Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1968. Sparisjódi Alþýðu senn breytt í banka AÐALFUNDUR Sparisjóðs al- þýðu var haldinn fyrir skömmu. Eftir að hafa kannað lögmæti fundarins setti Einar Ögmunds- son fundinn í veikindaforföllum formanns stjórnar sparisjóðsins, Hermanns Guðmundssonar. Egg- ert G. Þorsteinsson félagsmála- ráðherra var kjörinn fundar- stjóri. Óskar Hallgrímsson flutti skýrslu stjórnar. Sparisjóðurinn tók til starfa 29. apríl 1967 og hafa innstæður vaxið með hverjum mánuði. Fram kom í skýrslu stjórnarinn- ar að sparisjóðurinn býr nú þeg- ar við af þröngan húsakost og er í athugun stækkun á húsnæði lians að Skólavörðustíg 16. Jón Hallsson sparisjóðsstjóri las upp og skýrði reikninga sparisjóðsins og voru þeir síðan samþykktir samhljóða. Á fundinum var samþykkt til- laga frá stjórn sparisjóðsins um að kanna hjá verkalýðsfélögun- um um land allt væntanleg hlutafjárloforð í sambandi við fyrirhugaða breytingu sparisjóðs ins í banka. Stjórn sparisjóðsins var öll endurkjörin til næstu tveggja ára, en hana skipa: Hermann Guðmundsson.formaður, Björn Þórhallsson, Einar Ögmundsson, Markús Stefánsson og Óskar Hallgrímsson. (Fréttatilkynning). Kvikmyndasýning Germaníu: IMemendur Sigrúnar Jónsdóttur sýna Flutniiagur musteris í Egyptulundi — MEÐ smíði Assvan-stíflunnar í Egyptalandi verða miklar breyt- ingar í Nílardalnum, stór lands- svæði verða vatni hulin, þar sem áður voru sandau'ðnir og eyði- merkur. Sums staðar á þessu-m slóðum rísa miikil mannvirki, forn musteri, sem lítt sér á enn í dag, þótt aldur þeirra skipti þúsundum ára, og væri það mik- ið tjón, ef slík mannvirki hyrrfu í hið nýja stöðuvatn. Mikils- verðustu menningarverðmætun- um hefur verið bjargað, og er sýnd kvikmynd af flutningi musterisins Kalabsha á kvik- myndasýningu félagsins Ger- maníu í dag, laugardag. Má þar einnig sjá einkennilegt landslag í Nílardalnum. Einxiig verður sýnd bygging mikils sjóvarnargarðs í Norður- Þýzkalandi og fréttamyndir frá því í febrúar sl. Sýningin verður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heim- ill aðgangur, börnum þó einung- is í fylgd me'ð fullorðnum. Mólarameistar- ar stofna verktakafélag SÍÐASTLIÐINN fimmtudag 16. maí komu saman í húsnæði meistarafélags byggingamanna að Skipholti 70, hér í borg, 26 málarameistarar til að stofna með sér verktakafélag. Hlaut fé- lagið nafni'ð Málaraverktakar s.f. og er tilgangur þess að annast hverskonar málningavinnu á stór um og smærri verkefnum og efn issölu í því sambandi. Er félagið þó einkum stofnað í því augnamiði, að auðvelda málarameisturum að taka að sér stór verk, sem krefjast mikils vinnuafls og þurfa að vinnast á skömmum tíma. Hyggst félagið taka að sér verkefni hvar sem er á landinu. t stjórn Málaraverktaka s.f. voru kjörnir: Svan Magnússon, formaður, Páll Guðmundsson, gjaldkeri og Vilhjálmur Ingólfs- son, ritari. (Frá stjórn Málaraverktaka s.f.). — f Sjómannaskólanum í DAG verður opnuð nemenda sýning í samkomusal Sjómanna- skólans, og sýna þar muni sína nemendur í batikskóla Sigrún- ar Jónsdóttur. Fréttamenn skoð uðu sýninguna í gær og kennir þar margra fallegra grasa. Þar eru batikkjólar, dúkar, glugga- tjöld og fleira af þeirri gerð, myndvefnaður, hnýtt teppi, smelti, málaðir postulínsmunir og ótal margt annað. Sigrún Jónisdóttiir, hefur haft náimskeið á veitri hverjum und- anfarin ellefu ár, og nú í vetiuir voru námskeiðin til húsa fyirir oflan verzlun henniar, Kirkju- imiuni í Kinkjustrseti. Um 30 tímar eru í hveirju náimiSbeiði og hafla þau verið þrjú í veituir. Sigrún fllytur efni inn sjálf, bæði til verZliunarimnair og skóianis. Soroptimistklúbbur Reykjavík ur mun flá allan ágóða af að- gamgseyri, sem kemur inn fyrir sýninguna. Sumarbúðastarl við Vestmannsvatn ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti byrjar sumar- búðastarfið við Vestmannsvatn í Aðaldal þann 14. júní n.k. og verða eins og áður námskeið fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. — Tekinn verður í notkun nýr svefnskáli. — Tími námskeið anna og aldursflokkar barnanna er sem hér segir: 1. flokkur stúlkur 8—10 ára 14. júní til 29. júní. 2. flokkur drengir 8—10 ára 2. júlí til 17. júlí. Útlitið slæmt í Árneshreppi Spjallað við Gunnar Guðjónsson Morgunblaðið hafði í gær tal af Gunnari Guðjónssyni frá Ingólfsfirði, en hann er stadd ur í Reykjavík um þessar mundir. Við spjölluðum stutt- Iega við hann um ástand og horfur í Arneshreppi og spurð um fyrst hvernig tíðarfar hefði verið í vetur. Tfðarfar hefur verið afskap lega erfitt í vetur. Mikið hefur verið um ís, t.d. hefur í Ingólfsfirði verið ís frá ára- mótum, lagnaðarís framan af og svo fyllti allt af hafís, og er enn. Hefur hann aldrej ver ið meiri en nú, Húnaflói var að mestu fullur og allir firðir. Gátum við aðeins hreyft bát í Ingólfsfirði í hálfan mánuð, vegna íslaga, var það í ferbrú ar og svo eftir páska. Að- drættir innan sveitar hafa gengið erfjðlega vegna vondr ar ve'ðráttu, og strandferða- skipin hafa orðið að snúa frá uppá síðkastið vegna hafíss. Annars eiga bændur hey út þennan mánuð og eins ætti fóðurbætir að vera nægur. All ur kvikfénaður er á gjöf og hefur útlitið ekki verið verra síðan veturinn 1949—50, en Gunnar Guðjónsson. þá var gefið fram í miðjan júní. Nú fyrjr tveimur dögum var byrjað að ryðja þjóðveginn norður í Árneshrepp og standa vonir til að því verði lokið í byrjun næstu viku. Verða samgönguvandræðin þar m<eð úr sögunni ef hægt er að halda veginum opnum. — Hvernig er atvinnuá- standið? — Við höfum stundað rækjuveiði undanfarna vetur, ení vetur hefur það verið þannig, a'ð við höfum ekki komizt nema sjö sinnum á sjó, vegna slæmrar veðráttu og ísalaga. Þó hafa menn get- að átt við grásleppu á Gjögri og á Djúpavík og hefur aflast sæmilega, en það hefur alveg tekið fyrir það núna fyrir viku. í byrjun febrúar, þegar ó- veðrið var, braut ísinn bæði hafskipabryggjuna og löndun arbryggjuna. Skemmdir urðu talsverðar og má segja að þær séu ónothæfar eins og þær eru núna. Vonir standa tjl, að þær verði að eiahverju leyti lagfærðar, á þessu sumri. — Og hvernig er hugur fólks þar nyr’ðra. — Það er óhætt að segja að menn líta uggvænlega til framtíðarinnar, sl. sumar var grasleysi og veturinn lagðist snemma að eða í október, svo að búskapurinn verður dýr fyrir bændur. 3. flokkur drengir 10—12 ára 18. júlí til 2. ágúst. 4. flokkur stúlkur 10—12 ára 6. ágúst til 21. ágúst. 5. flokkur stúlkur 12 ára og eldri 22. ágúst til 6. sept. í athugun er nokkurra daga námskeið fyrir drengi eldri en 12 ára eftir 6. sept. — og verður það ákveðið eftir því sem um- sóknir berast. — Sóknarprestar á sambandssvæðinu eru be'ðnir um að taka við tunsóknum og senda þær til form. sumarbúða- nefndar séra Sigurðar Guð- mundssonar prófasts Grenjaðar stað fyrir 19. maí n.k. — Dag- gjaldið er kr. 125,00. — Sumar búðastjóri verður Gylfi Jónsson stud. theol. (Fréttatilkynning frá Æ.S.K. í Hólastifti). - NATO Framhald af bls. 32 stjónnin hefur verið mjög hjálp lleg og saimvinnulipur, og við erum mjög ánægðiir með allliair þær ráðstaflanir, sexn gerðar bafia veirið. Ég get ekki skýrt frá því, hvaða mál verða tekin fyrir á fundinum, þar sem það heflur ekki verið endanlega ákveðið, en á vorfunduniuim fjaBa ráð' herrarnir ávallt um stöðu banda lageinis og að sjálfsögðu með til liti til ástandsins í alþjóðamál um. Fyrir fund þeirira verða einn ig lagðar niðurstöður þeinra at- hugania, sem fylgt hafa í kjöl- flar samþykktar Hairmelisikýrsl- unna r. Þetta verður í fyirista Skipti sem ubamiríkisráðh err a fun dur inn er heldinin í Reykjavík. Eins oig ég gat um fyrr bíðuim við harus með eftirvæntingu". Þesis má geta, að ísland er eiina aðildairríki Atlantsh'afs- ban/lalagsins, þar sem ráðherra flundurinn hefuir ekki verið hald inn. í sambandi við flundinn nú miun Nafo gefa út sénstalkt blað um fsLaind á ýmsum tuogumálum m.a. á íslenzku. Togari siglir á færeyzk- an bát — Frá fréttaritara Mbl. Þórshöfn í Færeyjum, 16. maí. ÞÝZKUR togari, Blankenaese frá Hamborg, sigldi snemma í gærmorgun á færeyska línubát- inn Guðmund við Vestur-Græn- land. Togarinn dró línubátinn til hafnar á Grænlandi í dag. Ágætt veður var en þoka þeg- ar áreksturinn varð. Þýzki tog- arinn sigldi á færeyska bátinn á fullri ferð og kom stórt gat á bátinn, sjór flæddi í vélarúmið og tvær káetur fylltust af sjó, en enginn maður var þar inni. Vélarnar voru stöðvaðar og öll áhöfnin, 24 menn, fóru í bát- ana og var bjargað um borð í Blankenaese. Seinna fóru þrír menn aftur um borð í Guðmund, en hjálparvélar hans reyndust í lagi. Blankenaese dró síðan Guð- mund til Færeyingahafnar á Grænlandi og kom þangað kl. 5 í dag. ______ BRIDGE AÐALFUNDUR Bridgefélags Reykjavíkur verður haldinn í Domus Medica laugardaginn 18. maí og hefst kl. 14. Dagskrá aðalfundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Verðlaun fyrir keppnir á veg- um Bridgefélags Reykjavíkur og Bridgesambands Reykjavíkur verða afhent á fundinum. Barómeterkeppni Reykjavíkur mótsins lauk sl. fimmtudags- kvöld og báru þeir Jón Ásbjörns son og Karl Sigurhjartarson sig- ur úr býtum og hlutu Reykjavík- urmeistaratitilinn. Röð efstu paranna í meistara- flokki varð þessi: 1. Jón Ásbjörnsson og Karl Sigurhjartarson 1574 stig. 2. Vilhjálmur Sigurðsson og Sigurhjörtur Pétursson 1528 stig. 3. Agnar Jörgensen og Ingólf- ur Isebarn 1520 stig. 4. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 1520 stig. 5. Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir 1517 stig. 6. Júlíus Guðmundsson og Tryggvi Þorfinnsson 1476 stig. 7. Gísli Hafliðason og Gylfi Baldursson 1469 stig. 8. Stefán Stefánsson og Jón Þorleifsson 1467 stig. 9. Magnús Oddsson og Ás- mundur Guðnason 1456 stig. 10. Ragnar Þorsteinsson og Þórður Elíasson. í 1. flokki sigruðu þeir Lárus Karlsson og Jón Arason en efstu pörin í 1. flokki flytjast upp í meistaraflokk en þau eru þessi: 1. Lárus Karlsson og Jón Arason 1651 stig. 2. Einar Þorfinnsson og Jakob Ármannsson 1622 stig. 3. Arnar Hinriksson og Jakob Möller 1594 stig. 4. Jón Hjaltason og Örn Arn- þórsson 1586 stig. - KOSYGIN Fnamhald af blis. 1 móti honum á flugvellinum tóku Alexander Dubcek, valdamesti maður Tékkóslóvakíu, Cernik forseti og þingforsetinn Smry- kovsky. Þessir þrír menn fóru í snögga ferð tjl Moskvu fyrir tveimur vikum og hefur ekkert verið látið uppi um tilgang hennar, en talið er að þeir hafi skýrt fyrir sovézkum þjóðarleið- togunum nýja þróun mála í Tékkóslóvakíu að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.