Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1968. Elísberg Pétursson bryti, sjötugur ÁRIÐ 1898, 5. marz fæddust hjónunum Vilborgu Sigurðar- dóttur og Pétri beyki Hafliða- syni á Kjalarnesi tvíburar, sem voru synir, þeir Elísberg og Sigurður. Sigurður lézt úr Spönsku-veikinni 1918, þá tví- tugur að aldri, en Elísberg held- ur í dag upp á sjötugsafmæli sitt. Hann er á þessu degi stadd- ur fjarri æskustöðvuim sínum. Hann er nú bryti á m/s. Fjall- fossi. Elísberg ólst upp í hópi margra systkina, þrú systkina hans voru dáin, er Elísberg fæddist. Tvíburabróður hans dó, eins og fyrr segir, á tvítugsaldri, en átta voru systkinin er kom- Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Ingibjörg Ahrens, Skólastræti 5, ust til fullorðinsára. Nú eru fjögur systkina hans á lifi, þau Kjartan vélstjóri, Jóhannes bíl- stjóri og Guðfinna. andáðist fimmtudaginn 16. maí. Börn og tengdabörn. t Þórey Sigurðardóttir Höfðaborg 21, andaðist 16. þ. m. Aðstandendur. t Faðir okkar Hallur Guðmundur Jónsson bóndi, Brjngum, Mosfellssveit, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju mánudaginn 20. þ. m. kl. 1,30. Margrét Hallsdóttir, Regína Hallsdóttir, Edda Hallsdóttir. Elísberg kvæntist 13. okt. 1927 Sesselju Björnsdóttur Bene- diktssonar sjómanns úr Reykja- vík, og er heimili þeirra að Hæðargarði 1Ó. En eins og áður segir, er afmælisbarnið á þess- um degi við störf, staddur í ann- ari heimsáifu. Á fermingaraldri, árið 1912, byrjaði Elísberg að vinna til sjós, þá sem aðstoðarmatsveinn á togaranum Baldri. Síðar vann hann á tveimur togurum öðrum, unz hann byrjaði sem aðstoðar- matsveinn, þegar e/s. Gullfoss hinn eldri kom til landsins árið 1915, en þá var J. C. Klein, nú- verandi kjötkaupmaður, bryti á Gullfossi. í desember 1916 fór Elísberg til Ðanmerkur og sigldi á dönskum skipum I nokkurn tíma. En aftur kom Elísberg í þjónustu Eimskipafélagsins á árinu 1919, og hefur hann því nær ætíð síðan verið á skipum þess útgerðarfélags, sem mat- reiðslumaður eða bryti. Hin síð- ari ár hefur Elísberg þó ekki verið fastur bryti, þar sem hann hætti fyrir nokkrum árum, vegna aldurs. Samt fer hann af og til nokkrar ferðir á skipum Eimskipafélagsins, í forföllum stéttarbræðra sinna. Og nú, á þessum merkisdegi, getur hann ekki fagnað með fjölskyldu smni, vegna veikindaforfalla stéttarbróður hans á m/s. Fjall- t Innilegar þakkir fsrrir auð- sýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför Guðbjargar Bergþórsdóttur kaupkonu. Fyrir hönd aðstadenda. Hafsteinn Bergþórsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för Líkafróns Sigurgarðssonar. Sérstakar þakkir eru fluttar Grunnvíkingum, sem heiðr- uðu minnjngu hans með nær- veru sinni. Börn, tengdabörn og barna- börn. t Föðursystir mín Vigdís Dósóþeusdóttir ver'ður jarðsett þriðjudaginn 21. maí frá ísafjarðarkirkju kl. 2. Fyrir hönd ættingja. Hrefna Magnúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för fósturmóður okkar Þóru Gísladóttur. Borgþóra S. Þorvaldsdóttir, Ilannes H. Sigurjónsson. n CÍIAD MAITT j VAH Mm i i EFTIR BILLY GRAHAM Pwjr Konan mín sakar mig um, að ég hafi reynzt henni ótrúr með einkaritara mínum. Einkaritari minn vill fá mig til við sig, en ég hef virt það að vettugi, og ég óska einskis fremur en reynast trúr eiginmaður og góður lærisveinn Krists. En hvernig get ég sannfært konu mína um þetta? Þegar ég lít á það, sem þér segið um einkaritara yðar og um álit konu yðar á henni, þá mundi ég í yðar spor- um byrja á því að losa mig við einkaritarann. Konur finna slíka hluti á sér, og þó að þér segið, að skoðun konu yðar hafi ekki við rök að styðjast, hefur hún að því leyti rétt fyrir sér, að slík sambönd eiga sér nú stað og einkaritari yðar er ekki sú ólíklegasta. Afbrýðissemi sumra eiginkvenna stafar ekki af því að menn þeirra séu þeim ótrúir, heldur vita þær einatt um þriðja aðilann, sem bíður þess albúinn að færa sér í nyt hugsanlega erfiðleika eða misfellur í hjónabandinu. Einhver hefur sagt: „Slæm stúlka verður ekki góður einkaritari, og góð stúlka verður ekki slæmur einkarit- ari“. Fremur vildi ég hafa þá stúlku á skrifstofu minni, sem er kristin í lífsviðhorfi sínu, en jafnvel færasta einkaritara heims, sem hefur það efst í huga að draga mig á tálar. fossi. Ekki efa ég, að heldur hetfði hann kosið að vera hér nær á þessum degi, en við slíku er ekki neitt að gera, sjómenn þekkja slíkt. f störfum sínum, bæði við matreiðslu ,sem og brytastörf- um, hefur Elísberg á lönguim starfsferli kynnst mörgum, og margir rnunu vera þeir samstarfs mennirnir, sem bæði hafa haft hann sem yfirmann, sem og undirmann, en báðir þessir hóp- ar hafa ætíð kunnað að meta starf hans, og ekki síður notið kunningsskapar við hann, enda er EMsberg léttur í lund og glað- ur á fagnaðarstundum. Það eru sumir menn, já það ótrúlega margir menn, sem ekki vilja láta mikið á sér bera, og er lítt um að láta rita mikið um sig, ekki einu sinni á tylli- stundum. Mér er Ijóst, að í þeim hópi er Elísberg Pétursson bryti, sem í dag fyliir sjö tugi ára af æfiskeiði sínu: En Elísberg kemst samt ekki hjá því, að hin- ir mörgu samferðamenn hans og vinir vilja á slíkum degi mega staldra við og minnast hans, helst að taka í hönd hans, sem þó verður ekki kostur á að gera á sjálfan afmælisdaginn, en bíð- ur komu hans yfir Atlantshafið að vestan. En samtferðamenm- irnir og vinirnir vilja samt á þessum degi þakka honum svo margt á liðnum tímum. Ég, er þessar línur rita, kynntist Elís- berg fyrst árið 1940, þegar hann kom sem 1. matsveinn á e/s. Lagarfoss, hinn eldri. En þá var ég nýbúinn að hefja minn mat- reiðjduferil, og var 2. matsveinn a því skipi. En samstanf ókkar þar um borð varð ekki langt, en upp frá því skapaðist okkar á milli vinátta er aldrei hefur slitnað. — Þeir eru margir sem slíkar sögur geta sagt um Elís- berg, enda er maðurinn sérstakt prúðmenni, virrafastur, og eftir því framúrskarandi vinsæll af öllum er honum hatfa kynnzt. Þegar hann var fimmtugur, var hann aldursforseti matreiðslu- deildar Matsveina- og veitinga- þjónafélags íslands, og nú á sjö- tugsafmæli sínu er hann aldurs- forseti Félags bryta. Innan Mat- sveita- og veitingaþjónafélags- ins skoraðist Elísberg aldrei undan störfum, þegar til hans var leitað, en miklar fjarvistir á sjónum urðu þess valdandi, að krafta hans naut ekki sem skyldi við félagsstörf þá. Hann gerðist meðlimur Matsveina- og veitingaþjónafélagsins 1. janúar 1931. En þegar Félag bryta var stofnað, árið 1955, varð Elísberg einn af stofnendum þess. Enda mun hann manna bezt, að öðr- um ólöstuðum, skilið nauðsyn traustra stéttarsamtaka. — Inn- an Félags bryta hefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörfum, og hin síðari ár hefur hann verið varatformaður þess, og er það enn. Eitt kjörtmabil var hann í varastjóm Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, og í mörg ár hefur hann átt sæti í Fulltrúaráði sjómannadagsins, og öll þessi störf hefur hann leyst af hendi með samvizku- semi og lofs verðum áhuga. Elísberg Pétursson var árið 1964 sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsihs, og í dag, á sjö- tugsafmæli hans, verður hann gerður að heiðursfélaga Félags bryta, sá fyrsti og eini, er þann heiður hefur hlotið, og er Elís- berg ve! að þeim he’ðri kominn. Fyrir hönd stéttabræðra hans, stéttafélags og Fuiltrúaráðs sjó- mannadagsins, sem og hinna mörgu vina hans og samferða- manna, vil ég færa þeim hjón- um Elísbergi og Sesselju, sem og öðrum ástvinum, beztu heilla- óskir í tilefni afmælisins, og allir vonum við að hann megi enn um mörg ár njóta góðrar heilsu og ánægjulegra stunda. Sjáifur vil ég þakka Elísberg ánægjulega samvinnu við mat- reiðslustörf á árunum áður, svo og gott samstarf að sameigin- legum áhugamálum, sem enn er ekki lokið, með ósk um, að enn eigi eftir að standa sem lengst. Böðvar Steinþórsson. — Útvarpsgjald Framhald af bls. 11 um að taka þessar tölur alvar- léga, þá sjá allir hversu alvar- legt ástandið verður n.k. maí, þegar lögregla og umferðarnefnd þurfa að koma áríðandi leiðbein- ingum og öðrum tilkynningum til ökumanna á vegum úti, en aðeins tæplega 5. hluti bifreiða- stjóra mun þá heyra til þeirra! Er þá gagnsemi þessara um- ferðaþátta ekki nokkuð vafa- samt. Eða vita forráðamenn út- varpsins að meginþorri öku- manna nær til þeirra, þótt aðeins litill hluti þeirra greiði tilskil- ið gjald? Hversu lengi á þannig að mismuna útvarpsnotendum? Um 8 þúsund bifreiðaeigendur hafa fest útvarpstæki í bifreið sína með einum eða tveimur skrúfnöglum. Enginn veit hversu margir þeir eru, sem ekki festa tækin í bíla sína, heldur hafa ferðatæki og þar af leiðandi greiða þeir ekkert „Skrúfnagla- gjald“, en eins og komið er, er ekki hægt að nefna útvarpsgjald af bifreiðatækjum annað. Menn geta hengt á sig tíu ferðatæki og farið gangandi, hlaupandi, hjólandi og akandi hvert sem þeir vilja án þess að nokkuð sé sagt við því né aukagjald kraf- izt, en festi bifreiðaeigandi eitt tæki í bifreið sína með tveim skrúfnöglum, þá skal hann greiða fullt gjald fyrir. Enn hljóta allir að viðurkenna, að hér er hrein endaleysa á ferð- inni. Á s.l. hausti var þetta mál tek- ið fyrir á þingi Félags isl. bif- reiðaeigenda. Voru allir þingfuil trúar á einu máli um, að þessa sérsköttun bæri þegar að leggja niður, en í stað þess taka upp nefskatt. Jafnframt bæri að stuðla að því, að sem flestir bif- reiðaeigendur hefðu útvarpstæki í bifreiðum sínum, og þá sérstak- lega nú, er framundan væri svo víðtæk breyting á umferðinni, sem breytingin yfir í hægri um- ferð er. Það ylti á miklu varð- andi breytinguna til hægri, að sambandið milli lögreglu, fram- kvæmdanefndar og bifreiðastjóra væri sem bezt. Var þetta mál afgreitt til Hægri uefndarinnar, en ekki er mér kunnugt um hvaða tillögur hún hefur í þessu máli. Þar sem Ríkisútvarpið* hefur nú hafið skólaútvarp, og hvetur nemendur og kennara til að hafa með sér útvarp í skólana, meg- um við ef til vill búast við því, er nær dregur 26. maí, að Ríkis- útvarpið og Hægri nefndin hvetji alla bifreiðaeigendur til að fá sér ferðatæki i bifreiðir sínar, þar sem sérstakur um- ferðarþáttur er þeim ætlaður í útvarpinu. Þessir átta þúsund bifreiðaeigendur geta svo haldið áfram að borga útvarpsgjald sitt á meðan skrúfurnar halda tækj- unum í bifreiðum þeirra. Að lok- um má geta þess, að Svíar töldu svo þýðingarmikið að stuðla að því, að sem flestir hefðu út- varpstæki í bifreiðum sínum, að útvarpsgjald þar hefur verið lagt niður. Þessi mynd er af Bjarna Jóni Steingrímssyni, en um hann birtist minningargrein hér í blað- inu á miðvikudaginn. Varð myndin og greinin viðskila og olli þeim mistökum að myndin birtist í gær með kveðjuorðum til annars manns. Eru hlutaðeig- andi beðnir afsökunar á þessum mistökum. Innilegar hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, er sýndu mér vinarhug á 75 ára af- mæli mínu, hinn 21. apríl sj. Lifið heil. Ólafur Árnason Skjólbraut 3 Kópavogj. Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, skyldfólki og vinum fyrir heimsóknir, góðar gjafir og alúðar kveðj- ur, á sjötugsafmæli mínu 10. maí. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Ólafsdóttir Hundastapa. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.