Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 23 X — Hannes Hafstein Framih. af bls. 21 Nú var skipshöfnin þreytt, gat ei skeytt um neitt, nema skipstjórinn. Hann stóð enn eins og fyrstu stund — hafði* ei blundað blund — en brosandi hresst sína menn. Við stjómvölinn einn stóð hann bjartur og beinn og beið hverrar glufu á hrönn. Þá verðirnir dottuðu, vakti hann einn og varðist nárakkans tönn. Bæði dag og nótt taldi* í deiga þrótt: „Ef við dugum, næst opið haf“. Og hans örmagna lið hélt vongneista við, er hann vonglaður skipanir gaf. Þá, eitt sinn, er skipið var skrúfað þétt í skrúðhvítum, grænbryddum ís, hann stýrimanni lét stjórnvölinn rétt og stökk út á ísinn. Þar ris fast við byrðingsborð eins og bjarg á storð einn borgarjaki. Hann kleif upp með sjóngler í hönd, hvarf við sjónarrönd, þar er súldin um jakatind dreif. En rétt eftur kuldaleg sægola sveif um svellkaldan ísjakaheim, og þokuna burtu hún bráðlega reif, svo bláheiðan rofaði* í geim. — Hátt á haf jakatind bar við himinlind þann, er hafskipsins ábyrgð bar. Hann stóð uppi þar einn meðan andvarinn hreinn gaf útsýn um helkrepptan mar. Hann kallar, hann bendir — hann bandar með hönd. Hann býður: Stýrið norð-vest! Því er hlýtt, og menn sjá: þar er svolítil rönd af sæbláma. Önnur ei sést. og þar opnast bil. Eins og ógna gil stendur isinn á hliðar tvær. Kringum stappar ís. Bak við stormur rís. — Fyrir stafni er opinn sær. Á skipinu fyrst heyrist fagnaðaróp, því að f jörgjafinn blasir nú við. En brátt slær í þögn. Svo hljóma við hróp frá hásetum: „nei, höfum bið! enn oss vaniar hann, sem oss hjálpa vann, þegar helstríð vor allra beið, sem um dag og nótt gaf oss deigum þrótt og í dag loks fann þessa leið.“ En hátt á jakanum stjórnarinn stóð, og hann stýrði með hönd sinni enn. „Fram, hlýðið mér“, sagði’ hún. Með hugklökkum móð þeir hlýddu, hans sjóvönu menn. Eftir augnablik lukti aldan kvik fyrir aftan með nýrri spöng. Jakinn hái hvarf, nóg var hvers eins starf, og sú heimför var döpur og ströng. Og isinn rak suður i heitari höf með hann, er þar sigrandi dó. Og hafið, sem einnig bjó hafísnum gröf, að hjarta sér þrekmennið dró. En þeir hásetar hans báru heim til lands um hetjunnar sjálfsfóm vott. Yfir sólroðinn sæ bar sumarsins blæ, og það sumar var hlýtt og gott. Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá hetjanna fórnarstól, bræðir andans ís, þaðan aftur rís fyrir ókomna tíma sól. Matthlas Jochumsson: HAFÍSMÁL „Ertu kominn, landsins forni fjandi." Feginn vildi* ég Norðurlandi aftur kenna að brýna hugans brand, kenna að styrkja varnir lands og vígi, veifa máls og kraftar Rimmugýgi, stöðva íssins usla hér við land! Hann er kominn, inn til instu leira: áttrætt skáld með lágum rómi tér: „Viltu svanasöng rninn heyra?“ — Sjá, hann hlær og storkar mér.- Grimdar seggur! fer þér aldrei aftur? Undrar mig þinn fítons kraftur eftir talin tuttugu og átta ár! Nærri sjálfum Niflheim áttu sæti, Norðri þó að böm þín sundur tæti björgum mót við Ránar reginfár, vit þó samt, að voðamagn þitt digra vinnur aldrei sama tjón sem fyr: æðra magn þinn æðiskraft mun sigra unz þú flýrð um Heljar dyr! Veit ég glögt, þú þykist sá hinn sami, Stuttungs arfinn jökulrami, þyrstur enn í íslands merg og blóð. En þótt fjari f jörið mitt og þomi, fagna ég með hverjum nýjum morgni, meðan sólin signir mína þjóð. Víst má segja margt sé enn í molum, meir, þvi meir sem lengra áfram vinst, raunir líka þyngri þolum, þar til hjálparráðið finst. Og á meðan völd þín þverra og þrotna, þrældómsf jötrin sundur brotna, þar til hrökkva hinztu landsins bönd, Glatt mun þá á bláum bárulegi, betra þó á sléttum ísamvegi, bezt í lofti fljúga strand af strönd. Viltu ei, jötunn, senda silfurflota suður í lönd að berja stærri tröll — neðansjávar nökkva að rota, níðingum að hasla völl? HIN NÝJU Annar jötunn ógurlegri æðir, allra þjóða menning hræðir miklu meir en eldur, ís og hel. Það er mannsins æiagamla æði, , eldra en sögur, þjóðir, Nóaflæði: auðs og valda óþrotlegu él! Allur heimsins ís er lítilræði ) á við stríðsins blinda heljar-fár: þá er lokið líkn og næði, lífið orðið blóð og tár. Þessi hafís, hann er mér nú þyngri hinum þó að sýnist yngri, hann er orðinn heimsins „furðuteikn“. Hér er gátan: Hvað er þessi heimur? hvað er lífsins voðalegi geimur, ráði öllu ósköp þau og feikn? Blindu þjóðir, þótt ei neinu hlífið, þá er eitt, er sigrar stríð og morð: það er hið sanna, það er lífið, lífið, lífið fyrir Drottins orð! SÓLÓHÚSGÖGN Seljum frá verkstæði okkar hin hin vinsælu SÓLÓHÚSGÖGN sterk og stílhrein, í borðkrókinn, kaffistofuna og samkomuhúsið. hagstætt Hringbraut 1?1 sími 21832. verð SJÓMENN! ÚTGERÐARMENN! Erum að hefja framleiðslu á um 23 rúmlesta fiskibátum. Þeir sem áhuga hafa á að eignast nýjan bát á hag- kvæmu verði, snúi sér til oss. Einnig viljum við benda á að við önnumst breytmgar og við- gerðir á skipum og bátum. Við höfum jafnan á boðstólum vörur til skipasmíða. Við bjóðum yður velkomna til þess að leita hvers konar upplýs- inga um viðskipti. Skipavík hf. Htykkishólmi — Sími: 8259 og eftir kl. 19 sími 8242. Draetti verður ekki frestað ó' Vinningur: Mercedes Benz 220, ný gerð. Dregið: 16. júní 1968. ^ Styrkið starf Rauða kross-deildarinnar í Reykj avík. Happdrætti Reykjavikurdeildar Rauða kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.