Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAf 1888. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórn ar f ulltr úi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÞEGAR ALLIR LEGGJAST Á EITT Sprengjuþota af sömu gerð og sú sem fórst. — Orustuþoturnar erubáðar Amerískar. Sovézk sprengjuþota hafið milli íslands og — rétt eftir að hún flaug fram hjá bandarísku flugmóðurskipi l^yrstu dagar umferðarbreyt- * ingar eru glöggt dæmi um það, hverju áorka má, þegar allir leggjast á eitt. Margir íslendingar voru mót- fallnir því að breyta úr vinstri umferð yfir í hægri umferð hér á landi. Ekkert var eðlilegra en um það at- riði væru skiptar skoðanir. Meginmáli skiptir, að þegar lokaákvörðun var tekin, þá gerðu allir sér ljóst, að þjóð- in yrði að vinna samhuga að því að breytingin færi sem bezt úr hendi. Fyrir þennan skilning á almenningur í landinu miklar þakkir skild- ar. Ástæða er þó til þess að vekja aftur athygli á því að einstaka maður ekur full- hratt í hinni nýbyrjuðu hægri umferð. Þetta hefur komið fyrir hér í höfuðborg- inni og í einstökum tilfellum úti á landi. Á þessu verður að gera bót. Það hlýtur ó- hjákvæmilega að taka nokk- urn tíma að venjast umferð- arbreytingunni til fullnustu. Hættan af henni er ekki mest fyrstu dagna, meðan allir finna greinilegast til þunga ábyrgðarinnar. Það er að loknum fyrstu vikunum, þeg- ar menn halda að þeir séu orðnir breytingunni vanir, sem hætta er á því að athygl- in sljóvgist. Þetta verðum við öll að hafa í huga. En mörgu góðu væri áreið- anlega hægt að koma í fram- kvæmd í landi okkar, ef þjóð- in væri oft eins samstillt og einhuga um að koma fram af ábyrgðartilfinningu og raun ber vitni um nú í um- ferðarbreytingunni. Slíkur samhugur og ábyrgðartil- finning er t.d. ekki hvað sízt nauðsynleg í daglegri um- gengni fólksins. Ef allir legðu sig ævinlega fram um það að koma fram af tillitssemi og góðvild gagnvart samborgur- um sínum, væri lífið að mörgu leyti þægilegra og mannúðlegra. Eða tökum til dæmis umgengni manna gagnvart eignum annarra. Ef allir legðu það t.d. almennt í vana sinn að forðast að valda skemmdum eða tjóni á annara eignum, þá hefði mikíð áunnizt. Þessi litla þjóð þarf á því að halda í ríkari mæli en nokkrir aðrir, að borgarar hennar leggist sem oftast sameiginléga á sveifina í bar- áttunni fyrir því, sem til heilla horfir í umgengnishátt um. í þessu örfámenna þjóð- félagi þekkja allir alla. Líf fólksins á íslandi yrði í senn fegurra og innihaldsríkara, ef allir leggðust á eitt um að bæta daglega umgengni og koma fram af ábyrgðartil- finningu og góðvild alla daga gagnvart samborgurum sín- um. LÝÐRÆÐIÐ KREFST ALMENN- RAR STJÓRN- MÁLAÞÁTTTÖKU U’nda þótt Morgunblaðið hafi ^ ekki tekið afstöðu til forsetaframboðanna, telur það óhjákvæmilegt að vekja athygli á fráleitum áróðri, sem raunar er rekinn að ástæðulausu. En þannig er mál með vexti að ungir stuðningsmenn Kristjáns Eld- járns telja það fyrst til kosta hans, að hann hafi „aldrei tekið virkan þátt í stjóm- málum.“ Morgunblaðið telur það mjög hættulegan áróður, ef reynt er að koma þeim skoð- unum inn hjá æskulýðnum, að afskipti af þjóðmálum séu mannskemmandi; æska lands ins á einmitt að vita, að beztu synir landsins hafa látið þjóð- málin, lífshagsmunamál þjóð- arinnar, sig miklu varða. Raunar þekkir íslenzk æska svo vel til sögu þjóðar sinn- ar, allt frá stofnun Alþingis 930 til okkar daga, að óþarft ætti að vera að minna á þetta. Og þegar rifjuð eru upp nöfn síðari tíma manna, sem nú eru látnir, allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Jóni forseta til Hannesar Hafsteins og Ólafs Thors, þá vita menn, að allir þeir, sem hæst ber, ein- beittu kröftum sínum að hags munamálum þjóðarinnar, stjórnmálunum. Á síðari árum hefur verið bent á, bæði hér og erlend- is, það sem kallað hefur ver- ið „svik menntamannanna“, þ.e.a.s. að þeir, sem búa yfir mestri þekkingu, loki sig inni við fræðistörf sín, en miðli þjóðinni ekki af þekkingu sinni á hinum mikilvægustu málum; þeir forðist að láta í Ijós skoðanir sínar og þyki það jafnvel fínt og líklegt til vegsemdarauka. Áður var það svo, að menntamenn tóku virkan þátt í þjóðmálabar- áttu, ekki til þess að öðlast upphefð, heldur af áhuga á velferðarmálum þjóðar sinn- ar. Þess vegna er von að spurt Washington, 25. maí. AP. SOVÉZK sprengjuþota hrap- aði í hafið milli íslands og Noregs í gær, rétt eftir að hún hafði flogið lágt rétt fram hjá bandaríska flug- móðurskipinu Essex. Enginn þeirra, sem með flugvélinni voru, eru taldir hafa komizt lífs af. Bandarísk herskip eða flugvélar „skiptu sér aldrei af né hindruðu á nokkurn hátt eða ógnuðu sovézku flug vélinni, áður en hún hrapaði“, segir í tilkynningu banda- ríska varnarmálaráðuneytis- ins um þennan atburð. Sovézka sprengjuþotan var af meðal stærð, af gerðinni TU-16, sem nú er ekki lengur ný flug- vélategund og hefur venjulega um sjö manna áhöfn. Hvað eftir annað hafa banda rísk stjórnarvöld borið fram kvartanir að minnsta kosti sl. fimm ár yfir því, að sovézkar njósnaflugvélar hafi flogið yfir bandarískar flotadeildir á alþjóða sigligaleiðum. f tilkynningu bandarískra stjórnarvalda um hrap sovézku fl'Ugvélarirmar nú segir, að flugvélin hafi ekki ver ið ein sér á flugi, heldur hafi önnur sams konar verið í fylgd með henni. sé: Á nú að snúa þessu við, þannig að þeir, sem ekki sinna þjóðmálum og leggja sig fram um að varðveita lýð ræði og frelsi þjóðar sinnar með beinum afskiptum af hagsmunamálum hennar, eigi af þeim sökum að öðlast æðstu metorð? Sem betur fer er fullyrðing hinna ungu manna um Kristján Eldjárn ekki rétt. Hann hefur verið virkur þátt takandi í að minnsta kosti þrennum þjóðmálasamtökum, „Hún var að fljúga í fjórða sinn lágt framhjá Essex, sem var að æfinguim gegn kafbátahern- aði“, segir í bandarísku tilkynn- ingunni, „Þegar vélin flaug síð- ast framhjá, var hún í um það bil 20 metra fjarlægð frá bak- borða Essex og um 40 metra hæð segir þar enn fremur. Samkv. frásögn sjónarvotta á Essex var flugvélin í um það bil 8 km fjarlægð frá skipinu og minna en 20 metra hæð, er hún „virtíst skyndilega missa flug- kraft, hægri vængur hennar tók að hal'last og vélin hrapaði hafið í sama mund og mikill eld- ur kom upp í henni“. í bandarísku tilkynningunni segir, að sjór hafi verið sléttur og vindur mjög lítiH. Skyggrú var yfir 15 km og skýjahæð um 600 metrar. Staður sá, sem flug vélin fór í sjóinn, var sagður vera 65.03 gráður norðlægrar breiddar og 1.22 gráður aust- lægrar lengdar. Þá segir í bamdarísku tilkynn ingunni, að stundarfjórðuni áð- ur en þessi atburður gerðiist hafi fimm eftirlitsflugvélar í kafbáta hernaði hafði sig til flugs frá Essex í æfingaskyni- Var þeim lýst sem leitarflugvélum af gerð inni S-2-F, sem gætu borið djúp sprengjur, en væru ekki vopn- aðrar fyrir loftorrustur. í tilkynningu bandaríska varn jarmálaráðuneytisins er tekið og þótt Morgunblaðið hafi ekki verið sammála sjónar- miðum þessara samtaka, þá telur það honum það til gild- is, að honum eru málefni þjóð arinnar hugleikin. Hann segir réttilega sjálfur í viðtalinu við Morgunblaðið: „Mér dettur ekki í hug að neita því, að pólitísk reynsla og þekking á stjórnmálabar- áttu og stjórnmálasögu geti komið forseta vel.“ Enda þótt mönnum finnist stundum lítið til stjórnmála- hrapar í Noregs fram, að sovézka sprengjuþotan „hafi ekki flogið hættulega nærri neinni bandarískri fiugvél áður en hún hrapaði". Bandarískar björgunarþyrlur, sem höfðu þegar hafið sig á loft í sambandi við flugtak banda- rísku eftirlistsflugvélanna, komu á vettvang yfir staðinn, þar sem sovézka vélin hrapaði, áður en 8 mínútur voru liðnar eða kl. 6.52 að staðartíma (10.52 ísL tími) Björgunarbátur var enn frem- ur þegar sendur á vettvang, en ekki fundust neinir af áhöfn sovézku flugvélarinnar á lífi. Hins vegar fundust lík þriggja manna, sem síðar voru fluttir ytf ir í sovézkan tundurspi’lli Samkvæmt bandarískum heim- ildum er þetta í fyrsta sinn.sem vitneskja er fyrir um, að sovézik flugvél, sem hefði verið að fljúga yfir bandarískt herskip, hefði hrapað. Á liðnum árum hafa sovézkar könnunarflugvélar flogið yfir bandarísk flugmóðurskip á Vest ur-Kyrrahafi, Norður-Atlanz- hafi, Japanshafi og Miðjarðar- hafi. Þegar bandarísku flugmóð urskipin hafa séð þessar flugvél ar í ratsjám sínum, hafa þau sent orrustuþotur á lotft, sem hatfa flogið á móti sovézku flug- vélunum, fylgt þeim eftir og haft eftirlit með ferðum þeirra en ekki hafið skothríð. Essex er hins vegar miðað við baráttu gegn kafbátum og hefur því eng ar orrustuþotur um borð. átaka koma, þá verða allir að hafa það hugfast, að því að- eins fær lýðræði og sjálf- stæði haldizt, að góðir menn fáist til stjórnmálaafskipta, og þó að skúrkarnir taki oft forustuna í einræðisríkjum ætti vissulega að mega vænta þess, að hæfustu menn veld- ust til æðstu stjórnarstarfa í lýðræðisríkjunum. Að því ber á hverjum tíma að vinna, eg þess vegna er mál, að þeim fávíslega áróðri, sem hér var gerður að umtalsefni, linni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.