Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 196« m 1 Heitu kerin eru alltaf vinsæl. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Undir bláum sólarsali BLIÐSKAPARVEÐUR var í Reykjavík í gær, en nokkur kaldi, — brakandi þerrir, mundu bændur segja. Við brugðum okkur á helztu staði sóldýrkenda, að sjá, hvort þeir notuðu nú ekki tækifær- ið, en svo reyndist ekki vera nema í Vesturbæjarlauginni. Úti í Nauthólsvík var ekki nokkur sála, nema tveir drengir er gengu eftir fjör- unni og léku á báru. Það var líka strekkingur á sunnan og lítið skjól í víkinni. Sundlaugarnar voru lokað- ar, og nú er þeirra sögu að verða lokið. Nýju laugarnar verða teknar í notkun um helgina, en sjálfsagt munu margir minnast þeirra gömlu með hlýju, þær hafa gert ómælanlegt gagn á ævi sinni og mörgum finnst, að rét't væri að varðveita þær eins og þær eru í dag. Sumir vilja meira að segja stofna félag til að kaupa þær, líkt og gert var með Kolviðarhól um árið, en skipulagið kemur víst í veg fyrir það. Vesturbæjarlaugin var hins vegar opin, og þar var nokk- uð af fólki, sem naut sólar- innar. Og sundkennarar leið- beindu börnum með fyrstu sundtökin og úti í dýpri laug- inni fóru strákar í riddara- slag eða stríddu stöllum sín- um. .....svo andann gruni ennþá fleira en augað sér“. Hvað það er indælt að liggja og mara svona í vatninu. Hægri umferð gengur mjög vel LÖGGÆZLAN var jafn víðtæk í gær og í fyrradag um land allt. Út frá Reykjavík fóru fyrir helg- ma 12 ríkislögreglubifreiðir og eru þær allar að eftirlitsstörfum úti á þjóðvegum, til viðbótar þeirri löggæzlu sem fyrir er í sýslum landsins. í gær voru því að störfum yfir 400 lögreglu- menn á landinu. Frá kaupstöðum og kauptún- um landsins hefur engin tilkynn- ing borizt um árekstur eða um- ferðarslys, frá því hægri umferð tók gildi. Af þjóðvegunum eru þær fréttir, að eins er kunnugt um eitt óhapp, sem átti sér stað skammt frá Arnarstapa á Mýr- um í gærdag, en þar var ekið aftan á kyrrstæðan bíl. í Reykjavík höfðu orðið í gær (kl. 18.00) fjórir árekstrar og voru þrír af þeim mjög smá- vægilegir. Ekkert slys hafði orð- ið í umferðinni í Reykjavík í gær. Drengurinn sem varð fyrir bifreið á Sundlaugavegi í gær mun ekki hafa meiðzt neitt al- varlega, en hann liggur þó enn á sjúkrahúsi. Umferð á landinu hefur yfir- leitt verið með svipuðu móti og eðlilegt er á virkum degi. Sam- kvæmt upplýsingum sem Upp- lýsing- og fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefur fengið, hefur talsvert borið á því, að settar reglur um ökuhraða væru ekki virtar og gerði lögreglan í Reykjavík mikið af því í gær að mæla hraða bifreiða með ratsjá. Hér fer á eftir stutt yfirlit úr skýrslu Upplýsinga- og fjar- skiptamiðstöðvar lögreglunnar frá nokkrum stöðum utan Reykja víkursvæðisins: Keflavík: Umferð í Keflavík hefur verið með eðlilegum hætti í dag. Eng- in óhöpp hafa átt sér stað, sem rekja má orsakir til umferðar- breytingarinnar. Einn árekstur varð á Tjarnargötu, en þar ók fólksbifreið á pallhorn vörubif- reiðar, en henni hafði verið lagt þannig, að pallur bifreiðarinnar skagaði út í akbrautina. Ekkert slys varð og skemmdir smávægi- iegar. Akranes: Umferð hefur verið með eðli- legum hætti í dag. Engin óhöpp hafa átt sér stað svo lögregl- unni sé kunnugt um. Ökumenn fara vel eftir hraðatakmörkun- um og var aðeins einn ökumaður áminntur fyrir of hraðan akstur í morgun. Ekki var talin ástæða til að hafa umferðarverði starf- andi í dag. Akureyri: Engin óhöpp hafa átt sér stað í umferðinni á Akureyri, sem rekja má til óvana vegfarenda í hægri umferð. Þó ók einn öku- maður á ljósastaur um miðnætti í gær. Nær allir lögreglumenn hafa verið að störfum í dag til að leið- beina fólki. Tvær lögreglubif- reiðir annast eftirlit á þjóðveg- um út frá Akureyri og sú þriðja frá Dalvík. Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hrað- an akstur, en yfirleitt virða öku- menn vel hraðatakmarkanir. Selfoss: Umferð hefur verið greið í dag og með eðlilegum hætti. Eng in óhöpp hafa átt sér stað og áberandi hraðabrot eru engin, en þó virðist ökuhraðinn vera að aukast núna upp á síðkastið (kl. 18.10). Vestmannaeyjar: Umferð töluverð. Engin óhöpp. 23 umferðarverðir hafa verið að störfum í dag. Austurland: Tíðindalaust hefur verið úr umferðinni á Austurlandi í dag, og allt gengið vel. Á Seyðisfirði var lögreglan við hraðamæling- ar í morgun, en enginn komst á blað. Yfirleitt var lítil umferð í gærkvöldi, og í morgun hefur umferðin verið eðlileg.“ MI8TÖK Er skýrt var frá andláti Einars Erlendssonar húsameistara, hér í bla'ðinu í gær, var birt mynd af alnafna hans Erlendi Einarssyni í Vík. Eru viðkomandi beðnir af- sökunar á þessum leiðu mistök- um. LEIÐRÉTTING NOKKUÐ var um línubrengl í sjóimannadagsræðu sr. Jóns Thorarensens, sem btrist í blað inu sl. sunnudag, og einnig nokkrar aðrar prentvillur. Eru viðkomandi beðnir afsökunar á að svo skyldi til takast. Fundur um flugvall- armál Reykjavíkur f DAG, þriðjudaginn 28. maí verður, að tilhlutan Flugmálafé- lags íslands, haldinn almennur umræðufundur um flugvallamál Reykjavíkur og höfuðborgarsvæð isins. Til grundvallar umræðun- um verður einkum álit nefndar þeirrar, er flugmálaráðherra skipaði 28. maí 1965 til að gera tillögur um framtíðarskipan flugvallarmála Reykjavíkur. Umræðurnar þurfa þó ekki að vera einskorðaðar við þetta nefndarálit. í nefndinni áttu sæti, Bryn- jólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri, formaður, Baldvin Jóns- son, hrl., Gústaf E. Pálsson, borg arverkfræðingur, Guðlaugur Þor valdsson, prófessor og Sigurgeir Jónsson hagfræðingur. Þann 18. maí 1967 skilaði nefndin mjög ýtarlegri skýrslu um störf sín. Nefndin var sammála um, að framtíðarmöguleikar Reykjavík- urflugvallar séu of takmarkaðir, til þess að hann geti gegnt hlut- verki framtíðarflugvallar Reykja víkursvæðisins. Taldi nefndin að bezti staður fyrir framtíðarflug- völl Reykjavíkur væri á Álfta- nesi. Hinsvegar varð nefndin ekki sammála um, hvaða hlut- verki Keflavíkurflugvöllur ætti að gegna í framtíðarskipan flug- vallarmála höfuðborgarsvæðis- ins og hverskonar flugvelli væri rétt að gera ráð fyrir á Álfta- nessvæðinu. Gera tveir nefndar- menn, þeir Baldvin Jónsson og Gústaf Pálsson, ágreining við álit meiri hluta nefndarinnar um þessi atriði. Ágreiningurinn er í stuttu máli fólginn í því, að meiri hluti nefndarinnar telur rétt að framtíðarmiðstöð milli- landaflugs höfuðborgarsvæðis- ins verði á Keflavíkurflugvellí, en á Álftanesi verði tekið frá svæði vegna þarfa innanlands- flugs eftir megintilhögun „X“. Minni hluti nefndarinnar telur hins vegar, að rétt sé, að fram- tíðarmiðstöð alls innanlands og millilandaflugs annars en hern- aðarflugs geti orðið á Álftanesi og að framkvæmdir samkvæmt megintilhögun „L“ verði hafnar sem fyrst. Verði Reykjavíkurflug völlur og innlend starfsemi á Keflavíkurflugvelli síðan lögð niður. Á fundinum hefir formaður nefndarinnar, Brynjólfur Ingólfs son framsögu fyrir meirihlutan en Baldivin Jónsson fyrir minni hlutan. Síðan verða frjálsar um- ræður. Fundarstjóri verður Hákon Guðmundsson yfirborgardómari. Fundurinn verður haldinn í Sigtúni og hefst kl. 20.30. *-• .. . . v Myndin sýnir hvernig gert er ráð fyrir flugbrautunum í tillögun-um tveimur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.