Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 5
MOTtGTTPTBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1&6«. 5 val. Málað 1933. (Ljósm. Mbl .Listasafn Islands' SIGURÐUR Benediktsson heldur 150. listmunauppboð sitt í Súlnasal Hótel Sögu í dag klukkan 17.00. Að þessu sinni býður Sigurður upp 67 málverk eftir 35 listamenn. Við fórum í gær til að líta á myndirnar og óska Sigurði til hamingju með uppboðsaf- mælið. Ég hélt mitt fyrsta uppboð snemma í maí árið 1952“, segir Sigurður um leið og hann leið ir okkur í salinn. „150 uppboð gera 300 stöðudaga, en það eru þeir alverstu dagar, sem ég upplifi." — En hefurðu ekki svolíti'ð gaman af þessu? — Gaman og gaman. Ég get stundum gert fólki greiða. En nú skulum við hætta að tala um mig og ég skal sýna ykkur málverkin. Kjarval á hér flestar mynd- ir einstakra listamanna, eða 18. Hér er t.d. „Ljós og skugg- ar“. en það er í bók lista- mannsins, sem kom út 1950. Og sjáðu þetta stúlkuandlit — þetta málverk kalla ég „Lista- safn tslands" — það málaði Kjarval 1933. Ég vil fá gott verð fyrir það. Hér eru þrjár myndir eftir Ásgrím Jónsson — þessi hérna er frá Kaldadal, máluð laust fyrir stríð. Blómamyndir Kristínar Jónsdóttur hafa hækkað mjög í verði undanfarið. Hér er ein af hennar stærstu, „Nature rnorte". Þessi litla landslagsmynd, „Frá Kaldadal" eftir Ásgrím Jónsson. sem i'ðar í fjöri og litum, er eftir Guðmund Thorsteinsson — Mugg. Hér stendur ártaliC 1921 svo hann hefur málað hana þremur árum áður en hann dó. Sjáíð þið þessa merkingu — svona var nú samfélagið danskt í þá tíð. Þetta er Þing- vallamynd eftir Þórarin B. Þorláksson og hann hefur merkt hana Th. Thorláksson júlí 1900. Annars er Þórarin af mörgum álitin fyrirrennari Ásgiríms og Kjarvals. — Og Sigurður leiðir okkur áfram. — Nú er farið að skipta Gunn- laugi Scheving niður í tíma- bil: Hveragerðistímabilið, Hafnarf jarðartímabili'ð og svo sjóstakkatímabilið, eftir að hann flutti aftur til Reykjavík ur. Þessi mynd hérna er frá Hafnarfjarðartímabilinu. Hérna er líka mynd frá Siglufirði eftir Gunnlaug Blöndal og hann á hér aðra úr Skagafirði. Þessar tvær myndir eru eftir Nínu Trygg- vadóttur. ..Kona við glugga" er mjög skemmtileg mynd, greinilega frá yngri árum Nínu og mjög ólík þeim, sem hún málar núna, eins og þið getið séð á þessari hérna. Kristján Magnússon á þessa landslagsmynd. Kristján er málari, hvers myndir sjást sjaldan nú orðið. Hann lærði í Bandaríkjunum, kom svo heim og málaði í nokkur ár, en dó ungur. Jónas frá Hriflu orti um hann eftirmæli — „Dregið fyrir gluggann" — sem eru einstök í íslenzkum bókmenntum. Júlíana Sveinsdóttir er ein af þessum eftirsóttu listakon- um. Hún dvaldist lengstum í Danmörku, en kom heim á sumrin og máláði íslenzk mótíf. Þessi mynd J úlíönu heitir ,,Uppstilling“. — Við göngum hægt í gegn um salinn og virðum fyrir okkur málverkin, en Sigurður lætur dæluna ganga. — Þessi mynd hérna er frá „smástúlkutimabili" Jóhanns Briem og heitir „Ein bleik og önnur gul“. Jóhanni er líka skipt niður í tímabil, alveg eins og Scheving, sem ég sagði ykkur frá áðan, og smástúlku tímabilið stendur yfir hjá hon um núna. Hérna eru tvær myndir eftir Nínu Sæmundsson, tvær eftir Sverri Haraldsson, þær eru frá strikatímabilinu hans, hér er ein eftir Guðmund frá Mið dal og þessi er eftir ísleif Kon ráðsson. Ég kalla hana „Liatin ein“. Á ég að telja fleiri upp? Ég veit ekki. Þetta verður þá bara langhundur, en þið verð- ið að sko'ða hinar myndimar líka. Jú, ég verð að segja ykk- ur frá þessari. Hún er eftir Einar Jónsson frá Vík, sem var bróðir Eldeyjar-Hjalta. Einar var húsamálari að iðn og myndir hans eru sjaldséð- ar og ég má segja töluvert eftirsóttar. Svo eru hér tvö ung listmenni, Sólveig Eggerz og Ragnar Páll Einarsson. Þau hafa gert lukku hjá þeim, sem vilja horfa á hlutlægar myndir. Og nú skal ég hætta, þó ekki sé allt upptalið. Nú koma einhverjir til að ráðfæra sig við Sigurð, kannski eru þetta verðandi kaupendur, kannski bara fólk, sem hefur gaman af tölum, en við ljúkum hringferð okkar um salinn og hverfum á braut. „Lyfsalinn" eftir Haydn frumsýndur „LYFSALINN", gamanópera eft ir Haydn, verður frumsýndur í Tjarnarbæ þann fjórða júní, og kölluðu forsvarsmenn óperunn- ar, Gunnar Egilsson og Ragnar Björnsson á fréttamenn í t il- efni af því. Sögðu þeir m.a., að ópera þessi væri einþáttungur og hefði ver- ið ætlunin að hafa annam ein- þáttung með henni, en ekki orð- ið af, heldur hefði verið tekið það ráð að hafa atriði úr þrem- ur öðrum óperum með í sýn ingunni. Söngvarar í Lyfsalan- um verða Sigurveig Hjalteated, Þuríður Pálsdóttir, Guðmund- ur Guðjónsson og Ólafur Mag- nússon frá Mosfelli, en hann syngur Lyfsalann aðalhlutverk- ið. Kór verður og með, sem bæði syngur og leikur. Textann hef- ur Guðmundur Sigurðsson þýtt. Leikstjórn annazt Eyvindur Er- lendsson, en hann hefur einnig gert sviðsmyndina í Lyfsalanum. Hljómsveit verða tveir flyglar, og leika Ólafur Vignir Alberta- son og Guðrún Kristinsdóttir á þá. Sviðshreyfingar og dansa hefur Þórhildur Þorleifsdótt ir annazt. Hin óperuatriðin, sem sýnd verða, eru: Fyrsta atriðið úr Fi- dello eftir Beethoven, sem Guð- rún Tómasdóttir og Friðbjöm Jónsson, tenór syngja. Er þetta fyrsta óperu hlutverk Guðrún- ar Tómasdóttur hérna. Atriðið milli föður og sonar úr La Traviata verður sýnt þar líka, og syngja þeir Bjarni Guð- jónsson, baritón, og Hákon Odd geirsson, tenór, og loks atriði úr Ráðskonuríkinu eftir Pergo- lesi, sem Guðrún Á. Símonar, og Kristinn Hallsson syngja. Þessi þrjú atriði mun Þórhildur Þor- leifsdóttir sviðsetja. Búningana hefur írsik kona, sem er búsett hér gert, heitir hún J. Kennedy. Sagði Gunnar Egilson, fram- kvæmdastjóri óperunnar, að fjór ar sýningar yrðu fyrir áskrif- endur, en eitthvað yrði samt selt af aðgöngumiðum í Tjarnar- bæ, og gætu þá lystíhatfendur gerzt áskrifendur, ef svo bæri undir. Sagði Gunnair, að Óperan hefði farið þess á leit við Þjóð- leikhússtjóra, að hann bæri und ir Þjóðleikhúsráð, hvort ebki væri hægt að fá einihvern grund völl fyrir samvinnu milli þess- arra tveggja fyrirtækja, og hefði Þjóðleikhússtjóri lofað að bera þetta undir Þjóðleikhúsráð við fyrsta tækifæri. Kvaðst Gunnar Egilsson, framkvæmda- stjóri, nú bíða eftir svari. Sagði Gunnar ennfremur, að fjöldi áskrifenda Óperunnar væri nú um átta hundruð manns, og væri það miklu fleira, en þeir forsvarsmenn hefðu nokk- urntíma gert sér vonir um. Skólaslit Kennaraskóftans KENNARASKÓLANUM verður slitið mánudaginn 10. júní n.k. Að þessu sinni þreyta l!>3 nem- endur kennarapróf, þar af 11 handavinnukennarar. 26 nem- endur þreyta stúdentspróf frá menntadeild skólans. Er það í fyrsta sinn, sem Kennaraskólinn brautskráir stúdenta. % í KVÖLD KL. 8,30 Á LAUGARDALSVELLINUM VALUR - MIDDLESEX WANDERERS (íslandsmeistarar 1967). (ÓLYMPÍt’LIÐ BRETLANDS) Verð aðgöngumiða: Börn kr. 25.00. Stæði kr. 75.00. Stúka kr. 100.00. KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.