Morgunblaðið - 28.05.1968, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 199i.
Einar Erlendsson húsa-
meistari — Minning -
EINAR Erlendisson, fyrrum húsa-
meistari ríkisins, var einn í fá-
mennum hópi íslenzkra iðnað-
armanna, er upp úr síðustu
aldamótum var i fylkingar-
brjósti þeirra, sem hvað mest-
an þátt áttu í því að móta og
setja svip á fæðingarborg sína,
með margvíslegum störfum á
sviði byggingarmála.
Hann var fæddur hinn 15.
október 1883, og voru foreldr-
ar hans merkir Reykvíkingar,
Erlendur Árnason, húsasmíða-
meistari, og kona hans, Ágústa
H. J. Ahrenz.
Að loknu iðnprófi í trésmíði
Ihélt hann utan til náms í húsa-
gerðarlist árin 1901—1905 við
Teknisk Selskabs Skole í Kaup-
mannahöfn. Að námi loknu
stundaði hann húsameistara-
störf í Reykjavík. Árið 1917 var
Einar ráðinn í þjónustu land-
stjórnarinnar, sem ráðunautur
um húsagerð, en varð siðan ful'l-
trúi húsameistara ríkisins frá
1919 til 1950, og skipaður húsa-
meistari ríkisins það ár, eftir
ftráfall próf. Guðjóns Samúels-
sonar. Starfí húsameistara ríkis-
ins gegndi hann til ársins 1954,
er hann lét af því vegna aldurs-
takmarka opinberra starfs-
manna. í skipulagsnefnd ríkis-
in sátti hann sæti 1950—54.
Það voru fáir eða engir hér
ó landi, sem meiri reynslu höfðu
í byggingarmálum þjóðarinnar,
eða átt hafa þar lengri og jafn
Eiginmaður minn
Guðjón Sveinsson
Hofteig 22,
andaðist í Landsspítalanum
laugardaginn 25. maí sl.
Marta Eyjólfsdóttir.
Jón Kr. Guðmundsson
fyrrv. skipstj., frá Arnamúpi,
til heimilis að Barónsstíg 11,
andaðist í Landakotsspítala
26. þ. m.
F.h. systkina minna og ann-
arra vandamanna.
Steinunn Jónsdóttir.
Tengdamóðir mín
Margrét Eyjólfsdóttir
lézt á Sólvangi 25. þ. m.
Guðjón Ásmundsson.
Mó'ðir okkar
Arndís Jónsdóttir
Njálsgötu 9,
andaðist laugardaginn 25. maí.
Arai Tryggvason
Ólafur Tryggvason
farsælan starfsdaig og Einar Er-
elndsson. í starfi sínu og í þjón-
ustu ríkisins gerði Einar upp-
drætti að f jölda opinberra
bygginga víðsvegar um land og
var nánasti samstarfsmaður fyr-
irrennara síns, Guðjóns Samú-
elssonar, á því tímabili í þróun-
arsögu byggingarmála okkar,
þegar hvað mest var um að
vera í þeim efnum — á fyrra
helmingi þessarar aldar.
Einar Erlendsson tók jafnan
ríkan þátt í félagsmálum, og
naut þar verðskuldaðs trausts
samborgara sinna.
Formaður Iðnaðarmannafé-
lagsins var hann um sex ára
skeið, í yfirmatsnefnd húseigna
Vilhjálmur Ólafsson
fyrrv. bóndi frá Hvamml
á Landi,
andaðist í Heilsuverndarstöð-
inni aðfaranótt 26. maí.
Aðstandendur.
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Emil Bjarnason
Hafnargötu 16, Seyðisfirði
andaðist 24. þ.m.
Bergljót Kristinsdóttir
og börn.
Móðir mín
Jóhanna Tryggvadóttir
Bræðraborgarstíg 32
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 29.
maí kl. 15.
Arnór Eggertsson.
Eiginmaður minn og sonur
Ágúst Bjarnason
Njálsgötu 62,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju 29. þ.m. kl. 1:30
e. h.
Helga Guðjónsdóttir
Stefanía Markúsdóttir.
í Reykjavík 1918—21, í bygg-
ingamefnd 1945—58, varabæjar-
fulltrúi 1942—50, kosinn 7. vara-
þingmaður Reykjavíkur 1942.
Hann var einn af stofnendum
íþrótfcafélags Reykjavíkuir,
Reykvíkingafélagsins, Rotary-
klúbbs Reykjavíkur og Spari-
sjóðs Reykjavíkur og niágrennis,
en formaður hans var hann um
átta ára bil.
Jafnframt umifangsmiklum
störfum á vegum hins opinbera,
gerði Einar uppdrætti að, og sá
um byggingu á húsakosti fyrir
fjölda fyrirtækja og einstaklinga
í höfuðborgmni, og yrði of langt
upp að telja hér. Þeir, sem notið
hafa leiðsagnar Einars Erlends-
sonar í byggingannálum hafa ríka
ástæðu til þess að þakka ævi-
starf hans og örugga handleiðislu.
í byggingarsögu þjóðarinnar og
þess tímabils, er hans naut við í
starfi, hefir hann skipað sér sess
í frerwstu röð þeirra, er sett hafa
svip sinn á umhverfið á fyrri
hluta þess tímabils, sem Reykja-
vík hefir verið að þróast úr bæ
í borg.
Einar bjó alla sína tíð í Skóla-
stræti 5, þar sem áður bjuggu
foreldrar hans. Kona hans var
Sigríður Lydia Thejll, kaup-
manns í Stykkishókni, en hún
lézt árið 1943.
Börn þeirra eru Erlendur
byggingaimeistari, kvæntur Krist
ínu Bramm og Sigrún gift Jóni
E. Halildórssyni.
fslenzkir arkitektar verða
minnugir mikiihæfs starfsbróð-
ur, — merks og gáfaðs brautryðj
anda.
Einar Erlendsson var tryggur
vinur vina sinna. Tel ég mig hafa
verið einn I þeirra hópi, og mun
ætíð minnast fyrirrennara míns
í starfi með virðingu.
Hörðnr Bjarnason.
KVEÐJA
frá Iffnaðamannafél. Reykjavíkur
FYRRVERANDI Húsameistari
ríkisins, Einar Erlendsson, lézt
hér í borg þann 24. þessa món-
aðar, verður jarðsettux í dag frá
Dómikirkjunni.
Einar lærði húsasmíði á unga
aldri hjá föður sínum Erlendi
Árnasyni, trésmíðameistara í
Reykjavík en stundaði framhalds
nám í det Tekniske Selskabs
Skole í Kaupmannahöfn. Hann
gekk í Iðnaðarmannafélagið 25.
nóvember 1898 og hefur því
verið félagsmaður í nærfelt 70
ár. Einar starfaði mikið að mál-
efnum félagsins og var formað-
ur þess í 5 ár, 1934 til 1939, einniig
var hann í stjórn Jairðarfarar-
sjóðs 1944 til 1953 og formaður
Styrktarsjóðs Iðnaðarmanna um
tíma.
Einar var kennari við Iðn-
skólann í Reykjávík á árunum
1907 til 1909 og í formannstíð
hans var rætt um byggingu nýs
Iðnskólahúss. Auk þess starfaði
hann í mörgum nefndum á veg-
um félagsins. í þakklætkskyni
fyrir hin margháttuðu störf í
þágu félagsins var Einar kjörinn
heiðursfélaigi þess á 100 ára af-
mælinu þann 3. febrúar 1967.
Félagið þakkar hinum láfcna
fovígismanni öll hans störf í
þágu' iðnaðarmanna í Reykjavík
og vottar börnum hans og öðr-
um ættingjum dýpsfcu samúð.
Stjóm félagsins.
Ingibjörg Erlendsdóttir
Ahrens — Minning
Fædd: 1. júlí 1885.
Dáin: 16. mai 1968.
FÁAR byggingar í Reykjavík
vekja meiri athygli en Mennta-
skólinn við Lækjargötu. Hann
stendur á fegursta stað í borg-
inni og yfir honum hvílir sér-
stakur virðuleiki, sem tengdur er
hinni löngu sögu skólans, en allt
í kring liggja ósýnileg spor ís-
lenzkra námsmanna, sem þar
hafa gengið um stræti, nú á aðra
öld.
Skammt frá hinum gamla skóla
liggur Skólastrætið, lítil gata,
sem kennd er við skólann og
nær milli Amtmannsstigs og
Bankastrætis. Þar eru nokkur
gömul hús, sem lengi hafa verið
nágrannar Menntaskólans, meðal
þeirra eru húsin nr. 5 og 5B.
Þar hafa löngum búið þekktir
Reykvíkingar, og er skemmst að
minnast systkinanna Einars
Erlendssonar, f. húsameistara
rikisins, og Ingibjargar Erlends-
dóttur Ahrens, sem nú eru ný-
lega látin. Bæði voru þau fædd
þar og uppalin og höfðu átt þar
heima lengst af ævinni og létust
með aðeins nokkurra daga milli-
bili og verða kvödd hinztu
kveðju frá Dómkirkjunni í dag.
Frú Ingibjörg var fædd 1. júlí
1885 og voru foreldrar hennar
þau hjónin Erlendur Árnason,
trésmiðameistari, ættaður úr
Skagafirði og Ágústa H. J. Ahr-
ens, úr Reykjavík, dóttir Georgs
Chr. J. Ahrens, timburmeistara.
Móðurættin var frá Þýzkalandi,
en hafði flutzt til Danmerkur og
síðan til íslands. Bæði voru for-
eldrar Ingibjargar mestu merkis
hjón og kunnir Reykvíkingar á
sinni tíð. Af börnum þeirra er
nú ein dóttir á lífi, frú Jóhanna
Hermannsen í Vestmannaeyj-
um.
Ingibjörg ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Skólastræti, og gekk
í Kvennaskóla Reykjavíkur sem
ung stúlka. í Danmörku giftist
hún 1913 frænda sínum, Georg
Ahrens, húsasmíðameistara, og
bjuggu þau í Kaupmannahöfn
fyrstu 5 búskaparár sín, en flutt-
ust svo til íslands og áttu síðan
heima hér í Reykjavík, en Ge-
org Ahrens lézt 1953. Börn
þeirra eru þrjú: Erlendur, húsa-
smiður, kvæntur Sigríði Bjarna-
dóttur frá Stokkseyri, Ágústa,
húsfreyja, gift Hauki Erlendssyni,
loftskeytamanni, og Einar, er
verið hefur sjúklingur frá barn-
æsku.
Ingibjörg í Skólastræti, eins og
hún var jafnan nefnd, meðal
vina sinna, var glæsileg kona,
myndarleg húsmóðir, glaðlynd
og vel gefin. Hún var hinn mesti
snillingur í allri handavinnu, í
Kvennaskólanum hlaut hún sér-
stök verðlaun í þeirri grein, og
hafði á hendi handavinnukennslu
í Barnaskóla Reykjavíkur um
skeið.
En minnisstæðust verður frú
Ingibjörg mörgum vinum sínum
fyrir lipurð og lífsgleði, engu
síður þótt á móti blési, og frá-
bæra gestrisni, og því áttu svo
margir leið í Skólastræti og nutu
þar glaðra og góðra stunda, og
aldrei brást það, að húsfreyjan
tæki brosandi á móti gestum sín-
um.
Gamla húsið í Skólastræti er
hvorki háreist né stofur þar stór
ar, miðað við það, sem nú er
orðið í nýtízku íbúðum, en frú
t Þökkum irmilega auðsýnda t Hjartans þakkir til allra sem
samúð og hlýhug við andlát sýndu okkur samúð og vinar-
og jarðarför föður míns, hug við andlát og útför fö’ð-
tengdaföður og afa, ur og fósturföður okkar
Þórðar Sigurbergssonar Magnúsar Jörgenssonar •
Akurgerffi 64. frá Gilsstöffum i Hrútafirffi.
Ester Þórðardóttir Aðalheiffur Magnúsdóttir
Andrés Þorvarffarson Elinborg Tómasdóttir
og börn. Valdemar Daníelsson.
Ingibjörg hafði gott lag á því að
koma öllu smekklega fyrir og
skapa sérstaka heimilishlýju.
Hún var mikið fyrir börn sín,
tengdabörn og bamabörn, góður
nágranni og tryggur vinur.
Þó að enginn megi sköpum
renna og fyrr eða síðar komi að
því að vegir skiljist, þá er þvi
ekki að leyna, að við sem vor-
um heimilisvinir frú Ingibjargar
söknum hennar af heilum hug
og munum lengi minnast góðra
stunda á heimili hennar. Og víst
mun mörgum finnast nú fátæk-
legra i Skólastræti, eftir að þau
systkin hafa kvátt æskuheimili
sín og æskustöðvar, þar sem
þau fengu að njóta kyrrláts ævi-
kvölds hjá ástvinum sínum.
Ó. J. Þ.
f DAGSINS önn gefur maður
sér ekki tírna, sem skyldi, fcil að
íhuga hina andlegu þætti tilver-
unnar. En svo koma þau atvik
fyrir að maður stingur ósjálf-
rátt við fæti og hugurinn fyllist
ýmsum áleitnum spurningum,
sem þó verður fæstum svarað að
minnsta kosti til nokkurrar hlít
ar.
Eitt slíkt atvik upplifum við í
dag, er systkinin Ingibjörg Er-
lendsdóttif Ahreus og Einar Er
lendsson eru nú samferða borin
til 'hinztu hvíldar.
Með því að ég er þess fullviss
að mér færari menn munu minn
ast Einars heitins að verðleikum,
á þessum vettvangi, hafði ég
ekki hugsað mér að gera það, en
vil þó ekki láta hjá liða að votta
honum virðingu mína og þakk-
læti fyrir liðnar ánægjustundir
og ástvinum hans hjartanlega
samúð.
Ingibjargar langaði mig hins-
vegar að minnast örfáum orð-
um þótt af vanefnum sé gert.
Nú eru liðin þrjátíu ár og vel
það, frá því er fundum okkair
bar fyrst saman. Ég þáði þá af
henni þann höfuðstól gæfu minn
ar sem ég hefi ausið ótæpt af
síðan og viðkynningin við hana
og samvistir gegnum árin hafa
stóraukið þann sjóð að vöxtum.
Ingi'björg var slík kon'a að
hver maður göfgaðist af návist
hennar, og hlaut að líða þar vel.
Kæmi maður inn til hennar i
erfiðum þönkum, var það líkast
því er maður hefir dvalizt inni
í dimmu húsi en kemur svo
snögglega út í sólskin á sumar-
degi og allar erfiðar hugsanir
viku samstundis burtu, fyrir
hlýju glaðlegu viðmóti hennar.
Enga manneskju hefi ég þekkt
vinnusamari en hana, henni féll
aldrei verk úr hendi og hvert
handbragð hennar var gætt feg-
urð og listasmekk að hverju sem
hún beitti því. Hún dáði fagra
liti en þó umfram allt blómin og
náttúruna. Hún átti ekki nóg-
samlegan orðaforða til að lýsa
dásemd blómanna og fjallanna
sinna, Esjunnar, Skarðsheiðar og
Akraf jalls er hún átti svo marga
unaðsstund með, sitjandi við
stofuglugga sína. En aldrei varð
maður var við annríki hjá henni
hún gaf sér alltaf tíma til að
sinna öðrum, með þeirri við-
mótshlýju sem henni var svo
Framhald á bla. 19