Morgunblaðið - 28.05.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAl 1968
13
Séra Andrés Óiafsson prófastur skírir fyrsta barnið í kirkj-
unni. Móðirin heldur syni sínum undir skírn.
bisa við að finna réttan stað
fyrir skírnarfontinn, sem er að
mestu úr íslenzku grágrýti,
Sveinn Kjarval innanhúsarki-
tekt leiðbeinir smiðunum hvar
festa beri upp krossinn á altaris-
vegginn, uppi á sönglofti er raf-
magnsmaður að setja upp ljósa-
stæði og hvarvetna er ys og þys,
elja og atorka við að leggja síð-
ustu hönd á verkið, svo að kirkj-
an verði sem glæsilegust þegar
morgunn rennur, og vinnunni
er haldfð áfram langt fram á
nótt. Og ekki má gleyma kon-
unum. í hverju húsi er verið að
baka og smyrja, því að kvenfé-
lagið ætlar að bjóða öllum
kirkjugestum til kaffidrykkju að
vígslu lokinni.
up íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson. Lítilli klukku var
hringt, því a'ð kirkjan hefur ekki
eignazt kirkjuklukkur enn.
Prestar gengu í kór og biskup
gekk fyrir altari og gjörði bæn
sína. Því næst las formaður
sóknarnefndar, Jóhann Guð-
mundsson skipstjóri, kirkjubæn-
ina.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, flutti þvínæst
vígsluræðuna og fór miklum við-
urkenningarorðum um það mikla
átak safnaðarins að koma upp
svo veglegu og myndarlegu
guðshúsi.
Vígsluvottar voru fjórir prest-
ar, en tveir þeirra voru áður
sóknarprestar í Staðarpresta-
Altarisganga að lokinni vígslu kirkjunnar. Biskup og sóknarpr jstur önnuðust altarisþjónustu.
VÍGSLUDAGUR fyrstu kirkju,
sem byggð hefur verið í Hólma-
vik, rann upp bjartur og fagur.
Sólin hellti geislum sínum yfir
land og haf og geislar hennar
brotnuðu í hvitbláma hafisjak-
anna, sem hrannazt hafa upp í
vikinni og upp í fjöruborð.
Hólmavikurkirkja hefur verið
lengi í smíðum. Lítill söfnuður,
innan við 400 manns, hefur um
langan aldur átt sér þann draum,
að eignast kirkju á staðnum,
sem kæmi í stað hinnar gömlu
sóknarkirkju þeirra að Stað í
Steingrimsfirði. Söfnuðurinn,
sóknarpresturinn og fjölmargir
velunnarar staðarins og kirkj-
unnar höfðu nú séð draum sinn
rætast og biskup íslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, kominn
til að vígja veglegt og svip-
hreint guðshús á Uppstigningar-
degi.
Kvöldið áður komu nokkrir
gestir lengra að til Hólmavík-
ur og létu það verða sitt fyrsta
verk, að klífa hamarinn, þar sem
hin fagra kirkja stendur: eitt
fegursta kirkjustæði hér á landi,
og þarna ríkir kirkján í tign
yfir staðnum s*m sameiningar-
tákn og varanlegur vottur um
það, hverju samhugur og sam-
stíllt átak safnaðarins hefur
fengið áorkað.
Það á a'ð vígja kirkjuna kl. 2
á morgun, en í kvöld eru tugir
manna að störfum við kirkjuna.
í vikinni fyrir neðan kirkjuna hefur hafísinn hrannazt upp.
Sérstæð og fðgur kirkja
vígð í Hólmavík
Það er verið að bera ofan í veg-
inn að kirkju og fylla upp við
gangstíginn að kirkjudyrunum.
Unglingar eru að hreinsa til á
kirkjulóðinni, verið er að fjar-
lægja timbur og annað dót, sem
safnast við byggingar. Þegar
inn er komið, er mikill fjöldi
karla og kvenna, barna og ungl-
inga a’ð störfum. Tvær eða þrjár
ryksugur hvæsa á steingólfinu,
konurnar hella þvottadufti á
steininn og skúra í ákafa, fremst
í kórnum eru nokkrir menn að
Vígsluhátíðin
Kirkjugestir tóku að koma tiil
kirkjunnar strax um eittleytið.
Þegar klukkan var rétt orðin
tvö, var kirkjan fullskipuð og
kominn mikill fjöldi staðar-
manna og fólk úr næstum sveit-
um og lengra að.
Athöfnin hófst á því, að far-
in var prócessía upp kirkjustíg-
inn. Fremst fór sóknarnefnd og
byggingarnefnd kirkjunnar, en
því næst komu sex hempuklædd
ir prestar og síðastur gekk bisk-
kalli, en svo hét prestakallið áð-
ur en nafni þess var breytt í
Hólmavíkurprestakall. Þeir voru
séra Þorsteinn Jóhannesson, sem
var prestur í prestakallinu áð-
ur en hann fluttist í Vatnsfjörð
og var'ð sóknarprestur og pró-
fastur þar, en hinn var séra
Ingólfur Ástmarsson, sóknar-
prestur að Mosfelli í Grímsnesi,
en hann var forveri núverandi
sóknarprests í Hólmavíkurpresta
kalli, séra Andrésar Ólafssonar
prófasts.
Hinir vígsluvottarnir tveir
voru sóknarprestarnir í prófasts-
dæminu; séra Yngvi Þórir Árna-
son á Prestbakka og séra Magn-
ús Runólfsson í Árnesi. Sjötti
presturinn við vígsluna var séra
Þórarinn Þór, prófastur á Reyk-
hólum, en hann er vígslubróðir
séra Andrésar.
Biskup kvaðst samfagna söfn-
uðinum á þessum dýrðardegi og
afhenti síðan sóknarpresti og
söfnuði hina vígðu kirkju.
Síðan steig séra Andrés Ólafs-
son prófastur í stólinn og flutti
prédikun. Vék hann að hinu
mikla og fórnfúsa starfi safnað-
arins við kirkjubygginguna og
flutti þakkir til þeirra fjöl-
mörgu karla og kvenna, sem
lagt hefðu hönd á plóginn með
starfi og gjöfpm. Kvaðst prófast-
ur líta á það mikla starf, sem
unnið hefði verið við kirkjuna
undanfarnar vikur sem vorboða
í kirkjulegu starfi þessa safn-
aðar.
Séra Andrés skírði fyrsta
barnið, sem skírt er í hinni
nýju kirkju. Var það sveinbarn,
sem hlaut nafnið Jóhann Ingi og
er drengurinn dóttursonur J ó-
hanns Guðmundssonar, for-
manns sóknarnefndar, og hélt
móðirin, Hrafnhildur, barni sínu
undir skím.
Síðan var altarisganga og
önnuðust altarisþjónustu eftir
vígsluathöfnina biskup íslands
og sóknarpresturinn.
Kristján Jónsson sóknarnefnd
armáður lýsti gjöfum, sem
kirkjunni hafa borizt, en að því
loknu var þjóðsöngurinn sung-
inn. Gengu prestar og bygginga-
nefndarmen síðan fyrstir úr
kirkju og var biskup íslands í
farabroddi.
Organisti við vígsluhátíðina
var Magnús Jónsson frá Kolla-
fjarðarnesi, en hann hefur að
undanförnu æft kirkjukórinn,
sem söng við vígsluhátíðina.
Vígsluathöfnin var í senn
virðuleg og látlaus í sniðum, og
sá mikli fjöldi, sem til kirkj-
unnar sótti á þessum hátíðisdegi,
átti þar fagra og eftirminnilega
helgistund og fagnaðar.
Að lokinni athöfninni í kirkj-
unni baúð kvenfélagið öllum
kirkjugestum til kaffisamsætis
og voru þar hlaðin borð og
rausnarlegar veitingar, sem kon-
urnar höfðu framreitt. Þar flutti
séra Andrés ávarp, og einnig
töluðu séra Þorsteinn Jóhannes-
sön, séra Ingólfur Astmarsson,
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og
Jóhann Guðmundsson, formaður
, sóknarnefndar.
Byggingarsagan
Árla morguns vígsludags gaf
séra Andrés sér tóm til að ræða
við Morgunblaðið þrátt fyrir
miklar annir. Séra Andrés hefur
verið brennandi í andanum í
kirkjubyggingarmálinu, og unn-
ið ósleitilega að því marki, þrátt
Framhald á bls. 17
Biskup íslands, herra Sigurbjö.n Einarssrn, flytu vígsluræð-
una.