Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 17
WTORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ l-9®8. 17 — Hólmavíkurkirkja Framih. af bls. 13 fyrir fámenni staðarins og erfitt árferði þar um sló'ðir á undan- förnum árum. Við biðjurn hann að segja okkur frá kirkjunni og byggingarsögu hennar. — Þegar ég kom hingað fyrst fyrir rúmum 20 árum, hafði þeg- ar verið hafinn nokkur undir- búningur að byggingu kirkju hér og byrjað að safna til henn- ar. Hefur þvi starfi verið haldið áfram allt til þessa. — Árið 1953 gerði bróðir minn, Gunnar heitinn Ólafsson arkitekt, teikningu af kirkjunni. Þetta er eina kirkjan, sem hann teikna’ði, og mér er það mikið gleðiefni, að hún er komin upp og er fallegt guðshús. Gunnar heitinn teiknaði kirkjuna, en því miður entist honum ekki aldur til að ljúka teikningum að öllu leyti, og hefur Sveinn Kjar- val innanússarkitekt, teiknað innréttingar og nær allan innri búnað kirkjunnar nema altari og predikunarstól. — Byggingaframkvæmdir hóf ust árið 1957. 1 júnímánuði það ár var byrjað að steypa grunn kirkjunnar, og um haustið var búi'ð að steypa kirkjuna upp og þakviðir að nokkru settir á. Næstu árin þokaði þessu hægt áfram, en í fyrra var hafinn lokaspretturinn. — Kirkjuhúsið sjálft er 211.5 ferm. að flatarmáli og um 1300 rúmm. Þetta er krosskirkja, byggð úr steinsteypu með háu risi, eða háum valma, og hár turn er á framanverðum mæni- ás og krossmarki efst. í útbrot- um kirkjunnar eru skrúðhús, hitunarklefi, líkhús v fl. í rúm ■ góðu anddyri eru geymsluher- bergi, fatageymsla og snyrting. Uppi yfir anddyri er rúmgott söngloft. — Að innan er kirkjan öll klædd furu. Altari og predikun- arstóll eru einnig úr furu. Skreyting á altari er fangamark Krists KI RO, en eins og kunn- ugt er, eru þetta tveir fyrstu stafirnir í nafni Krists á grísku, KRISTOS. Þessi skreyting er úr eir, og yfirleitt er innri búnaður kirkjunnar allur fura og eir. — Ætlað er að kirkjan rúmi 154 í sal, en einnig er talsvert rými fyrir kirkjugesti á söng- lofti. Gólf kirkjunnar eru stein- gólf, danskur steinn, sem mun ekki hafa verið notaður áður í gólf hér á landi. Byggingarkostn- aður mun vera orðinn eitthvað á þriðju millj. kr. — Þótt kirkjan sé nú vigð og tekin í notkun, vantar enn eitt og annað. Klukkur, sæti tý fram búðar, hljóðfæri o. fl. — Byggingameistari kirkjunn- ar var Valdimar Guðmundsson, sem nú er burtfluttur héðan. Um smfðina hið innra hefur séð Trésmíðaverkstæði Sveins Sig- hvatssonar. Raflagnir annaðist Halldór Hjálmarsson og máln- ingu Friðrik Runólfsson. — Hér í sóknínni eru tæp- lega 400 íbúar og lætur að lík- um, að þetta hefur verið mikið átak fyrir svo fámennan söfnuð. Hér hafa margir lagt hönd á plóginn. Áhugi innan safnaðarins hefur einatt verið mikill, en' ár- ferði hefur oft verið erfitt hér, og hefur það haft sín áhrif. En ég hefi fundi'ð það núna, eftir að sýnt var að byggingin var að komast á lokastig, hvað áhugi fólksins í söfnuðinum hefur ver- ið mikill og einlægur fyrir því að koma þessu áfram. • Gjafir til kirkjunnar. — Kirkjunni hafa borizt marg ar og góðar gjafir og vil ég geta nokkuira. Skirnarfontur hef ur verið gefinn til minningar um merkishjón hér, Ragnheiði Halldórsdóttur og Guðmund Guðmundsson frá Bæ á Sel- strönd. Þau eiga mikinn afkom- endahóp hér um slóðir, og ætt- ingjar þeirra hafa gefið þennan skírnarfont. Hann er mjög sér- stæ’ður, g,erður úr íslenzku grá- grýti og furu, og er grágrýtis- flögu-m raðað þannig upp, að þær mynda eins konar rósettu. Fontinn hefur Sveinn Kjarval teiknað, skírnarskálina gerði dóttir hans, Hrafnhildur Tove Kjarval í Hveragerði, en stein- smíðina vann Ársæll Magnússon steinsmiður. — Ki-rkjunni hafa verið gefnir fagrij^kertastj akiar á al'tari, mirun ingai%jöf um Fálfríði Áskels- dóttur, sem lengi starfaði í sókn- arnefnd og var formaður henn- ar um ára'bil. Er þetta gjöf frá eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnábörnum. Þetta eru mjög sérstæðir gripir og frumlegir, gerðir úr eir af ís- lenzkum liistamanni, Jóni Gunn- ari Árnasyni myndhöggvara — Krossinn á altarisvegg er gjöf frá hjónum í Reykjavík, sem ihér hafa stundum dvalizt á sumrin, Ingibjörgu og Guðmundi Hraundal. Hann er mikill kirkj- unnar vinur og var fyrir löngu jbúinn að ákveða að gefa altaris- töflu eða annað í hennar stað, og þegar krossmark varð fyrir val- inu, gáfu þau hjónin það. — Altarið er gjöf frá sóknar- preStinum á staðnum til minn- ingar um foreldra hans og bróð- ur. Prédikunarstóllinn er gjötf frá börnum Benedikts Finnsson- ar (tengdaföður er. Andrésar), sem hér var lengi og starfaði mikið og einlæglega að kirkju- miálum, til minningar um þau hjónin Benedikt og konu hans Guðrúnu Ingimiundardóttur, og fóstru iþeirra ibarnanna, Guðrúnu Finnsdóttur. — Tveir kaleikar með patínu hafa verið gefnir kirkjunni. Ann- ar er gylltur kaleikur á fæti af rómanskri gerð, gefinn atf Guð- mundi Guðjónssyni skipstjóna í Reykjavík og konu hans Ingi- björgu Þórðardóttur tiil minning- ar um Guðjón Guðilaugsson al- þingismann og konu ihans, Jón- ey Guðmundsdóttur, Hinn kaleik urinn er íslenzk siltfursmíð með ígreyptum fjórum íslenzikum steinum og fylgir patína. Er þetta smíðað af Jóhannesi Jó- hannessyni, gull- og silfursmiði. Gefendur eru EMn og Jörundur og börn á Hellu. — Messuhökull er gjöf frá Jóni Sæmundssyni og sysitkinum til minningar um Katrínu systur þeirra. Af öðrum gjöfum vil ég nefna, að biskup íslands hefur gfeið 'bilblíu og sálmaibækur tii kirkjunnar. Gísli Sigurbjörnsson tforstjóri Elliheimiliisins í Reykja vík hefur verið mikill og góður stuðningsmaður og velunnari okkar, og gefið okkur stórar gjaf ir og stutt okkur með ráðum og dáð á allan hátt. Svo að ég nefni eitthvað af því, sem hamn hefur gefið, eru það 50 eintök af Passíu sálmunum og 25 sálmatoækur með áletruðu nafni kirkjunnar. Hann gaf okkur andvirði 50 þeirra stóla, sem keyptir voru til kirkjunnar. í fyrra keypti hann af okkur skuldaibréf fyrir 50 þús. kr. og í gær gaf hann okkur, bréfin til 'baka. Margt fleira hef ur hann gert fyrir okkur, sem otf langt yrði upp að telja. — Þetta er alveg einstætt. Gísli 'hefur engin sérstök tengsl við þetta bygigðarlag, en kynntist því fyrir tilviljun í fyrra, að við átt urn í erfiðleikum. Hann kom hér í fyrrasumiar og varð hritfinn af guðshúsimu og viidi gjaman (hjlálpa fámennum söfnuði við að koma þessu áfram, og hefur gert Iþað svona dyggilega og vel. — Ég myndi telja þennan mann einn mesta velgjörðarmann okkar í sambandi við kirkjutoygg inguna, alveg tvímælalaust, og hann er okkur mikill autfúsugeist ur nú á vígsludegi kirkjunnar. — Núna, þegar ég lít yfir þann tíima, sem liðinn er frá því að ég kom 'hér og hefi átt hilut að þessu BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu SNÆPLAST í eldhúsinnréttinguna. SNÆPLAST er íslenzkt harðplast, unnið samkvæmt ströngustu kröfum í sam- vinnu við plast-laboratorium í Svíþjóð. Plötustærð 1 30x2.50. Einlitt og í viðar- líki. Einnig plastlagðar spónaplötur. Styðjið íslenzka framleiðslu. SPÓIMINI HF. Sími 35780 Skeifunni 13. toyggingamáli, þá er mér í dag, á vígsludegi kirkj.unnair, efst í buga þakklæti til allra hinna mörgu, ótal mörgu, bæði safnað- artfólks og annarra, sem lagtt hafa fram allan sinn vilj a og getu til þeiss að koma þesisu máli áfram og stöndum við í mikiUi þakkar- skuld við það. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, sagði í viðtali við Morgunfblaðið: — Mér finnst þessi nýja kirkja hér í Hólmavík mjög merkilegt hús, hún skeer’ sig dálítið úr og 'hún er séristæð, ber anman svip og yfirbragð heldur en algengt er, það er nútímalegt hús, en þó með ótvíræðum kirkjulegum svip, og frá öðru sjónarmiði séð þá er hún mjög merkxleg. Þ®tta er geysilega mikið framtak og fyrirtæki alf jafn tfá-mennum söfn uði einis og þessi söfnuður er hér. Þetta er bara lítið þorp, s%n und- ir þessu stendur, og fremur fá- tækt þorp, er víst óhætt að segja Það hafa verið örðugleifcar í at- vinmulífi og afkoma manna rýr undanfarin ár, en það hefur ekki hindrað fólkið í að Ihrinda þessu stóra átaki fram og miðað við stærð safnaðarins þá er kirkjan mjög stór og mjög vegleg, er óhætt að segja. Ég hygg að það séu ekki mörg oþrp atf samtoærilegri stærð og með sambærilegan efnahag, sem geta státað af öllu veglegri kirkju heldur en þe,ssi er. Það er mjög menningarlegt og manndómlegt framtak þetta. Að sjálfsögðu hafa verið erfiðleikar á að koma þessu áfram, en þeir hafa verið yfirstignir og nú er þessum á- fanga náð, og söfnuðurinn horfir áreiðamlega með bjartsýni til framtíðarinnar, og þetta skapar mjög bætta aðstöðu fyrir allt kirkjulegt starf hér í Hólmavík og hefur sitt máfcla gildi þá i menningarlegu tillliti almennt og lyftir staðnum mjög. Fylgizt með tímanum og notfærið yður kosti HB bylgjuhurða, bvort sem er í venjulegar dyr, (fyrir lúgur fataskápa eða sem skilrúm, Galonáklæði eða ýmsar viðartegundir Styðjið íslenzka framleiðslu. HURÐIR HF. Sími 81655. Skeifunni 13. FERÐAMANNALANDIÐ ÞÝZKALAND býður yður vel- komin með glampandl sólsklni, stórkostlegri náttúrufegurð og helllandl miðaldarborgum. Hafið Þýzkaland sem ákvörð- unarstað, þagar þór skipuleggið sumarfrl yðar I ár - þess muniðþór ekki iðrast. Þór getið búið á þægilegu »Gasthaus« eða einhverju hinna fjölmörgu ágætu hótela. Takið alla fjölskylduna með yður - það er alls ekki dýrt f FERÐA- MANNALANDINU ÞÝZKALANDI. Sendið mér (mér að kostnaðarlausu) bæklinga og upplýsingar um FERÐAMANNALANDIÐ ÞÝZKALAND 1968. Helmillsfang Sendið seðilinn tll Tysk Turist-Central, 6 D, 2- Kaupmannahöfn V. 1620 Vesterbrogade 1 V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.