Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 16
i* MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2«. MAÍ 1968. Tveir 76 ára óku fyrstu klukkustund H-umferðar Ungi tlrengurinn, sem var kominn í umferðina laust eftir kl. 6. HÉR segir frá einn af blaða- mönnum Mbl., sem hlaut und anþágu hjá lögreglustjóra til að aka í höfuðborgarumferð- inni þá er almenn umferð var ekki leyfð. — Þegar líða tók að því að ég fengi merkið fyrir undanþágu til aksturs á þanntímanum frá kl. 3 til 7 fór að færast yfir mig nokkur ókyrrð. Að sönnu hafði ég ekið í hægri umferð á er- lendri grund. En hvernig myndi mér takast hér, þar sem gamal- kunnar götur og gatnamót birt- ust í nýju ljósi. Ég óttaðist ekki svo mjög að ég myndi ekki geta haldið mig hægra megin. Hitt var mér meira áhyggjuefni að ég tæki beygjurnar og vegamót in skakkt, þ.e. að mér sæist yfir umferðamerkin, t.d. bann við vinstri beygju eða mér fipaðist að taka rétta akrein. Ég gerði raunar ekki ráð fyr- ir að ég myndi sofa mikið nótt- ina fyrir H-dag, og svo varð líka heldur ekki enda var ætlun in að halda snemma af stað. Ég rölti með myndavélina og undan þágumerkið út í bílinn minn á fjórða tímanum í fyrrinótt dund aði við að líma merkið á og tygj- aði mig af stað. Nú gætti ekki nokkurs kvíða lengur. Mér átti að vera sízt vandara um en öðr- um og ég hét því að ég skyldi fara hægt og gá vel að öllum merkjum. Klukkan var langt gengin fjögur, þegar ég ók af stað. Nú hefst stakkasundið, tautaði ég við sjálfan mig. Enn var vinstri umferð og ég kom niður í Aða.V Sveinn Jónsson á B.S.R. stræti þar sem vinnuflokkur var að negla niður gula planka við hornið á Aðalstræðti og Vestur- götu, eitt vandræðahomið, sem enn er ekki með öllu ráðið hver örlög fær. Þá tók ég eftir því að ég hafði gleymt götukortinu góða „H-um- ferð í Reykjavik“, en það hafði ég hugsað mér að hafa með mér. Eg brá mér því inn á gömlu lögreglustöðina og fékk þar kort ið. Nú ákvað ég að halda á nokk ur góðkunn götuhom og kanna þar umferðamerki og skoða kort ið.Það myndi koma sér vel að kunna nokkur helstu gatnamót- in utan að. Nóg myndi um að hugs samt. Þegar ég lagði af stað vair ofurlítill rigningarsuddi, en stytti fljótt upp, loft var þung- búið og ekki var enn fulltojart. Og svo tók ég að hringsóla um fremur fáfarnar göturnar. Þó mætti ég víða leigubílum og lög- reglumönnum á bifhjólum og í bílum, víða voru vinnuflokkar við að skipta um merki. Og það vatr raunar dálítið ankannalegt að aka gegn merkjunum, sem hafði verið breytt með tilliti til hægri umferðar, og nú kom sér vel að kunna bæinn nokkurn veg inn utan að, miðað við fyrri að- stæður. Eftir hringsól um bæinn renndi ég upp að nýju lögreglu- stöðinni, heimsótti blaðamanina- miðstöðina og hitti fyrir her lög reglumanna, þar sem flestir voru glaðlegir og léttir í spori. Þar var lögreglustjóri og yfirlög- regluþjónar allir brosandi og í bezta skapi. Ég blátt áfram sá að allt myndi fara vel. Á hringsóli mínu skömmu áð- ur hafði ég hitt tvo menn, sem voru að ganga frá umferðarmerki skammt frá Elliðaánum. Þeir hófu máls á því að nú yrði að gæta varúðar frá hægri í stað vinstri áður. Þeir töldu að þetta hefði kannske ekki verið nægi- lega áréttað í áróðrinum. Nú fréttum við að von væri á þyrlu Landhelgisgæzlunnar sem ætti að lenda á þaki lög- relgustöðvarinnar og flytja dóms málaráðherra og lögreglustjóra í hringferð yfir borgina meðan_ á algeru umferðabanni stæði. Ég slórði við að sjá þyrluna hefja sig til flugs en hélt svo að stað til að taka mér stöðu við götu- hornin, sem ég átti að fylgjast með í upphafi hægri umferðar. Ég komst inn í Nóatún og þá var stundin upp runnin þegar alger umferðastöðvun skyldi vera Ég vatt mér yfir á hægri vegar- brún og nam staðar. En nú rann hin mikla sutnd upp. Klukkan var orðin sex og ég mátti halda af stað í hægri umferð. Fyrstu gatnamótin mín voru Langahlíð og Miklabraut, vinstri beygja, sem tókst slysa- laust og ég held að mestu rétt, þaðan áfram í samræmi við nýju umferðaljósin austur Miklubraut allt að Háaleitisbraut. Þair var mín fyrsta vaktstaða. Og umferðin gekk eins og í sögu. Þetta voru að vísu velflest vanir liegubílstjórar, sem undan þáguna höfðu, sem aka vel í vinstri umferð. Það mun stað- reynd að góður vegfarandi í vinstri umferð verður einnig góð ur vegfarandi é hægri umferð. Og þarna kom lítill snáði á reið hjólinu sínu, rétti upp hendina við gatnamótin á rauðu ljósi og beið eftir því græna. Hann var vel á hægri brún og fór að öllu rétt. Næst hélt ég að vegamótum Grensásvegar og Miklubrautar og skömmu síðar skeði það að ljósin slokknuðu þar. Umferðarlögregluþjónn var þar á mótorhjólinu sínu og hann kall aði þegar upp í talstöð sína og tilkynnti bilunina og tautaði um leið og hann snaraðist út á gatnamótin til að stjórna umferð inni. „Fallega byrjar það. Nýju ijósin strax biluð.“ En allt gekk þetta vel. Lögregluþjónninn kom í stað ljósanna, og nokkru síðar var hann leystur af verðinum. Auðvitað þurfti hann að vera á ferðinni á hjóli sínu. En þá kom brunandi kunningi af BSR. Yið tókum tal saman og sagði hann að elstu ökuþór- arnir á stöðinni væri komnir út í umferðina og auðvitað þeir ungu líka. Hann náði aambandi við þanm ökumanninn, sem lengst (hefir ekið á BSR, Svein Jóns- son, sem er orðinn 76 ára og nú er að byrja 40. áirið. sem hanm hefir ©kið á sömu stöðinni, að undanskildum tveimur árum, er hann beið eftir bíl. —Ég byrjaði um miðjan maí á BSR árið 1929, segir Sveinn er ég tek að spyrja hann. — Ég tók prófið 1919 og ók fyrnst vörubíl, en frá ’29 hef ég alltaf ekið leigubíl. — Og hvað segirðu um breyt- inguna. Nú ertu að verða búinn að aka í harnær klukkustund? — Ég finm eiginlega engan mun. Ég kvíði svolítið enm fyrir Hafnarfjarðarveginum, en ég ætla að fara þangað bráðum. Ég kveið raunar svolítið fyrir þessu. En ég held að þetta ætli allt að ganga. Þar með var þessu skyndisam- tali lokið, utan hvað við rædd- um örlítið einstök gatnamót. Og nú ætlaði ég sjálfur að bregða mér ögn meira út í um- ferðina og sjá hvernig til tæk- ist. Það var stöðugt að fjölga bílum, sem runnu inn í umferð- ina klukkan sjö. Þegair ég kom niður á hlað bentu kollegar mínir mér á að ég hefði gleymt að fylgjast með þýðingarmiklum gatnamótum þ. e. þar sem Grensásvegur og Álf- heimar koma inm á Suðurlands- braut, báðir vegirnir með nýnri gerð Ijósa. Það var því ekki um annað að gera en bregða við skjótt og halda á þessa staði og samstarfsmaður slóst í förina. Við Grensásveginm hittum við Ólaf Baldursson lögregluþjón. — Þetta hefir allt gengið með stakri prýði. Allir brosa og eru kátir og prúðir í umferðimni sagði Ólafur. Rétt í þann mund, er við komum, sáum við einn bílstjóra, sem kom sunman Grens ásveg og ætlaði austur Suður- landsbraut, en gleymdi eða tók ekki eftir bogabrautinni, sem gef ur akstur framhjá ljósunum. Við ljósin er hægri beygja óheimil og nú var ekki um annað að gera en halda til vinstri vestur Suðurlandsbraut. Þetta var að- KL. 3 stöðvaðist öll umferð á Patreksfirði, að undanskildum þeim bifreiðum, sem voru að störfum. Þó kom ein bifreið frá Dýrafirði kl. 3.30, en hún hafði fengið leyfi lögreglunnar til að aka þessa leið. Tvær bifreiðar voru að störfum við umferðar- breytinguna í þorpinu, en ein bif reið var á ferðinni frá Vega- gerðinni út á þjóðvegunum. Kl. 5.50 stöðvaðist öll umferð, en kl. 6 óku þessar þrjár bifreiðar, sem á ferð voru, út á hægri veg- arkant. Við ókum um þorpið strax eft eins ofurlítið leiðbeininganstarf fyrir Ólaf, annars sagðist hann lítið sem ekkert hafa haft að gera þessa fyrstu klukikustund umferðarinnar. Þó var hún nær stanzlaus og fór stöðugt vax- andi. Við höfðum orð á því að marg- ar konur væru við aksturinn. — Já, fjöldi. Og þær komu á mínúbunni sjö inn í umferðina, segir Ólafur og bætir við: — Það var kona, sem býr í sama húsi og ég, komin út með bílinn sinn klukkan sex í moirgun og tilbúin að aka af stað. Ég sá þetta, þegar ég var að fara á vaktina. Og inni við Álfheimagatnamót in á Suðurlandsbraut var Snorri Jóhannsson lögregluþjónn. Þar hafði allt gengið með prýði. Að- eins virtist fólk ekki átta sig á, eða gat ekki séð, að tvö græn örvaljós eru á akreinunum til austurs. En þeir, sem aftarlega eru í röðinni, þegar stöðug um- ferð er, sjá aðeins að vestari ljósvitinn sýnir grænt, en þá er hliðarörin, sem beinir straumn- um inn á Álfheimana ekki kvikn uð á austari vitanum. Aðvífandi kemur roskinn mað ur í P-bíl. Fróðlegt að tala við einn utanbæjarmann. Hann heit ir séra Sigurður Ó. Lárusson frá Stykkishólmi og er orðinn 76 ára, fluttiat þaðan að vísu 1965, og P-númerið er raunar það eina sem eftir er af nánum tengslum hans við Hólminn. Sigurður var að biðja lögregluþjóninn um upplýsingar, sem hann fékk greiðlega. Við okkur sagði hann: - Ég sá að annaðhvort varð ég að hætta eða kasta mér út í þetta. Og ég er ekkert „nervös“. Þar með hélt þessi brosleiti, gamli maður afstað, samvizku- samur og vildi ekbert gera nema það sem rétt var í hægri um- ferðinni. En tíminn líður og við höldum niður í bæinn. Umferðin er nú orðin sú mesta, sem við höfum séð hér í borg, þótt kluk'kan sé aðeins rúmlega 9. Á lögreglu- stöðinni fáum við þær upplýs- ingar að allt hafi gengið vel til þessa. Allir brosa í hægri umferðinni og leitast við að nema hið rétta og æfa sig, aka varlega og sýna imeðborgurum sínum tillitssemi, því allir erum við byrjendur. ir kl. 6. Umferð var engin af gangandi fólki og mættum við engum nema sjö sauðkindum, sem færðu sig rólega yfir á hægri vegarbrún. Ég spurði bif- reiðarstjóra og verkstjóra Pat- rekshrepps hvernig þeim líkaði breytingin og þeir sögðust kunna dásamlega við sig á hægri veg- arbrún. Ég var að tala við lög- regluna núa og ekkert hafði skeð, engar truflanir orðið. All- mikið bar á því í morgun, að eldri menn kæmu út til að æfa sig í hægri umferð. — Trausti. Diesel-rafstöð 8 - 10 kw. með riðstraumsrafal, óskast til kaups. Upplýsingar gefur Magnús Hallfreðsson, Kaupfélagi Árnesinga, Selfossi. íbúð til leigu Ný-tízku 3ja herb. íbúð til leigu strax í Fellsmúla 20. Upplýsingar í síma 83071 eftir kl. 7. PERSTORP-harðplastið ávallt fyrirliggjandi í meira en 60 litum og munstrum. 15% verðlækkun frá verksmiðju. PERST0RP plastskúflur í eldhús og fataskápa, ýmsar gerðir og stærðir. SMIÐJUBÚÐIN við Háteigsveg — Sími 21220. Hafnarfjörður Húseignin Melholt 2 er til sölu. Húsið er 2ja hæða steinhús, um 10 ára gamalt. Á efri hæð eru 4 svefn- herb. og bað. Á neðri hæð eru stofa, borðstofa, ytri forstofa og hol, eldhús, þvottahús og geymsla. Gólfflötur um 150 ferm. Bílskúrsréttur. Verð kr. 1 milljón og 300 þús. Útb. kr. 500 þús. Laust til afhendingar, nú þegar. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, Linnetstíg 3, Hafnarfirði, sími 50960. Kvöldsími 51066. Góðar H-dagur í Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.