Morgunblaðið - 18.05.1968, Page 14

Morgunblaðið - 18.05.1968, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lö. MAÍ 1968. f 14 Alþjúðlega skákmdtið í Reykjavík FYRI'R heimsstyrjöldina síðari var hrein hending, eí erlendur skákmeistari rakst hingað til lands. í>ó bar það við, til dæm is kom Aljechin, þáverandi heimsmeistari, hingað til lands 1931, en tefldi hér aðeins fjöl tefli og hraðskákir, en tók ekki þátt í reglulegu skákmóti. ís- lenzkir skákmenn voru heldur ekki það lærðir eða þjálfaðir á þeim tíma, að þeir hefðu vonir um að veita sigursælum heims- meistara nokkurt minnsta við- nám í skákmóti. — 1936 kom hingað þýzkur skákmeistari, Engels að nafni, og tók hér þátt í tveimur skákmótum, ásamt hérlendum meisturum. Fór hann með sigur af hólmi í báðum með nokkrum yfirburðum, en þó ekki svo ,að keppnir þessar væru sneyddar öllum spenningi. Eftir heimsstyrjöldina hafa ferðir erlendra skákmanna hing að verið mun tíðari og allmargir sterkir skákmeistarar og stór- meistarar komið hingað til lands. Árið 1957 sker sig þar þó sérstaklega úr, en þá tóku ís- lendingar að sér að skipuleggja og halda hér heimsmeistaramót stúdenta. Komu þá tugir er- lendra skákmeistara hingað til þátttöku í þeirri keppni. Meðal frægustu erlendu meist ara, sem tekið hafa þátt í skák- mótum hér eftir stríð, má nefna: Dr. M. Euwe, fyrrverandi heims meistara, Tal, fyrrverandi heims meistara, Fischer, Spassky, Lar- sen, Taimanoíf Gligoric og Nonu Gaprindashvili, heims- meistara kvenna, svo nokkrir séu taldir. Lengst af hefur það ekki ver- ið bundið neinUm föstum regl- um, hvenær alþjóðleg skákmót eru haldin hérlendis. Skákfor- ráðamenn hér á landi hafa geng izt fyrir slíkum skákmótum, þeg ar tilefni og tækifæri hafa gef- izt, og í því sambandi hæfir vel að vekja athygli á því, að marg- ir þeirra hafa lagt fram mikið Laszlo Szabo og óeigingjarnt starf við skipu- lagningu þeirra móta. Hið opin- bera hefur og stundum veitt styrk til meiriháttar skákmóta. Fyrir röskum fjórum árum, þá var ákveðið af félagssamtökum íslenzkra skákmanna að koma þeirri reglu á, að hér skyldi hald ið alþjóðlegt skákmót annað hvert ár. Samkvæmt þeirri á- kvörðun voru haldin hér alþjóð- leg skákmót árin 1964 (Tal, Gligoric, Nona o.fl.) og 1966 (Vasjukoff o.fl.) Og nú stendur fyrir dyrum þriðja alþjóðlega skákmótið í þessari keðju, og á það að hefjast 2. júni næstkom- andi og stendur væntanlega um hálfs mánaðar tíma. Taka þátt í því sex erlendir meistarar, þar af fimm stórmeistarar (allir nema Addison) svo og átta inn- lendir meistarar (einn stórmeist ari). Erlendu meistararnir eru: Tai manoff og Vasjukoff frá Sovét- ríkjunum, Robert Byrne og Addison frá Bandaríkjunum, Ungverjinn Szabo og Uhlmann frá Austur-iÞýzkalandi. Fyrir okkar hönd tefla: Friðrik Ólafs son, Ingi R. Jóhannsson, Frey- steinn Þorbergsson, Guðmundur Sigurjónsson, Bragi Kristjáns- son, Jón Kristinsson, Jóhann Sigurjónsson og Andrés Fjelsted. Mun ég nú víkja nokkrum orðum að hinum erlendu skák- mönnum, sem hingað eru vænt- anlegir. Erlendu skákmeistararnir Rússneski stórmeistarinn Tai- manoff er vel þekktur hérlend is síðan hann kom hingað til lands árið 1956 og tók, ásamt landa sínum llivitski, þátt í al- þjóðlegu skákmóti ,sem hér var haldið til minningar um Guð- jón M. Sigurðsson skákmeistara. Þeir landar höfnuðu í öðru til þriðja sæti, á eftir Friðriki Ól- afssyni, en hann fór með sigur af hólmi i þessu móti. Hreppti hann átta vinninga af níu mögu- legum, en Rússarnir hlutu sjö og hálfan vinning hvor. Taimanoff er fæddur í Lenin- grad 16. maí 1926 og var þegar fyrir 1950 orðinn vel þekktur skákmaður innan Sovétríkjanna. 1953 náði hánn þeim árangri á Skákþingi Sovétríkjanna að hreppa efsta sætið, ásamt Bot- vinnik, þáverandi heimsmeist- 'ara. Tefldu þeir síðan sex skáka einvigi um skákmeistaratitil Sov étríkjanna ,og sigraði Botvinnik með aðeins eins vinnings mun. Og sama ár og nokkru áður en Taimanoff kom hingað til lands, 1956, hafði hann unnið skákmeist aratitil Sovétríkjanna, eftir harða úrslitakeppni við Spassky og Averbach. Varla verður sagt, að Tai- manoff hafi enn að fullu upp- fyllt þær vonir, sem Við hann voru tengdar á fyrri hluta ára- tugsins 1950—1960. Á þeim ár- um var hann ekki talinn ólík- legri til mikilla afreka en Petro sjan eða Geller, en þessir þrír meistarar komu fram í sviðsljós ið um mjög svipað leyti. Reynsl an hefur þó orðið sú, að þessir tveir meistarar, einkum þó auð- vitað heimsmeistarinn Petro- sjan, hafa sýnt miklu jafnari styrkleika og meiri keppnis- hörku en Taimanoff og útkom- an orðið eftir því. Leiftursókn Tals 1957—1960 varð til þess, að aðrir sovézkir meistarar hurfu um stund all- mikið í skuggann fyrir honum. En eftir ósigur Tals í síðara ein- víginu við Botvinnik, 1961, fór athygli manna aftur að beinast meir að öðrum sovézkum meist- urum. En þótt Taimanoff hafi síðan teflt allmikið á ýmsum skákmótum, bæði innan og utan Sovétríkjanna og eigi sjaldan verið þar í efstu sætum, þá finnst mér honum hafa heppn- azt lakar en flestum öðrum stór meisturum þarlendum að endur heimta þann ljóma, sem lék um nafn hans, áður en Tal kom til sögunnar. Hinu verður ekki neitað, að Taimanoff er mjög listfengur skákmeistari, hann fær mjög snjallar hugmyndir, er bjart sýnn og djarfur, en stundum Friðrik Ólafsson gerir hann sig sekan um ótrúleg- ar yfirsjónir, sem hann verður að gjalda dýru verði, er hann teflir gegn sterkum meisturum. Hann teflir nær aldrei leiðin- legar skákir, heldur af inn- blæstri, sem ljær skákum hans líf of lit, jafnvel er honum mis- heppnast að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Ingi R. Jóhannsson Vasjukoff er minna þekktur utan Sovétríkjanna en Taiman- off og þó allvel. Eins og flestir munu minnast, kom hann hing- að til lands í ársbyrjun 1966, eða fyrir röskum tveimur árum og tók hér þátt í alþjóðlegu móti, ásamt fleiri erlendum meistur- um. Hreppti Vasjukoff þá annað sætið á eftir Friðriki Ólafssyni, en þriðji varð 0‘Kelly frá Belgíu. Aðeins hálfur vinningur skildi þá Friðrik og Vasjukoff að á þessu móti, og gerðu þeir jafntefli sín á milli. Árin 1959 og 1961 höfðu þeir tekið sameiginlega þátt í tveim- ur alþjóðlegum skákmótum í Sovétríkjunum. Varð Vasjukoff þá hlutskarpari í bæði skiptin. Vann hann skák sína gegn Frið- Guðmundur Sigurjónsson rik á seinna mótinu og hafnaði í efsta sæti ásamt Smysloff, en 1959 gerði hann jafntefli við Friðrik, en varð einum vinningi hærri en hann á því móti. — Ég man ekki eftir fleiri skák- um þeirra í milli, og mun því Vasjukoff alls hafa hlotið tvo vinninga gegn einum í þeirra innbyrðis skiptum. Skulum við vona, að stórmeistaranum okkar takizt að jafna þann mun nú. Vasjukoff er fæddur 5. marz 1933, og um eða undir tvítugs- aldri var hann þegar orðinn sterkur skákmeistari. Til dæmis tefldi hann í stúdentaskáksveit Sovétríkjanna á heimsmeistara- móti stúdenta í Lyon 1955, en í þá sveit völdu Rússar aðeins úr- valslið. Taimanoff og Spassky tefldu þar til dæmis á tveimur efstu borðunum. Raunar verður þó að játa, að Vasjukoff hefur aldrei komizt í allra fremstu röð sovézkra stór- meistara. Hefur honum t.d. aldrei heppnazt að verða efstur á „Skákþingum Sovétríkjanna", þótt hann hafi oft verið meðal þátttakenda í þeim. Hins vegar hefur Vasjukoff nokkuð oft unnið skákmeistaratitil Moskvu, en skákmót um þann titil eru oft ast skipuð hinu sterkasta liði. Það má því að réttu lagi segja, að Vasjukoff sé í flokki þeirra sovézku meistara, sem ganga næstir þeim allra fremstu. Hann er ekki mikið slakari skák maður en Taimanoff, þótt minni Ijómi standi um nafn hans og skákstíll hans hafi á sér minni glæsibrag. Þótt skákáhugi sé ekki eins almennur í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum, þá hafa Bandaríkjamenn jafnan átt tals- vert úrval sterkra skákmanna, þótt ýmsir þeirra, eins og til dæmis Reshevsky — svo ekki sé minnst á menn eins og Benkö — séu tiltölulega nýlegir inn- flytjendur. Bandaríkjamenn hafa oftast sýnt góða frammi- stöðu á Olympíumótum og öðr- um alþjóðlegum skakmótum, þótt Rússar hafi oftast staðið þeim þar framar eftir síðari heimsstyrjöldina. Frægustu skák menn Bandaríkjanna á þessari öld munu vera Pillsbury, Mar- shall, Reshevsky, Fine og Fisch- er. Um Bandríkjamennina tvo, sem koma nú hingað til keppni, er það að segja, að þeir eru báð- ir vel þekktir skákmenn, eink- um þó Robert Byrne, sem er eldri, reyndari og öllu traustari skákmaður en Addison. Byrne hefur tekið þátt í að minnsta kosti fjórum Olympíuskákmótum fyrir hönd Bandaríkjanna og náð eftir atvikum góðum árangri þar. Mun hafa fengið minnst 50%,en mest 80% mögu- legra vinninga á þeim mótum. Þá hefur hann margoft tekið þátt í Bkákþingum Bandaríkj- anna og stundum náð þar frá- bærum árangri. Til dæmis náði hann öðru til þriðja sæti ásamt Reshevsky á Skákþingi Banda- ríkjsvna 1966. Varð Fischer einn fyrir ofan þá, en Byrne heppn- aðist að gera jafntefli við Fisch- er á þessu móti. Og á Skákþingi Bandaríkjanna árið eftir gerði hann einnig jafntefli við Fischer, en náði þar lakari heildar- árangri en árið áður. En þótt Byrne hafi gengið all misjafnlega á skákmótum þar vestra, þá virðist honum þannig láta allvel að tefla við „skák- kóng“ þeirra Vestmanna, Fisch- er, og mun hann ekki hafa nema einum vinningi færra út úr þeirra innbyrðis viðskiptum. Var það á millisvæðamótinu í Túriis í vetur, að Fischer náði því forskoti, en á því móti stóð Byrne sig lakar en mátt hefði vænta eftir fyrri frammistöðu hans. Af öllu þessu er Ijóst, að Byrne er allsterkur stórmeist- ari, þótt hann sé ekki eins ör- uggur og hinir rússnesku stór- meistarar. Ef Friðrik er í æf- ingu, ætti hann einnig að vera nokkru sterkari en Byrne. Addison er yngri maður, lík- Mark Taimanoff lega um það bil hálf þrítugur að aldri og er búsettur í Kaliforníu. Þótt hann sé ekki eldri en þetta, þá hefur hann verið æði áber- andi skákmaður, bæði innan og utan síns heimalands síðustu ár- in. Til dæmis hefur hann tekið þátt í tveimur síðustu Olympíu- skákmótum fyrir Bandaríkin, þ.e. í ísrael 1964 og á Kúbu 1966. Stóð hann sig sérstaklega vel á Kúbu ,þar sem hann hlaut yfir 80% mögulegra vinninga. — Þá hefur hann oft náð góðum árangri á skákmótum í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn hafa tvisvar áður sent skákmenn hingað til lands til þátttöku í mótum. Þeir sendu hingað harðvítuga sveit á heimsmeistaramót stúdenta 1957, og svo kom Robert Fischer hing að haustið 1960 og sigraði hér á stuttu skákmóti. — Verður gam an að fylgjast með frammistöðu bandarísku meistaranna nú, eink um hvernig okkar mönnum vegnar í skiptum við þá. Meðal þeirra gesta, sem einna ánægjulegast er að fá hingað til keppni ,er Ungverjinn Laszlo Szabo, því þótt honum sé kannski eitthvað farið að förl- ast í skákirini hin síðustu árin, þá hefur hann ávallt haft lag á Szabo. að fá fram skemmtilegar skákir og stöður, og var hann á sínum beztu árum einn glæsilegasti sóknarskákmaður í heimi. Hann hefur tekið þátt í þremur kandi- datamótum í röð, í Búdapest 1950, Ziirich 1953 og Amsterdam 1956, og má af því ráða, hve öfliugur skákmeistari hann er. Hefur enginn annar skákmeist- ari ,utan Sovétríkjanna, nokkru sinni náð því að vinna sér rétt- indi til að tefla á þremur kandi- datamótum í röð. Szabo var meira að segja mjög nærri því að vinna sér þátttökurétt í fjórða kandídatamótinu í röð, það var á millisvæðamótinu í Portoroz 1958. Þar munaði ekki nema hálfum vinningi eða svo, að hann næði réttindum til að tefla á kandidatamótinu í Júgó- slavíu 1959. Meðal þeirra, sem þar skriðu fram úr honum, voru tveir ungir og upprennandi meistarar, þeir Fischer og Frið- rik Ólafsson. Síðan þá hefur Szabo ekki gert meiriháttar tilraunir til að komast í raðir kandídatanna, og hefur hann tekið sjaldnar þátt í skákmótum eftir 1960 en áður. — Szabo hefur margoft unnið skákmeistaratitil Ungverjalands, Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.