Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1968. Nákvæmni og samvinna fær&i Bretum sigur yfir KR Heimsóknir erlendra knatt spyrnuliða hingað á þessu sumri eru hafnar. Fyrsti leikur gesta úkr, Middelsex Wanderers, var á H-degi. Leikur liðsins við KR inga getur þó ekki talist neinn H-punktur i knattspyrnunni hér. Gestirnir sigruðu 2—0, og þó KR-ingar berðust vel lengst af í síðari hálfleik, voru gest- irnir þó nær því að vinna 4—0 eða 5—0 en að sigri þeirra væri ógnað. Tvivegis glumdi knött- urinn þannig í stöngum KR- marksins, að sjaldgæft má telj- ast, og Jón Ólason bakvörður bjargaði á marklínu- Nákvæmni og samvinna. Nú, eins og svo oft undanfar- in ár eða áratugi, höfðu brezku gestirnir yfirburði hvað snertir nákvæmni í sendingum og ekki Milon sigroði Hamborg 2-0 A.C. Milan sigruðu S.V. Ham- burg í úrslitaleik Evrópubikar- keppni bikarhafa í Rotterdam í fyrrakvöld með tveimur mörkum gegn engu. Svíinn Lindgreen skoraði bæði mörkin, annað eftir glæsilegan einleik gegnum þýzku vörnina. ítalska liðið var vel að sigrinum komið, léku hrað ar og sendingar voru einn- ig hraðari og nákvæmari. Uwe Seeler var „kveðinn í kútinn“ af landa sínum Schnellinger, sem leikur stöðu miðvarðar í ítalska liðinu- Nýju laug- arnar 1"' ' . jum Nýju sundlaugarnar í Laug ardal verða formlega opnaðar við hátíðlega viðhöfn laugar- daginn 1. júní. Ekki cr okk- ur kunnugt um einstaka liði dagskrárinnar, en m.a. er sundsýning barna og einnig verður sundmót þar sem keppt verður í fjórum grein- um: 100 m bringusundi bringusundi kvenna, 100 m skriðsundi kvenna, 100 m bringusundi karla og 100 m skriðsundi karla. Raddir munu vera uppi um það, að skemmtilegt væri að gefa hinu nýja sundlauga- svæði eitthvert snjallt nafn. Hætt er þó við að erfitt verði að koma í veg fyrir að gamla nafnið „Sundlaugarn- I ar“ færist ekki yfir á nýju eldri sem nú munu hverfa innan skamms tíma. Voru þær hreinsaðar í síðasta sinn í gærdag. En Mbl. skorar á lesendur sína að velta fyrir sér nafni á nýja sundsvæðið og koma því á framfæri við íþróttasíðu blaðsins. sízt í því að þeir sem ekki hafa knöttinn leika sig „fría“ til að sá er með knöttinn er geti kom- ið honum frá sér á góðan stað. í þessu tvennu fólust allir yfir- burðir hins brezka úrvalsliðs. En það virðist ætla að reynast ísl. liðum erfitt að ná tökum á þessu tvennu. Meðan „bara“ vantar meiri nákvæmni og „bara“ það að allir liðsmenn séu alltaf að leika með, vantar grundvallaratriðin sem greina milli sæmilegrar knattspymu og góðrar knattspyrnu. Það er hægt að berjast og böðlast, senda „eitthvað í átt- ina“ til meðleiksmanns, svo hann geti farið að hlaupa og pota knettinum í áttina til enn næsta manns. Með þessu móti er hægt að komast upp undir mark mót- herjans — en það vantar flest það, sem skapar öryggi í sókn- arteikinn, það sem skapar yfir- burði í hvert upphlaup eða leik- inn í heild. Mörkin. f fyrri hálfleik höfðu Bretarn- ir örugga yfirburði í leiknum. V. útherjinn skoraði á 8. mín með snöggum skalla eftir langsend- ingu frá hægri (sjá mynd) Var KR-vörnin þarna heldur illa á verði. Á 33. mín kom síðari mark ið upp úr hornspymu og skall- aði þá v. innherjinn yfir Guð- mund markvörð Pétursson og til- raunir að verja marklínu mis- tókust. Guðmundur varði tvívegis mjög vel í fyrri hálfleik og end- urtók glæsileg tilþrif í síðari hálfleik. KR-ingar sem verið -höfðu ó- venjulega daufir í fyrri hálfleik hristu af sér slenið í þeim síð- ari, börðust af ósviknum KR- anda en þeir náðu aldrei „ná- kvæmninni" og „samvinnunni“ milli liðsins í heild, sem er nauð- synleg undirstaða árangurs. Og þrátt fyrir mikla sóknar- pressu, sem sjaldnast náði nema upp undir mark Bretanna, voru KR-ingar heppnir að fá ekki á sig tvö mörk til viðbótar í síð- ari hálfleik, eins og áður getur. Liðin. Það kom sem sagt vel í ljós í þessum leik, að baráttugleðin er að vísu góð en þegar aðra kosti vantar næst takmarkið ekki. Brezka liðið er skipað mjög jöfnum mönnum, sem umfram all eru samleikandi heild, hreyfan- legt lið þar sem hver maður veit um sitt hlutverk. Liðið átti í erf- iðleikum með KR-inga um tíma í síðari hálfleik, en komst ekki í beina hættu. KR-liðið virðist allþungt enn- þá og mjög skortir á nákvæmni og samvinnu liðsmanna. Þórólf- ur er enn ekki í sínu gamla formi en það er líka erfitt hlut- verk að eiga að taka móti meiri- hluta þeirra sendinga sem allir aðrir leikmenn gefa frá sér, og hvernig sem þær sendingar eru framkvæmdar. Undir slíku hlut- verki myndu víst fáir rísa. Ell- ert var mjög traustur í vörn- inni en yfirgaf völlinn um miðj- an fyrri hálfleik. Þórður Jóns- son og Ársæll áttu góðan leik ð ógleymdum Guðmundi í mark- inu, sem hreinlega forðaði stærri ósigri með röskum tilþrifum. — A.ST. Vinstri útherjinn skorar fyrrá m arkið með snöggum og nákvæm- um skalla. I8A vann óvænt í Keflavík Spennandi og fjörugur leikur í veðurblíðu á fagurgrænum velli Akureyringar sigruðu Keflvík inga 1:0 í upphafsleik 1. deild- ar fslandsmótsins, s.l. laugardag. Ieikurinn fór fram á hinum nýja og glæsilega grasvelli Keflavíkur við hinar ákjósan- legustu aðstæður. Rennisléttur og fagurgrænn völlur, sem bar engin merki um, að seint hafi sumrað var þó ekki það eina, sem lífgaði upp á opnun þessa hluta fslandsmótsins. Veðurguð- irnir lögðu þar drjúgan skerf til, þvi stillilogn og einmuna veð- urblíða var á meðan leikurinn stóð yfir. Knattspyrnumennirnir lágu og heldur ekki á liði sínu, því leikurinn var spennandi og oft á tiðum all hressilega leik- inn. Það þurfti þó ekki sér- fræðing til að dæma um, að hér var um að ræða byrjunarleik islenzka keppnistímabilsins, því sóun góðra marktækifæra og vöntun á nákvæmni og skipu- lagi í leik bar glögg merki um littla keppnisreynslu og í mörgum tilfellum lélega líkam- lega æfingu. Opin færi og vitaspyrna. Akureyringar hófu leikinn og áttu þegar á fyrstu mínútunum tvö góð tækifæri, þó sérstaklega er Kári Árnason komst inn fyr- ir og brunaði að marki Kefla- víkur, en Kjartan markmaður bjargaði með úthlaupi. Leikur- inn jafnaðist fljótt og Keflvík- ingar tóku að sækja að marki Akureyringa, en sóknir þeirra miðuðust of mikið upp miðjuna og sköpuðu því aldrei neina sér lega hættu, að undanskildu, er Einari Guðnasyni var brugðið, eftir að hafa brotist í gegn og dómarinn dæmdi Keflvíkingum vítaspyrnu. Þessi hætta við mark Akureyrar varaði þó ekki lengi, því skot Magnúsar Torfa- sonar var auðvarið af Samúel Jóhannssyni markmanni Akur- eyrar. Mikil sókn. Mikill fjörkippur komst í leik inn eftir vitaspyrnuna og hugð- ust IBK menn hefna ófara sinna og sóttu næstum án afláts næstu 10 mínúturnar, en gekk treglega að komast í gegn upp miðjuna, en á 30. mín. ná þeir Jón Ólafur, Magnús Torfason og Einar Guðnason góðum samleikskafla með stöðuskiptingum, sem leiðir af sér gott tækifæri fyrir Jón Ólaf, en skotið svífur yfir mark Akureyringanna. Síðustu mínút- urnar fyrir leikhlé áttu Akur- eyringar þó frumkvæðið og Eyjamenn unnu íslands- meistarana í 1. leik í 1. deild ISLANDSMEISTARAR Vals fóru til Vestmannaeyja og léku þr við nýliðana í 1. deild á sama tíma og Í.B.K. og Í.B.A. léku í Keflavík. Vestmannaeyingarnir komu mjög á óvart í þessum fyrsta leik sínum í 1 deild og sigruðu með 3 mörkum gegn 1. Valsmenn léku gegn strekk- ingsvindi í fyrri hálfleik, en tókst þó að ná frumkvæðinu í mörkum. En rétt fyrir leikhlé tókst Eyjamönnum að jafna, er Sigurður Dagsson misreiknaði markskot og missti yfir sig í markið. Þetta mark ýtti mjög undir lið Eyjamanna, en dró að sama skapi mátt ur liði Vals. í síðari hálfleik voru Eyjamenn miklum mun ákveðnari og bættu við tveimur mörkum, hinu fyrra fallegu marki eftir góðan að- draganda. Mark Vals skoraði Reynir Jónsson en mörk Vestmanna- eyja skoraði Guðmundur Þór- arinsson og Sigmar Pálmason tvö hin síðustu. Reyndist hann hættulegasti sóknarleikmaður Eyjamanna. Þessi sigur Eyjamanna kemur sannarlega á óvart. Að vísu fóru Valsmenn illa með tækifæri í fyrri hálfleik, en réðu ekki við Eyjamenn í síðari hálfleik og sigur Vestmannaeyinga var verð skuldaður. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi vel. Skúli Ágústsson kemst inn fyrir vörn Keflavíkur, en Kjartan bjargar aftur og nær knettinum með góðu úthlaupi. Rétt fyrir leikhlé yfirgaf hægri út- herji IBA, Þormðóur Einareson völlinin og Steingrímur Björns- son kom inn í hans stað. Við komu Steingríms var strax séð að framlína IBA styrktizt til muna, en þeim tókst þó ekki að skora og lauk fyrri hálfleik 0:0. Síðari hálfleikur vair, mun fjörugri og meira spennandi en hinn fyrri. Akureyringar byrj- uðu fljótlegá að herja að marki IBK með . leiftunsóknum upp kanitana og þó aðallega hægra megin, með góðum sendingum fyrir mark Keflavíkur. En smám saman ná Ketflvík- ingar undirtökunum í leiknum og Einar á gott tækifæri, en skaliar yfir, enn á ný. Þegar um 70 mín. eru af leik sækja IBK menn fast að marki IBA. Skotið er í stöng og í varnar- leikmenn IBA, þar sem þeir standa á marklínunni og úir verð ur horn, sem nýtist þó ekki. En Framhald á bls. 19 Höggvið Inærri IMorð- urlanda metl? A miðvikudaginn, 29. maí fer fram úrslitaleikur í ís- landsmótinu í sundknattleik I milli KR og A-liðs Ármanns. Hefst sú úrslitakeppni að af- lokinni keppni í 4 sundgrein- 1 um sem hefst kl. 8.30 um kvöldið í Sundhöllinni. Verð- , ur þar m.a. keppt í 100 m bringusundi en möguleik ar eru taldir til þess að Leikn i ir Jónsson bæti þá 6 ára gam allt met Harðar B. Finnsson- ar á þessari vegalengd. Er metið 1:11.1 mín, finnska met ið er 1:11.0 og hið sænska 1:095 (á stuttum brautum) en þetta eru 3 beztu metin á ' Norðurlöndum í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.