Morgunblaðið - 28.05.1968, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1988.
Minning-arathöfn Sjómannada gsins í Reykjavík var haldin að Hrafnistu. Ankerið á túninu
er úr skipi, sem strandaði við Suðurland. — Sjá grein á bls. 12. (Ljósm. Árni Johnsen).
Talsverö síld
í Austurdjúpinu
ÁRNI Friðriksson er nú staddur
aust-norð-austur af landinu í
síldarleit. í gær urðu leitarmenn
varir við töluverða síld u.þ.b.
400 mílur austnorðaustur af land
inu. Síldin virtist vera í smáum
torfum og standa yfirleitt á um
og yfir 100 faðma dýpi, en koma
upp á 25 faðma um lágnættið.
Eftir því sem síldarleitarmenn
sögðu er mjög lítil hreyfing á
síldinni. Ekki er vitað um neina
síldarbáta á miðum nálægt Árna
Friðrikssyni.
Miðað við fyrra ár er síldin
mjög seint á ferð.
NATO skipin
fóru i gær
HERSKIPIN fimm úr NATO-
flotanum, sem hér voru um sl.
helgi héldu úr höfn í gær á til-
settum tíma.
Skipin voru frá 5 þjóðum:
Bretlandi, Noregi, Þýzkalandi,
■Hollandi og Bandaríkjunum, en
síðasttalda skipið var allan tím-
ann á ytri höfninni. Fyrsta skip-
ið fór kl. 6 í gærmorgun og síð-
an hvert af öðru.
Óróaseggir þeir sem gerðu
uppsteit við herskipin sl. sunnu-
dag og lögreglan hafði afskipti
af voru látnir lausir eftir yfir-
heyrslur.
Komust á Vatnajökul
eftir fjögurra daga ferð
NOKKRIR jöklafarar í tveimur
snjóbílum, sem lögðu af stað
í leiðangur á Vatnajökul snemma
á fimmtudagsmorgun, komust
fyrst í gær á jökulinn upp af
Tungnaárbotnum. Voru þeir um
miðjan dag lagðir af stað upp
á Vatnajökul, staddir austur af
Kerlingu.
Ferðin hafði í upphafi sótzt
seint, einkum tafði Tungnaá, en
fyrst er farið ytfir hana á Hófs-
vaði. Var farið að hlýna mjög
á fimmtudag og mikið í ánni.
Þeir ferðafélagamir voru með
snjóbílana á tnikkum og komst
vatn inn á vélar. Einnig urðu
þeir fyrir bilunum. Aftur er far
ið yfir Tungnaá við jökulinn,
þar sem jöklafélagið hefur reist
sér skála í Jökulheimum. Gekik
sú ferð vel, og nú eru þeir fé-
lagar komnir í snjóbílunum á
jökuiinn og halda upp að Grims
vötnum, eftir rúmlega fjögurra
daga ferð inn að jökli.
Fimmburar fæð-
ast í IVIexico
Mexico City, 26. maí — AP —
TUTTUGU og níu ára gömul
bóndakona fæddi sl. miðviku-
dag fimmbura í sveitahéraðinu
Crus de los Esteros og fædd-
ust þrír lifandi- Fimmburarnir
feeddust fyrir tímann. Móðir
þeirra heitir Inocencia del Ang-
el Garcia Hemandez, en Isa-
bel maður hennar er verkamað-
ur. Þau áttu þrjú böm fyrir.
Þeir af fimmburunum, sem
lifðu, voru fluttir í skyndi til
Poza Rica, þar sem þeir voru
Jagðir í súrefniskassa. Á sunnu-
dagsmorgun voru þeir sagðir
við góða heilsu eftir atvikum
Vógu þeir 350, 550 og 800
grömm.
Thalidomide-
réttarhöld í
Þýzkalandi
Alsdorf, 27. maí AP—NTB
1 DAG verða leiddir fyrir þýzk
an dómstól níu menn, sem á-
sakaðir eru um að hafa valdið
þvi, að þúsundir bama í Þýzka
landi og víðar fæddust vansköp
uð með því að selja taugalyfið
thaliodmide. Mennimir eru á-
kærðir fyrir, að hafa valdið vilj-
andi líkamssköðum, fyrir mann
dráp af gáleysi og fyrir að hafa
brotið þýzku lyfjalöggjöfina.
Morgunblaðið mun í dag og
næstu daga birta greinar, sem
fjalla um undanfara thalidomide
málsins og afleiðingar. Birtist
fyrsta greinin í dag á bls. 15.
SKILYRDI FYRIR AÐILD
ÍSLANDS AD EFTA
— eru crð það sýni aðildarríkjunum fram
á, að þeim sé ekki síður akkur í aðild
þess en því sjálfu
Lord Errol, fyrmm viðskipta-
málaráðherra Bretlands er
staddur hérlendis í boði Félags
íslenzkra stórkaupmanna, sem
um þessar mundir á 40 ára af-
mæli og Verzlunarráðs íslands
og sat hann hátíðarhádegisverð
arfund með þessum aðilum í gær
en á eftir átti hann fund með
blaðamönnum og ræddi þá
stjóramálaþróunina í Bret-
landi síðustu mánuði.
Lord Errol er verkfræðingur
að mennt og var fyrst kjörinn
á þing fyrir fhaldsflokkinn árið
1945 í Altringchamkjördæmi, út
hverfi Manehester. Síðar varð
Lord Errol ráðuneytisstjóri og
enn síðar ráðiherra unz honum
var boðin aðalstign árið 1964 og
tók hann þá sæti í Lávarða-
deildinni. Hann hefur verið for
maður Verzlunarráðs Breta frá
1966, á sæti í mörgum nefndum
og er m.a. formaður nefndar-
innar, sem sjá á um myntbreyt-
inguna í Bretlandi, er tekið
verður upp tugakerfi.
í ræðu, er Lord Errol hélt á
hádegisverðarfundinum í gær
sagði hann m.a. um aðild íslands
að EFTA — Fríverzlunarbanda-
laginu:
„Mér er kunnugt um, að þið
íslendingar veltið nú fyrir ykk-
ur, hvort æskilegt sé að þið sæk
ið um inngöngu í EFTA og að
því tilefni myndi mig langa til
þess að segja nokkur orð.
í hvaða félagsskap sem er,
hvort sem hann er milli ein-
staklinga eða þjóða felast kost-
ir og ókostir. Eigi félagsskapur-
inn að vera árangursríkur verða
gagnkvæmir kostir að vera
fleiri en ókostirnir og þótt
EFTA sé nú bæði vinsamlegt og
árangursríkt bandalag voru í
upphafi mörg áhugamál, sem
rákust á og þau varð að laga
ta áður en samkomulagið var
undirritað í Stokkhólmi. Frá
stofnun bandalagsins hafa mörg
aðkallandi mál skotið upp koll-
inum og má nefna sem dæmi
portúgalska vefnaðarvöru,
skandinaviska trjákvoðu og
pappírsvöru og nú síðast afurð-
væntanlegrar álbræðslu í Bret-
landi.
Ætli ísland að sækja um inn-
göngu í EFTA, þá er það ekki
nægileg röksemd að innganga
þess færi því einhverja kosti.
ísland verður að sanna, að að-
ild þess verði einnig bandalag-
Framhald á bls. 19
— Newsweek
Framhald af bls. 1
Newsweek hefur Kennedy
nú tryggt sér 71314 atkvæði,
þar með talin óbundin at-
kvæði, og hefur fýlgi hans
dregizt saman um 150 at-
kvæði frá því sem var áður
en Humphrey gaf kost á sér.
Þriðji frambjóðandi demó-
krata, Eugene McCarthy, er
talinn hafa tryggt sér alls
629 atkvæði.
Slysaspóin
MISSÓGN var í frásögn af slys-
spá tölvunar í blaðinu í gær.
90% líkur eru á því að slys
verði, miðað við V-umferð frá
58 til 92 í þéttbýli, en í strjál-
býli frá 10 til 32 með sömu lík-
um.
Lord Errol flytur ræðu sína að Hótel Sögu í gær. Við háborð ið eru ráðherrar og aðrir for-
ráðamenn. — Ljósm.: Sv. Þorm.