Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1968. Þorgeir Ibsen: SKÖLA- OC FRÆBSIUMÁL Um skólarannsóknir og fleira Fáein orð til leiðréttingar. í grein minni í gær, gleymd- ist óvart að geta þess, að um- ferðarspjöldin með 60 spurning- unum voru í 6 flokkum. Það er aðeins einn þessara flokka, sem fellur úr gildi 26. maí, en í honum eru 10 spurningar ásamt 10 svörum, sem er jafn- margt og í hverjum hinna flokk- anna, en þeir verða áfram í gildi eftir „H-dag“. Þá féll það einnig af mjsgán- ingi niður, að á fjárlögunum fyr- ir yfirstandandi ár er áætlað til skólarannsókna 1,4 milljón króna, tæpum þó. — Hvernig væri að breyta til í umferðar- málum skólarannsóknana. Láta þær hverfa frá vinstri og yfir til hægri í þeim efnum, ekki endilega pólitískt sé’ð, — engar meiningar í þá átt, en fremur, ef það verða mætti til þess að hrinda af stað áróðursherferð þeim til framdráttar. Kannski yrði þá unnt að sarga upp þótt ekki væri nema tuttugasta hluta af þeim 60 milljónum króna, sem alvöru umferðarbreytingin kost- ar. — 3 milljónir eru líka hey á harðindaári. Stundaskráin og nemandinn. Ýmsu má breyta, ýmislegt færa tij betri vegar í skólamál- um okkar, án þess að til þess þurfi að koma að kveðja dyra hjá skólarannsóknum til þess að fá úr hlutunum skorið. Hér er um ýmis stórvægileg grundvall- aratri’ði að ræða, sem úr skorð- um hafa gengið hin síðari ár, eins og t.d. stundaskrá nemanfl- ans, en hún varð fyrir alvarlegu skakkafalli, þegar gefið var út 1962 nýtt erindisbréf fyrir kenn- ara. (Stj.tíð. B. nr. 120/1962). En í 8. gr. þess segir: „Daglegur starfstími kennara í skólanum skal vera samfelldur, nema skóla stjóri og kennarar eða kennara- fundur verði ásáttir um annað.“ (Leturbr. Þ. I.). — Um stunda- skrá nemandans er ákvæði í er- indisbréfi fyrir skólastjóra í barna- og gagnfræðaskólum, út- gefið 1962. (Stj.tíð. B. nr. 119/ 1962). Þar segir svo í 8. gr.: „-------Einnig verði þess gætt, að stundaskrá nemenda verði sem samfelldust.------“ (Let- urbr. Þ. I.). SÍÐARI GREIN Ekki er kveði'ð hér eins af- dráttarlaust að orði um sam- felldan vinnutíma eins og í er- indisbréfi kennara um sama efni. Orðið „sem“ dregur þar mjög úr, nemandanum í óhag. Það er nokkurs konar varnagli við því, að gefið sé meira í skyn en unnt er að efna. Og raunin er líka sú, að ekki er framkvæmanlegt, við núverandi aðstæður, að gera hvorttveggja í senn, sem sé þáð að hafa daglegan starfstíma beggja aðila samfelldan. Annar verður að þoka fyrir hinum. Báðum er vorkunn, — nemand- anum þó meir en kennaranum. En þó er gengið á hlut hins fyrr- nefnda, þótt hann sé veikari að- ilinn og sá máttarminni og þótt til hans og fyrir hann sá allt orðið: uppeldi, fræðsla, skólar og kennarar, sem sagt: allt skólakerfið með gögnum sínum og gæðum. — Réttur nemand- ans til samfellds vinnutíma í skólanum er skertur til þess að hið opinbera ver’ði fyrir minni fjárútlátum. Það er ljtið óhýru auga skapist eyður í stundaskrá kennarans. Þær kosta fé. Það verður að koma í veg fyrir, en þ«ð gerist ekki nema með því móti, að hlutur nemandans sé fyrir borð borinn. Kennslu- og uppeldisfræðin skýrir okkur svo frá og leggur á það mikla áherzlu, að stunda- skráin og öll uppbygging henn- ar skuli fyrst og fremst sniðin og mi'ðuð vjð þarfir nemand- ans. Þar næst er lögð áherzla á heppilega og sem skynsamleg- asta niðurröðun námsgreina og námsefnis, en síðast er svo kom- ið að kennaranum og hans tím- um. — í erlendum skólum eru þessi atriði höfð í heiðri. Þar þurfa nemendur ekki að mæta oft á dag í skóla vegna sundur- slitinnar stundaskrár. Þeirra vinnutími er þar samfelldur. En vjð förum þveröfugt að. Hér er hlutunum snúið við. í uppbygg- ingu stundaskrárinnar skipar kennarinn fyrsta sætið og nem- andinn það sí’ðasta, en náms- greinarnar, þ.e. hinar bóklegu halda sínu. En vegna sérgreina verða flestir nemenda að koma oftar í skólann á dag en einu sinni; tvisvar, þrisvar og jafn- vel fjórum sjnnum í stöku til- felli. Þetta er mikil sóun á tíma. Það veldur oft leiða og sárind- um hjá nemandanum, þegar hann er setztur að við heima- námið sitt, að þá man hann allt í einu eftir því, að hann á eft- ir að fara í leikfimi, handa- vinnu eða söng. Þetta veldur mikilli truflun og ruglingi og bitnar ekki sízt á heimanám- inu, sem oft vill fara í mola við þetta. Þetta kemur líka oft niður á sérgreinunum, sem eru ekki síð- ur nauðsynlegar og þarfar en þær bóklegu. Foreldrar kvarta oft sáran yfir þessu ástandi og hver láir þeim þa’ð. Þeir, sem hafa átt börn sín í erlendum skólum, þar sem vinnutími nem- andans er samfelldur, eru kvart- sárastjr vegna þessa. Það er ekki að undra, þegar öðru hefir ver- ið vanizt. Á þessu þarf vissulega að ráða bót og því fyrr því betra. En það gerist ekki án átaks og fjárútjáta og ekki án þess að vinnutfma kennarans sé breytt. í skóla, sem hefði aðstöðu til sérgreinanáms, væri eðlilega settur nemendum, hefði starfandi kennara frá kl. 8 eða 9 að morgni til kl. 4 eða 5 síðdegis, væri hægt að koma þessu við. Skólinn á að vera vinnustaður nemandans og kennarans með samfelldan vinnutíma. Allt starfið í sambandi við skólann, heimanám nemandans og heima- vinna kennarans á að færast inn í skólann sjálfan. Væri skólinn rekinn á þennan hátt yrði and- rúmsloftið innan veggja hans allt annað. Hann yrði raunhæf- ari, árangursríkari og meira lif- andi. Aktaskriftin, sem er svo einkennandi fyrir alla starfsemi hans nú myndi hverfa. Kenn- arinn myndj líta á sig sem mann í fastri stöðu, en ekki tímakaupsmann, sem feginn hverfur á brott þegar síðustu kennslustund er lokið. — Me'ð- an nemendur hans væru hjá öðrum kennara, t.d. í sérgrein, væri hann að undirbúa náms- efni, fara yfir verkefni nem- enda, undirbúa kennslustund. Hann gæti líka komið því við að hafa meira samband við for- eldra en honum tekst nú. Hon- um gæfjst betra tækifæri til þess að sinna og leiðbeina þeim nem- endum, sem sérstaklega þyrftu þess með. — Kennslustundir hans ættu ekik að vera fleiri á viku en 30—32 í staðinn fyrir 36 eins og nú er. Þessum 4—6 stundum, sem frá eru dregnar kennslunni, mætti verja á ann- an hátt í þágu nemenda og skól- ans. Undir þessum kringum- stæðum og við þessar aðstæður gæti hin margumtaláða hand- leiðsla, sem fáráðlingarnir skop- ast að, náð að festa rætur í kennslustarfinu. Vel væri, ef það gerðist. Skiptar skoðanir — umdeilt atriði. Um margt eru menn sammála í skólamálum og á sama hátt eru menn ósammála um margt. I sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga, því að sínum augum lít- ur hver og einn á silfrið. Þann- ig hlýtur það ætíð að vera. — Þáð væri hvorki æskilegt né heppilegt fyrir skólamálin, að þau væru hjúpuð þögninni. Væri ekkert um þau sagt og ekkert um þau ritað yrði kyrr- staða í þeim allsráðandi og jafn- vei afturför- Menn láta skoðanir sínar á þessum málum óspart í ljós, deila hart og eru stór- höggir. Ekki er að undra þótt þetta verði upp á teningnum í landj, þar sem lýðfrelsi ríkir og á að ríkja. — Aðalatriðið er að menn geri sér far um að vera sem hei’ðarlegastir í málflutningi, ræði hvert mál á hlutlægan hátt, blandi ekki inn í það ó- skylldum atriðum og alls óvið- komandi eða taki að ræða um það út í hött og í skætingi. Þá vill það oft við brenna, þegar í odda skerst, einkum ef rök skortir, að ýmsir gerast llág- kúrulegir og kjósa sér fremur það leiðinda hlutverk að ráðast að mönnum persónulega en halda sér vi'ð málefnið. Nærtækt dæmi um þetta hefir skotið upp koll- inum í þeim styrr, sem staðið hefir nú undanfarið um lands- prófið, sem er eitt umdeildasta atriðið í skólakerfinu. En einum harðsnúnasta andstöðumanni landsprófsfargansins voru gerðar upp þær hvatir og núið því um nasir, að hann væri á móti lands prófinu, sökum þess, að einhver aðstandenda hans hefði ekki staðizt það. Silík firra sem þessi þjónar aðeins slæmum málstað og er varla svaraverð. Hingað til hefir það ekki verið talin góð íþróttamennska að halda ekki leikreglurnar, og eitt alvar- legasta og vítaverðasta brotið á þeim er það að leitast við að koma höggi á mótstöðumann sinn fyrir ne'ðan beltisstað. Þeir, sem slíka ódáð drýgja, hitta ætíð enga aðra fyrir en sjálfa sig, því að þeir eru dæmdir úr leik. Umræður um skólamálin eru nauðsynlegar. En því aðeins er ávinningur að þeim að alls vel- sæmis sé gætit í hvent sinn, sem u.m þaiu er f jiadiað. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embætti mitt er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist mér fyrir 10. júní næstkomandi. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 15/5 1968. Erlendur Björnsson. Garðeigendur Fjölbreytt úrval af garðrósum, trjám og runnum. Brekkuvíðir, gljávíðir, rauðblaðarós, fagurlaufamistill, birki og fl. í limgerði. Garðyrkjustöðin Grímsstaðir Hveragerði. Breiðíirðingar Hin árlega samkoma fyrir aldraða Breiðfirðinga verður í Breiðfirðingabúð á uppstigningardag. kl. 14,30. Allir rBeiðfirðingar 65 ára og eldri velkomnir. STJÓBNIN. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að gera götur og leggja leiðslur í nýtt einbýlishúsahverfi við Sogaveg hér í borg. Útboðsgögnin eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000.— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 29. maí n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN IÍEYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 LISTAMANNAKVÖLD LEIKFÉLAGS KÓPAVOGS. Erindi: Helgi Sæmundsson, ritstjóri. Kaflar úr verkum Þorsteins Valdimarssonar, Jóns úr Vör, Þorsteins frá Hamri, Gísla Ástþórssonar, Magnúsar Árnasonar, Sigfúsar Halldórssonar. Flutning annast höfundarnir, leikarar í Kópavogi og Guðmundur Guðjónsson, söngvari mánudaginn 20. máí kl! 9 e.h. í Félagsheimili Kópavogs. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Taunus 17 M ’67 Til sölu er af sérstökum ástæðum Taunus 17 M árg. 1967. Bíllinn er gólfskiptur með útvarpi. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 32620. Verzlunarstörf Maður á bezta aldri með mjög góða starfsreynslu við innflutningsverzlun óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Starfsreynsla — 5184“ sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ. m. Nauðungaruppboð eftir kröfu Árna Gunnlaugssonar hrl., verður hús- eignin Laufás 4 A Garðahreppi þinglesin eign sveitarsjóðs Garðahrepps seld á nauðungaruppboði sem háð verður á eigninni sjálfri mánudaginn 20. maí 1968 kl. 4.30 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tbl. Lög- birtingarblaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Halló! Takið eftir Ykkur sem langar út úr bænum um hvítasunnuna. Viljum við minna ykkur á að Litli ferðaklúbburinn fer um Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar um hvítasunnuan. Farmiðar verða seldir á Fríkirkju- vegi 11 föstud. 24. þ.m. og fimmtud, 29. þ.m. og föstud. 30. þ.m. milli kl. 8.30 — 22 a-lla dagana. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.