Morgunblaðið - 18.05.1968, Page 31

Morgunblaðið - 18.05.1968, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARD/'GUR 1-8. MAÍ 1968. 31 Frá mælskukeppninni á Bene ventumklettum. Keppendurnir þrír standa og flytja mál sitt, en auk þeirra eru á klettun- um forseti Málfundafélagsins og lúðurþeytari. Undir klettun- um hafa áheyrendur raðað sér og fylgjast með af athygli. (Ljósm- Ömólfur Thorlacius). Mælskukeppni menntuskdlu- nemn n Beneventnmklettum FYRIR skömmu fór fram allsér- stæð keppni hér í Reykjavík, sem þó hefur verið furðu hljótt um. Var það mælskukeppni nem enda í Menntaskólanum v^ð Hamrahlíð, er var háð í Bene- ventumklettunum sunnan til á Öskjuhlíðinni. Fór þessi keppni fram þannig, að fyrst var geng- ið fylktu liði frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð að Beneventum- klettunum. Þar tók fyrstur til máls Atli Ólason, forseti Mál- fundafélags skólans, og kynnti ræðumennina, en áður höfðu lúðrar verið þeyttir. Umræðu- efni var jafnrétti og stóðu kepp- endur hver á sínum kletti og töl- uðu sem þeir máttu, en vörpuðu þess á milli spurningum og at- hugasemdum hver til annars. Sigurvegari í keppninni varð Gestur Jónsson. Voru honum færð blóm og bikar eins og sig- urvegara ber að lokinni harðri keppni. Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð hyggjast gera mælsku keppni þessa að árlegum þætti skólalífsins. Verða þá við kletta þessa merkisathafnir haust og vor, en á haustin eru nýnemar teknir inn í félagsskap skólans undir Beneventumklettunum, er þeir lúta þar eldri nemendum. IJmmæli borin til baka París, Tókíó, 17. maí, AP-NTB. N-VIETNAMSTJÓRN sagði í dag, að ekkert væri hæft í þeim ummælum Averell Harrimans, aðalsamninga- manns Bandaríkjanna í París, að „möguleiki væri á, að Bandaríkin og N-Vietnam gætu komið sér saman um fimm atriði“. Sagði stjórnin í Hanoi að það væri grund- vallarmunur á sjónarmiðum landanna tvegerja til þessara fimm atriði. Hanoi sagði, að Bandarikin og N-Vietnam væru í andstöðu eins og vatn og eldur, Ijós og myrkur, góðleiki og grimmd hvað grund vallarsjónarmið snertj. Harri- man var í þessari yfirlýsingu Hanoi ásakaður um að reyna að fjarlægja þann skilsmun, sem væn á árásaraðilanum í Vietnam og þeim, sem á var ráðist. Talsmenn N-Vietnam í París - MAO FRESTAR Framhald af blis. 1 ernissinna á Formósu segir, að and-maóísk öfl í Kína hafi tekið höndum saman við Kuomintang, flokk Sjang Kai-sjekks, forseta. Sögðu heimildir leyniþjónustunn ar, að mikill undirró'ður væri hafinn í Kína til að steypa Maó og jábræðrum hans af stóli, en Maó hefur nú ásamt Lin Piao, varnarmálaráðherra, hafið öfluga sókn gegn Kuomintang. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSIA'SKRIFSTOFA SÍMI 1D-iaa sögðu í dag, að aðalsamninga- maður lands þeirra, Xuan Thuy, mundi krefjast þess á þriðja fundinum á morgun, laugardag, að Bandaríkjamenn stöðvuðu all ar loftárásir á N-Vietnam. „Við munum krefjast þess aftur og aft ur, þangað til Bandaríkin láta undan kröfu okkar,“ sagði tals- maðurinn. Bandarískur talsmaður sendi- nefndarinnar í París sagði í dag, aS ákvörðun um stöðvun loft- árása á N-Vietnam yrði einungis tekin af æðstu valdamönnum í Washington, Johnson forseta og nánustu ráðgjöfum hans, að und- angengnu mati á ástandinu í Vietnam. Einn n-vietnömsku fundarmannanna í París, Nguyen Vao Sao, sagði, að Bandaríkin yrðu að stöðva loftárásirnar þegar í stað. „Um það mál getur ekkert samkomulag orðið,“ sagði Sao. Verðtryggð spariskfrteini ríkissjéðs í fréttatilkynningu, sem Mbl hefur borizt frá Seðabanka ís- lands, segir á þessa leið: f aprílmánuði s.l. voru sam- þykbt lög frá Alþingi um heim- ild fyrir rikisstjórnina til að taka lán vegna framkvæmdaá- aetlunair fyrir árið 1968. Er þar gert ráð fyrir innlenlu láni í formi spariskírteina að fjárhæð samtals 75 milljónir króna. Fjármálaráðherra hefur nú ákveðið að nota hiuta þessarar heimildar með útgáfu og sölu spariskírteina að fjárhæð 50 milljónir króna. Hefst sala skír teinanna n.k. mánudag 20. þ.m. Þetta er í áttunda skiptið, sem ríkisstjóður býður út spaxiskír- teinalián. Var hið fyrsta boðið út í nóvember 1964. Verður hér á eíftir gerð grein fyrir kjörum og efni þeirra spari skírteina, sem nú eru til sölu. Það sem gerir skírteinin sér- staklega eftirsóknarverð, er að- allega þetta: — Þau eru verðtryggð — Þau eru innleysanleg, hve nær sem er eftir rúmlega þrjú og hálft ár — Vextir eru hagstæðiir og höfuðstóll tvöfaldast með vöxt- um á um 12 1 2 ári og eru þá verðbætur efkki meðtaldar — Skírteinin eru skatt- og framtalsfrjáls — Bréfastærðir eru hentugar Verður nú gerð grein fyrir ofangneindum atriðum: 1. Verðtrygging. Þegar skírteinin eru innleyst, endurgreiðist höfuðstóll vextir og vaxtavextir með fullri vísi- töluuppbót, sem miðast við hækk un byggingarvísitölu frá útgáfu degi til hlutaðeigandi innlarusn- argjalddaga. Þetta gefur skír- teinunum sama öryggi gegn hugs anlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. Hins veg ar hljóta spariskírteinin í mörg um tilfell um að vera miklu heppi legri fjárfesting, þar sem þeim fylgir engin fyrirhöfn, og þau eru skatt- og framtalsfrjáiLs eins og sparifé. 2. Innleysanleg eftir þrjú og hálft ár. Eigandi skirteina getur hven- ær sem er, frá og með 25. janúar 1972 fengið skírteini sín inn- ieyst að ful'lu. Það fé, sem í skírteinin er lagt, verður því aðeins bundið til skammt tíma, ef eigandi skyldi þurfa á and- virði þeirra að halda. Skírteini eru ekki innLeyst að hLuta. Hins vegar skiptúr Seðlabankinn stærri bréfastærðum í minni bréf, sem getur verið hentugt, þegar þörf er innlausnar að hluta bréfaeignar. Eigandi get- ur hins vegar haldið bréfunum al'lan lánstímann, og notið þar með fullra vaxta og verðtrygg- ingar allt tímabilið til 25. janúar 1981. 3. Vaxtakjör. Vextir og vaxtavextir leggjast við höfuðstól skírteina þar til innlausn fer fram. TvöfalLaist HöfuðstóLl þeirra á rúmlega 12. árum, en það þýðir 6 meðal- vexti á ári allt lánstímabilið. Of an á in.nlausn.arfj árhæð skírtein is, sem er höfuðstóll, vextir og vaxtavextir, bæitast fullar verð bætur skv. vísitölu byggingar- kostnaðar. 4. SkattfreLsi. Spariskírteinin njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru sama hátt undanþegin ölLum tekju- og eignasköttum og tekju og eignaútsvari, svo og framtals skyldu. 5. Bréfastærðir. Eru hentugar, 1000 og 10.000 krónur. Sérstök gjafaumslög er haegt að fá með skírteinunum í Seðlabandanum. (Frá Seðlabanka íslands) Ástæða er til að benda stjórn endum sjóða og félaga sérstak- lega á það, að spariskírteini ríkissjóðs henta mjög vel til á- vöxtunar á sjóðum. Sala spariskírteina fer fram við banka, sparisjóði, hjá nokkr um verðbréfasölum og í SeðLa- bandanum, Hafnarstræti 10. Inn lausn þeirra á sínum tíma verð- ur hjá Seðlabandanum og hjá bönkum og sparisjóðum. Spariskírteinin eru gefin út til handhafa. í því samabndi ber þess að geta, að eigandi gegn framlagningu kaupnótu og skír teinis, getur fengið það skráð á nafn sitt hjá Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu og innheimtu hvers konar verðbréfa, þ.m.t. spari- skírteina gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskiLmálar liggj a frammi hjá söluaðilum. ÚtboðsskiLmáLar verða einnig póstlagðir til þeirra, sem þess óska. Aflar upplýsingar um spari- skírteinin verður látin í té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viðta.Ls í bankahúsinu, Austur- stræti 11, 3. hæð á afgreiðsiu- tímum, eða í síma 20500, imnan- hússímar 52 og 53. 17. maí 1968 Seðlabanki fslands. Listamannakvöld Leikíélags Képovogs — Sex listamenn kynntir í FJÖGUR ár hefur Leikfélag Kópavogs gengizt fyrir kynning- um á ýmsum skáldum og verk- um þeirra. Þannig hafa veriS kynnt sjö öndvegisskáld íslend- inga. í april s.1. var kynntur Magnús Ásgeirsson, ljóð hans og þýðingar. Til þessa hefur sá hátt- ur verið hafður á, að tekið hefur verið fyrir eitt skáld í einu og kynningin helguð þvi og verk- um þess. N.k. mánudagskvöld 20. maí kl. 9 e.h. gengst Leikfélag Kópa- vogs fyrir Listamannakvöldi í Félagsheimili Kópavogs (bíósai). Að þessu sinni er ákveðið að breyta aðeins um tillhögun og kynna fimm rithöfunda og eitt tónskáld. Rithöfundarnir exu: Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimars- son, Þorsteinn frá Hamri, Gísli J. Ástþórsson og Magniús Árna- son. Tónskáldið er Sigfús Hall- dórsson. Allir þessir listamenn eiga það sameiginlegt að búa eða hafa búið í Kópavogi. Rithöf- undarnir ýmist lesa sjálfir úr verkum sínum eða að Leikarar amnast fluitniniginn. Sigfús Hall- f gær var skipað á land hér í þar um bil. Þessa mynd tók Reykjavík nýjum fólksflutninga vögnum Landleiða, 50 sæta eða ljósmyndari Mbl. Sv. Þorm. á hafnarbakkanum. dórsson leikur lög sín, en Guð- roundur Guðjónsson synguir, HeLgi Sæmundsson, ritstjóri, mun flytja erindi. Stjórn Le'kfélags Kópavogs fagnar því að geta boðið velunn- uTum félagsins og öLlum almenn- ingi að dvelja kvöldstund roeð þessum ágætu listamönnum. Sem fyr er aðgamgur ókeypis og öll- um heimill. (Frá Leikfélagi Kópavogs). „Tengdasonur óskast“ í Stykkishólmi LEIKFÉLAGIÐ Grímnir Stykkis hólmi sýnir nú leikritið „Tengda sonur óskast“, eftir William Douglas Home. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Hefir leikritið verið sýnt í Stykkis- hólmi 4 sinnum við hinar prýði- legustu viðtökur. Nú sýnir leikfélagið á Breiða- bliki í Miklaholtshreppi og Grundarfirði um þessa helgi og víðar verður farið með leikritið. Aðalhlutverkin leika Jóhanna Lárentsínudóttir og þorvaldur Ólafsson og er öll leikmeðferð hin traustasta og ágætasta. Sviðið er mjög vel gert og vandað og vekur athygli. Þar á Jón Svanur Pétursson mestan þátt í. Formað ur leikfélagsins er Ágúst Bjart- marz húsasmíðameistari. Fréttaritari. - IÞROTTIR Framhald af bls. 30 fá leigðan hjá skólanum en nán- ari uppl. eru veittar í verzlun Hermanns Jónssonar Lækjar- götu 4. Hundruð manna sækja í Kerl- ingafjöll ár hvert og þeir félagar Valdimar Örnólfsson, Eiríkur Haraldsson og Sigurður Guð- mundsson hafa gert skála skólans aðlaðandi og vistlegan, griða- stað fyrir hvern þann sem úti- veru ann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.