Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 28
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 íimiimiMaMfo ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1968 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*1QO Höfuðnauðsyn að ökumenn virði reglur takmarkanir á ökuhraða — segir Sigurjón Sigurðsson, lögregfustjóri í viðtali við Morgunblaðið FYRSTI almenni vinnudagur- inn eftir umferðarbreytinguna var í gær. Umferðin gekk ágætlega, engin meiriháttar óhöpp eða slys urðu. Hins veg ar bar talsvert á þvi, að hraða takmarkanir væru ekki virtar. Varð lögreglan að veita all- mörgum ökumönnum áminn- ingu fyrir of hraðan akstur, en í alvarlegum tilfellum voru menn kærðir. Síðdegis í gær hafði lögreglan neyðzt til að kæra yfir 60 ökumenn fyrir slík brot. Morgunblaðið átti í gær við tal við Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra, og fórust hon- um svo orð: — Það er höfuðnauðsyn, að ökumenn virði þær reglur, sem settar hafa veri'ð um tak- ■markanir á ökuhraða. — Til þessa hefur það al- mennt verið gert, en nokkur hætta er á því, að menn of- meti hæfni sína í hægri hancU ar umferð eftir að hafa æft sig í nokkrar klukkustundir. — Ef ökumenn hlíta ekki hraðareglunum er ekki ein- asta að þeir stórauki slysa- hættu fyrir sjálfa sig og aðra, heldur valda þeir því, að þeir, sem ekki hafa náð leikni í hægri umferð af einhverjum ástæðum, verða óöruggari en ella. — Hraðari akstur en sá, sem leyí'ður er, veldur óeðlilegum framúrakstri, en hann kemur þeim verst, sem óvanir eru, og getur leitt tii þess, að þeir haldi að sér höndum í bili og komi ekki út í umferðina aftur fyrr en hraðatakmörk hafa verið hækkuð, en þá standa þeir enn verr að vígi. — Nú þegar hafa verið nokkur brögð að of hröðum akstri. Lögreglan hefur beitt áminningum fyrir minnihátt- ar brot í þeim efnum, en neyðst til að kæra yfir 60 aðila vegna alvarlegri brota. — Eins og boðað hefur ver- fð mun lögreglan gera allt, sem í hennar valdi er, til þess að leiðbeina vegfarendum í Framh. á bls. 19 Sigurjon logreglustjóri skrifsto i'u sinni i Með 120 tonn frá Crœnlandi VÉLSKIPIÐ Gísli Arni kom tU Keflavíkur í gær úr fyrsta róðr inum af Grænlandsmiðum. Bát- urinn er með 120 tonn af fiski, mest þorski, en nokkuð af stór- um karfa og einnig um 3—4 tonn af lúðu. Túrinn gekk sæmilega en var erfiður á köflum. Bátur inn var á veiðum við Austur- Grænland og hélt þangað strax aftur í gærkvöldi eftir að lönd un var lokið. Skipstjóri á Gísla Áma er Eggert Gíslason. Bátur inn var á línuveiðum. Siglara hvolfdi á Akureyrarpolli Akureyri, 27. mai. 3 UNGIR menn voru að aefa sig í siglingalist á Akureyrarpolli um nónbil í dag. Þeir voru á litlum siglara, sem er eign æskulýðs- ráðs. Vindur var all snarpur af suðri og byljótt. Skyndilega sló í baksegl, svo að bátnum hvolfdi og piltarnir féllu í ískaldan sjó- inn. Þorbergur Kristinsson og Kristinn Bjarnason. Trillan í baksýn t.v. i \ Trillan sem týndist: Réru í 14 'á tíma matarlausir Tveir þeirra, Gunnar Berg- sveinsson 14 ára og Stefán Jóns- son 15 ára, komust strax á kjöl og voru þeir báðir í björgunar- vestum. Hinn þriðji, Sigurbjöm Hallsson, sem á tvítugsafmæli í dag hélt sér í bátinn unz hjálp barst eftir fáeinar mínútur. Óhappið var’ð skammt undan svonefndri Höepfnersbryggju, en þar voru nokkrir menn sem sáu hvað gerst hafði. 3 piltar úr menntaskólanum undir forustu Björns Arnviðarssonar fráfarandi umsjónarmanns skóla, mönnuðu í skyndi lítinn árabát, réru líf- róður til hinna sjóhröktu pilta, björguðu þeim upp í árabátinn og fluttu þá til lands. Var þeim þá orðið all kalt, en þeim hafði annars ekki orðið neitt meint af ^lkinu. Gunnar Haraldsson Hafnarstræti 18B, kom örskömmu síðar að á trillu sinni og dró hann seglbátinn til lands. Arngrímur Jóhannsson flug- kennari var að koma úr æfinga- flugi á lítilli flugvél ásamt Tryggva Jónssyni flugnema, er þetta bar við. Flugu þeir félagar þarna yfir og sáu hvernig komi'ð var. Bjuggust þeir til að kasta bjarghring niður úr flugvélinni, en sáu brátt að piltunum var engin hætta búin og þeim yrði bjargað án aðstoðar úr lofti. I GÆR var auglýst eftir trillu- bát héðan frá Reykjavík, en hans hafði verið saknað frá því aðfaranótt sunnudags. Voru bátar og skip beðin að svipast eftir trillunni, sem var með þriggja manna áhöfn. Eftir há- degið í gær fór varðskip og flug- vél frá Flugþjónustunni að svip- ast eftir bátnum. Fannst trillan 5 sjómílur SSA af Þormóðsskeri og var áhöfn heil á húfi. Hjálp- arskipið Goðinn kom svo með trilluna hingað til Reykjavíkur um kl. 18.30 í gærkvöldi. Við hittum áhöfn trillunnar er hún var nýkomin á land við Ægisgarð. Voru það þeir Ari Fransson, sem var formaður í förinni, Þorbergur Kristinsson og Kristinn Bjarnason. Þeir Þor- bergur og Kristinn urðu fyrir svörum, er við spurðum um för- ina, en Ari reyndist of feiminn eða hlédrægur til þess að svara spurningum, eða láta taka af sér mynd. Þeir félagar fóru á trillunni héðan úr Reykjavík aðfaranótt laugardags sl. og ætluðu hér út fyrir á skak. Við Þormóðssker lögðust þeir og tóku véiina úr Framhald á bls. 27 í kvöld voru þeir þremenning arnir komnir til vinnu í báta- skýli æskulýðsráðs og kenndu sér einskis meins. Þeir voru að undirbúa málningu enn stærri seglbáts, sem þar stóð á stokk- um, en farkostur þeirra frá í dag flaut í rósemd á réttum kili í kvínni fram undan tunnuverk- smiðjunni. Sv. P. Sigurður Kristjánsson látinn SIGURÐUR Kristjánsson fyrrum alþingismaður lézt hér í Reykja- vík í gær. Sigurður lauk búfræði prófi frá Hólum og kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands. Sigurð ur gegndi ýmsum .Vtörfum um æfina, m.a. var hann skólastjóri, ritstjóri Vesturlands, ísafoldar og Varðar, þingmaður Sjálfsrtæðis- flokksins, var hann árabil og framkvæmdastjóri hans um hríð og miðstjórnarfulltrúi. H-merki með- fram vegum VEGAGERÐARMENN hófu 1 gær almennt að setja upp H- merki meðfram þjóðvegum lands ins, en á nokkrum stöðum var þetta þó gert nóttina fyrir H-dag. H-merki þessi verða alls um 1300 talsins, og eru sett við vegamót, áningastaði, og sumsstaðar við hættulega staði á þjóðvegum. Merkin eru sexhyrnd og með endurskinsræmu, svo þau eiga að sjást vel jafnt að degi sem nóttu. Tilgangurinn með uppsetn ingu merkjanna er auðvitað að minna vegfarendur á hægri um- ferð, og eiga þau að standa þar til í desember 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.