Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1968.
27
Eins og skýrt var frá í blaðinu á mánudag, í frétt af H-degin-
inum í Keflavík, var þess getið að slökkviliðið þar í bæ, hefði
notað tímann milli kl. 6 og 7 árdegis á sunnudagsmorguninn til
að brunaverðir, sem aka bílum slökkviliðsins gætu æft sig í
hægri umferðarakstri á bílunum og er þessi mynd tekin er bíl-
arnir komu brunandi eftir aðalgötu bæjarins. — Ljósm. Heim-
ir Stígsson.
Slysavarðstofan
flytur á morgun
EINS og sagt hefur verið í
Morgunblaðinu, flytur Slysa-
varðstofa Reykjavíkur í nýtt
húsnæði í Borgarsjúkrahúsinu í
Fossvogi á morgun. Vaktþjón-
usta heimilislækna flyzt þó ekki
og verður símanúmer þar áfram
21230.
— Frakkland
Framhald af bls. 1
arnar í Cadarache að halda
verkfallinu áfram og tdku jafn-
framt þá ákvörðun að leggja
helztu byggingar fyrirtækj-
anna undir sig.
Víðast hvar, þar sem leiðtog-
ar verkamanna komu til þess að
skýra fná samkomulaginu við
ríkisstjórnina og fóru þess á
leit, að verkamenn samþykktu
það, var þeim tekið með hlátri
og hæðnighrópum. í hverri verk
smiðjunni á fætur annarri var
samkomulaginu hafnað og alls
staðar — í París, Lyon, Mar-
seilie og öðrum frönskum stór-
borgum — ákváðu verkamenn
að halda áfram verkföllunum,
sem hafa algjörlega lamað fram-
leiðslu landsins.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 16. júni.
Þannig hélt ástandið áfram að
versna í Frakklandi í dag og
í blöðum landsins kom sú skoð-
un fram, að ef ekki yrði bráð-
lega bundinn endi á þjóðfélags-
kreppu þá, sem nú ríkir í land-
inu, væri hætta á byltingará-
standi. Á mánudaginn kemur
mun de Gaulle forseti flytja
sjónvarpsræðu og hinn 16. júní
mk. verður þjóðaratkvæða-
greiðsla um endurbótaáætl-
un ríkisistjórnarinnar. í ræðu
sinni hyggst forsetinn gera
ífrönsku þjóðinni grein fyrir
Iþví, hvers vegna hann hefur far
ið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu
með tilliti til þess ástands, sem
niú ríkir í landinu.
Tilslakamr stjórnarinnar
gagnvart verkamönnum leiddu í
dag til þess, að gengið á franska
frankanum lækkaði. Eru efna-
hagssérfræðingar þeirrar skoð-
unar, að launahækkanir á þessu
ári kunni að valda greiðsluhalla,
sem nemi 500—1000 millj. doll-
ara- Gullforði Frakklands á hins
vegar að vera það mikill,
að nægi til þess að viðhalda
gengi frankans. Hins vegar er
líklegt, að launahækkanim-
ar muni verða þess va'ldandi, að
forði landsins í gulli og
erlendum gjaldeyri minnki um
10—15%.
Frekari stúdentaóeirðir.
í kvöld settu stúdentaóeirðir
að nýju svip sinn á lífið í París
é ýmsum stöðum í borginni. Sam
tímis hélt franska innanríkis-
málaréðuneytið því fram, að öfga
menn hefðu falið vopnabirgðir,
sem þeir hygðust nota í þessum
óeirðum. Áður hafði Pompidou
forsætisráðherra lýst því yfir,
að ríkisstjórnin hefði leyft mót-
mælagöngur stúdenta, en vegna
framangreindrar fréttar um fald
ar vopnabirgðir ákvað ríkis-
stjórnin að gera allar nauðsyn-
'legar ráðstafanir til þess að
halda uppi röð og reglu.
Segir de Gaulle af sér á þessu
ári?
f AP-frétt í kvöld var haft
eftir Sam White, Barísarírétta-
ritara brezka blaðsins The Ev-
ening Standard, að de Gaullie for
seti hafi í hyggju að segja af
sér fyrir næstu áramót, hver
svo sem úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í næsta mánuði
verði, þar sem forsetinn fari
fram á traustsyfirlýsingu þjóð-
arinnar.
Sam White, sem er sagður eiga
vináttu forsetans, kemst svo að
orði: — Hann (forsetinn) hafði
tekið þessa ákvörðun fyrir sjón-
varpsávarp sitt til þjóðarinnar
sl. föstudag. Það er þessi stað-
reynd, sem skýrir hina áhuga-
lausu frammistöðu hans og nær
uppgjafarkennda og magnlausa
framkomu hans.
— Vietnam
Framhald af bls. 1
Að fundinum loknum í dag var
ætlunin að Cyrus Vance, vara-
formaður bandarísku nefndar-
innar, héldi heim til Washington
til að gefa, Johnson forseta
skýrslu um gang mála. Fulltrúar
beggja aðila hafa viðurkennt
þann möguleika að viðræðurnar
fari út um þúfur, en báðir hafa
tjáð sig rei'ðubúna til að reyna
enn um skeið að komast að ein-
hverju samkomulagi. Fulltrúar
Norður-Vietnam halda fast við
þá kröfu sína að fyrsrt af öllu
verði Bandaríkjamenn að hætta
öllum loftárásum á Norður-Viet
nam, fyrr verði ekki unnt að
ræða nein aukaatriði. Fulltrúar
Bandaríkjanna halda einnig fast
við fyrri yfirlýsingar á þann veg
að þeir geti ekki einhli’ða stöðvað
árásirnar, fyrst verði fulltrúar
Norður-Vietnam að koma til
móts við þá og fallast á að um
leið og loftárásum verði hættt
verði stöðvaðir herflutningar frá
Norður- til Suður-Vietnam.
S.L. laugardag varð maður á
Iiesti fyrir jeppabifreið á vegin-
um nálægt Geithálsi og hand-
leggsbrotnaði maðurinn, en hest-
urinn slasaðist svo illa að það
varð að aflífa hann á staðnum.
25-30 ftóku
vinsftri beygju
UNGUR lögregluþjónn númer
136, sem hafði umfer’ðarvarð-
stöðu á horni Aðalstrætis og Aust
urstrætis í gærkvöld, hafði verið
að starfa þar. Hann varð að
stöðva milli klukkan 8 og 10
hvorki meira né minna en 25—30
bíla. Ökumennirnir gleymdu allir
að taka beygjuna rétt úr Austur-
stræti er þeir sveigðu suður
Aðalstræti. Tóku allir krappa
beygju eins og í vinstri umferð-
inni í stað þess að taka stærri
sveigju yfir á hægri akreinina.
Ekki ur'ðu þó nein óhöpp af þessu
sem má þakka það að hægt er
ekið og að umferð var lítil í Mið
bænum um þetta leyti. í hópi
þessara manna voru þaulreyndir
ökumenn jafnt sem yngri öku-
menn.
— Biafia
Framihald af bls. 1
fyrri viku, að höfuðáherzla yrði
lögð á það, að koma á vopnahléi.
Segir aðalfulltrúi Biafra, sir
Louis Mbanefo, að fulltrúar
Nigeríu eyði óllum fundunum í
umræður um hvarf eins nefndar
manna þeirra í Kampala, en gefi
sér ekki tíma til að stöðva styrj-
öldina, sem ver’öur hundruðum
að bana daglega. Átti sir Louis
þar við hvarf ritara Nigeríufull-
trúanna, Johnson Banjo, sem
ekkert hefur spurzt til eftir að
hann gekk inn í lyftu í Apolo-
hótelinu í höfuðborginni á
fimmtudag. Vegna þessa meinta
áhugaleysis fulltrúa Nigeríu,
taldi sir Louis réttast að slíta
viðræðum, og sagði hann í gær
að ef afstaða Nigeríu breyttist
ekki í dag, héldi hann og félagar
hans heim.
í dag kvaddi Milton Oborte
forseti Uganda, sir Louis, á sinn
fund til að miðla málum. Rædd-
ust þeir við tvisvar, og að fund-
unum loknum tilkynnti sir Louis,
að hann hefði íallizt á a'ð fresta
heimferðinni. Hefjast viðræðu-
fundir því klukkan tíu í fyrra-
málið.
Frá London barst í dag frétt
um áframhaldandi ofsóknir
Nigeríu gegn íbúum Biafra.
Brezki háskólakexmarinn W. C.
Birch hefur ferðast um Nigeríu
að undanförnu, og skrifaði hann
blaðinu „The Guardian" um heim
sóknina. Segir hann að yfirvöldin
í Lagos, höfuðborg Nigeríu, hafi
nú engin völd lengur yfir hern-
um. Þótt stjórnin þykist vilja
allt til vinna til að draga úr
grimmd styrjaldarinnar, sé það
ljóst að hermennirnir og egypzk
ir flugmenn flughersins, séu ekki
á sama máli. Segir Birch að
brezki sendiherrann í Lagos, sir
Davide Hunt, hafi skýrt frá því
áð megmið af hergögnum Nigeríu
hers sé frá Bretlandi, og sýni
það bezt hve víðtækan stuðning
Bretar veiti til að viðhalda „blóð
baði og þjóðarmorði, sem Lagos-
stjórnin er ófær um að binda
endi á“. Birch spyr lesendur hve
lengi Bretar eigi að halda áfram
stuðningi við hersveitirnar, sem
Lagosstjórn fær ekkert við ráðfð,
eftir að ljóst er að þótt þessar
hersveitir beri sigur úr býtum,
nái þær aðeins yfirráðum yfir
landinu, þjóðin verði ekki lengur
til.
í tilkynningu Rauða krossins
í Genf er skorað á viðkomandi
aðila að afnema nú þegar hafn-
bannið á Biafra svo unnit verði
áð koma þangað nauðsynlegum
matvælum og lyfjum og bjarga
hundruðum þúsunda mannslífa.
Segja talsmenn Rauða krossins,
að senda þurfi um 200 tonn mat-
væla daglega til Biafra, ef takast
eigi að bjarga þessu bágstadda
flóttafólki.
— Forkosningar
Framhald af bls. 1
burðir Kennedys yfir McCarthy
mun minni en til dæmis í Ind-
iana og Nebraska fyrr í þessum
mánuði. Þá hefur einnig verið
unnið nokkuð að fylgissmölun
við framboð Johnsons, og líta
stuðningsmenn margir svo á
sem atkvæði greidd Johnson fær
ist yfir á Humphrey á flokks-
þinginu.
Varðandi repúblikana er það
að segja að Nixon virðist ör-
uggur sigurvegari. Sjálfur heíur
hann lýst því yfir að hann fái
55% atkvæða. Hvorki Reagan
né Rockefeller hafa haldið kosn
ingafundi í Oregon, en stuðn-
ingsmenn beggja hafa unnið öt-
ullega. Rockefeller hefur litið
fylgi hlotið í forkosningunum
til þessa, enda hvergi verið op-
inberlega í kjöri, og kjósendur
alls staðar þurft að skrifa nafn
hans inn á kjörseðlana. í Or-
egon á rikisstjórinn hins vegar
miklu fylgi að fagna, og í for-
kosningunum þar fyrir fjórum
árum hlaut hann hreinan meiri
hluta atkvæða.
Úrslit forkosninganna í Oreg
on geta í heild haft mikil áhrif
á væntanleg framboð flokkanna
til forsetakjörs í haust, og er
úrslitanna því beðið með mik-
illi eftirvæntingu. Þrír frambjóð
endanna, þeir Nixon, Kennedy
og McCarthy hafa aliir lagt
mikla áherzlu á kosningabarátt
una, og voru al'lir bjartsýnir í
dag. Aðspurður um hvað hann
héldi varðandi kosningarnar hjá
demókrötum, sagði Nixon að
hann teldi víst að Kennedy sigr
aði með yfirburðum. „Ef Kenn-
edy sigrar ekki í Oregon-kosn-
ingunum, hlýtur gengi dollarins
að híLfa falíið verulega", sagði
hann.
Morræiiíír hjálp-
Ærráðsftafanir
Vieftnam
Kaupmannahöfn, 27. maí — NTB
NORRÆNAR hjálparráðstafanir
í Víetnam, eftir að styrjöldinini
þar er lokið, sem teknar hafa
verið til umræðu að frum-
kvæði Dana, verða fegnar í
hendur Rauða krossinum á
hverju Norðurlandanna í sam-
vinnu við Alþjóða Rauða kross
inn í Genf.
Hefur verið gerð áætlun um,
að Norðurlönd leggi fram 410.
000 svissneska franka. Af þeirri
fjárhæð munu Danmörk, Noreg
ur, Svíþjóð og Finnland leggja
fram 100.000 hvert, en ísland
leggur fram 10.000 svissneska
franka.
AÐFARARNOTT mánudags »
um eittleytið barst tilkynningi
til lögreglunnar, að maður 1
hefði fallið í höfnina skammt/
frá Siysavarnafélagshúsinu á J
Granda. I
Þegar lögreglan kom á stað- í
inn var maðurinn í sjónum, í
en maður var kominn honum 7
til aðstoðar. Lögreglan fór \
einnig niður og brá bjarg-í
hring og belti utan um mann-
inn og dró hann upp. Maður-
inn hafði verið á leið til
skips, en fallið á milli skips
og bryggju, þar sem bil var
nokkuð langt. Manninum
varð ekki meint af volkinu og
sést hann á myndinni dreg-
inn upp úr höfninni.
Ljósm. K. Á.
— Réru
Framhald af bls. 28
gangi. Afli var þar lítill svo þeir
hugðust kippa nokkuð lengra,
en þá vildi vélin ekki fara í gang.
Tóku þeir þá að róa en brátt
skall yfir þá þoka og fóru þeir
hring um Þormóðssker. Lögðust
þeir þá við önnur sker þar
skammt frá, en síðar að Þor-
móðsskeri aftur og héldu þar til
þar til þokunni létti það mikið
að þeir sáu til Akrafjalls.
Þá tóku þeir til að róa á ný
og réru í 14% klst. í átt til Akra-
ness en í dag um hádegið tók
að hvessa og lögðust þeir þá við
fast. Um kl. 2.30 urðu þeir varir
við flugvél, en hún hvarf án
þess að sjá þá. Um klukkustund
síðar kom flugvélin aftur og
fann þá.
Er við spurðum þá hvernig
þeim hefði liðið sögðu þeir að
líðanin hefði verið sæmileg,
hinsvegar enginn matur í sólar-
hring, en svo heppilega hefði
tekizt til að þeir tóku með sér
fimm lítra brúsa með vatni, en
þeir kváðu þorstlátt að róa i
lengri tíma.
Þeir félagar ætluðu að vera
komnir heim um kl. 16.00 á
sunnudag.
Að síðustu báðu þeir Þorberg-
ur og Kristinn fyrir þakkir til
þeirra, sem höfðu leitað þeirra
og bjargað til hafnar og er við
héldum upp Ægisgarð voru þeir
að þakka Hannesi Hafstein fyrir
hjálpina við leitina og móðir
Kristins einnig, en hún sagði við
son sinn, er stiginn var upp í bíl
sinn, að nú yrði hann að muna
eftir að komin væri hægri um-
ferð, því svo langt væri síðan
hann hefði farið út.
VARAHLUTIR
NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM-
LEIDDA VARAHLUTI TIL END-
URNÝJUNAR í FORD BÍLA—-
KR. KBISTJÁNSSDN H.f.
U M B 0 {) I € SUDURLAND5BRAUT 2 • SÍMI 3 53 00