Morgunblaðið - 18.05.1968, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.05.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1868. 23 VERKFALLSALDA Framhald af blis. 1 settir til að gæta ýmissa opin- berra bygginga og minnisvarða. í París fóru um tvö þúsund háskólastúdentar í hópgöngu frá Sorbonne háskólanum áleiðis til einnar af bílasmiðjum Renault í Boulogne-Billancourt hverfinu, en þar eru um 23 þúsund iðn- verkamenn í verkfalli, og hafa þeir lagt undir ssig smiðjuna. Gengu stúdentarnir fylktu liði, báru rauða fána í farabroddi og sungu hástöfum alþjóðasöng verkamanna. Ekki féllu þessar að verkalýðssamtökunum, C.G.T. í góðan jarðveg, og lýstu ein af gerðir stúdentanna þó allsstaðar (Confederation Générale du Travail), því yfir a'ð þau óskuðu ekki eftir afskiptum stúdentanna. „Við ætlum okkur, eins og sæm ir verkamönnum er berjast fyrir rétti sínum, að stjórna sjálfir verkfalli okkar, og við höfnum öllum utanaðkomandi afskipt- um,“ segir í tilkynnjngu C.G.T. Var fulltrúum stúdenta ekki hleypt inn í bílasmiðju Renault er þá bar þar að garði. Alls starfa um 60 þúsund menn við Renault bílasmiðjurn- ar, og taka um 40 þúsund þeirra þátt í verkfallinu. Hafa þeir handtekið aðalforstjóra smiðj- anna í Cleon og lokað hann inni í forstjóraskrifstofunni. Sama hafa verkamenn við flugvéla- smfðjur Sud-Aviaition í Nantes og starfsmenn verksmiðja í Bordeaux, Bayonne, Orleans og fleiri borgum gert. Eru verkföll- in í heild svo víðtæk að þau ná til flestra 95 héraða Prakklands. f dag gengu starfsmenn út- varps- og sjónvarpsstöðva ríkis- ins, ORTF, (Office de Radio- diffusion et Télévision Francai- se) í lið með verkfallsmönnum, og hafa framleiðendur og stjórn- endur útvarps- og sjónvarpsþátta teoðað til funda til að ákveða hvort boða skuli til almennra verkfalla. Einnig hafa frétta- menn neitað að taka við fyrir- mælum frá því opinbera vahð- andi flutning frétta. ORTF-sam- tökin hafa til þessa verið illa séð meðal stúdenta, og höfðu þeir tilkynnt að farin yrði mót- mælaganga í dag að stöðvum sam takanna. Þegar stúdentarnir fréttu um aðgerðirnar í dag, hættu þeir við gönguna. De Gaulle Frakklandsforseti er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Rúmeníu, og heyrzt hafði að hann ætlaði áð stytta heimsóknina vegna óeirða og verkfalla. Talsmenn forsetans báru þessa fregn til baka í París í dag, og sögðu að forsetinn kæmi heim á sunnudag, eins og ákveðið var í upphafi. - NÝ LUNGU Fnamhia'ld af bdis. 1 hafi það gott eftir aðstæðum, en fáar aðrar upplýsingar hafa frá þeim fengizt. Hér er um að ræða fyrstu lungna- ígræðsluna, sem gerð hefur verið í Evrópu. Áður hafa lungu verið grædd í þrjá sjúklinga í Japan, tvo í Banda ríkjunum og einn í Kanada, en allir hafa þeir látizt eftir aðgerðirnar. Alex Smith er frá Lewis- eyju í Hebrides-eyjum, um 400 kílómetrum fyrir norðan Edinborg. Hafi hann fengið sér vænan sopa af skordýra- eitrinu, sem strax tók að hafa áhrif lungu. Var hann fluttur með þyrlu til Edinborgar, og þar sögðu læknar að hann hefði „ólæknandi lungna- bólgu“. Var þá ákveðið að græða í hann ný lungu úr stúlkunni, sem þá var ný lát- in. Voru níu læknar kvaddir til að ganga úr skugga um að ekkert lífsmark væri með stúlkunni áður en ákvörðun um aðgerðina var tekin. * VARAHLUTIR NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA—- KR.KHI5TJÁN5S0N H.F. UMBOfllfl SUDURLAND^BRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 UNGÖ — Keflavík LAUGARDAGSKVÖLD. Hinir vinsælu zoo ásamt P0PS 1 e i k a . Einnig skemmta hinir heimsfrægu ítölsku fjöllistamenn. Bizzaro brothers TOPLISTARMENN. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu ÞETTA GERÐIST ALÞINGI Lag't fram stjórnarfrumvarp um að afila vegaisjóði fjár til stóraukinna hraðbrautaframlkvæmda (2). 1Ö þingmenn leggja fram þál.till. um að nefnd rannsaki nauðsynlegar ráðstafanir vegna hafíshættu (2). Stjórnarfrumvarp um að vlflitölu- ákvæðum íbúðarlána verði breytt (5). Ríkisstjórnin óskar heimildar Aiþing is til 275 millj. kr. erlendrar lántóku (9). Alþingi samþytokir tillögu u-m Dreyt ingu á kosningalögunum (10). Eldhúsumræður frá Alþingi (18,19). Við árslok 1967 hafði Stofnlónasjoð- ur landbúnaðarins lánað nær eim*m milljarði króna (18). Fjármálarúðherra flytur skýrslu um fraimkvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1968 (19). Forsœtisráðherra segist sannfærður um, að íslandi beri áfram að vera að- ili að NATO (20). Á9geir Ásgeirsson slítur Alþingi í síðasta sinn sem forseti tslands. Þing ið afgreiddi 71 lög. (21. og 23). VEÐUR OG FÆRÐ Hafís tfyrir öllu Norðurlandi (2). Kaldasta aprílveður síðan 1881. í Reykjav'ík mældist 16,4 stiga frost og upp í 21,2 stig við jörð. 1/7 stiga frost í Vestmannaeyjum og 28 á Hveravöll- um (2). Erfiðleikar hjá Laxárvirkjun vegna ísingar (2). Hafísinn á hraðri ferð suður með Austurlantdi 3). ,,Haförninn‘’ fastur í Is fyrir Norð urlandi (4). Fært landleiðina frá Reykjavík til Húsavltour (5). ísbreiðan austanlands nær suður að Hornafirði (9). ísinn við Langanes nær 100 mílur út (10). ísinn færist fjær og gisnar (11). Sæmileg færð á þjóðvegum (17). Loka varð flugvöllunum í Reykja- vík og Kefl'avík vegna þoku (18). Siglingaleið enn erfið fyrir Langa- nes vegna íss (19). ísbreiða landföst við Látraví'k (25). Mikil aurbleyta á vegum (25). ÚTGERÐIN SH telur ekki grundvöll hjá frysti- húsunum til karfavinnslu (2). Afli Keflavíkurbáta lítill það sem atf er (3). Heildartfiskafli landsmanna 1967 var 895,3 þús. lestir, en 1240,3 þús. lestir árið áður (6). Netabátar afla vel á Selvogsbanka (9). Vélbáturinn Geirfugl frá Grindavík fær 76 lesta dagafla (10). Togarar og bátar með góðan aifla(lO) Ágætur atfli Vestmannaeyjabáta(18) Landburður af fiski á Hornafirði(lö) Reykjaborg fær 30—40 lestir í nót í einu kasti (19). Afli Grindavíkurbáta tfjórðungi meiri en í tfyrra (20). FRAMKVÆMDIR 71,8 km lagðir af gangstéttum í Reykjavík á sl. 5 áruim (5). Ný Fokker Friendship-flugvél kem ur til landsins. Flugfélags íslands leig ir hana hjá SAS (7). Nýja varðskipið, sem er í smíðum hlýtur nafnið Ægir (10). Innlendir og erlendir aðilar smíða gluggaveggi í tollstöðina nýju (17). Nýtt félagsheimili tekið í notkun á Húsavík (17). Kíisiliðjan hefur aftur vinnslu (17). Norðurstjarnan hefur að nýju niður suðu á síld (18). Loftleiðir opna nýja söluskritfstofu í Mexico-borg (19). Lokið tveimur þriðju hlutum gatna gerðaráætlunar Reykjavíkur frá 1962 og ljúka átti 1972. Malibikaðir hafa ver ið 61,6 km gatna í borginni (10). Gólf steypt í hluta bilabrúar í Reykjavík (19). Sjálfvirk simstöð opnuð á Hvamms tanga (20). Nýtt og fullikomið Voivo-verkstæði opnað (21). Nýtt skátaheimili, Hvammur, tekur til starfa á Akureyri (23). Miiklar gatnaframkvæmdir í Reykja vík vegna umferðarbreytingarinnar (24). Fjármyndun í iðnaði hefur nær tvö- falidazt á tímabilinu 1961—1967 miðað við 1956—1961 (24). Nýtt hótel tekur til starfa í Ólatfs- vík (27). MENN OG MÁLEFNI Fimrn fulltrúar í grænlenzka Lands ráðinu kynna sér islenzkt atvinnulíf (3). Prófessor Christian Matras flytur hér fyrirlestur um færeysk staða- nöfn (3). Melaákólinn sigraði í spurninga- keppni skólabarna um umiferðarmál(3) Ingimar Jónsson frá Akureyri ver doktorsritgerð við íþróttaháskólann í Leipzig (3). Tveir norskir sérfræðingar í mál- efnum EFTA komnir til íslands til við ræðna (4). Othar Hansson, fiskvinnslufræðing- ur, ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Products, diótturfyrirtækis SÍS í USA (4). Soffía Wedholm frá Eskifirði, 17 ára ikjörin „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968“ (7. og 17.) Nemendur Menntaskólans í Reykja- vík báru sigur úr býtum I spurninga- keppni skólanna í útvarpinu (10). Ivan Bashev, utanrikisráðherra Búlgaríu, í opinberri heimsókn hér (1*1) • Sveit Benedikts Jóhannssonar ís- landsmeistari í bridge (17). Guðmundur Sigurjónsson skákmeist ari íslands 1968 (17). Ási í Bæ tekur vði ritsjtórn Speg- ilsins (17). Jón Þór Ólafsson sigraði í „Long- drink“-keppni barþjóna (19). Formaður danskra kartötfluútflytj- enda heimsækir ísland (20). Tveir Íslendingar, Benedikt Grönd- al og Þorsteinn Thorarenisen, hljóta rannsóknarstyrki hjá NATO (20). Dr. Halldóri Halldórssyni „veitt lausn“ frá ristjórastarfi Skímis (24) Þrír leikarar, Ævar Kvaran, Krist- björg Kjeld og Benedikt Árnason, hljóta styrk úr Menningarsjóði Þjóð- leikihússins (24). Siguðrur Þorláksson toosinn heið- ursfélagi Karlakórsins Þrasta í Hafn- arfirði (25). Þórólfur Beck sækir um að gerast áhugamaður í knattspyrnu að nýju(25) Jón Nordal valinn meðlimur sænsku músikakademíunnar (27). Bragi Jósepsson ver doktorsritgerð um íslenzk skólamál (28). Heimismeistarar í samkvæmisdöns- um 1 heimsókn hér (28). Bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjiálmarssynir og Vífill Oddsson hljóta 1. verðlaun í samkeppni um teikn- ingu á einbýlishúsi til fjöldafram- leiðslu (28). Þorvarður Brynjólfsson, cand. med. & chir., settur héraðslæknir á Eski- firði (30). FÉLAGSMÁL Aðalfundur Kirkjuráðs haldinn í Reyikjavík (4). Rúmlega 200 landsprófsnemendur efna til kröfugöngu til þess að mót- mæla fræðslulöggjötfinni (6). Guðlaugur Kristinsson kosinn for- maður Félags ísl. flugumferðarstjóra (6). Guðmundnr Þór Pálsson kosinn for maður Arkitektafélags Íslands (9). Hæstiréttur úrskurðar, að hjóna- band sé löglegt þótt starfandi prestur framkvæmi ekki vígsluna (10). Kvenfélag stofnað á Seltjarnarnesi. Frú Edda Þórs kjörin formaður (17). Konráð Guðmundsson endurkjörinn formaður Sambands veitinga- og gisti husaeigenda (17). Prótfessor Magnús Magnússon kosinn formaður Fuglaverndunarfélags ís- lands (18). Ármann Sveinsson kosinn formaður Vöku, fél. lýðræðissinnaðra stúdenta (18). Formenn norrænna laganema á fundi í Reykjavik (20). Dr. Sturla Friðriksson kosinn for- maður Félags ísl. náttúrufræðinga (21) Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, end- urkosinn formiaður Sambands sveitar félaga 1 Reykjanesumdæmi (21). Samband ísl. sveitarfélaga heldur námskeið um sveitarstjórnarmál (23). Forsætisráðherrafundur Norðurlanda í Kaupmannahötfn (24). Gunnar J. Friðriksson endurkjörinn formaður F. í. I. (24). 1221 nemandi þreytir landspróf í ár (25). Eðvarð Sigurðsson endurkjörinn for maður Dagsbrúnar (25). Slysavarnasveit stofnuð í Mosfells- sveit. Skæringur Hauksson, formaður (25). Sigurgestur Guðjónsson endurkjör- inn formaður Félags bifvélavirkja(25). Þing SVFÍ haldið 1 Reykjavík (27). Flugkennaratfélag íslands stotfnað. Einar Fredriksen formaður (27). Landssamband iðnaðarmianna og Fé lag ísl. iðnrekenda halda iðnikynningu (30). Jónas Kristjánsson, ritstjóri, kjör- inn tformaður Blaðamannafélags ís- landis (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Þjóðleikhúsið sýnir „Makalaus sam- búð“, eftir Neil Simon (3). íslenzk tónverkamiðstöð stofnuð 1 Reykjavík (3). Erlingur Vigfússon heldur söng- skemmtanir hér (3). Leikfélag Reykjavíkur sýnir Heddu Gabler, eftir Henrik Ibsen (6). Frú Francis Stone heldur málverka- sýningu hér (6). Sigurjón Ólafsson heldur sýningu í Unuhúsi (9). „Tíu tilbrigði“, leikrit eftir Odd Björnsson sýnt í Lindarbæ (10). Komin er út ljóðabók, etftir Hall- dóru B. Björnsson, „Við sanda“ og rit gerðasatfn, eftir Sigurð A. Magnússon, „Sáð í vindinn" (10). Karlakórinn Fóstbræður heldur tón leika (10). .Þjóðleikhúsið fær sýningarrétt á nýj asta leikriti Arthurs Millers, „The Prince“ (10). Söngsveitin Filharmonía og Sinfón- íúhljóanisveitin flytja Sálumessu Verd is (10). Hlega Weisishappel Foster heldur málverkasýningu (11). Ungur celló-leikari, Hafliði Hall- grímsson, leikur einleik með Sinfónáu hljómsveitinni (17). Karlakórinn Þröstur í Hafnarfirði heldur tónleika (18). Leikfélag Kópavogs kynnir verk Magnúsar Ásgeirssonar (19). Jóhann og Kristín Eyfells halda höggmynda- og málverkasýningu (20). Sigríður Vilhjálmsdóttir sýnir verk úr austfirzku grjóti (20). Leiikrit samið etftir Sögum Rann- veigar, eftir Einar H. Kvaran flutt sem framhaldsleikrit í útvarpinu (21) Þjóðleikhúsið sýnir „Vér morðingj- ar“, eftir Guðmund Kamban (23). Kennaraskólakórinn heldur tónleika (27). Þjóðleikhúsið æfir „Brosandi land‘\ eftir Franz Lehár (28). Leikfélag Húsavíkur sýnir Hjóna- spil, eftir Thornton Wilder (30). SLYSFARIR OG SKAÐAR Lítil flugvél atf Aero 45 gerð nauð- lendir við Reykjavíkurflugvöll (3). Tvítugur piltur slasast mikið um borð í vb. Sóley frá Flateyri og bíður bana (4). Landbúnaðarverkstæði Kaupfélags Árnesinga á Seltfossi skemmist í eldi (10). Tíu ára drengur lendir undir stræt- isvagni og bíður bana (10). Hestur sogast í rör í Elliðaánum og drukknar (17). Húsið að Bergstaðastræti 63 skemm- ist í eldi (19).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.