Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 1
32 SÍDUR OG LESBÓK 118. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kona handtekin í Los Angeles: Reynt að smygla þremur byssum — tll fanga í Aðalfangelsinu Los Angeles 8. júní. AP-NTB. LÖGREGLAN í Los Angeles hefur handtekið miðaldra konu að nafni Edith Grant, eftir að upp komst að hún reyndi að smygla þremur byssum inn í Aðalfangelsið í Los Angeles, en þar situr ákærður morðingi Roberts Kennedys í haldi. Byssunum var komið fyrir í ritvél, sem hún hafði komið með sam- kvæmt beiðni annars fanga. Byssurnar voru allar hlaðnar. Tilkynnt hefur verið, að bif- reið Sirhans hafi fundizt skammt frá Ambassador-gistihúsinu. Ung stúlka, Cathy Fulman, sem gaf sig fram við iögregluna í gær, var látin laus að loknum yfirheyrslum. Ekkert hefur kom- Ekki hagur Araba að drepa Kennedy segir egypzkt blað Kairo 8. júní. AP. DAGBLAÐIÐ „A1 Gumhurriya" í Kairo segir í dag, að enginn Arabi hefði getað haft nokkurn hag af því að Robert Kennedy væri myrtur. Ummæli Kennedys um Israel á dögunum hafi ekki sýnt annað en óbreytanlega stefnu bandarískra stjórnarvalda. Síðan bætir blaðið við: „Hins vegar getur fráfall hans reynzt heppilegt keppinautum hans um forsetaembættið í Bandaríkjun- um.“ Herflutningar Sovét við N-IMoreg Washington, Osló 8. júní, NTB BANDARfSKA vamarmálaráðu- neytið hefur látið hafa eftir sér, að tilkynningar frá Osló um her flutninga Sovétmanna meðfram landamærum Norður-Noregs, hafi ekki vakið neina óró með mönnum, og ekkert bendi til að neitt athugavert sé við þessa flutninga. Otto Tidemand, varnarmálaráð herra Noregs staðfesti á föstu- dagskvöld um þessa herflutninga, en sagði að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar af hálfu norskra stjórnvalda og Sovétrík- in hafi ekki borið fram nein opin ber mótmæli vegna væntanlegra heræfinga NATO í Noregi. ið fram, er benti til þess að hún væri viðriðin glæpinn. Kviðdómurinn, sem skipaður ei 22 mönnum, konum og körlum, komst að þeirri niðurstöðu í gær, að Sirhan skyldi formlega ákærður fyrir morðið á Robert Kennedy. Sirhan fékk frest til 28. júní til að áfrýja kærunni. Yfirheyrslur fóru fram í þing- húsinu, en af öryggisástæðum var Sirhan ekki viðstaddur og hélt dómarinn til fangelsisins að birta honum ákæruna. Sirhan var ekið í hjólastól inn í réttar- sal fangelsisins og var leyft að sitja kyrrum, meðan ákæran var lesin upp. Um tvö hundruð blaðamenn voru viðstaddir, en fengu hvorki að hafa meðferðis myndavélar né segulbönd og var leitað vand- lega á öllum sem hleypt var inn í salinn. Sirhan hlýddi þegjandi á, með- an ákæran um morðið var lesin upp og engin geðbrigði sáust á honum. Hann lét engin orð falla utan það, að hann leiðrétti fram- burð dómarans á nafni sínu, og svaraði játandi, er hann var spurður, hvort hann sætti sig við greinda málsmeðferð. Samkvæmt beiðni verjanda var samþykkt að fanginn gengist undir geðrannsókn, svo og al- menna læknisskoðun. Ethel Kennedy sendir fingurkoss að kistu eiginmanns síns í St. Patrekskirkju í New York í gær. Síðdegis var öldungardeildarþingmaðurinn borinn til hinztu hvíldar í Arlington-kirkjugarðin- -i um (AP-símamynd) Útför Kennedys gerð í gær New York, 8. júní. AP. • í kvöld verður bandaríski öldungadeildarþingmaður- inn, Robert Kennedy, lagður til hinztu hvíldar í Arlington kirkjugarðinum í Washing- ton, skammt frá bróður hans, John, forseta, Kennedy, sem einnig féll fyrir hendi morð- ingja, í nóvember 1963. 9 Áður en kista hins látna var borin út úr St. Patricks kirkjunni í New York í dag var sungin sálumessa þar að viðstöddu fjölmenni. Þar á meðal voru Lyndon B. John- son, forseti og Hubert H. Humphrey, varaforseti, sem hafði forystu fyrir liði þing- manna, 69 öldungadeildarþing manna og fulltrúadeildarþing manna frá New York, 40 að tölu. Meðal gesta voru einnig fulltrúar a.m.k. 50 erlendra ríkja og þrír fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum, þeir Corneliu Manescu, forseti Allsherjarþingsins, sem var fulltrúi aðildarríkjanna 124, Ralph Bunche, aðstoðarfram- kvæmdastjóri, er var fulltrúi U Thants, framkvæmdastjóra og Arthur Goldberg, sendi- herra Bandarikjanna hjá S.Þ. en hann var verkalýðsmála- ráðherra í stjórn Johns F. Kennedys, er Robert var dómsmálaráðherra. 0 Messan í kirkjunni hófst kl. 10 í morgun að staðartíma (kl. 14 að ísl. tíma) Terence J. Cooke, erkibiskup í New York hélt minningarræðu, en hann og Robert Kennedy höfðu verið saman fyrir að- eins tveimur mánuðum við útför dr. Martins Luther Kings, sem einnig féll fyrir hendi morðingja, eins og Kennedy-bræðurnir. I ræðu sinni sagði erkiibiskup m.a.: „Um þessar mundir stönd- um við ÖM furðu lostin en sam- einuð í sorg. Orð eru litilvæg huggun þegar svo er ástatt. Tár- in ein geta ekki þvegið af okkur tilfinningu blygðunar og von- leysis. En einhvern veginn verð- um við, með hjiálp drottins og með því að beita þeim styrk, sem sál Bandaríkjanna ræður yfir, að öðlast hugrekki til þess að taka upp merkið, þar sem frá var horfið; að halda áfram að vinna að því erfiða verkefni, sem Kennedy, öldungadeildar- þingmaður, helgaði alla krafta sína, því verkefni að byggja upp mikla og ‘heiðvirða þjóð. Á slíkri stundu verðum við að trúa á Bandaríkin og við megum ekki glata trausti hver á annan“. Erkibiskupinn ræddi um per- sónuleika Kennedys og sagði, að maður svo óvenjulegum gáfum gæddur, hefði ef til vill getað kosið líf, sem ekki var svo erfitt og áhættusamt, sem hefði gef- ið honum meiri tíma til að sinna persónulegum áhugamálum og njóta fjölskyldu sinnar. Þess í stað hefði hann kosið breiðara líf og kröfuharðara, líf í þjón- ustu lands síns, því að þar hefði hann séð tækifæri til að byggja betri heim fyrir aðra. f þjón- ustu þess málstaðar hefði hann látið lífið. Um hundrað og fimmtíu þús- und manns höfðu vottað hinum látna virðingu í morgun með því flð ganga fram hjá kistunni, þar sem hún lá á viðhafnarbörum í kirkjunni. Hafði staðið til í gær að loka kirkjunni kl. 22 — en þá var enn svo gífurlegur mannfjöldi, er beið þess að kom ast inn, að ákveðið var að hafa hana opna í nótt. Var stöðugur straumur fólks til morguns, og þegar sálumessan í kirkj.unni hófst hafði geysilegur mannfjöldi Framh. á bls. 2 Biduult kominn til Frakklnnds París 8. iúní. AP. GEORGES Bidault, fyrr- um forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Frakk- lands, sem ákærður hefur verið fyrir skemmdarstarfs semi gegn landi sínu, fór yfir landamæri Belgíu og inn í Frakkland í dag og var samstundis tekinn höndum. Bidault sem er 68 ára að aldri var sagður vera leið- togi Andstöðuhreyfingar- innar CNR, hinnar póli- tísku deildar leynihreyf- ingarinnar OAS í Alsír, þegar þessir hópar börðust fyrir sjálfstæði Alsír. Bidault hvarf frá Frakk- landi í apríl 1962 og hefur síðan verið búsettur í Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.