Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1968. 11 Heyrnarskjól — Hlusfavernd Félög hylla stofnanda sinn Vegleg minningarathöfn KFUM og K um séra Friðrik — Hundruð barna og ung- menna gengu hjá gröf hans á laugardag KFUM og K hér í Reykjavík minntust á laugardaginn hins mikla leiðtoga félaganna og stofnanda séra Friðriks Friðriks- sonar, en þann dag voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Um eða yfir þúsund börn og ungl- ingar tóku þátt í skrúðfylkingu að gröf hans í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Var athöfn- in einföld og virðuleg, en mun hinum mörgu ungu er þátt tóku í þessari minningarathöfn lengi minnisstæð verða. Veðrið var hið fegursta á laug- ardaginn og hafði það eðlilega í för með sér áð gera athöfnina enn hátíðlegri. Fyrst um morg- uninn hafði stjórn KFUM og K farið að styttu séra Friðriks í Lækjargötunni, en með stjórn- inni fóru þau frú Áslaug Ágústs- dóttir, ekkja séra Bjarna Jóns- sonar og Sigurbjörn Þorkelsson. Var frú Áslaug í áratugi formað- ur KFUK, en Sigurbjöm hefur verið starfandi KFUM-maður frá byrjun. Lögðu þau blóm- sveig að styttunni. Kl. 2 síðd. hafði mikill fjöldi barna og unglinga safnazt sam- an í húsi félaganna við Amt- mannsstíg og hófst þá þaðan mikil skrúðfylking undir íslenzk um fánum og félagsfánum. — Fremst gengu stjómarmenn KFUM og K. Var haldið suður í gamla kirkjugarðinn. Gengið var í þrefaldri röð og sem dæmi um hve mörg börn og unglingar voru í göngunni má geta þess að hún náði frá klukknaportshliði kirkjugarðsins og niður að horni Suðurgötu og Vonarstræt- is. Er komið var í kirkjugarð- inn, færðu tvö ungmenni Kristj- áni Sighvatssyni, klæðskera, gömlum KFUM-manni mik- inn og fagran blómsveig, sem hann lag'ði að gröfinni. — Við blómsveiginn var festur borði með áletruninni. „Félögin hylla stofnanda sinn.“ Þess má geta að KFUM í Hafnarfirði og Karlakórinn Fóstbræður (áður Karlakór KFUM) höfðu lagt blómsveiga að gröfinni og þar voru og nokkrir blómvendir, — Eins var um hinn almenna söng á samkomum þessum, að einungis voru sungnir sálmar og söngvar séra Friðriks, svo og lög eftir hann. Margar kveðjur bárust félög- kveðjur frá einstakiingum. Hinn gífurlegi fjöldi barna og ungmenna, sem komin voru sam an í kirkjugarðinum til að vera við þessa athöfn, gekk nú í skipu legri röð — hver einasti einn — framhjá gröf séra Friðriks og söng hópurinn einn af æsku- lýðssöngvum séra Fri'ðriks — og endurtók í sífellu þar til hinir síðustu höfðu gengið framhjá gröfinni: Áfram Kristsmenn krossmenn, kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnið sterki æskuher. Kristur er hinn krýndi kóngur vor á leið, sjáið fagra fánann frelsis blakta á meið. Er hópurinn kom úr kirkju- garðinum, á Hólatorg, var geng- ið gegnum miðbæinn að styttu séra Friðriks í Lækjargötunni. Þar staðnæmdist hópurinn aft- ur, myndáði hálfhring umhverf- is styttuna og var sunginn söng- urinn: „Þú æskuskari á Islands- strönd þú ert í flokki þeim, er sækir fram í sólarlönd — með sigri að komast heim. Rís upp með fjöri, stíg á stokk og streng þess heit að rjúfa ei flokk, unz sigri er náð og sagan skráð er sýnir guðs þíns ráð.“ Þar með lauk þessari hátíð- legu athöfn. Föstudag, laugardag og sunnu dag voru samkomur í húsi félag anna og voru þær svo fjölsóttar að þéttskipað var í báðum fund arsölum en samkomurnar hafa verið tileinkaðar minningunni um séra Friðrik. Á föstudags- kvöldið talaði séra Sigurjón Guð jónsson prófastur um séra Frið- rik — skáldið og rithöfundinn. Á laugardagskvöldið talaði Páll Kol'ka læknir um: Brautryðjand ann og æskulýðsleiðtogann. Á sunnudagskvöldið talaði Sigur- björn Þorkelsson um séra Frið- rik sem: Boðandann. Á þessum samkomum var séra Friðrik látin sjálfur tala, með því að lesi’ð var úr verkum hans í bundnu og óbundnu máli, sungnir söngvar og sálmar hans og lög sem hann hafði samið og annaðist blandaður kór félag- anna þann söng. unum og gjafir. Menntamálaráð- herra og kona haris færðu að gjöf siiifurstjaka á altari kapellunn- ar í Vatnaskógi til minningar um fósturson séra Friðriks. Þá bárust kr. 5000 til viðihalds herbergis séra Friðriks svo og 5000 krónur til sumar- starfsins í Vatnaskógi. Systur- sonur hans gaf krossmark. Þá færði Guðni Þórðarson, forstöðu máður Ferðaskrifstofunnar Sunnu KFUM að gjöf 100 þús- und krónur til sjóðsstofnunar er hafa skal það markmið að koma á fót minningarsafni um líf og starf séra Friðriks, í samráði við stjórn KFUM og K. Geta má þess að til er vísir að slíku safni, þar eð félögin hafa varðveitt herbergi séra Friðriks í húsi fé- | laganna og er það allt með ! sömu ummerkjum og var er hans hérvistardögum lauk. Skrúðgangan keraur upp Suðurgötuna. fyrir fóik, sem vinnur við kveljandi hávaða í verksmiðjum, skipasmíðastöðv- um, plötusmiðjum, blikksmiðjum, tré- smiðjum, ketilsmiðjum, vélarrúmum o. s. frv. Ennfremur fyrir vörubíla- stjóra, ýtustjóra, veghefilsstjóra, skurðgröfustjóra. Heyrnarskjól deyfir nístandi há- tíðnihljóð og þrumandi lágtíðni hávaða. Sendum í póstkröfu og flugkröfu. STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16 Reykjavik Sími 13280. BÍLSKÚRSHURÐAJÁRN Sífellt fleiri velja hin vönduðu STANLEY BÍLSKÚRSIIURÐAJÁRN. Nýkomin í 2 stærðum. Laugavegi 15, sími 1-3333. Ballancerum hjólbarða, skerum munstur í hjólbarða, sjóðum göt á hjólbörðum bæði stór- um og smáum. Seljum úrvals hjólbarða: Continental (þýzkir) Nitto (japanskir) Viking (norskir) Seljum allar vörur til hjólbarðaviðgerða: suðugúmmí, suðulím, kappa, ventla, pílur o. fl. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Opið alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22,00. GÚMMÍVIIMNUSTOFAN HF. Skipholti 35, sími 31055, Reykjavík. Notfæ.rið ykkur hina góðu þjónustu, sem verkstæði okkar getur boðið. Allar smáviðgerðir fljótt af hendi leystar. Aðalffundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst að Hótel Sögu miðvikudaginn 29. maí 1968 kl. 10,00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. STJÓRNIN. BIFREIÐAEIGENDUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.