en ella. Víetnam hefur verið vett- vangur blóðugra átaka í rúma tvo áratugi. Fyrst var barátt- an háð um veldi Frakka í Víetnam og þegar henni lauk, var landinu skipt í tvennt og síðan hefur baráttan snúizt um það, hvort annar hlutinn gæti komið hinum á kné. Mesta stórveldi heims hefur dregizt inn í þau átök og a.m.k. tvö önnur voldug ríki hafa með óbeinum hætti orð- ið styrjaldaraðilar. Ef til vill kemur síðar í ljós, að ræða Lyndons Johnsons hinn 31. marz sl., varð fyrsta skrefið til friðar í þessu marghrjáða landi. Tíminn sker úr um það, en á næstu vikum og mánuð- um mun athygli heimsins beinast að höfuðborg Frakk- lands fremur en nokkrum öðr um stað á hnettinum. NÝ VIÐHORF í FÉLAGSMÁLUM k síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir á ýmsum sviðum félagsmála hér á landi. Má þar benda á hið víðtæka tryggingakerfi, sem byggt hefur verið upp og er mjög fullkomið, þótt ýms- ar lagfæringar megi á því gera og þá áfanga, sem náðst hafa í húsnæðismálum. Á sviðum húsnæðis- og trygg- ingamála hafa vissulega orðið framfarir, sem íslend- ingar geta verið stoltir af. En einn er sá þáttur félags- mála, sem vakið hefur tak- markaða athygli hérlendis, en hefur þó vaxandi þýðingu og er ekki síður mikilsverð- ur en hinir tveir höfuðþætt- ir þessara mála, sem áður voru nefndir. Þar er annars vegar um að ræða margvís- lega þjónustu opinberra að- ila við böm og unglinga, með uppbyggingu dagheim- ila, leikskóla, gæzluleikvalla og annarra leikvalla og góðri aðstöðu til heilbrigðs tóm- stundalifs og skemmtana- halds. Á hinn bóginn eru svo þeir takmörkuðu hópar í þjóðfélaginu, sem af ein- hverjum ástæðum eiga við erfið vandamál að stríða, erfiðar heimilisástæður vegna drykkjuskapar, veik- inda eða annarra aðstæðna, svo og börn og unglingar, sem með einhverjum hætti eru afbrigðileg. Þessi þáttur félagsmála krefst sívaxandi athygli og áberandi er t.d. í starfi Reykjavíkurborgar hve mik- il og vaxandi áherzla er lögð á þessa málaflokka. II' j U lAN UR HEIMI Hvað verður gert við Tshombe? — FANGELSUN mín hefur aflað mér meiri skilnings og samúðar en mér myndi hafa tekizt að skapa mér með ræð um mínum. Þannig komst Moise Tshombe að orði 1964, en þá var hann forsætisráð- herra Kongós og hafði verið settur í stofufangelsi í Kairó af Nasser forseta í þrjá daga. Egypzki forsetinn vildi þá koma í veg fyrir, að Tshombe fengi að tala á ráðstefnu hlut lausra ríkja. Þegar Tshombe skrifaði ár ið 1966 þessa setningu í bÓK sína: Fimmtán mánuðir í stjórn Kongós, var hann kom inn til Evrópu í útlegð sem fyrrverandi forsætisráðherra lands síns. Nú er hann aftur í Afríku, ennþá fyrrverandi forsætis- ráðherra — og búinn að vera þar 10 mánuði í fangelsi. Enn er óvíst, hvort Tshombe, sem var neyddur til þess að lenda í flugvél í Alsír hinn 30. júní í fyrra, muni að þessu sinni einnig gefa út endurminning ar um reynslu sína af fanga- vist sinni ,því að ef farið hefði verið eftir ósk forseta Kongós og erkióvinar Tshom bes, Joseph-Désiré Mobutus, þá væri búið að taka hinn fyrrnefnda af lífi fyrir löngu. Mobutu lét dæma Tshombe af lífi þegar 13. marz 1967. Herréttur í Kinshasa, höfuð- borg Kongó, komst að eftir- farandi niðurstöðu: Ákærður, Tshombe, væri sekur um landráð. Eftir að flugvél Tshombes hafði verið neydd til að lenda í Aalsír, þóttist Mo- butu þegar hafa hættulegasta keppinaut sinna í höndum sínum. Hæstiréttur Alsír kvað upp þann úrskurð 21. júlí sl. ,að krafa Mobutus um afhendingu fangans væri rétt mæt. Afhenda skyldi „lögleg um kongóskum yfirvöldum“ fangann. Mobutu lét dæma Tshombe ann fyrir Tshombe í Kins- hasa ,en að vísu fullsnemma, Moise Tshombe því að hingað til hefur ein- valdur Alsírs, Houari Bou- medienne, ekki viljað af- henda þennan dýrmæta fanga, sem „allir Kongóbúar“ biðu eftir. (Svo komst frétta- stofa Kongós að orði í júlí sl.) Mobutu átti sjálfur sök á þessu, því að hann kom í veg fyrir þá von Alsírbúa, að Kongó myndi snúa baki við einni vinaþjóð sinni, fslaelsmönnum, í því skyni að fá Tshombe framseldan. Mobutu lét hatursmenn ísraels í Alsír ekki fá sig til þess að taka upp sömu af- stöðu og þeir gagnvart ísra- el. Enn þann dag í dag þjálfa ísraelsmenn, er sendir hafa verið til Kongó, fallhlífaher- menn þar og enn situr ísra- elskur sendiherra í Kinshasa. Nú er ekki framar spurt eftir fanganum af hálfu Kongó né heldur hefur Alsír neitt um hann að segja. Blöð- in í ríki Boumediennes virð- ast hafa gleymt honum, en í júlí sl. spáði blaðið „E1 Moudjahid" því, að „réttur byltingarinnar myndi leiða til þess, að Tshombe hlyti verðskuldaða refsingu“. Við og við er hins vegar háft eftir óopinberum heim- ildum í Alsír, að þessi svarti fangi, sem ekkert gildi hafi lengur, verði senn látinn laus. Þeirrar skoðunar er einnig René Floriot, einn fremsti verjandi fyrir rétti í Frakklandi, en Ruth, kona Tshombes, bað hann um að- stoð og ráðleggingar. f síðustu viku sagði Flori- ot í blaðaviðtali: — Lögfræði lega er að vísu ekkert unnt að gera eins og er. Málið sjálft er afgreitt. Ég er hins vegar sannfærður um, að Alsírstjórn muni láta Tshombe lausan. Þota sú, sem Tshombe ferð aðist með, er honum var rænt fyrir 10 mánuðum, var afhent eigendunum, sem eru brezkir, fyrir tveimur vikum. Eftir því sem fréttir segja í Alsír, liggi Tshombe sjálfum hins vega rekkert á að vera látinn laus. Fanginn hefði nóg að gera með að „teikna“. Dœmdur fyrir morð á Gyðingum Bamberg, Vestur-Þýzkalandi 2. maí — NTB — AP — FRANZ Rademacher fyrrum samstarfsmaður Adolfs Eich- manns var í dag dæmdur til 5 ára fangelsisvistar fyrir aðild að morðum á 3.300 Gyðingum á heimsstyrjaldarárunum síðari. Er þetta í annað skiptið, sem Rademacher hlýtur dóm fyrir Gyðingaofsóknir á valdaárum nazista í Þýzkalandi. Hann var árið 1952 dæmdur til þriggja ára og fimm mánaða fangelsisvistar, og sat þá inni í fimm mánuði. Að þeim tíma loknum var Rade macher látinn laus eftir að á- En þessir þættir félags- mála snerta ekki einvörð- ungu sveitarfélögin. Hér hef- ur ríkisvaldið einnig hlut- verki að gegna, sem það hef- ur lítið sinnt fram að þessu, en hlýtur að gera í vaxandi mæli á næstu árum, vegna þess, að með auknu þéttbýli, skapast ný og ný vandamál í þessum efnum, og þau þarf ekki aðeins að leysa þegar þau eru orðin til, heldur þarf að grípa til róttækra ráðstafana til þess að fyrir- byggja að þessi vandamál komi nokkru sinni upp. frýjun hans hafði verið tekin til greina og ný réttarhöld áttu að fara fram í málinu. Tókst hon- 'um þá að flýja frá Vestur- 'Þýzkalandi til Sýrlands, þar sem Ihann dvaldist í 14 ára. Sneri *hann heim til Þýzkalands árið 1966 vegna heilsubrests, og var •handtekinn við kcmuna til flug ■vallarins við Núrnberg. Til frádráttar nýja dóminum reiknast sá tími, sem Rademac- her hefur þegar setið inni, en samtals eru það fjögur ár og tveir mánuðir, þar með talinn sá tími er hann sat í herfangelsi Bandaríkjamanna í styrjaldar- lokin, og fangelsisvist hans með an hann beið dóms árið 1952. Verjandi Rademachers krafð- ist sýknu, en sækjandi 15 ára DULSPEKISKÓLINN í Reykja- vík átti tíu ára afmæli í janúar sl. í tilefni afmælisins hefur stjórn skólans ákveðið að heiðra öll núlifandi ljóðskáld íslands. Það skilyrði er sett, að viðkom- andi Ijóðskáld hafi látið frá sér fara eina ljóðabók, eða fleiri, handrit að frumsaminni ljóða- eða geti lagt fram fullkomið fangelsis. Sagði sækjandinn, Fritz Amrhein, í lokaræðu sinni að Rademacher hafi ótilneyddur verið handbendi Eichmanns, þess er hengdur var í ísrael árið 1962. Bandaríski lögfræðingurinn Ro- bert Kempner, sem var talsmað ur aðstandenda átta hollenzkra munka og nunna, er nazistar myrtu á stríðsárunum, lýsti því yfir að Rademacher væri engu betri en Eich- mann sjálfur, og ætti meir sök á atburðunum en hver annar „fangabúðaböðull". Verjandinn fór fram á að Rademacher yrði sýknaður, og sagði að hann hefði reynt árangurslaust að vinna gegn útrýmingarherferð nazista gegn Gyðingum. Rademacher er 62 ára, og var á árunum 1940—1943 yfirmaður Gyðingadeildar þýzka utanríkis- ráðuneytisins. Á þeim árum kom hann fram með nýja tillögu til lausnar Gyðingavandamálinu, og er sú tillaga við hann kennd. Vildi hann láta flytja alla Gyð- inga Evrópu til Madagaskar. bók. Geta skáldin snúið sér til Sig- fúsar Elíassonar forsöðuwianns Dulspekiskólans í Reykj'avík með handrit sín og bækur. Dulspekiskólinn hefur á und- anförnum árum heiðrað þekkt þjóðskáld og tónskáld, þó þess hafi ekki verið getið opinber- lega. Dulspekiskólinn heiðrnr íslenzkt ljóðnsknld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.