Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1968. / Jfotgtiiiifttfrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. AUKNAR FISKVEIÐAR jyú þegar á móti blæs í ís- lenzku. efnahagslífi og skilningur manna vex á því að efla og auka framieiðsl- una er eðhlegt að hugleitt sé, hvað unnt sé að gera til þess að treysta meginatvinnuveg landsmanna, sjávarútveginn og hvort ekki séu tiltæk ráð til að auka aflaföng. Þegar álmálið var á döf- inni og mest rætt um stór- iðju. heyrðust þær raddir. að ekki mætti leggja út á þá braut, vegna þess að fisk- veiðar og fiskvinnsla ættu að standa undir atvinnurekstri landsmanna. Þessi sjónarmið eru fráleit. Að sjálfsögðu þurfum við að auka og efla stóriðju eins og kostur er, en hitt er jafn fráíeitt að halda, að stóriðjan geti í náinni framtíð komið að verulegu leyti í stað fiskveiðanna. Sjávarútvegur er og verður meginatvinnuvegur lands- manna. En þá er á hitt að líta, að fiskifræðingar telja ólíklegt að auka megi fiskveiðar hér við land; fiskstofnarnir flest- ir séu þegar fullnýttir. En þar með er ekki sagt, að fisk- veiðar megi ekki auka ann- ars staðar á Atlantshafi, og hins er einnig að gæta, að við íslendingar gætum ætlað okkur stærri hlut í heildar- aflanum í þessum heimshluta en við nú höfum. Fyrir nokkrum árum benti Davíð Ólafsson, þáverandi fiskimálastjóri, á það, að æskilegt væri að gera tilraun til fiskveiða í nánd við Af- ríkustrendur. Þá risu komm- únistar og aðrir afturhalds- menn upp með miklu írafári og hófu árásir á fiskimála- stjóra og töldu þessa tillögu fráleita og bera vott um skammsýni og vantraust á þeim atvinnurekstri, sem nú er við lýði. Var það í sam- ræmi við önnur viðbrögð þeirra, sem á móti framför- unum eru, hvenær sem nýj- ungum. er hreyft. Auðvitað ber okkur íslend- ingum að leitast við að sækja sjávarafla á fjarlæg mið. Engir sjómenn eru betri en okkar sjómenn, sem sýnt hafa að þeir afla miklu meira en starfsbræður þeirra annars staðar. Þess vegna eigum við vissulega að geta verið sam- keppnisfærir, þótt á fjarlæg- ari mið sé sótt. Brýna nauð- syn ber þess vegna til að at- huga gaumgæfilega hvernig við gætum komið okkur upp fullkomnum veiðiskipum til sjósóknar á fjarlæg mið. Því miður hefur togaraút- gerð gengið svo illa nú um langt skeið, að hún er þess algjörlega vanmáttug að stunda slíka tilraunastarf- semi. Líklegt er þess vegna, að nauðsynlegt verði að leit- ast við að koma á fót öflugu útgerðarfyrirtæki með víð- tækum samtökum til þess að byggja nýtízku skip til út- hafsveiða. Væri eðlilegt að opinberir aðilar greiddu fyr- ir slíku fyrirtæki, þótt það ætti hins vegar að vera í einkaeigu, enda hefur það sýnt sig ekki síður á sviði útvegs en annars atvinnu- reksturs, að einkafyrirtækin bera af opinberu fyrirtækj- unum. TVÖ KAUPFÉLÖG IVaupfélagið á Seyðisfirði er sem kunnugt er gjald- þrota og hafa þar tapazt veru legir fjármunir ýmissa þeirra, sem inneignir áttu hjá kaup- félaginu, en hins vegar virð- ast eignir þess hafa verið seldar á lágu verði, og er kaupandi Samband ísl. sam- vinnufélaga. Skömmu áður var frá því skýrt, að reikningar Kaupfé- lags Árnesinga fyrir árið 1966 hefðu verið gerðir upp með 26 millj. kr. rekstrar- halla, en þar af voru 16 millj- ónir taldar vanfærðar frá fyrri árum. Þetta eru vissu- lega uggvænlegar fréttir, og getur ekki hjá því farið, að menn spyrji, hvað hér sé á seyði og vilji fá skilmerki- legar skýringar á því, ekki sízt þar sem hér er um al- mannasamtök að ræða. Morgunblaðið hefur marg- sinnis lýst því yfir, að það vilji styðja heiðarlegar og heilbrigðar aðgerðir sam- vinnufélaganna til að koma rekstri sínum í betra horf og forða því að fjöldi lands- manna verði fyrir stórfelldu tjóni. En sú aðferð að láta einstök kaupfélög verða gjald þrota, en síðan kaupi samtök kaupfélaganna, þ.e.a.s. S.Í.S. eignirnar fyrir lágt verð hlýt ur að teljast varhugaverð, og á sama hátt hlýtur það að vekja tortryggni ef ekki fást skýringar á því, sem gerzt hefur hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Samvinnureksturinn er vafalaust í miklum vanda staddur, en sá vandi minnkar ekki heldur vex við það, ef ekki er gerð grein fyrir því hvernig hann er vaxinn. p ■ ii li n ■■ f 11 ■ i j U1 ÍAN UR HEIMI Fagnandi mannfjöldi tekur á móti de Gaulle við komu hans til Búkarest. Heimsókn de Gaulles for- seta til Rúmeníu A ÞRIÐJUDAGINN var hóf Charles de Gaulle Frakk- landsforseti fimm daga opin- bera heimsókn til Rúmeníu og var honum geysivel fagn- að, er hann kom til Búkarest. Tók forseti Rúmeníu og leið- togi rúmenska kommúnista- flokksins, Nikolai Ceausescu, á móti forsetanum við kom- una. Þetta er þriðja opinbera heimsókn de Gaulles til komm únistaríkja Austur-Evrópu og fer ekki hjá því, að hún veki mikla athygli sem hinar fyrri. Aður hefur hann heimsótt Sovétríkin eða fyrir tveimur árum og í fyrra fór hann til Póllands. Þá hefur hann enn fremur þegar lýst því yfir, að hann hafi fullan hug á því að heimsækja Tékkóslóvakíu. Þessi þriðja opinbera heim- sókn Frakklandsforseta til Austur-Evrópu nú er engin tilviljun og hún stendur í sambandi vi'ð atburði, sem verið hafa að gerast að und- anförnu og hleypa stoðum undir stefnu hans, en krefjast einnig varkárrni. Stjórnar- völdin í Rúmeníu, sem höfðu þegar boðið forsetanum í op- inbera heimsókn sl. haust, vonast til þess, að þessi heim- sókn skapi Rúmeníu tækifæri til þess að halda enn frekar fram óháðri stefnu gagnvart hinum volduga sovézka ná- granna sínum, en þegar er orðið, og að leggja áherzlu á sameiginleg markmið sín og vestræns ríkis. Það virðist vera von rúm- enskra ráðamanna, að franski forsetinn veki athygli á og leggi áherzlu á sameiginlega stefnu Rúmena og Frakka, en forsetinn er að minnsta kosti ekki út á við gagnrýndur í Sovétríkjunum eftir heim- sókn hans þangað fyrir tveim ur árum og svo virðist sem Sovétríkin bjndi vonir að sumu leyti við stefnu hans. Frá fornu fari hafa tengsl Frakklands og Rúmeníu ver- ið vinsamleg, ekki hvað sízt á milli heimsstyrjaldanna, er þau voru í bandalagi saman. Bæði þá og áður áttu frönsk menning og sjónarmið greið- an a'ðgang að Rúmenum, enda eru þjóðirnar skyldar. Frakk- land er því eðlilegasti stuðn- jngsmaður Rúmeníu nú, er Rúmenar hafa sýnt, að þeir vilja verða sem óháðastir Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Staða Rúmeníu nú innan Varsjárbandalagsins er ekki ósvipuð stöðu Frakk- lands innan Atlantshafsbanda lagsins bæði hernaðarlega og stjórnmálalega. En de Gaulle hefur örugg- lega ekki Rúmeníú eina í huga með heimsókn sinni þangað. Honum hefur þegar tekizt að hafa veruleg áhrif á Atlantshafsbandalagið i þá átt, sem hann hefur viljað. Hann hefur drgeið herafla Frakklands undan yfirstjórn bandalagsins og ráðið því, að ekkert bandarískt herlið er lengur í Frakklandi. Það hef- ur jafnan verið sjónarmið hans, að Bandaríkin réðu o( miklu innan Atlantshafs- bandalagsins og hann þykist hafa náð því markmiði sínu að draga úr áhrifum þeirra. Méð sama hætti vill hann hvetja ríki Austur-Evrópu til þess að gerast óháðari Sovét- ríkjunum en áður og draga þannig úr hinum miklu áhrif- um þeirra í Austur-Evrópu. Þetta er hins vegar ekki eina markmið stefnu de Gaull es í Austur-Evrópu. Það dylst engum, að hann vill efla áhrif og virðingu Frakk- lands sem mest út á við. Þrátt fyrir það að Vestur- Þýzkaland er efnahagslega öflugasta ríki Efnahagsbanda- lagsins er það samt Frakk- land, sem undir hans stjórn hefur náð því að verða þar pólitískt forysturíki. Með sama hætti og de Gaulle hef- ur tekizt a'ð grafa undan bandarískum áhrifum í Vest- ur-Evrópu miðar hann greini- lega að því að grafa undan sovézkum áhrifum í Austur- Evrópu og það er vafalaust tilgangur hans, að ríkin þar taki ekki einungis að líta í vestur, heldur eigi þau að lita til Frakklands. Hver árangur verður í þess um tilgangi af heimsókn for- setans til Rúmeníu verður látið ósagt hér. Víst er, að hann verður að beita var- kárni til þess að ögru Rúss- um ekki um of, sem nú eru vel á verði eftir þær róttæku stjórnmálabreytingar, sem gerzt hafa í Tékkóslóvakíu og aðger’ðir þeirra andstöðuafla, sem til sín hafa látið taka í Pólandi. Hins vegar kann hikandi afstaða franska for- setans, ef hún er um of, að herða tök Sovétríkjanna á fylgiríkjum sínum. De Gaulle mun því að líkindum gæta þess að ganga ekki of langt, svo að Sovétríkjunum finnist sér ekki ögrað en innan þeirra marka ýta undir viðleitni rúmenskra stjórnmálamanna til óháðari afstöðu gagnvart Sovétríkjunum og ekki hvað sízt minna Rúmena á, að það er annað ríki í vestri, sem þeir geta hallað sér að, þ.e. Frakkland. VERNDUN VATNA 1/ú'ða um lönd veldur það * miklum vandkvæðum, að ár og vötn hafa mengazt svo, að hvergi er hreint eða heilnæmt vatn að fá. Við ís- lendingar erum svo gæfusam ir að hafa fram að þessu nokk urn veginn varðveitt vötn okkar. Þó eru þegar orðin að því nokkur brögð, að vatn sé að mengast. En sú ógæfa má ekki gerast, að áfram stefni í þá átt. Þess vegna þurfa allir aðilar, bæði einstaklingar, rík isvald og sveitarfélög að sam- einast um að hindra óhreink- un vatna okkar og uppræta slíkan ósóma, þar sem hann hefur viðgengizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.