Morgunblaðið - 28.05.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 28.05.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28, MAÍ 1 £>68. 19 - EFTA Framh. af bls. 2 inu til góðs, eða a.m.k. einhverj- um hluta meðlimaríkjanna. Hið fyrsta sem við verðum að hafa í huga, er að tilgangur bandalagsins er sá, að efla tolí- frjálsa verzlun á iðnaðarvörum landanna þeirra í milli. Ytri tollar hvers meðlimaríkis eru ðháðir þessu. Hráefni til mat- vælaiðnaðar, hvort sem eru landbúnaðarvörur eða fiskur, er venjulega ekki með. Hins veg ar er íullunnin verzlunarvara í matvælaiðnaði innan marka þessa lista, sem telur tollfrjáls- ar afurðir. í byrjun var mikið deilt um það innan EFTA, hvar ætti að draga línuna. Jarðarber eru ekki á listanum, en j arðarberj asulta hinsvegar. Hveiti er ekki, en hins vegar hveitikex. Mikið var deilt um bacon og þá deilu unnu hinir ötulu Danir. Hvað um fisk? Að sjálífsögðu vitið þið miklu meira um fisk og fiskafurðir en ég. Nokkur EFTA-lönd hafa mikilvægan fiskiðnað og komi til þess að ísland sæki um aðild, mun það eiga frumkvæðið að því að sam- hæfa áhugamál sín við áhuga- mál þessara landa. Auðvitað er mikilvægt atriði vaxandi mikilvægi íslands sem markaður fyrir iðnaðarvöru EFTA-landanna. Féllu tollar á þeim niður vegna EFTA-fram- leiðslu þá fengi útflutningur EFTA-landanna hlunnindi um- fram sams konar útflutning frá íifnahagsbandalaginu og öðr- um löndum utan EFTA. Á móti þessu kæmi minnkandi tollavernd fyrir nýjan eða gaml- an íslenzkan iðnað, ’ og hann yrði þá að standast fulla sam- keppni iðnaðargreina annarra EFTA-Ianda. Á hinn bóginn fær íslenzkur framleiðandi tollfrjáls an markað innan allra EFTA- vlandanna, t.d- fyrir sérstaka hluti, sem fluttir yrðu flugleið- is ti'l Eftalandanna, þar sem þeir yrðu sameinaðir í stærri verk. Þetta eru nokkur mikilvæg atriði, sem ríkisstjórn ykk- ar verður að rannsaka. Og ef þið ákveðið að halda áfram á þessari braut, munu þessi atriði rannsökuð ekki síður gaumgæfi- lega af ríkisstjórnum EFTA- landanna og fjölda aðila sem annað hvort myndu hagnazt eða tapa á aðild íslnds.“ Á fundinum með blaðamönn- unum í gær lét Lord Errol þess getið að hann hefði mikla trú á fálandi í framtíðinni. íslending- ar myndi er fram í sækti auka iðnvæðingu landsins og sífellt færðist nú í aukanna að gáfur einstaklinganna væru notaðar sem eins konar markaðsvara. fs- land ætti heima meðal þjóð- anna í Fríverzlunarbandalaginu — það væri sín persónulega - MINNING Framh. af bls. 18 ríkulega gefin og það var óvenju goft að þiggja hjálp hennar og góðgerðir vegna þess hvert lag hún hafði á að láta þiggjandann ekki verða varan fyrirhafnarinn ar. Líf hennar var ekki tómur dans á rósum. Ýmislegt mótlœti varð hún að þola, sem nægt hefði til að buga marga konuna. En það hefði engium komið í hug í umgengni við hana, hún hafði hlotið þá blessaða vöggugjöf að andistreymið virtist auka henni ásimegin við að gleðja aðra og Styrkja. Hún hafði það alltaf „ágætt“ hvernig svo sem raunin var og aldrei lét hún annað ytfir varir sér í veikindum sínum undir lokin, en að henni liði „ágætlega". Mig brestur orð til að þakka henni að verðleibum svo óendan lega mikið og margvislegt eigum við, sem stóðum henni nœst, henni að þakka. Ég vil aðeins að lokum óska henni góðrar ferð ar, til hins fyriTheitna og ég veit að henni verður að trú sinni, að fá að gisiba unaðslegan blóma- garð, handan landamæranna ei- lífu. H. E. skoðun — og sér yrði það mikið gleðiefni ef af aðild þess gæti orðið. Um efnahagsþróunina í Bret- landi sagði Lord Errol, að hann hetfði trú á því að hún færi batnandi og hann taldi trú manna á sterlingspundið vaxa síðan gengisfellingin var gerð. Vegna hennar yrði við- skiptajöfnuður Bretlands hag- stæðari nú og næsta ár hélt hann að kæmi enn betur út, þótt að sjálfsögðu væru miklir erfið- leikar framundan, sem yrði að leysa. Lord Errol taldi Verkamanna- flokksstjórnina sterkari inn- byrðis, en menn gerðu sér grein fyrir. Hann hafði litla trú á því að til almennra kostninga kæmi í bráð, Verkamannaflokkurinn myndi reyna að halda velli í þeirri von að honum mætti auðnast að vinna aftur traust þjóðarinnar. Persónulega sagðist hann mjög fýsa þess að til kosn- inga kæmi hið bráðasta, því að þá kæmist flokkur hans fhalds- flokkurinn í stjórnaraðstöðu með miklum meirihluta. Bretar verzla við alla þá, sem vilja verzla við þá. Þeir selja öllum vörur, sem borga fyrir þær — sagði Lord Errol. Hann sagði þó að einu undantekning- arnar frá þessu, væru Rhodesía og Suður-Afríka. Viðskiptabann á þessar þjóðir hefði þó ekki orðið eins virkt, þar eð aðrar þjóðir hefðu ekki haft bannið í heiðri sem Bretar. Þess vegna aka Rhodesíubúar nú í frönskum og kínverskum bílum í stað briezkra. Á hátíðarfundinum í dag — í tilefni 40 ára afmælis Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, sem var 21. þessa mánuðar flutti við- skiptamálaráðherra Gylíi Þ. Gíslason félaginu kveðjur og árnaðaróskir, en Björgvin Schram formaður félagsins þakk aði. Fjórir stórkaupmenn voru gerðir að heiðursfélögum. Þeir: Björn Ólafsson, stórkaupmaður og forstjóri, Gunnar Kvaran, stór'kaupmaður, Ólafur Haukur Ólafsson, stórkaupmaður, sem var fjarverandi vegna veik- inda og Tómas Tómasson, for- stjóri. S j ómannadagurinn Framh. af bls. 12 björgunarstöðvarnar nýjum og fullkomnari tækjum. Ennfremur hefur nú síðustu árin verið lögð meiri og meiri áherzla á að þjálfa sveitirnar og samæfa þær og fjarákiptatæki hafa verið tekin í þjónustu þeirra í auknum mæli. Félagið eignaðist sinn fyrsta björgunarbát 1929, var það björgunarbáturinn „Þorsteinn**, er þau hjónin Guðrún Brynjólfs- dóttir og Þorsteinn skijwtjóri Þorsteinsson í Þórshamri gáfu félaginu. Áxið 1930 eignaðist félagið annan björgunarbát sinn „Her- jólf“ en árið 1937 lét félagið smíða björgunarskipið Sæ- björgu, sem kom til landains 1938, er félagið hafði starfað í 10 ár. Síðan átti félagið frum- kvæði að og lagði fé til smíði björgunar og gæzluskipanna Mariu Júlíu og Alberts og 1956 gáfu hjónin Anna og Gísli J. Johnsen félaginu björgunarbát. sem sérstaklega hefur verið til afnota fyrir björgunarsveit fé- lagsins hér í Reykjavík. Árið 1965 keypti félagið þyril vængju að hálfu á móti Land- helgisgæzlunni og er nú unnið að því að keypt verði stærri og fullkomnari þyrilvængja, sem sérstaklega verði búin tækjum til björgunar frá sjó.“ Sjómannadagsráð hefur nýver ið fest kaup á landi í Grímsnesi, þar sem á að byggja sumardval- arheimili fyrir munaðarlaus börn. í því sambandi hefur Sjó- mannadagsráð efnt til happ- drættis á sýningunni íslending- ar og hatfið og eru vinningar mjög vandaðir: hraðbátur með utanborðsmótor, myndsegul- bandstæki með töku og sýning- arvél og snjóvélsleðL - ÍÞRÓTTIR Framh. af bls. 26 eftir að spyrnt er frá markinu bruna Akureyringarnir fram völlinn og Valsteinn Jónsson, v. útherji kemst inn fyrir opna vörn IBK. Kjartan kemur hlaup andi á móti honum, en knött- urinn hrekkur af Kjartani aftur til Valsteinis, sam á hægt með að senda hann í autt markið. Keflvíkingar gera nú örvænt- ingarfullar tilraunir til að skora og Einari tekst að senda knött- inn í mark IBA, en er dæmdur rangstæður. Og enn pressa Kefl- víkingar að marki IBA, en skot- in geiga framhjá. í lok leiksins hrista Akureyr- ingar sókn Keflavíkur af sér og eftir sendingu frá Kára kemsit Skúli inn fyrir vörn IBK og brunar að markinu. Kjartan hleypur út og kastar sér fyrir fætur Skúla og bjargaði með því, enn á ný markinu, en varð að yfirgefa völlinn og varamað- ur hans að koma inn (Reynir Óskarsson). Liðin. Einis og fyrr segir var leikur- inn í heild spennandi og oft og tíðum vel leikinn. Hröð upp hlaup Akureyringainna voru oft litrík, einkanlega eftir að Stein- grímur Björnsson bættist í liðið. Framlínan er betri helmingur liðsins, með Kára og Skúla eld- snögga og hættulega hverri vörn. Einnig er Valsteinn lífleg- ur á vinstri kantinum. Jón Stef- ánsson ber sem fyrr hita og þunga varnarinnar, traustur og athugull leikmaður. Full ástæða er því til að ætla að Akuneyr- ingar verði ekki auðunnir í sum ar, því vitað er að þeir hafa aðeinis leikið tvo æfingaleiki það sem af er sumrinu. Leikur Keflvíkinga var mun lakari og bitminni, en er þeir léku á móti Reykjavíkurúrval- inu á dögunum. Magnús Torfa- son var mjög daufur og má því segja að eftiir höfðinu dansa lim irnir. Jón Ólafur fljótfærinn og viðutan og Sigurður Albertsson stóð hvergi nærri fyrir sínu. Þessi leikur var langt frá þvi að vera gott dæmi um hagnað af að leika á heimavelli- Áhorf- endur voru fáir, og svo daufir í dálkinn að varla heyrðisit stuna né hósti allan leikinn, og eru Keflvíkingar ekki vanir að vera feimnir við að hvetja lið sitt til dláða. En eitt er víst að aðstæð- urnar, aem bæjairstjórnin er bú- in að skapa knattspyrnumönmun um eru einar þess virði að bæj- arbúar ættu að leggja stolt sitit við að mæta til kappleikja, sem háðir eru á vellinum. Á.A. — Lögreglustjóri Framh. af bls. 28 hinum nýju umferðarháttum. Ekki verður tekið stranglega á minniháttar yfirsjónum, sem alla getur hent. — Hins vegar verður ekki hjá því komizt að taka hart á því, ef ökumenn stofna um- ferðaröryggi landsmanna í hættu með að aka vísvitandi, og þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir, á ólöglegum hraða. — Lögreglumönnum hefur verið falið að hafa sérstakt auga me'ð ökuhraða og gildir það jafnt í þéttbýli og dreif- býli. —Við munum nota öll okk- ar löggæzlutæki til að fylgjast með og mæla hraðann. Skeið- klukkur verða notaðar til að ganga úr skugga um, hversu lengi menn eru að aka milli tveggja ákveðinna punfcta. — Þá munum við nota rat- sjána í auknum mæli, bæði innanbæjar og úti á þjóðveg- um. Við munum nota þyrluna tii að fylgjast með hra'ðanum, svo og til að flytja ratsjártæk ið milli staða með skjótum hætti og einnig lögreglumenn. — Við höfum 12 löggæzlu- bíla úti á landi og samkvæmt fréttum frá þeim virðist ekki ekið mjög greitt þar. — Loks vil ég minna á regl- urnar um takmarkanir á öku- hraða. 1 þéttbýli er hámarks- hraðinn 35 km á klst. Utan þéttbýlis er hámarkshraðinn 50 km á klst. þar til kl 24, 28 maí, en síðan 60 km á klst. Hámarkshraði á Reykjanes- braut, frá vegamótuin við Krýsuvíkurveg að vegamót- um vfð Hafnaveg, er 60 km á klst. — Hraðatakmarkanirnar gilda á meðan þörf þykir af öryggisástæðum. Breytingar verða tilkynntar jafnóðum í blöðum og útvarpi. — Að endingu vil ég ítreka nauðsyn þess, að ökumenn virði takmörkun ökuhraðans. Öryggi vegfarenda er undir því komið. A nyrðri akbraut Suðurlandsbrautar vestan gatnamóta Kring | Iumýrar er aðeins ein akrein, og því vill myndast þar bílaröð þegar umferð er hvað mest. Hádegisumferiin gekk greiðlega MARGIR höfðu ætlað að al- gert umferðaröngþveiti skap- aðist um hádegisbilið í gær, en þá er umferð jafnan mest. Svo fór þó ekki, síður en svo. Umferðin varð alls ekki meiri en um hádegisbil á venjuleg- um dögum, og engir alvarlegir umferðarhnútar mynduðust neins staðar. Skömmu fyrir kl. 1 áttu blaðamgnn Morgunblaðsins leið um gatnamót Suðurlands- brautar-Álfheima og Suður- landsbrautar-Grensásvegar og var þá þar minni umferð en oft áður. Gekk umferðin greiðlega, en þó virtist ein- staka ökumaður eiga í nokkr- um erfiðleikum með að átta sig á ljósunum. Við ræddum lítillega við einn lögregluþjón inn, sem var við umferðar- stjórn. „Umferðin hefur hefur gengið greiðar fyrir sig, en ég þorði að vona“, sagði hann. „Engin hnútar hafa skapazt hér við gatnamótin svo neinu nemi, enda virðist manni nú umferðin dreifðari yfir mat- málstímann en í tíð vinstri umferðar. Að vísu þurfum við oft að grípa inn í, þar sem götuvitarnir, sem stjórna um ferðinni af Suðurlandsbraut og inn á Álfheima og Grens- ásveg skipta svo ört og skila ekki nema tveir eða þremur bílum yfir. En samt sem áð- ur tekst ágætlega að sam- ræma umferðarstjórn okkar og götuvitanna". Þessu næst lögðum við leið okkar að gatnamótum Suður landsbrautar og Kringlumýr- ar. Þar gekk umferðin öllu hægar fyrir sig, löng bílaröð hafði myndazt á nyrðri ak- brautinni, enda er þar aðeins ein akrein. Þó var ekki um neinn umferðarhnút að ræða þarna, og götuvitarnir stjórn- uðu umferðinni algjörlega þennan tíma, sem við vorum staddir á þessum gatnamót- um, án þess að lögreglan þyrfti nokkru sinni að grípa inn í. Og ökumann hittum við þarna, sem sagði: „Þetta gengur miklu betur en ég átti von á, bara eins og venju lega hádegisumferð í vinstri umferð“. Á gatnamótum Snorra- brautar-Hverfisgötu og Snorrabrautar-Laugarvegar var sáralítil umferð rétt um kl. 1, og lögregluþjónn, sem þar atóð vörð, kvað umferð- ina hafa gengið einkar greið- lega allan morguninn — án nokkurra tafa eða óhappa. Taldi hann umferðina í mat- málstímanum hafa verið minni en oft áður, en kvaðst hafa veitt því athygli að óvenjulega margir hefðu ferð azt um morguninn með strætisvögnunum. Við Miklatorg var allmikil umferð, en þó ekki meiri en oftast áður. Lögregluþjónn, sem þar var, kvað umferðina hafa verið talsvert mikla, en þó hefðu engir erfiðleikar skapazt. Ökumenn kvað hamn vera orðna allörugga í hring- akstrinum, og lögreglan hefði aðeins þurft að hafa afskipti af tveimur frá kl. 7 um morg uninn sem hugðust beygja úr hringnum inn á vinstri ak- braut. Við höfðum einnig sam- band við Strætisvagna Reykja víkur, og sá sem þar varð fyr- ir svörum, sagði að vögnun- um hefði gengið allvel, enda þótt talsverðar tafir og rugl- ingur hefði orðið á sumum leiðum. Ekki kvað hann taf- irnar, eða ruglinginn meiri en búizt hefði verið við. Taldi hann, að nokkru fleiri hefðu ferðazt með strætisvögnunum í gær en venjulega. Stúlka — atvinna Stúlka á aldrinum 20—35 ára getur feng- ið atvinnu nú þegar við afgreiðslustörf í pylsubar í Reykjavík. — Dagvakt. Upplýsingar í síma 18487 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.