Morgunblaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1968
3
STAKSTEINAR
Heildarvelta Hagtryggingar 1967
23 millj. - tekjuafgangur 2,2 millj.
Aðalfundur félagsins haldinn 27. apríl sl.
Aðalfundur Hagtryggingar var
haldinn 27. apríl í veitingahús-
inu Lídó. Á fundinum mættu1
120 hluthafar, og höfðu atkvæða
umboð fyrir hlutafé sem nam
7.2 millj. kr., og voru því á
fundinum fulltrúar fyrir meira
en helming alls hlutafjár félags
ins. Fundarstjóri var Árni Guð-
jónsson, hrl., og fundarritari Sig
urður Sigurðsson, hrl.
í skýrslu stjórnarinnar kom
fram, að rekstur félagsins hefur
aukizt verulega á starfsárinu.
Teknar voru upp tvær nýjar
tryggingargreinar, verðtryggðar
áhættulíftryggingar og hóp-
tryggingar.
Tala bifreiða í ábyrgðartrygg
ingum er um 7000 og hefur auk-
izt um 17%, en tala kaskótrygg-
inga er rúm 2000, og hefur rúm-
lega tvöfaldast á starfsárinu.
Aðrar tryggingar' hafa einnig
aukizt mikið eða nær tvöfaldast'
og eru nú orðnar verulegur lið
ur í rekstri félagsins. Þetta var
fyrsta árið, sem Hagtrygging
veitir alhliða tryggingaþjónustu
og getur félagið nú annast allar
trygginar, sem fáanlegar eru á
frjálsum tryggingamarkaði hér
á landi.
Hóptryggingar þær, sem Hag-
trygging tók upp um síðustu
óramót, eru í rauninni nýjung
í tryggingastarfsemi hér, þær
fela í sér sjúkratryggingar, sem
áður hafa verið óþekktar á
frjálsum tryggingamarkaði. Þá
eT Hagtrygging í samvinnu við
FÍB að undirbúa sérstakar ferða
tryggingar.
Heildarvelta félagsins nam á
árinu rúmum 23 millj. kr., og
tekjuafgangur 2.249.971,00 kr.,
er búið var að draga frá opin-
ber gjöld. Seint á árinu 1967
fór fram endurmat á tjónum
ársins 1966 og kom þá fram van
mat og vantalning á tjónum, sem
lækkaði tekjuafgang þess árs
um 1,142.111,00 kr., eftir breyt-
ingu á sköttum. En leiðréttingu
þessa samþykktu ríkisskipaðir
endurskoðendur og skattayfir-
föld.
Nokkrar umræður urðu 'um
skýrslu stjórnar, reikninga og
fjármálaskýrslu framkyæmda-
stjóra, og létu ræðumenn í ljós
ánægju með góða afkomu félags
ins á árinu 1967, sérstaklega
með tilliti til þess, að þetta ár
er almennt talið til erfiðleika-
’tíma varðandi allan rekstur.
Þess var minnzt á fundinum,
að Hagtrygging átti þá 3ja ára
starfsafmæi, og nokkuð rakinn
tilgangur með stofnun félags-
ins og árangur af starfi þess.
Þegar Hagtrygging hóf starf-
semi sína 1965 lækkaði hún bif-
reiðatryggingariðjöld um ná-
lega 60% fyrir góða ökumenn
og hafa þau haldizt óbreytt
síðan, þrátt fyrir mikl-
ar hækkanir á almennu verð-
lagi og kaupgjaldi. Með hinu
nýja tryggingafyrirkomulagi
Hagtryggingar var fyi^irhugað
að beita tryggingatækninni í
þágu slysavarna og öryggis í
umferðinni almennt.
Reikningslega hafa 2% starfs-
ár hjá Hagtryggingu verið gerð
upp, og á þeim tíma greiðir fé-
lagið 3.3 millj. kr. í arð til hlut-
hafa og leggur til hliðar rúma
1. milj. kr. í hreinan ágóða (árs
árður 10-15 ). Skudlausar fast
eignir voru um siðustu áramót
að verðmætum 16.7 millj. kr., en
hlutafé var 12 millj. kr. Þegar
litið er á arðgreiðslur, hreinan
hagnað og efnahag félagsins, er
rétt að hafa í huga, að þegar
Hagtrygging var stofnuð 1965
voru bifreiðatryggingar talin
einhver fjárhagslega örðugasta
tryggingagrein hér á landi, og
stórfelldar iðgjaldahækkanir ný
afstaðnar.
Það virðist ganga öfugmælum
næst, að unnt hafi verið að
stofna tryggingafélag um erfið-
ustu tryggingagreinina með þeim
hætti að lækka iðgjöld og auka
tjónabætur, skila arði af hluta-
fé og hreinum hagnaði. Hitt virð
ist þó enn furðulegra að öll hin
eldri tryggingafélög hafa nú
getað lækkað iðgjöld sín af
bifreiðatryggingum niður undir
iðgjöld Hagtryggíngar og einnig
aukið tjónabætur sínar dálítið.
Samfara þessum ráðstöfunum
virðist taprekstur á bifreiða-
tryggingum almennt hafa horf-
ið. Þetta hefur þó vakið furðu
litla athygli og fáum hefur fund
izt, að fyrirbærið þyrfti skyr-
ingar við. Ein skýrng er þó
skjalfest, en það er fækkun um-
íerðartjóna. Nemur fækkun bif-
reiðaárekstra frá því Hagtrygg
ing tók til starfa um 30%. Þetta
er naumast nægileg skýring á
svo stórbreyttri afkomu bifreiða
| trygginga, því er ekki ólíklegt
talið, að bifreiðatryggingastarfs
semi sé nú betur rekin en hún
var áður en Hagtrygging kom
til sögunnar.
Sá heildarsparnaður, sem bif-
rieðaeigendur verða aðnjótandi
vegna þeirra iðgjalda sem Hag-
trygging innleiddi árið 1965 og
þeirra lágu iðgjalda, sem síðan
hafa haldizt, nemur tugum millj
óna króna á ári, sennilega ekki
minni fjárhæð árlega en öllum
þeim nýju álögum, sem lagðar
voru á bifreiðaeigendur á síð-
asta Alþingi og síðarmeir er ætl
að að renna til hraðbrauta. Fund
urinn taldi að félaginu hafi tek-
izt á þessum fyrstu þrem-
starfsárum að ná settu marki,
þ.e.a.s. að tryggja góðum öku-
mönnum iág iðgjöld og beita
tryggingatækninni til varnar um
Roffisala Kvenfélags Hnteigs
sóknar í Lídó ó morgun
HIN árlega kaffisala Kvenfélags
Háteigssóknar verður á morgun
Kristján Davíðsson við eina mynda sinna í Bogasalnum .
Kristján Davíðsson
sýnir í Bogasal
KRISTJÁN Davíðsson opnar
málverkasýningu í Bogasal Þjóð-
minjasafiisins í dag. Verður hún
opin frá kl. 14-2i2 e.h. daglega til
sunnudagskvölds, 12. maí.
Á sýningunni eru tuttugu
myndir, málaðar á síðustu tveim
ur árum, en fyrir tveimur árum
sýndi hann síðast í Bogasalnum,
og eru allar myndirnar til söiu
nema þrjár. Þær eru ýmist mál-
aðar með penslum eða spaða.
Kristján hefur tekið þátt í nokkr
um sýningum utanlands og er
þar helzt að telja sýningu í Der-
vent College í York í Engiandi,
aðra í Travers Art Gallery, Ed-
inborg, Riehard Demarco Gallery
í Edinborg, á íslenzku sýning-
unni í London og víðar ásamt
síðustu Norðurlandasýningum í
Stokkhólmi sl. ár.
Kristján kvaðst hafa sýnt í
Bogasalnum á tveggja ára fresti
síðastiiðin tíu til tólf ár.
Valdimar J. Magnússon flytur
skýrslu sína.
ferðarslysum og umferðartjón-
um. Þá ber þess að sjálfsögðu
að gæta, að f jölmargir aðrir þætt
ir en breytt tryggingátækni hef
ur stuðlað að þessari heillaþró-
un, sem felst í fækkuðum bif-
reiðaárekstrum og slysum.
Stjórn félagsins var endur-
ýmis vandamál framundan, en
unnt yrði að leysa þau á þessu
ári án iðgjaldahækkana. T. d.
yrði beitt strangari aðhaldi gegn
tjónamönnum, unnið verði • að
vaxandi hagræðingu í rekstri
og upplýsingar veittar tryggj-
endum í sambandi við umferðar-
breytingu 26. maí. Þá var einn-
ig bent á, að umferðarbreyting-
in kallaði á aukna þörf bif-
reiðneigenda fyrir kaskótrygg-
ingar.
Stjórn félagsins var engur-
kosin óbreytt, og hlaut hún 93
greiddra atkvæða á fundinum.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Valdimar J. Magnússon. Hluta-
fé er 12 milljónir kr. og hlut-
hafar 990. Hlutafé er mest-allt
innborgað og ekki fyrirhugað að
auka það á þessu ári.
(Fréttatilkynning frá Hagtrygg
ingu).
í veitingahúsinu Lidó og hefst
kl. 3 e.h.
Að venju munu félagskonur
vanda til veitinganna og vænta
þess, að fjölmeimi komi sem
fyrr. Því fé, sem félagið hefir
safnað, hefir a'ðallega verið^ var-
ið til Háteigskirkju, til kirkju-
gripa og til félags- og mannúðar
starfa. Og þó að kirkjunni sé að
mestu lokið, skortir enn ýmis-
legt nauðsynlegt, sem félagið hef
ir hug á að styrkja fjárhagslega.
Þeir, sem á morgun koma í
Lidó til þess að drekka þar sið-
degiskaffið að þessu sinni hjá
Kvenfélagi Háteigssóknar, munu
eiga þar ánægjustund. En jafn-
framt eru þeir að styrkja mikil-
vægt starf og styðja gott mál-
efni.
Safnaðarfólki'ð hefir sýnt það
í verki, að það kann vel að meta
áhuga félagskvenna og þróttmik-
ið, fórnfúst starf þeirra. Aðrir
Reykvíkingar hafa og sýnt þeim
velvilja á ýmsan hátt. Þessvegna
má vænta fjölmennis i Lídó á
morgun. — J. Þ.
Styrkur til náms-
dvalar í Köln
Háskólinn í Köln býður fram
styrk handa íslendingi til náms
þar við háskólann næsta háskóla
ár, þ.e. tímabilið 15. október ‘68
til 15. júlí 1969. Styrkurinn nem-
ur 400 þýzkum mörkum á mán-
uði, og styrkþegi þarf ekki að
greiða kennslugjöld. Næg þýzku
kunnátta ér áskilin.
Umsóknum um styrk þennan
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjártorg, fyrir 31. maí n. k.,
og fylgi staðfest afrit prófskírt-
eina ásamt meðmælum. Umsókn-
areyðublöð fást í ráðuneytinu.
Klíkustarfsemi Einaxs
í síðasta tölublaði „íslend-
ings“ á Akureyri segir m.a.:
„Einar Olgeirsson, hinn af-
dankaði kommúnistaforingi, var
hér á ferð í síðustu viku, og
mætti hann þá á klikufundum,
bæði hjá ungkommaklíkunni og
kliku gamalla Akureyrar-komm-
únista, en þessar klíkur eru
tengdar saman með Jóni Haf-
steini Jónssyni menntaskóla-
kennara og er þeim stefnt út í
hatramma baráttu gegn Hanni-
balistunum í Alþýðubandalag-
inu á Akureyri. — Dreifing Vi-
et-Nam bréfsins í Menntaskól-
anum og með Mbl. var aðeins
einn liður í að herða upp ung-
kommaklíkuna og samræma
vinnubrögð hennar og ung-
komma í Reykjavík. En sem bet-
ur fer tókst svo klaufalega til,
sem raun ber vitni og vakið
hefur andstyggð eina saman.
Starfsemi ungkommaklíkunn-
ar er athugunarverð út af fyrir
sig, eins og hún er upp byggð
og látin vinna innan Mennta-
skólans, en í viðtali við blaðið
tjáði skólameistari því, að ekki
væri á hans valdi að setja skorð-
ur við slíku, það væri manna á
æðri stöðum. Skólameistari
kvaðst vita af því, að Viet-Nam
áróðrinum og tilheyrandi hefði
verið dreift á dimmission og
oftar í skólanum, og hann kvaðst
einnig hafa fylgzt eftir megni
með gangi þessara mála al-
mennt innan skólans".
Skiptir bókmennta-
stefna ritstjórans móli
í Tímanum sl. miðvikudag er
haldið áfram að ræða bókmenj/ta
stefnu Ólafs Jónssonar, nýkjörins
ritstjóra Skírnis. Lagðar eru fyr-
ir hann spurningar um afstöðu
hans til bókmenntaverðlauna-
veitingar undanfarin tvö ár. I
bréfi, er Ó. J. skrifar Andrési
Kristjánssyni, ritstjóra og
birtist í Tímanum í gær svarar
hann þessum spurningum. í lok
bréfsins segir hann: „Hitt skii
ég ekki ennþá hvað þetta mál
kemur Skírni eða Bókmennta-
félaginu við“.
Þessari spurningu svarar Tím-
inn svo:
„Varðandi þá einstaklinga,
sem komið hafa við sögu í þess-
um skrifum, kemur þetta ekki
beinlínis Skírni við. En svör
Ólafs Jónssonar, sem er nýskip-
aður ritstjóri Skirnis, sýna
ótvírætt hver er bókmennta-
smekkur hans og stefna. Hér
skal ekki lagður á það dóm-
ur, hvort sú stefna eða smekk-
ur er góður eða vondur, heldur
er aðeins verið að draga fram
í dagsljósið viðhorf hins nýja
ritstjóra Skírnis, þegar yfirlýst
er að gjörbreyta eigi því elzta
og virðulegasta bókmenntatíma
riti á Norðurlöndum og taka
meðal annars upp sem megin-
efni ritsins „heiðarlega bók-
menntagagnrýni" undir yfir-
stjórn gagnrýnandans. Viðhorf
hans hljóta því að skipta höfuð
máli fyrir félaga í Hinu ísL
bókmenntafélagi og útgefend-
ur Skírnis og lesendur hans.
Þar sem hin „ljúfu svör“
Ó. J. liggja fyrir sem frekari
sönnun um bókmenntasmekk
hins nýja ritstjóra Skírnis,
telur Tíminn ekki ástæðu til að
ræða aukaatriði málsins frek-
ar, eins og úthlutun bókmennta-
verðlauna blaðanna. Hins veg-
ar áskilur blaðið sér allan rétt
til að ræða framtíð Skírnis og
álit manna á breytingum þeim,
sem þar er verið að gera, þrátt
fyrir „takmarkaðan skilning"
Ólafs Jónssonar á því, að
bókmenntasmekkur hans koml
Skirni eða Bókmenntafélaginu
við“.
r
l
*
■