Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 15
ilORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1968. 15 THAUDOIUIDE-SK JÖLIN I GÆR voru níu menn leiddir fyrir þýzkan dómstól í endur- reistri hermannasölubúð í grennd við Aachen, ákærðir fyr- ir að hafa valdið líkamssköðum viljandi, og manndráp af gá- leysi. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tvö ár. Fjórtán dóm- arar munu dæma í málinu. Sak- sóknarinn mun 'leiða fram 352 vitni. Sönnunargögn þau, sem þegar hefur verið aflað, fylla 72.000 síður. Engin réttarhöld, sem fram hafa farið í Þýzka- landi komazt í líkingu við þessi, ef undanskilin eru Niirnberg- réttarhöldin. Sakborningarnir eru eigendur, sex núverandi starfsmenn og tveir fyrrv. starfs menn fyrirtækis, sem nefnist „Chemie Grunenthal“. Fá fórnarlömb þessara manna verða til staðar í réttarsalnum. En þau skipta þúsundum: í Þýzkalandi einu þjást eitt þús- und fullorðinna af alvarlegum taugaskemmdum og ef til vil'l fimm þúsund ungbörn, sem fædd ust hroðalega vansköpuð. Mörg þeirra dóu. Mörg þeirra lifa enn, fötluð. Lyfið var selt undir mörgum heitum. Það varð al- ræmt undir nafninu thálidom- ide. í höfuðatriðum byggist sak- sóknin á eftirfarandi atriðum: • Árið 1958, hófu sakborn- ingarnir níu sölu á lyfi, sem olli óbætanlegum líkamssköðum, jafnvel þótt þess væri neytt í fullu samræmi við not- kunarreglur. • Þeir létu undir höfuð hægt að virða þær að vettugi, reyndu þeir allt sem í þeirra valdi stóð til að badla niður orðróminn og með mút- um að fá lækna til að skrifa skýrslur um lyfið sér í vil. • Þetta sama lyf, sem sölu- deild Grunenthal kallaði „augasteininn okkar“ vegna þess hve gróða- vænlegt það var, olli ægilegum vanskapnaði á hvítvoðungum. Sakborningarnir níu munu allir neita ákærunum. Hvað snertir taugaskemmdir á ful'l- orðnum munu þeir staðhæfa, að þeir hafi brugðizt réttilega við, þegar þeir fyrst fengu pata af hættunni. Hvað vanskapnaðin- um viðvíkur munu þeir halda því fram, að ekkert hafi komið fram, sem sannað geti, að thali- domide hafi verið orsökin. Síðan fregnir um þessa voða- atburði bárust almenningi fyrst í nóvember 1961 hefur mikil og stöðug athygli beinast að thali- domide-verkunum. Hundruð blaðamanna munu sitja réttar- höldin og hundruð dagblaða munu flytja umheiminum fréttir af fórnarlömbum þessa lyfs. Hér er um að ræða harmsögu barna, sem fæðzt hafa til ævilangra þjáninga og auðmýkingar og hetjusögu fólks, sem reynir að létta sitt eigið hlutskipti, barna sinna eða sjúklinga. Þessi harmsaga hefur oft ver- ið sögð og við reynum að læra af henni. Hvernig gátu menntað- ir menn, læknar og vísinda- menn, gert sig seka um slík mis- Þýzkt fórnarlamb thalidomides lærir að nota gervihendur og fætur á sjúkrahúsi í Frankfurt. leggjast að gera nægileg- ar tilraunir með lyfið. • Þeir auglýstu, að lyfið væri öruggt þótt þeir gætu enga tryggingu gef- ið fyrir því. • Lyfið var raunverulega svo langt frá því að telj- ast öruggt, að neytendur þess greip skjálfti og kláði, þeir svitnuðu og seldu upp og í sumum til- vikum gátu þeir ekki staðið á fótunum. • Þegar sakborningum bár- ust skýrslur um þessi viðbrögð við lyfinu leiddu þeir þær hjá sér; sumir lugu að læknum, sem ræddu við þá, og þegar skýrslurnar urðu þess eðlis, að ekki var lengur tök og síðan neitað að viður- kenna sekt sína, þegar ekki varð snúið við? Var harmleikurinn óhjákvæmilegur, eða var hægt að komast hjá honum, m.ö.o. var um glæp að ræða? Það er hlut- verk dómstólsins að svara þess- um spurningum og mörgum öðr- um; en hér á eftir verður sagan sögð með hliðsjón af hinum upp- runalegu málsskjölum. Fyrirtækið „Chemie Grúnent- hal“ hefur aðalbækistöðvar í smáborginni Stolberg í grennd við landamæri Belgíu, í þriggja hæða byggingu, sem var upp- haflega aðsetur koparfyrirtækis á 18. öld. Grúnenthal flutti í bygginguna eftir síðari heimsstyrjöldina. Það var afkvæmi gamals fjöl- skyldufirma, sem nefndist Dalli- Werke, Maurer & Wirtz, sem framleiddi sápur, hreinsiefni og fegrunarlyf í Aachen. Yfirmað- ur hins nýja fyrirtækis var Her- mann Wirtz, fjölskyldumeð'lim- ur. Fyrstu lyfin, sem fyrirtækið framleiddi vorú fúkalyf; í fyrstu erlend lyf af þessu tagi, sem framleidd voru með leyfi, og síðar tvö ný lyf, sem fyrirtækið framleiddi í eigin tilraunastof- um, xan'thocillin og tyrothricin. í júlímánuði 1946 réði fyrir- tækið til sín yfirmann rannsókn- ardeildarinnar, 32 ára gamlan mann, dr. Heinrich Múckter. Múckter hafði starfað sem lækn- ir og efnafræðingur fyrir stríð. í stríðinu var hann yfirlæknir taugaveiki- og veirustofnunar- innar í Kraká í Póllandi, sem laut yfirstjórn þýzku herstjórn- arinnar. 1. grein Samkvæmt sönnunargögnum, sem lögð voru fram við Núrn- berg-réttarhöldin yfir læknum nazista lagði þessi stofnun til Weigl-blóðvatn úr innyflum lúsa, sem notað var til að bólu- setja með þrjátíu manns, sem valdir voru úr hóp fanga í hin- um alræmdu Buchenwald-fanga búðum. Tíu manns létust af völd um bólusetningarinnar. Hlut- verk Múckter við stofnunina er ekki alveg ljóst. Pólsk yfirvöld segja einungis „Múckter var trúr þýzkum yfirboðurum sín- um en framdi enga glæpi gagn- vart Pólverjum“. Að undanskildum Wirtz og Múckter höfðu aðrir yfirmenn Grúner.thal komizt áfram af eig- in rarnmleik: Jacob Chauvistré, sem hóf starf hjá Dalli-Werke þegar eftir skólanám og vann sig upp í framkvæmdastjóra- stöðu; Hermann Leuígens, ann- ar framkvæmdastjóri og Klaus Winandi, framkvæmdastjóri söludeildar, sem starfaði fyrir stríð. Allir þessir sex menn eru meðal þeirra níu, sem leiddir verða fyrir rétt í vikunni. Fyrstu tilraunirnar með K17. Thalidomide fannst af tilvilj- un. Vorið 1953 var Múckter að leita að áhrifamiklu megrunar- lyfi. Þar sem fita og hjartasjúk- dómar af hennar völdum voru orðin mikið læknisfræðilegt vandamál á Vesturlöndum var búizt við, að lyf þetta mundi seljast vel. Til þess að ná lokatakmarki sínu varð Múckter og tveir að- stoðarmenn hans, Herbert Kell- er og Wilhelm Kunz, að gera fjöl margar tilraunir á mörgum stig- um, sem allar leiddu af sér auka efni. Að venju reyndu þeir auka- efnin til að kanna lyfjafræðilegt gildi þeirra. Eitt þeirra virtist lofa góðu. Efnafræðiheiti þess var alfa-phthalimido-glutari- mide. Það var hvítt 'og bragð- laust og krystallaðist í fíngerð- ar flísar. Þeir merktu það K17. Heimurinn átti eftir að þekkja það sem thalidomide. Múckter var nægilega snjall efnafræðingur til að renna grun í að vegna mólekúl-byggingar sinnar gæti K17 haft róandi áhrif sökum þess hve það líktist glutethimide, sem þegar var í umferð sem róandi lyf. Hann var einnig slunginn fjármálamaður; hann gerði samning við Grúnent- hal, sem tryggði honum 1% af tekjum fyrirtækisins og hann sá, að í K17 gæti Grúnenthal bætt fjárhag sinn. Svefntöfluátið, sem hefur ver- ið eitt af sérfyrirbrigðum vest- rænnar siðmenningar, hafði þeg ar gefið ýmsum lyfjafyrirtækj- um byr undir báða vængi — í Bretlandi var talið að ein mill- jón manns neyttu einhverskonar svefnlyfja á hverri nótt. Það var Heinrich Miickter, sem sem uppgötvaði thalidomide og yfirmað- ur tilraunadeildar Grunenthal. mikill markaður fyrir hið nýja, I róandi lyf, sérstaklega þar sem sem það var laust við barbítúr og slæmar hliðarverkanir þess og hættuna á sjálfsmorði. Múckter breytti vinnuaðferð- um sínum. K17 varð nú efst í ránnsóknum hans. Fyrstu viku ársins 1955 hóf hann ásamt sam- starfsmönnum sínum að gera til- raunir með lyfið á dýrum, eink- um nagdýrum. Árangur tilraun- anna var skjalfestur af þeim Múckter, Keller og Kunz og birtur 1956. Merkilegasta fyrirbærið í rann sóknum þeirra var ekki að K17 hefði róandi áhrif — þá hafði grunað það — heldur að í lyfinu var sýnilega dos toxalis 50, sem drepur helming tilraunadýra í fyrstu tilraunum. Með öðrum orðum, thalidomide virtist sér- stakleg skaðlaust jafnvel þótt það væri tekið í stórum skömmt- um. Það gat ekki drepið. Þetta hafði mjög mikla þýðingu. Þetta átti eftir að verða grundvöllur áróðursherferðar Grúnenthals næstu sex árin og ein af megin- ástæðunum fyrir því hve útbreitt thalidomide varð. En hversu traustar voru tilraunir Múckters og félag hans, sem sögðu að thalidomide hefði „ákaflega væg- ar eiturverknir?" 1965 voru vísindamenn við háskólann í Stokkhólmi beðnir um að skilgreina þýzku skýrsl- una. Þeir komust að eftirfarandi niðurstöðu: „Fjöldi eiturverkanatilrauna með dýr var alltof lítill; vegna þess var ekki hægt að greina lága tíðni hliðarverk- ana, þótt það sé mikilvægt fyrir róandi lyf eins og thali- domide og lífsnauðsynlegt ef lýsa á lyfið fullkomlega skað- laust. Hefðbundnar eitur- fræðilegar og lyfjafræðilegar tilraunir voru mjög ófull- nægjandi. Kunz, Keller og Múckter reyndu að villa um fyrir lesendum auglýsing- anna með því að gefa ranga hugmynd um tilraunasviðið.“ Saksóknarinn orðar þetta á þennan veg: „auglýsendur virtu að vettungi þá staðreynd — við- urkennda í lyfjafræði — að eng- inn ákveðinn fjöldi trlrauna gerðum á ákveðnum fjölda til- raunadýra .... leyfir framleið- andanum að tala um „trygg- ingu fyrir engum eiturverkun- um“ og „skaðleysi" fyrir mann- legar verur“. En Grúnenthal-mönnum flökr- aði ekki við þessu. Þeir kölluðu saman „Thalidomide-ráðstefnu“ í verksmiðjunni 16. desember 1955. Meðal þeirra níu 'lækna, sem Grúnenthal hafði beðið að segja álit sitt á lyfinu voru húð- fræðingar, sálfræðingar og taugalæknar. Dómur þeirra var tæplega hagstæður Grúnenthal. Fjórir mæltu með lyfinu, fjórir voru á báðum áttum og einn var mjög andvígur lyfinu. Sá, sem eindregnast mælti með thalidomide var Hermann Jung, læknir, sem starfað hafði lítil- lega við Grúnenthal-rannsóknar- stofnunina og hafði þar í laun um 2000 kr. ísl. á mánuði. Snemma ársins 1955 gaf hann K17 20 sjúklingum sínum á lækn ingastofu sinni í Köln. Sjúkling- unum, sem flestir voru berkla- veikir, gaf hann lyfið í fjórar vikur. Á grundvelli þessara til- rauna lýsti hann yfir þeirri skoð- un sinni í júní, að lyfið væri markaðshæft. Hann hélt samt sem áður áfram að gera tilraun- ir með það og komst að raun um að K17 olli svima hjá sjúkling- unum, harðlífi og kuldaskjálft- um. Þrátt fyrir það sagði Jung á ráðstefnunni í Grúnenthal í desember: „í K17 höfum við lyf, sem, ef þess er neytt réttilega, hef- ur engar óæskilegar hliðar- verkanir. Ég álít, að K17 sé fuilnægjandi lyf og með nauð synlegri auglýsingaherferð mun það seljast vel á lyfja- markaðinum". K17 var sent sérfræðingum á nýjan leik. Tveir svöruðu og mæltu með lyfinu, en hafi Grúnenthal-menn glaðzt yfir því, þá kollvarpaði skýrsla frá Ferdinand Piaeenza, yfirlækni Wasach-heilsuhælisins í grennd við Oberstdorf, vonum þeirra. Hann kvaðst hafa orðið að hætta tilraunum með thalidomide og lýsti ýmsum hliðarverkunum, m.a. ofnæmisviðbrögðum. Múckter varð fyrir svörum af hálfu Grúenthal: „Við höfum aldrei séð jafn neikvæða skýrslu og yðar“. Hann kenndi of stór-. um skömmum um þær verkanir, sem lyfið hefði haft á sjúklinga Piacenza — K17 er svo sterkt lyf, að smáir skammtar ættu að nægja“. Hann vísaði á bug þeim staðhæfingum Piacenza, að K17 ylli ofnæmi. „Eina skýringin er, að (viðbrögðin) eru truflanir í taugakerfinu, sem orsakast af of stórum skömmtum, sem gefnir hafa verið í langan tíma“. Þessi athugasemd Múckters bendir á tvennt — það sýnir, að hann vissi að K17 gat ha|ft áhrif á taugakerfið og að hægt væri að gefa of stóra skammta af því. Það er þess vegna undarlegt, að þegar K17 kom á markaðinn Framh. á bls. 21 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.