Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1968. 11 UMFERÐARNEFND REYKJAVIKUR LÖGREGLAN i REYKJAViK Varhugaverð atriði í hægri umferð Aðalboðorðið í akstri á hring- torgi er að velja akrein á torginu með tilliti til fyrirhugaðrar akstursstefnu. Sjá mynd 15, en al'lar örvamar á þeirri mynd sýna hvemig ekki á að aka á hringtorg um í h-umferð, þar seim akstur á hringtorgum verður í öfuga stefnu miðað við akstursstefnu i vinstri umferð. Mæting á mjóum vegum Við akstur á mjóum vegum freistast ökumenn til að aka inn að vagarmiðju og halda ökutæk inu þar, einkum ef umferðin á veginum er það lítil, að það reyn is>t unnt. Sé ökutækið komið inn á vegarmiðju, leiðir það oft til þess, að ökumaðurinn hneigist til að aka yfir á vinstri vegarbrún. Annað er það í akstri á mjó- um, fáfömum vegum, sem getur orsakað það, að ökumenn bregð ast við samkvæmt vinstri um- ferðarvehjum. Hafi ökumaður ek ið bifreið sinni langtímum sam- an á mjóum vegi, án þess að masta öðm ökutæki, freistast hann til að bregðast við sam- kvæmt vinstri umferðarvenjum, mæti hann ökutæki skyndilega. í þessu sambandi má geta þess, að um 1400 áminningartækjum verður komið upp fram með þjóðvegum lartlsins og eiga merk in að vera stöðug áminning til ökumanna um að hægri umferð sé í gildi. Athugið myndir 20 hér að ofan, en á þeim báðum merkja svörtu örvarnar ranga akstursháttu. Akstur frá vegarbrún í SÍÐASTA þætti var skýrt frá nokkrum varhugaverðum atrið- um sem sænskir vísindamenn benda á, að einkum geti valdið nokkrum erfiðleikum, fyrst eftir að hægri urnferð hefur verið tek- in upp. I þessum þætti verður haldið áfram að skýra frá þess um atriðum, og hér tekin fyrir þrjú atriði, akstur á hringtorg- um, akstur á mjóum vegum og aéstur frá vegarbrún. Veljið réttar akgreinar á hring- torgum Það eru einkum tvö atriði í akstri á hringtorgum, sem koma ökumanninum til að bregð ast við samkvæmt vinstri um- ferðarvenjum. í fyrsta lagi er það hin mikla umferð, sem oftast er á hringtorgum sem veldur þvi, að ekki þarf mikið að bregða út af í akstrinum til að ökumaður- inn missi sitjórnina á umferðar- aðstöðunni, og þá vill hann oft viðhafa vinstri umferðarvið- brögð. Hitt atriði er það, að stundum kemur fyrir í hringakstri að ek- ið er fram úr öðru ökutæki hægra megin við það, sem getur minnt ökumenn á vinstri umferð. Það aftur á móti getur freistað ökurnanna til að bregðast við samkvæmt vinstri umferðar- venjum, einkum komi eitthvað ó- været fyrir í akstrinum. Sé ekið frá vegarbrún, eða frá ýmis konar þjónustustöðvum, svo sem benzínafgreiðslum, sölu- turnum og fleiru sem staðsett er á vegarbrún, getur það oft leitt til þess að ökumennirnir leiðast yfir á vinstri vegcirheiming. Einkum getur þetta átt sér stað, sé e kið af stað af vinstri vegar- brún, eða séu þjónustustöðvar staðsettar vinstra megin vegarins miðað við akstursstefnu ökutæk- isins. Athugið mynd 19, en á henni sýnir svarta örin ranga akstursstefnu. BÓBUH VEGFARAHOI Í MlNSTRl UMFERÐ VFRÐUR EÓÐUR VEGFARAHDI i HÆBRI UMFERÐ Ingvar Cuðmundsson: Útvarpsgjald af bifreiðum NÚ STYTTIST óðum tíminn að hinum mikla degi, 26. maí, en þann dag munum við færa okk- ur af vinstri vegarhelming yfir á þann hægri. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar er nú mjög að herða á öllum áróðri vegna breytingar- innar, bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Það nýjasta í þessum áróðri er, að stofnað hefur verið til skólaútvarps. Ríkisútvarpið hef- ur hvatt nemendur og kennara skólanna að hafa með sér út- varpstæki í skólastofurnar og hlusta á þær útsendingar, sem þeim er sérstaklega ætlaðar í umferðarfræðslu. Þetta skólaút- varp er skemmtileg tilraun og vafalaust mjög gagnleg. En það virðist vera, að for- ráðamenn Ríkisútvarpsins hafi ekki gert sér grein fyrir því, að með því að hvetja nemendur og kennara til þess að hafa með sér útvarp í skólana, eru þeir að brjóta þá reglugerð, sem sett hefur verið um útvarpsrekstur ríkisins. Úrdráttur úr þessari reglu- gerð er prentaður á baksíðu hvers innheimtuseðils frá Ríkis- útvarpinu og því vafalaust ætlazf til þess, að útvarpsnotendur kynni sér þær. Að vísu er ekki undarlegt, þótt forráðamönnum Útvarpsins verði á að brjóta sína eigin reglugerð, þar sem hún er orðin svo úrelt, að hún fær engan- Veginn staðizt. En meðan verið er að burðast með þessa úreltu reglugerð og útvarpsnotendum gert að greiða gjald samkvæmt henni, verður líka að ætlast til þess að hið opinbera taki hana einnig alvarlega. Er ekki úr vegi að líta enn einu sinni á eina grein úr þess- ari reglugerð, og má þá vera að menn sjái í hvert óefni og öng- þveiti innheimta Ríkisútvarpsins er komin. f 18. gr. þessarar reglugerðar segir svo: Heimilt er útvarpsnotanda að hagnýta sér útvarpið eftir vild með viðtækjum eða lín- um til fleiri gjallarhorna og heyrnartækja, en aðeins inn- an síns heimilis og í sumar- búðstöðum. Útvarpsheimili telst í reglugerð þessari: 1. Framfærsluheimili. 2. Heimili einstaks manns, sem hefur sérskilinn fjárhag og sjálfstæða atvinnu. 3. Stofnun hverskonar sem er, svo sem skóli, sjúkrahús, samkomuhús, atvinnustöð o.fl. 4. Bifreiðir allar. 5. Skip öll. Nú er viðtæki notað með leiðslum til annarra heimila, og telst þá hvert heimili, sem þannig hagnýtir sér útvarpið, útvarpsnotandi. Allir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna, að þessi reglugerð fær ekki lengur staðizt, er næst- um brosleg. Með tilkomu hinna handhægu ferðatækja varð reglugerðin úrelt. Þegar svo er komið, að opinber stofnun getur jafnvel ekki farið eftir þeim lög- um og reglum, sem í gildi eru, ber Alþingi þegar að nema úr gildi hin úreltu lög og setja ný í staðinn. Bifreiðaskatturinn í fyrrnefndri grein í 4. lið, seg- ir að bifreiðir allar séu sérstakt útvarpsheimili, og því skal sér- stakt útvarpsgjald innheimtast af þeim. Innheimtuskrifstofa Rík isútvarpsins hefur notfært sér hina árlegu skoðun bifreiða varðandi innheimtu af bílatækj- um, þannig, að greiði bifreiða- eigandi ekki af útvarpstæki, sem er í bifreið hans fær hann ekki skoðun á bifreiðina og þar með kemst hún ekki í umferð fyrr en það er greitt. En í þessu er auð- veld undankomuleið, sem fleiri og fleiri notfæra sér, og þar með komast hjá því að greiða tilskil- ið gjald. Þeir fara nákvæmlega eins að og sjálft Ríkisútvarpið bendir skólaæsku og kennurum landsins að gera, þeir hafa ferða tæki í bifreiðum sínum, sem síð- an er tekið úr bílnum á meðan skoðun fer fram! Af 43 þúsundum skrásettra bifreiða í landinu munu aðeins vera innheimt afnotagjald af um 8 þúsundum bifreiða. Ef við eig- Framhald á bls. 22 Það fallegasta og bezta sem fæst í dag. Baðmottusettið sem allar húsmæður vilja eignast. PERSÍA Laugavegi 31 • • Sími 11822. BÚLGARÍA Ánægjulegir sumarleyfisdagar á Gullsöndunum án vegabréfsáritunar Flugferðir frá Kaupmannahöfn með 4ra mótora Turbo-þotu. 8 dagar frá kr. 5.105.— (með fæði) 15 dagar frá kr. 6.430.— (með fæði) Eða ennþá ódýrara: Flugferð og gisting hjá gestrisnu og viðkunnanlegu fólki. Næturgisting: ......... Verð kr. 4.250,— til 5.555.— — m/morgunverði — — 4.595.— til 6.155.— — m/ einni máltíð — — 4.995.—• til 7.230.— — m/báðum máltíðum — — 5.155.— til 8.270.— BROTTFÖK HVERN LAUGARDAG. Gullsandar, 17 km norður af hafnarbænum Varna, er falleg asti og bezti sumarleyfisbær Búlgaríu. Þar er meginlands- loftlag, (milt á vetrum og þægilegt á sumrin). Alskýjað og rigning er sjaldan, og allt að 2240 sólskinsstundir á ári. Meðalhiti í júlí 22,“ ekki yfir 33—34° heitustu dagana. Hiti í sjónum er milli 20 og 28°. Hotel: Perla, Palma, Morsko Oko er eitt af beztu og ný- tízkulegustu hótelum á Gull- söndum . Gullsandar — friðsælt, skemmtilegt og sérkennilegt. Gulsandar — ákjósanlegir skemtunarmöguleikar á sann- gjörnu verði. Gullsandar — miðstöð ferða til Istanbul, Odessa, Sofia, Athen. Gullsandar — mikill afsláttur fyrir böm. Biöjið um hæklinginn með rósinni á ferðaskrifstofu yðar. 4. alþj. ballettsamk. 8. júlí—20. júlí. 9. heimshátíðarmót fyrir ungt fólk 28. júlí—6. ágúst. 56. alþj. lieimsfundur tannlækna FDI 16. sept.—22.sept. — þar að auki alþjóðlegir tónleikar, þjóðlaga og þjóðdansasýning og svo frv VELJIÐ BÚLGARÍU f ÁR. Pantamr hjá öllum íslenzkum ferðaskrifstofum. Balkanturist, Fredriksberggade 3, KBH. K. Tlf. 12 35 10. Vinsamlega sendið mér um hæl ferðabækling um Búgaríu. Nafn ................................................. Heimilisf ang ........................................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.